Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. júní 1996________________________________________WýWXíWU_________________________________________________________________T_1 veitir öllum áhugasömum upplýsingar um reiöhjól og hvernig beri aö undirbúa Magnús Bergsson, formaöur íslenska fjallahjólaklúbbsins. feröalög á reiöhjólum: íslenski fjallahjólaklúbburinn Nú, þegar sumarið er gengið í garð, má sjá sífellt fleiri hjól- reiðamenn þjóta um götur og stíga borgarinnar. Flestir láta sér nægja að hjóla styttri vega- lengdir innanbæjar, en þeir allra hörðustu hjóla allt áriö og nota hjólið til lengri og skemmri ferðalaga um landið. Þeim, sem vilja nýta hjólið meira og betur en hingaö til, er vert að benda á íslenska fjalla- hjólaklúbbinn. Að honum standa áhugamenn um hjól- reiöar, sem eru tilbúnir að veita öllum sem þess óska upp- lýsingar um reiðhjól og undir- búning ferðalaga á reiðhjól- um. Klúbburinn heldur opna félagsfundi tvisvar í mánuði og stendur auk þess fyrir nám- skeiðum og ferðum fyrir byrj- endur og lengra komna. íslenski fjallahjólaklúbburinn hefur fengið nýja fundaraðstöðu í Austurbugt 3, á mótum Austur- bugtar og Ingólfsgarðs. Þar verða haldnir félagsfundir fyrsta og þriðja hvern fimmtudag hvers mánaðar klukkan 20. Fundirnir eru opnir öllu áhugafólki um hjólreiðar. Magnús Bergsson, formaður íslenska fjallahjólaklúbbsins, segir að einn helsti tilgangurinn með starfsemi klúbbsins sé að miðla upplýsingum til þeirra sem ferðast um á reiðhjólum eða hafa hug á að prófa það. Fólk geti mætt á fundi og leitað ráða hjá þeim sem hafa meiri reynslu af þessum ferðamáta og/eða sótt skipulögð námskeið á vegum klúbbsins. Klúbburinn stóö fyrr í þessum mánuði fyrir námskeiði um und- irbúning feröalaga á reiðhjóli. Magnús segir brýnt fyrir fólk að undirbúa ferðir á reiðhjóli vel og sérstaklega sé mikilvægt að yfir- fara hjólið áður en lagt er í 'ann. Hann segir gagnslítið að lesa sér til í erlendum blöðum, þar sem leiðbeiningar þar miðist við allt aðrar aðstæður en bíða ferða- langa á íslenskum malarvegum. Þeir, sem misstu af námskeið- inu en ætla að leggja í ferðalag á reiðhjóli, þurfa ekki að örvænta, heldur geta þeir mætt á félags- fund og leitað upplýsinga hjá vönum hjólreiðamönnum. Einnig getur fólk fengið afhenta bæklinga hjá klúbbnum þar sem hægt er að lesa sér til um ferða- lög á reiðhjólum allt frá grunni. „Við höfum rekið okkur á það, í þeim ferðum sem við höfum farið í, að fólk áttar sig ekki alltaf á því hvað þarf að hafa í huga áður en lagt er upp í ferð. Það eru t.d. dæmi þess að fólk hafi farið á handónýtum dekkjum út á möl- ina og lent í vandræðum," segir Magnús. í bæklingi, sem íslenski fjalla- hjólaklúbburinn hefur gefið út um undirbúning fyrir ferðalög á reiðhjóli, er lögð áhersla á að yf- irfara þurfi öll hjól áður en farið er í ferð, jafnvel þótt þau séu ný. Talin eru upp ýmis atriði varð- andi ásigkomulag hjólsins, sem flestir geta athugað sjálfir. Þar á meðal hvort gírar séu rétt stilltir og smurðir, hvort bremsupúðar liggi rétt að gjörðum hjólsins og margt fleira. Þar er einnig fjallað um nauðsynlegan ferðabúnað, svo sem bögglabera, töskur, klæðnað og skó, en allt skiptir þetta miklu máli þegar ferðast er um á reiðhjóli. Fjallahjólaklúbburinn stendur fyrir ýmsum skipulögðum ferð- um, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Hægt er að