Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 18

Tíminn - 15.06.1996, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 15. júní 1996 1- A N D L Á T Anna Herdís Jónsdóttir, fyrrverandi ljósmóðir, Varmahlíð 2, Hveragerði, lést á heimili sínu 12. júní. Bergþór Ólafsson Theódórs húsasmíðameistari, Bólstaðarhlíð 9, lést á heimili sínu 9. júní. Bogi Ingjaldur Guömundsson, fyrrv. verkstjóri, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. júní. Elínborg K. Stefánsdóttir, Kleppsvegi 120, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 9. júní. Filippía Kristjánsdóttir (Hugrún) frá Brautarhóli, Svarfaðardal, til heimilis í Seljahlíð, Hjallaseli 55, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar- daginn 8. júní. Gísli Guðjón Gubjónsson lést í Landspítalanum sunnudaginn 9. júní. Gunnlaugur Sigurbjörnsson bifreiðasmiður, Flúðaseli 89, Reykjavík, lést sunnudaginn 9. júní. Helga Soffía Þorgilsdóttir, fyrrverandi yfirkennari, áður til heimilis að Víðimel 37, Reykjavík, andaðist á Droplaugarstöðum 11. júní síðast- liðinn. Jóna Guðrún Gubmundsdóttir, Bakkagerði 13, lést í Landspítalanum að kvöldi 9. júní. Kristmundur Gíslason frá ísafirði, Kirkjulundi 6, Garðabæ, andaðist á Grensás- deild laugardaginn 8. júní. Kristrún Jóhannsdóttir, Espigerði 1, Reykjavík, lést í Landspítalanum 10. júní. Magnús Þórarinsson, Álfheimum 48, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. júní. Ragnheibur Magnúsdóttir, Kársnesbraut 79, Kópavogi, lést á heimili sínu þann 5. júní. Sigríður Einarsdóttir frá Þingeyri lést í Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 12. júní. Sigurjón Davíðsson, Álfhólsvegi 34, Kópavogi, andaðist í Landspítalanum 11. júní. Þórir Ólafsson, Tunguvegi 5, Hafnarfirði, andaðist á heimili móður sinn- ar þann 9. júní. Ævar Gunnarsson lést á gjörgæsludeild Landspítalans að kvöldi 9. júní. Húsnæði fyrir námsmenn við Háskóla íslands Umsóknir um vist á Stúdentagörðum fyrir skólaár- ið ’96-’97 þurfa að hafa borist skrifstofu Stúdenta- garða fyrir 20. júní 1996. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofunni. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 561 5959 kl. 8-16 alla virka daga. Stúdentaheimilinu v/Hringbraut 1101 Reykjavík PÓSTUR OG SÍMI FASTEIGNADEILD Tilboð óskast Póst- og símamálastofnunin óskar eftir tilbob- um í byggingu og fullnaðarfrágang á pósthúsi R7-10 við Hraunbæ 117 í Reykjavík. Húsib er 467,4 m2 og 2003,01 m3. Útboðsgögn verba seld á skrifstofu fasteigna- deildar Pósts og síma, Pósthússtræti 3-5, Reykjavík, á kr. 8.000, frá og með miövikudeg- inum 19. júní 1996. Tilboðin verða opnub á sama stað, miövikudaginn 10. júlí 1996 kl. 11.00. 17. júní hátíöarhöldin: Hefbbundnar hátíöar- dagskrár um land allt Þjóðhátíðardegi íslendinga, 17. júní, verður að venju fagnað víða um land með hefðbundinni hátíðardag- skrá, auk skemmtidagskrár og ýmissa annarra viðburða. Dagskráin er að venju viða- mest í Reykjavík, en margir aðrir staðir láta ekki sitt eftir liggja- I Reykjavík hefst dagskráin á hefðbundinn hátt kl. 10.00 með því ab forseti borgar- stjórnar, Guðrún Ágústsdóttir, leggur blómsveig frá Reykvík- ingum á leibi Jóns Sigurbsson- ar í kirkjugarðinum við Suður- götu. Fjörutíu mínútum síðar hefst hátíðardagskrá vib Aust- urvöll með ávarpi formanns þjóðhátíðarnefndar. Því næst leggur forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, blómsveig frá íslensku þjóbinni að minnis- varða Jóns Sigurðssonar og í kjölfariö flytur Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarp. Kl. 11.15 verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Skrúðgöngur verða tvær. Önnur fer frá Hlemmi og verð- ur lagt af stab kl. 13.30, en hin frá Hagatorgi og leggur hún af stað kl. 13.45. I kjölfarið hefst skemmtidagskrá á tveimur leiksviðum í