Tíminn - 20.06.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.06.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. júní 1996 5 Árni Benediktsson: Island og Nýja-Sjáland Ispjallþætti í Ríkisútvarpinu nokkrum dögum eftir þing- lok ræddi formaður Alþýðu- bandalagsins um skýrslu forsæt- isráðherra um laun og lífskjör á íslandi, í Danmörku og víðar. Formaðurinn bar að verðleikum lof á skýrsluna, en tengdi síðan upplýsingar sem þar koma fram við nýsamþykkt lög um stéttar- félög og vinnudeilur. Það var þannig gert að margar spurning- ar vöknuðu. Fyrsta og alvarleg- asta spurningin er hvort þessi og hugsanlega fleiri alþingismenn hafi ekki gert sér fulla grein fyrir öllum málavöxtum, þrátt fyrir að umræður á Alþingi yrðu lang- ar og hefðu því átt að vera ítar- legar. Orðrétt ummæli formannsins í útvarpsspjallinu em mér ekki tiltæk, en þau hnigu að lítilli framleiðni hér á landi og að næsta land fyrir neðan okkur með ennþá minni framleiðni á vinnustund væri Nýja-Sjáland (sbr. bls. 14 í skýrslunni). Síðan sagði formaðurinn efnislega, og í nokkmm vandlætingartón, að svo væri leitað fyrirmynda til Nýja-Sjálands um breytingar á vinnulöggjöfinni hér á landi. Það sem hér þarf að skoða sér- staklega er í fyrsta lagi tengslin á milli lágrar framleiðni á Nýja- Sjálandi og samstarfsreglna á vinnumarkaði þar í landi. í öðm lagi verður ekki hjá því komist að bera til baka ummælin um að tengsl séu á milli lagabreyting- anna hér og þeirra laga og reglna sem gildi á Nýja-Sjálandi. í fyrsta lagi ... Nýsjálendingar hafa eins og margar aðrar þjóðir átt við margs konar efnahagsvandamál að stríða, meðal annars hefur fram- leiðni vinnuafls verið minni en þeir hafa óskað. Þeim reyndist örðugt að bæta úr þessu og ná viðunandi árangri og var það al- mennt álit að margs konar sam- skiptareglur í þjóðfélaginu væm þrándur í götu úrbóta. Þar varð meirihluti fyrir því að taka upp nýjar aðferðir á mörgum svið- um, meðal annars á vinnumark- aði. Þessar nýju reglur gefa VETTVANCUR „Það er því rangt hjá formanni Alþýðu- bandalagsins að lög- in taki á einhvem hátt mið aflögum og reglum á Nýja-Sjá- landi og er slœmt til þess að vita efaf- staða á Alþingi hefur mótast meira eða minna afslíkum mis- vinnuveitendum mjög frjálsar hendur. Hugmyndin virðist hafa verið að vinnuveitendur bæði gætu og myndu nota þetta frelsi til þess að ná fram meiri fram- leiðni. Formaður Alþýðubandalagsins snýr þessu öllu við. Hann tengir hina litlu framleiðni og hinar nýju reglur saman á þann hátt að það séu nýju reglurnar sem valdi lítilli framleiðni. Þetta er að sjálfsögðu alrangt. Framleiðnin var lág áður en lögum og reglum var breytt. Það var einmitt þess vegna sem breytingarnar voru gerðar. Rétt tenging er að nýju reglurnar eiga að verða til þess að auka framleiðnina. Lítið ligg- ur fyrir um það ennþá hvort sá árangur, sem að er stefnt, næst. Stjórnvöld þar í landi telja að umtalsverður árangur hafi náðst nú þegar, en hér vantar allar for- sendur til þess að meta réttmæti þeirra fullyrðinga. í öðru lagi... Þegar farið var að ræða um nauðsynlegar breytingar á sam- skiptum á vinnumarkaði hér á landi, var megináhersla lögb á hvaða aðferðum væri beitt í þeim löndum sem búa við einna best lífskjör í heiminum. Með tilliti til