nálg- ast svokallað atburðaalmanak í öllum hjólreiðaverslunum í Reykjavík og Kópavogi, þar sem ferðir, fundir og námskeið á veg- um klúbbsins em kynnt. Al- menningur er hvattur til að nálgast almanakið og kynna sér starfsemina. Næsti atburður, sem kynntur er í atburðaalmanakinu, er við- gerðanámskeið, sem haldið verður annað kvöld og er ein- göngu ætlað konum! I þessum mánuði em einnig á dagskrá tvær helgarferðir og þann 29. júní verður farið í létta byrjenda- ferð. Magnús segir æskilegt að fólk tilkynni fyrirfram um þátt- töku í lengri ferðunum, en nægi- legt er að mæta klukkan 12 við veitingastaðinn Vibon-grill (á horni Bústaðavegar og Reykja- nesbrautar) þá daga sem byrj- endaferðirnar em á dagskrá. Magnús hvetur alla, sem áhuga hafa á, til að taka þátt í starfsemi klúbbsins og bendir á ab yfirleitt kostar ekkert ab vera meb, fyrir utan beinan kostnað í ferðum svo sem við tjaldstæði, ferju- og rútuferðir. -GBK Gífurlega umfangsmikil uppgrœösla fyrirhuguö á Hólasandi: 130 ferkílómetra svæbi grætt upp á 10 árum Hafin er athugun Skipulags rík- isins á umhverfisáhrifum og uppgræðslu Hólasands í Suður- Þingeyjarsýslu. Landgræðsla rík- isins er framkvæmdaaðili verks- ins og hefur Skógrækt ríkisins unnið frummat á umhverfis- áhrífum hennar. Tvö ár em síðan uppgræðsla hófst á Hólasandi og er talið að uppgræðsla nemi um 10% af fyrir- huguðu uppgræðslusvæði. Tillög- urnar gera ráð fyrir að 130 ferkíló- metra svæði verði grætt upp og yiði auðninni einkum útrýmt með lúpínu, en einnig trjáviðartegund- um og grasfræjum. Stefnt er að því að sjálfbær gróður skapist á svæð- inu, er þoli sumarbeit sauðfjár og ríkjandi veðurlag. Svæðið er norö- vestan Mývatns og liggur í 300- 400 m hæð yfir sjó. Til að byrja með verður Hóla- sandur girtur af meb rafmagns- girðingu, en friðun svæðisins fyrir beit í a.m.k. 30 ár er talin forsenda fyrir árangri í endurheimt gróður- þekju á skömmum tíma. Auk lú- pínu, sem bæði verður vélsáð og með höndunum, er ætlunin að gróðursetja birki, víði, elri, lerki og fleiri tegundir, sem ætlað er að mynda gróðureyjar. Grasi verður svo sáð meöfram jörðum Hólas- ands til að skapa fræset fyrir birki og víði. Fram hefur komið gagnrýni á þá áætlun að nota lúpínu í stórum stíl við uppgræðslu Hólasands. Eink- um hefur verið bent á að lúpínan geti breytt ásýnd landsins á skömmum tíma og orðið nær ein- ráð í gróðurfari. Þá geti lúpínan dreifst inn í gróðurlendi, og felli hún fræ við opið vatn, sem er hluti af vatnakerfi Mývatns og Laxár, geti hún dreifst eftir þeirri leið inn á ný og ónumin svæöi. Samkvæmt áætlun verður lokið við girðingar á 3 árum og sáningu lúpínu og grass á 10 árum. Gróbur- setning gróðureyja mun væntan- lega halda áfram eftir það. Kærufrestur vegna frummats- skýrslunnar er til 18. júlí nk. -BÞ Strand- veisla í Nauthólsvík um helgina Fátt er meira hressandi en smá sjávarselta í andlitið, sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Unglingadeild sigÚngafélagsins Brokeyjar og Sportkafarafélagi íslands, sem efna til strand- veislu í Nauthólsvík nú um helgina. Þar verbur hægt að fá leigða báta, sjóskíði og fleira gegn vægu gjaldi. Auk þess verður hægt að sigla um á seglbátum, árabátum, kappróðrabátum og sjókajökum, nú eba þjóta um á sjóskíðum. Kaffi og með því verður selt í hús- næði Brokeyjar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.