Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 15. júní 1996 jón Adólf Steindórsson stendur hér w'ð hliö Cunnars R. Cunnarssonar sem einnig er í Félagi áhugamanna um tréskurö. Fyrsta samtímasýningin á íslenskum alþýöuútskuröi: Alþýðuútskuröur enn við lýði „Þetta er búiö að vera draumur minn lengi að stofna samtök tréskera. Ég vissi ab þaö er gífurlegur fjöldi af fólki aö skera út," sagöi Jón Adólf Steinólfs- son, varaformaöur Félags áhugamanna um tréskurö sem stofnaö var þann 1. mars síöastliöinn. Sagðist Jón hafa búist við um 30 manns á stofnfund- inn en þeir reyndust um 90 og nú vaeru um 140 skráðir meðlimir. „Mig langaöi til að þetta fólk kæmi saman og héldi sýningar, fengi t.d. hingað erlenda gestatréskera og gæfi út blað," sagði Jón og bætti því við að félagið væri ekki síst stofnað til að hefja þessa gömlu listgrein aftur til vegs og virðingar og reyna að gera fólki grein fyr- ir gildi þessara hluta. Enda væri fólk líklegra til að kaupa frekar postulínsstytt- ur en „eitthvert trédrasl." Flestir félagsmanna eru í skuröi á hefðbundnum ís- lenskum hlustum svo sem öskum, lágmyndum af sveitabæjum, stöðum eins og Gullfossi og Geysi. „Ann- ars er þetta mjög fjölbreytt." Fæstir félagsmanna selja hluti sína, helst er þaö fólk úti á landi sem selur út- skorna hluti á ferðamanna- vertíðinni. „Þetta er mikið fólk frá sextugu og uppúr, eftir- launafólk. Margir fara á námskeið þegar þeir hætta að vinna til þess að láta gamlan draum rætast." Jón sagði karlmenn alls ekki í meirihluta heldur væru kynjahlutföll nokkuð jöfn. „Við eigum mjög góða kvenkyns tréskera og ein er með þeim allra bestu." Fræðimenn hafa haldiö því fram að íslenskur al- þýðuútskurður hafi liðib undir lok um aldamótin síð- ustu. Sýningin sem félagib heldur í húsakynnum íspan að Smiðjuvegi 7 í Kópavógi um helgina mun væntan- lega sanna að enn lifi í glæð- unum. Sýningin verður opin kl. 13-18 laugardag og sunnudag. LÓA ?>ÍV MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ ■^ll^ Rannsóknastyrk- ® " Ir EMBO í sam- eindalíffræ&i Sameindalíffræöisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organization, EMBO) styrkja vísindamenn, sem starfa í Evrópu og ísrael, til skemmri eða lengri dvalar vib erlendar rannsóknastofnanir á svibi sameindalíffræbi. Nánari upplýsingar og umsóknareybublöb fást hjá Pro- fessor Frank Gannon, Executive Secretary, European Molecular Biology Organization, Postfach 1022.40, D- 69012 Heidelberg, Þýskalandi. Límmibi meb nafni og póstfangi sendanda skal fylgja fyrirspurnum. Veffang EMBO er: http://www.embl-heidelberg.de/ Externallnfo/embo/. Umsóknarfrestur um langdvalarstyrki er til 15. febrúar og 15. ágúst, en um skammtímastyrki má senda um- sókn hvenær sem er. Menntamálarábuneytib, 14. júní 1996. Feit og falleg hefur lengi veriö samheiti á suöurhafseyjunni Tonga þar sem menningin hefur í aldanna rás tengst þvíaö boröa og aö svariö „nei takk" þótt ruddalegt. En af heilsufarsástœöum hefur FAO nú gengist fyrir þjóöar- samkeppni um megrun á Tonga, þar sem aöalverölaunin eru utanlandsferö. Feguröarsmekkur kvenna töluvert breytilegur frá einni heimsálfu til annarrar: Rússneskar konur fóru á „fegrunarmebalafyllerí" „Hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu", kvað Tómas. En á þetta einnig við um tískuna? Hafa súdanskar konur t.d. jafnan sama smekk fyrir því og íslenskar hvað sé al- veg æðislega flott í fatnaði og fegrunar- meðulum, hverju sinni. Er okkar vest- ræna tíska svo allsráðandi, að konur sækist eftir sama fatnaði, í sömu litum, sömu fegrunarvörum og sama útliti um heim allan? Er Heiðari kannski kunnugt um þetta eins og flest annað sem að kvenlegri fegurð lýtur? Heiðar: „Vestræn tíska er ennþá ekki orðin allsráðandi, þótt vissulega hafi hún víðast hvar mikil áhrif. í Afríku er þetta fegrunar/megrunaræði í rauninni rétt að byrja. Þar er það ennþá svo að til dæmis hjá vel menntuðum fjölskyldum í Höfðaborg og Jóhannesarborg væri stúlka sem fer í líkamsræktarstöö og sól- arbekk gjarnan spurð hvort