miðbænum, á Ingólfstorgi og í Lækjargötu. Þar koma fram ýmsir skemmtikraftar og listamenn. Má þar nefna Borgardætur, Önnu Mjöll, Pétur Pókus, Furbuleikhúsið, Glímudeild KR, grænlenskan danshóp og margt fleira. Samhliða verður einnig dagskrá á fleiri stöbum í námunda við miðbæinn: í Hallargarði, á Tjörninni, í Vonarstræti og í Hljómskála- garði. Að Kjarvalsstöðum verður sýning á íslenskri myndlist og sérstök dagskrá verður í Árbæj- arsafni. Fjölskyldu- og hús- dýragarðurinn verður að sjálf- sögðu opinn og þá munu skemmtikraftar heimsækja barnadeildir spítalanna. Um kvöldið verður einnig skemmtun á tveimur sviðum í miðbænum. Á Ingólfstorgi verða gömlu og nýju dansarn- ir þreyttir til miðnættis og í Lækjargötu verða tónleikar ýmissa vinsælla hljómsveita, s.s. Emilíönu Torrini og hljómsveit, Sóldaggar, Kolrössu Krókríðandi og Un- unar, svo eitthvað sé nefnt. Á Ingólfstorgi verbur hins vegar boðið upp á Agga Slæ og Tamlasveitina með Egil Ólafs- son fremstan í flokki og fleira. Strætisvagnaferðir verða úr miðbænum að skemmtun lok- inni. í Hafnarfirði verður að venju fjölbreytt dagskrá og hefst hún kl. 10.00 með tveimur íþróttaviðburðum, annars vegar 17. júní móti í frjálsum íþróttum að Kapla- krika og hins vegar á Víði- staðatúni, þar sem fram fer knattspyrnuleikur drengja og stúlkna í 7. flokki FH og Hauka. Þá verður haldið í Hellis- gerði þar sem dagskrá hefst kl. 13.30. Flutt verða ávörp og hugvekja. Þaðan verður haldið í skrúðgöngu um kl. 14.15 upp Reykjavíkurveg og inn á Víði- staðatún. Þar hefst hátíðar- samkoma og skemmtidagskrá kl. 14.45, þar sem fjallkona flytur ávarp og flutt verður há- tíðarræða af vörum Ellerts Borgars Þorvaldssonar. Kl. 16.15 munu svífa til jarðar fé- lagar í Fallhlífaklúbbi Reykja- víkur og í kjölfarið verður dansleikur fyrir börn á tenni- svellinum. IG. 17.00 hefst síð- an hraðmót í handknattleik í íþróttahúsinu í Kaplakrika. í Garðabæ er það Skátafélag- ið Vífill sem sér um fram- kvæmd hátíðarhaldanna á þjóðhátíðardaginn og hefjast þau kl. 10.00 árdegis á þremur stöðum í bænum. í Garðabæj- arhöfn verður hægt að fara í útsýnissiglingu á Skúlaskeið, sem er gamla Viöeyjarferjan. Vib Hofsstaðaskóla verður fjölbreytt dagskrá frá 10-12, þar sem boðið verður upp á ýmsa leiki fyrir börn og ung- linga, s.s. götukörfubolti, fjölt- efli og margt fleira. í þribja lagi verður gróðursetning í Sandahlíb, sem er skammt frá hesthúsum Andvara fyrir ofan Vífilsstaðavatn. Klukkan 13.00 verður hátíð- arstund í Vídalínskirkju og þaðan verður haldib í skrúð- göngu að Garðaskóla. Þar verður fjölbreytt dagskrá, ávarp fjallkonu, ýmis ávörp og fjölbreytt skemmtidagskrá að loknum formsatriðum. Kaffi verður í Garðalundi á vegum Kvenfélags Garðabæjar og ab því loknu verður dag- skrá í íþróttamiðstöðinni, þar sem meðal annars Bjössi bolla treður upp, auk annarra at- riða. Þjóðhátíðardegi okkar ís- lendinga verður að sjálfsögðu einnig fagnað á Hvamms- tanga og hefjast þau í raun þann 16. júní meö dansleik í félagsheimilinu, þar sem hljómsveitin Draumalandið heldur uppi fjörinu. Á þjóðhátíðardaginn sjálfan hefst dagskráin kl. 14.00 með hátíðarguðsþjónustu í Hvammstangakirkju. Þar verð- ur einnig myndlistarsýning eftir börn úr prestakallinu. Skrúbganga verbur farin frá kirkjunni að guðsþjónustu lokinni að hátíðarsvæðinu við félagsheimilið. Auk hefbbund- innar hátíbardagskrár og ræðna verður skemmtidagskrá meb heimatilbúnum skemmtiatriðum. Auk þess verba leiktæki fyrir börn og fullorðna og boðið verður upp á ýmsa kappleiki fyrir unga sem aldna. Um kvöldið verður kvik- myndasýning í félagsheimil- inu, þar sem meðal annars verbur sýnd íslenska kvik- myndin Agnes. Dagskráin er í umsjá kvenfé- lagsins Bjarkar og knatt- spyrnudeildar Ungmennafé- lagsins Kormáks. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.