Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 15. júní 1996 Hleöslunámskeiö á Suöurlandi. Fleiri höfuöstaöarbúar en Sunnlendingar sýnt áhuga enn sem komiö er: Hlaða kotbæ líkan þeim sem flestir lifbu í Tryggvi Hansen hleöslumeistari. Námskeib í aö hlaða veggi úr torfi og grjóti, undir leib- sögn Tryggva Hansen hleöslumeistara, verbur haldib ab Þingborg í Hraun- gerbishreppi helgamar 22.- 23. júní, 29.-30. júní og 6.-7. ágúst og aö auki föstudag eftir samkomulagi, eöa alls 7 daga. „Þaö er meiningin aö byggja héma upp lítinn torf- bae eöa einskonar kotbæ meö fjósbabstofu. Hérna í Flóanum var svo mikið af þessum hjáleigukot- um um allar jaröir, en bursta- bæirnir voru vitanlega ekki nema hjá heldra fólki og ekki fyrr en á síðustu öld," sagöi Sigurgeir Friðþjófsson í Þing- borg. „Tryggvi er búinn að hanna þetta og teikna, þannig að við erum spennt fyrir því að byggja upp svona bæ — líka af því að þetta er hvergi orðið til lengur." Tíu staðfestar umsóknir höfðu borist í gær, allar úr Reykjavík og Hafnarfirði, en enginn Sunnlendingur hafði ennþá látið skrá sig. Sigurgeir hafði þó ekki gefið upp alla von um að einhverjir þeirra láti verða af því að koma á þetta fyrsta hleðslunámskeið sem haldið er á þessum slóð- um, að því hann vissi best. í þeim tilgangi hafði hann líka framlengt umsóknarfrestinn fram á mánudag (17. júní). Að mati Sigurgeirs er nauð- synlegt að viðhalda þeirri kunnáttu að byggja úr grjóti, torfi og öörum náttúrulegum efnum. „Það eru hér nokkrir eldri menn sem kunna þetta ennþá, en sú kunnátta gæti horfið án þess að við í raun- inni tækjum eftir því fyrr en um seinan. Það má bara ekki gerast." í Flóanum segir hann víða mikið af ágætu hleðslugrjóti. Enda hafi það reynst illa í því votviðrasama loftslagi sem rík- ir á Suöurlandi að hlaða að mestu eða eingöngu úr torfi. Það hafi því jafnan verið meira af grjóti í veggjum held- ur en t.d. fyrir norðan. Spurður hvort menn væru búnir að viða að sér nægu grjóti í nýja bæinn, sagði Sig- urgeir að svo vel vildi til að á bæ þar í sveitinni, Hjálmholti, hafi verið hlaðin fjárhús sem löngu er hætt að nota og stað- ið hafi til að jafna við jörðu. „Við megum hirða úr þeim grjót eftir þörfum, sem kemur sér vel." Hann segir hlaðna veggi víða að finna í Flóanum. En leifar af kotbæ finnist þó aðeins á einum stað — raunar einungis veggjabrot — enda virðist menn jafnvel hafa ver- ið óþarflega duglegir við að jafna slíkt við jörðu. Rústir kotbæjarins segir Sigurgeir benda til að baðstofan gæti hafa verið kringum 5x6 metr- ar að stærð, eða um 30 fer- metrar, en fjósið hafi svo verið undir henni. Hugmyndin er að torfbær- inn veröi framvegis til sýnis og þá jafnframt að hleypt verði svolitlu lífi í hann, með því að fólk verði þar við vinnu þegar þannig stendur á. Á Þingborg hefur verið rekin ullarvinnsla þar sem í boði eru ýmsir handunnir hlutir. Und- anfarin sumur hefur sömu- leiðis verið starfræktur lítill húsdýragarður, við vaxandi vinsældir. Þeim, sem áhuga hafa á að læra að hlaða úr torfi og grjóti, er bent á að hringja í Sigurgeir (sími 482 1028) eöa í Ullar- vinnsluna (sími 482 1027), helst sem allra fyrst. Nám- skeiðsgjald er 5.000 kr. fyrir allt námskeiðið, en hægt er að taka hluta þess, t.d. eina helgi fyrir 2.500 kr. Unnið verður frá kl. 10 á morgnana til kl. 7 á kvöldin alla dagana. Þátttak- endur þurfa að hafa með sér nesti. Gisting í svefnpoka- plássi með eldunaraðstöðu er fáanleg á staðnum fyrir 700 kr. á nóttina. ■ Dauöamyndirnar á Mokka og Sjónarhóli. Hannes Sigurösson listfrœöingur: Ekki ætlunin a 5 ganga fram af fólki Ein myndanna á sýningunni. „Þaö er miklu algengara en menn halda aö teknar séu ljósmyndir af látnu fólki. Nokkrir jafnaldrar mínir, ég er nú ekki nema hálffertug- ur, hafa sagt mér aö þeir eigi svona myndir af foreldrum sínum," sagöi Hannes Sig- urösson listfræöingur í sam- tali viö Tímann í gær. Hann stendur fyrir tveim gjörólík- um ljósmyndasýningum á Listahátfö, sem báöar sýna látiö fólk. Eint og fram kom í blaðinu í gær^ eru sýningamar á Mokka og á Sjónarhóli aö Hverfisgötu 12 í Reykjavík. Á Mokka