hún ætli aldrei að giftast. Hvort hún ætli ekki að hafa hold á lendunum. í Afríku, jafnvel þarna niður frá, mundi venjuleg íslensk kona vera fremur ósátt með hvaða snyrtivörur hún ætti völ á, jafnvel í fín- ustu Kringlunum þeirra. Því úrvalið er ámóta og það var hér fyrir um áratug eða svo. Um miðja álfuna er ekkert af þessu komið — nán- ast engin fegrunarmenning nema það að bera á sig eitthvað til að verjast sterkustu sólargeislunum. En væru konur í löndum Mið-Afríku spurðar hvort þær hefðu fariö í fitusog mundi varla hokkur þeirra skilja hvab viðkomandi væri að spyrja um. Pamela Anderson konuímynd Argentínu í Argentínu er aftur á móti gífurlegur bisness í fitu- sogi, augnpokaaðgerðum, brjóstastækkunum og ljósu lituðu hári. Þetta er land ljóskunnar, sem karlmaður horfir á eftir og hugsar ýmislegt, þangab til hún snýr sér við. Þá finnst honum hún oft ----------- farin að eldast ansi mikiö. Þetta er hefð sem tengist Argentínú tölu- vert, meðan brasilískar konur hafa ekki fallið eins í þessa gryfju. Brasil- íubúar gera því talsvert grín ab Arg- entínumönnum fyrir að vera svona nýríkir og aö argentíska konu- ímyndin sé fyrst og fremst stór Pa- mela Anderson. í Tókíó finnum vib aftur á móti að þar er komin gífurleg snyrti- vörumenning og sérstaklega mikil áhersla lögð á hreinsun húðarinn- ar. Og þótt vestræn tíska ryðji sér þar til rúms virðast Japanir samt ætla að kunna að nýta sér sína jap- önsku hönnuði, sem skapa vest- ræna tísku með ívafi japanskrar Imynd margra Argent- ínubúa um kvenlega feg- urö. menningar. Þannig að Japanir fá mjög góða einkunn í sambandi við tísku og út- lit. Eins og börn í dótabúb... Allt annað blasir vib í Rússlandi. Rúss- neskar konur höfðu tæpast séð snyrtivör- ur eða tískuvörur af neinu tagi meban búðir voru ríkisreknar. En þegar Sovétrík- in liðu undir lok var markaðssett þar heilmikið af fegrunarvöru og rússneskar konur brugðust við eins og börn í dóta- búb og fóru eiginlega á algert „fyllirí". Jafnvel vel menntaðar konur vita ekkert hvað þær eru að gera, heldur kaupa bara og kaupa og hlaöa og hlaða á sig. Utkom- an verður sú sorglega ímynd, að þab er fullt af fallegum stúlkum sem fólk gæti haldið að væru klæbskiptingar, vegna þess ab þær ofgera svo. Þær virðast ekk- ert ráða við þetta og litasamsetningar eru alveg stórsérkennilegar vægast sagt. Að vísu mun þetta nú eitthvað vera að byrja að lagast. Heiðar jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Ekkert pastel á Indlandi.... Á Indlandi mundum við sjá allt aðra liti en hér. Þar dettur allt sem heitir litgreining og litasans algerlega út. Indverjar nota bara skæra liti og hafa alltaf gert það. Snyrtivörufyrirtæki hafa því ekkert sent þangað af tísku síðustu ára í varalitum og augnskuggum — þessa brúnu tóna, sandtóna og beis varaliti — því það kaupir þetta ekki ein einasta indversk kona, ekki einu sinni sýningarstúlkur. Indverskar konur eru með bláa, bleika og orange augnskugga og eldrauða og bleika varaliti. Margir álíta að það sé indverski búningurinn sarí sem stjórnar þessari hefð, að ind- verskar konur hunsa jarðliti alfariö. Sarí er alltaf í mjög skærum litum, þeir fínustu úr mjög sterklitu silki, en þú sérð aldrei dauflitan sarí. índverskar kon- ur fara samt yfir í vestræna tísku, og klæðast vestræn- um fötum, sem falla að þeirra smekk. Tískuhús eins og Escada er þannig mjög vinsælt á Indlandi, vegna þess að það fram- leibir skærgular, skærbleikar og skær- grænar dragtir. Arabískar konur eru líklega hærð- ustu konur í heimi og hafa þannig litarhátt að það er mjög áberandi. Og af því, eða þrátt fyrir það, þykir það mikiö fegurðar- og hreinlætismerki að vera hárlaus á líkamaum. Háreyð- ing er því eftirsótt fegrunaraðgerð. Á snyrtistofum eru langir bekkir þar sem konurnar eru einfaldlega settar í vax frá hálsi og niður úr, sem síðan er allt rifib af í einu lagi. Yfirstéttarkona í Saudi Arabíu er því ekki meb eitt elhasta hár á líkama sínum, nema höfuðhárið." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.