Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. júní 1996 13 Risaeölan gefur út plötu og heldur tónleikana: Risaeðla syngur EFTA! Smekkleysa hefur gefib út Eðlustuö Risae&lunnar á geisladisknum EFTA! Diskur- inn er heljarmikill pakki því á honum eru 22 lög Risae&l- unnar, þar af 9 ný lög, 8 af Fame Sc Fossils, 3 af fyrstu plötunni og 2 óútgefin lög. Þetta þykir þeim Risaeðlum heilsteyptur stu&pakki og ómissandi skyldueign. Til a& fagna útgáfunni hefur Risa- e&lan komiö saman á ný til aö halda sína allra sí&ustu stuötónleika á Tunglinu, sunnudaginn 16. júní kl. 23. Seinni hluta síðasta áratugar var Risae&lan ein af aðalhljóm- sveitum bæjarins. Forysta hennar var þá, og er enn, skip- ub tveimur skvettum, Möggu Stínu og Dóru Wonder, sem sungu og léku á fiðlu og sax- ófón. Hljómsveitin gat sér gott orð hjá erlendum undir nafn- inu Reptile, spilaði víða og hlaut einróma lof gagnrýn- enda. „Eðlustuðið virtist í al- gleymi. Árið 1990 hóf hljóm- sveitin upptökur á sinni ann- arri plötu en leystist upp ábur en hún var kláruð. Eðlustuð rann út í sandinn." En eðlan tekur upp sitt fyrra stuð um helgina og sveitin skorar á þig: „Vertu þar eða vertu kolúldin kar - tafla." Svo er það. Kirkjukórinn á Akureyri: Tónleikaferða- lag til Kanada „Okkur langa&i bara til Kan- ada," sag&i Bjöm Steinar Sól- bergsson, stjórnandi Kirkju- kórs Akureyrar, aöspur&ur hvers vegna kórinn væri á lei& til Kanada í tónleika- feröalag. Kórinn leggur upp í fer&ina þann 20. júní en kvöldiö áöur syngur hann í Langholtskirkju í Reykjavík, kl.20.30. „Við verðum í tvær vikur. Við fömm til Winnipeg, syngj- um þar við messu og höldum svo tónleika. Síðan förum við til Gimli, sem er vinabær Akur- eyrar, og syngjum þar. Þá fljúg- um við á Calgary og höldum tónleika. Tökum svo þrjá daga til að keyra yfir Klettafjöllin og syngjum svo í Vancouver," sagði Björn og þakkaði Margréti Björgvinsdóttur fararstjóra hve viljugt fólk væri til að taka á móti þeim. „Hún bjó þarna úti lengi og hefur geysilega góð sambönd þar og persónuleg tengsl við fólk þannig að það er alltaf góður hópur af fólki sem tekur á móti okkur." Mikil fjáröflun hefur verið á vegum kórsins í vetur. „Bæði með því að halda skemmtanir og bera út blöð og guð veit hvað. Þab er búið að vera rosa- lega mikil vinna ab fjármagna ferðina. Þetta er það stór hópur og gríðarlega stórt dæmi fjár- hagslega," sagði Björn en í kórnum em tæplega 50 manns. Á efnisskrá kórsins verður að- allega íslensk kórtónlist og leggur hann sérstaka áherslu á tónskáld frá Norburlandi. En auk þess syngur kórinn íslensk þjóðlög, ættjarðarlög og klass- íska kirkjutónlist. Guðrún Pétursdóttir og Ólafur Hannibalsson verða á Akureyri 16. júní. Samkoma verður í Húsi aldraðra, Lundargötu 7, kl. 17-19. • Lýður Ólafsson og Matthías Stefánsson leika létta tónlist • Ólafur Hergill Oddsson býður gesti velkomna • Haraldur Bessason flytur stutt ávarp s • Skúli Gautason tekur lagið .1 • Friðfinnur Hermannsson frá Húsavík flytur stutt ávarp i | • Kaffiveitingar Ávarp dagsins: Guðrún Pétursdóttir. Guðrún Pétursdóttir mun taka þátt í Kvennahlaupinu á Akureyri kl. 14.00. Að hlaupi loknu mun Guðrún heimsækja kosningaskrifstofuna í Hafnarstræti 101. Þjóðhátfðarkaffí 17. júní Wð Austurvöll Þjóðhátíðarkaffi með Guðrúnu Pétursdóttur verður í Kosningamiðstöðinni við Austurvöll á 17. júní kl. 16-18. Grettir Björnsson tekur í nikkuna. Kosningaskrifstofur Guðrúnar Pétursdóttur: Reykjavík: Pósthússtræti 9, 4. og 6. hæð, sími: 552 7913 Akureyri: Hafnarstræti 101, sími: 462 7858 Selfoss: Tryggvaskáli, sírni: 482 2456 Keflavík: Hafnargata 29, sími: 421 6021 Höfn á Hornafirói: Vesturbraut 2, sími: 478 2411 ísafjörður: Hafnarstræti 14, sími: 456 3613 Hafnarfjörður: Fjarðargata 17, sími: 555 0820 I . - Guðrún Pétursdóttír ein af okkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.