em myndir úr Þjóöminjasafni af látnum íslendingum, sumum þjóökunnum, en þær voru teknar á árunum 1886 til 1956 og em eftir 15 ljósmyndara. Hin sýningin, sú á Sjónarhóli, er eftir Andres Serrano og er til muna svæsnari, enda bönnuö innan 18 ára. Mokkasýning- una mega allir skoða án tillits til aldurs. „Þessar myndir em hluti af arfleifð okkar. Þeir í Dómhús- inu vissu ekki hvaða mynd ég mundi nota í auglýsinguna, en þetta er enginn óhugnaður, þótt myndin sé sorgleg. Upp- haflega var þessum myndum ekki ætlað að koma fýrir al- menningssjónir. Þær vom teknar á sínum tíma fyrir til- stilli ástvina til minningar um látna, fólkið hafði ekki neina aðra minningu í höndunum. Eftir að ljósmyndir komu til landsins var hóað í fagmann til þess að taka síðustu mynd- ina, skrásetja síðustu minn- inguna. Þetta átti eftir að breytast eftir seinni heims- styrjöld. Þá komu til útfarar- þjónustur með líksnyrtum og fleiru, sem geröi dauðann fjar- lægari. Ljósmyndavélin varð almenningseign og minni þörf á myndum, þar sem nóg var af myndum úr lifanda lífi. Serrano sýnir svæsnar dauðamyndir á Sjónarhóli, óþekkta einstaklinga sem hafa dáið á ofbeldisfullan hátt. Fólkið hefur dáið af völdum stungusára, rottueiturs, verið drekkt, skotið og svo framveg- is. „Það er ekki markmiðið með sýningunum að ganga fram af fólki eða velta sér upp úr dauðanum. Þetta er ekkert flipp eða próvókasjón," sagði Hannes Sigurðsson í gær. -JBP Síöustu forvöö aö hreinsa landiö fyrir 17. júní: Talsvert rusl meðfram þjóðvegum Lokasprettur átaksins „Flögg- um hreinu landi 17. júní" verö- ur nú um helgina. í gær höföu 42 ungmennafélög á landinu ýmist tilkynnt um hreinsun á sínu svæöi eöa þegar tekiö til hendinni. Aö minnsta kosti fimm ungmennafélög standa fyrir skipulagöri hreinsun um helgina. Átakið hefur staðið yfir frá 1. júní sl. og þegar hafa ýmis land- svæði hlotið snyrtingu. Meðal þeirra ungmennafélaga, sem þegar hafa lagt sitt af mörk- um, er Ungmennafélagið íslend- ingur í Borgarfirði, sem hreinsaði bæði í Andakíls- og Skorradals- hreppi. Sigurður Axel Benediktsson, formaður félagsins, segir að hreinsunin hafi gengið vel. Ung- mennafélagsmenn höfðu áður farið á milli bæja og selt Græna hirðinn til að fólk væri tilbúið í slaginn þegar hreinsunardagur- inn rynni upp. Safnast var saman klukkan eitt um daginn og segir Sigurður að þátttakan hafi verið þokkaleg, sérstaklega að teknu til- liti til þess að sama dag var hald- ið sundmót á Kleppjárnsreykjum og skátar vom í útilegu. Margir unglingar hafi því verið upptekn- ir annars staðar, en bæði börn og fullorðnir tekið þátt í hreinsun- inni. Sigurður segir að talsvert msl hafi verið meðfram þjóðveg- inum, m.a. dósir og flöskur og eitthvað af gömlum ónýtum girðingum, spýtum og fleiru. Einnig vom bændur hvattir til að tína msl á sínum jörðum og seg- ist Sigurður halda ab margir þeirra hafi gert það. Að loknu góðu dagsverki var síðan safnast saman við félagsheimilið Brún, þar sem slegið var upp grillveislu í boði hreppanna og þeir sem vildu skelltu sér í sund, sem var ókeypis þennan dag. Þau félög, sem hafa tilkynnt um skipulagða hreinsun helgina 15.-16. júní, em: Ungmennafé- lagið Kormákur, sem stendur fyr- ir hreinsun á Hvammstanga; Ungmennafélagið Drangur í Vík í Mýrdal, Ungmennafélagið Mý- vetningur, sem stendur fyrir hreinsun meöfram vegi í Mý- vatnssveit frá Geirastöðum til Vindbelgjar; Ungmennafélagið Afturelding mun hreinsa fyrir neðan Blikastaði og kringum hitaveitustokkinn í Mosfellsbæ, og Ungmennafélagið Vísir hreinsar kringum Hlaöir á Hval- fjarðarströnd. Almenningur er hvattur til að taka þátt í hreins- uninni með ungmennafélags- mönnum. -GBK Sumaráœtlun íslandsflugs: Tíðari ferbir Sumaráætlun íslandsflugs er gengin í gildi og gildir hún til ágústloka. Á áætluninni em fleiri áætlunarstaðir og tíðari ferðir. ísafjörður er nýr áfanga- staður, en flogið verður frá Isa- firði og Bíldudal til Reykjavíkur að morgni og síðdegis til baka. Þá verður flogið tvisvar á dag til Bíldudals/Vesturbyggðar í stað einu sinni á dag áður. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.