þess hve róttækar breyt- ingar er verið ab gera á Nýja- Sjá- landi þótti einnig rétt að kynna sér hvað þar væri að gerast og hvort líklegt væri að þær aðferð- ir, sem þar er beitt, gætu leitt til stórstígra framfara. Um þab urðu menn ekki á einu máli. En um hitt varð full samstaða, að miða breytingar á samskiptareglum hér á landi ekki á neinn hátt við nýsjálenskar reglur, en leggja þess í stað aðaláherslu á að leita fyrirmynda í því sem bestan ár- angur hefur gefið hingað til. Þar varð Danmörk efst á blaði. Á þessu byggði síðan frumvarp það, sem lagt var fram á Alþingi um breytingu á lögum um stétt- arfélög og vinnudeilur. Það er því rangt hjá formanni Alþýðubandalagsins að lögin taki á einhvern hátt mib af lög- um og reglum á Nýja-Sjálandi og er slæmt til þess að vita ef af- staða á Alþingi hefur mótast meira eða minna af slíkum mis- skilningi. A& hverju var stefnt Þó ab frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfé- lög og vinnudeilur, sem lagt var fyrir Alþingi, hafi ekki að neinu leyti verið samið af fulltrúum vinnuveitenda og launþega, annarra eba beggja, byggði það fyrst og fremst á þeim umræðum sem urðu í vinnuhópi, sem fé- lagsmálaráöherra skipaði og fjallaði um samskipti á vinnu- markaði. í þeim vinnuhópi voru fulltrúar launþegasamtaka og vinnuveitenda. Þar var orðin samstaða um margt, en annað var í umræðu þegar slitnaði upp úr. Sá sem þetta ritar skildi um- ræðuna í vinnuhópnum þannig að verið væri að leita jafnvægis. Þess jafnvægis ab hvorugur aðili að kjaradeilu gæti beitt óeðlilegu valdi, án þess þó að hreyft væri við verkfallsréttinum sem neyð- arrétti. í stað átaka kæmi það sem best hefur gefist annars staðar í heiminum, samstarf um að ná sameiginlegum árangri. Eins og hverjum manni ætti að vera ljóst, er þetta eins langt og hugsast getur frá þeim abferðum sem beitt er á Nýja-Sjálandi, þar sem öðrum aöilanum er fengin yfirburðastaða. Hvernig tekst til? Þau lög, sem Alþingi hefur samþykkt á þessu vori um stétt- arfélög og vinnudeilur, mættu vera meira afgerandi á ýmsum sviðum. Ef vilji er fyrir hendi, eru samt á grundvelli þeirra allir möguleikar til þess ab vinna í samstarfi og samvinnu að auk- inni framleiðni og bættum hag. Lögin eru aðeins rammi. Þann ramma verða aðilar vinnumark- aðarins að fylla út með margs konar samstarfsreglum. Nú er það spurningin hvernig að því verður staðið, hvort raunvem- legur vilji er til þess að búa þann- ig um hnútana að besti árangur náist. íslendingar og Nýsjálendingar eru með svipaða framleiðni þeg- ar þeir leggja upp með nýjar og ólíkar samskiptareglur á vinnu- markabi. Fróðlegt verður að fylgjast meb hvorum vegnar bet- ur á næstu árum: Nýsjálending- um þar sem flest er lagt í hendur vinnuveitenda, eða íslendingum með samskiptareglur sem mið- aðar eru við samstarf og sam- vinnu allra þeirra sem að málum koma. Fari svo að á næstu árum náum við litlum árangri, en Ný- sjálendingar þeim mun meiri, þá og þá fyrst er tímabært að huga ab því hvort eitthvað sé hægt ab læra af þeim í þessum efnum. Og auðvitab munum við taka okkur Nýsjálendinga til fyrirmyndar, ef reynslan sýnir að þannig sé okkur betur borgiö. Höfundur er forma&ur Vinnumálasam- bandsins. Sameiningartákn „Ég spyr alla sem ég hitti um álit á forsetaframbjóðendum," sagði ung stúlka sem ég hitti um þjób- hátíðarhelgina. „Ég ætla nefni- lega ekki að ákveða hvern ég kýs fyrr en ég hef tekið tillit til svo margs, vegið og metið kostina frá öllum hliðum." „Og hver er spurningin til mín?" spurði ég. „Hefur áður verið svona mikil heift gagnvart einum frambjób- anda, eins og ég verð vör við gagnvart þeim sem best hefur komið út úr skobanakönnun- um?" hélt hún áfram. Ég hugsaöi mig um. Vissulega hefur baráttan ábur verið hörð, en það var alveg rétt hjá stúlkunni, aldrei fyrr en nú minntist ég þess til dæmis að hafa heyrt menn tala um að flytja af landi brott ef tiltekinn frambjóðandi yrði kosinn. „Telurðu að þjóðin geti staðið sameinuð að baki hverjum sem er af frambjóðendunum, nái þeir kjöri?" var næsta spurning. Þessu vildi ég ekki svara strax og spurði á móti: „Hverju hafa aðrir svarað þessari spurningu?" Stúlkan brosti. „Gamall fram- sóknarmaður svaraði nú bara í véfréttarstíl og sagði ab sviðnir akrar og brenndar brýr væru ef til vill besta svarið." Hún varð al- varleg á ný. „Ég tel nefnilega ab ábyrgb kjósenda í forsetakosn- ingum sé allt önnur en í flokka- kosningum. Ef flokkur er kosinn getur hvert atkvæði haft nokkur áhrif þótt hann fái ekki meiri- hluta. Hann fær þá alltaf fulltrúa sem geta talað máli kjósend- anna. Um forseta gegnir allt öðru máli. Það nær bara einn Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE kjöri og hann verður að vera fulltrúi allra." Hún setti upp spekingslegan svip og hélt áfram. „Þannig eru kjósendur þess sem sigrar ekki bara ab kjósa fyrir sjálfa sig, þeir eru að kjósa fyrir alla þjóðina um langa fram- tíb. Ég ætla ekki að ákveða mig fyrr en ég hef metið allar hliðar málsins og tekið tillit til þess sem ég tel vera heildinni fyrir bestu, allri þjóðinni en ekki bara hluta hennar." Ég gladdist yfir víðsýni ungu stúlkunnar. Auðvitað var það alveg rétt hjá henni ab grundvallarmunur er á forsetakosningum og öbrum kosningum. í forsetakosningum nær aðeins einn kjöri og ekkert er til sem heitir tillit til minni- hlutans. Sá sem nær kjöri verður því að vera þess umkominn að sameina þjóðina og má ekki hafa aflaö sér ævarandi óvildar meðal hennar eba hafa skapað sér aðra ímynd en hæfir því sameining- artákni sem verib er að kjósa. Forsetinn verður að vera for- seti allrar þjóðarinnar, eins og fyrri forsetum hefur tekist. í tilefni vangaveltna stúlkunn- ar hef ég reynt að bera frambjób- endur nú saman við frambjób- endur þeirra kosninga sem ég man eftir. Ég hef komist ab þeirri niðurstöðu að þá hafi enginn frambjóðandi verið eins um- deildur og einn frambjóbandinn er nú. Ég er þess líka fullviss að flestir mebframbjóðendur hans geta orðið þab sameiningartákn sem þjóðin þarf á að halda og þab er mergurinn málsins: Þjóð- in er ekki að kjósa sér orðhák eða fulltrúa í kappræður. Þjóðin er ekki að kjósa sér sendiherra. Þjóðin er ekki að kjósa sér vib- skiptafulltrúa. Þjóðin er ekki að kjósa sér stjórnmálamann, hvorki til stuðnings né mótvæg- is við núverandi eba næstu ríkis- stjórnir. Þjóðin er ab kjósa sér forseta sem á ab sameina hana og sætta ef á þarf ab halda. Mikilvægast er þó að eftir kosningar verði öll þjóðin sátt og sameinist um for- seta sinn. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.