Tíminn - 20.06.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.06.1996, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 20. júní 1996 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Fyrir skömmu fór fram keppnin Sumarstúlka Vestmannaeyja og stób Hrefna Díana Vibarsdóttir uppi sem sigurvegari. Helga Sig- rún Þórsdóttir var valin Fujistúlkan og einnig Bjartasta brosib. Keppn- in fór fram á Höfbanum og var mikib um dýrbir. Eystra- hornl Bati í rekstri Jöklaferba Aðalfundur Jöklaferða var haldinn í Jöklaseli fyrir skemmstu. Ekki tókst að reka fyrirtækiö hallalaust þrátt fyrir góðan ásetning og árið 1995 kom út með 5 milljón króna tapi. Verulegur árangur náðist þó frá árinu þar áður, en þá var 13 milljón króna halli á rekstrinum og var það erfið- asta ár félagsins til þessa. Tryggvi Árnason, fram- kvæmdastjóri Jöklaferöa, segir menn fulla bjartsýni þrátt fyr- ir að ekki tókst að koma rekstrinum á núllið. Bókanir séu góðar og allt útlit fyrir að aukning verði á viðskiptum á þessu ári. Það sé þó alltaf háð veðri. Einn hópur hafi þurft frá að hverfa í vor, vegna þess að flugvél gat ekki lent á Hornafjarðarflugvelli vegna lélegs skyggnis, en aðflugstæki eru þar ófullkomin. Þættir um af- þreyingu viö Eyjafjörö í bígerð er samvinna milli Upplýsingamiðstöðvar ferða- mál á Akureyri og Sjónvarps- ins um gerð sjónvarpsþáttar um afþreyingarmöguleika í ferðamálum á Eyjafjarðar- svæðinu. Málin munu skýrast bráðlega og að sögn Guö- mundar Birgis Heiðarssonar forstöðumanns gæti jafnvel orðið um fleiri en einn þátt að ræða. „Við erum að tala um sjón- varpsþætti, sem fjalla myndu til dæmis um hestamennsku, gönguferðir, veiðiskap, sigl- ingar og fleira í þeim dúr. Einnig yrði menningarlíf á Eyjafjarðarsvæðinu umfjöll- unarefni í þessum þáttum, ef af framleiðslu þeirra verður," sagði Guðmundur Birgir. Hann sagði að innan fárra vikna yrði ljóst hvort farið yrði í þessa þáttagerð, og ef niðurstaðan yrði jákvæð verða þeir teknir upp síösumars og sýndir í haust. Guðmundur sagði að yfir stæðu viðræður við ýmsa að- ila í ferðaþjónustu við Eyja- fjörð um þetta mál og leitað hefði verið eftir stuðningi við framtakið. Undirtektir væru almennt jákvæðar og menn tilbúnir að leggja þessu hags- munamáli lið. M ÚLI OLAFSFIRÐI Hótel Ólafsfjörbur: Mikiö aö gera í sumar Sumarið er jafnan háanna- tíminn hjá þeim sem vinna við ferðamannaþjónustuna og svo er einnig hjá starfsmönn- um Hótels Olafsfjarðar, sem hafa nóg að gera í sumar. „Það er allt að fara á fullt og við gerum ráð fyrir að það verði allt brjálað að gera í sumar og ætlum að gera okkar besta til aö veita góða þjónustu," sagði Þórhildur Þorsteinsdóttir, yfir- kokkur á Hótelinu. Segja má að sumargleöin hafi hafist fyrir alvöru þann 15. júní þegar Ómar Hlyns kom, en hann mun sjá um fjörið á barnum. „Við ætlum að reyna að draga að ferða- menn til Ólafsfjarðar með ýmsum hætti og fá þá til að stoppa aðeins og gera eitthvað skemmtilegt í Olafsfirði. Þaö er nóg hægt að gera og við er- um að semja við Veiöifélagið um þjónustu við vatnið — t.d. bátaleigu, sjóskíöi, blöðruferð- ir — og svo verðum við í samvinnu við Sjóferöir á Dal- vík og bjóðum uppá stuttar skemmtisiglingar um Ólafs- fjörð á 40 manna sjóferðabát, sem verið er að ganga frá kaupum á," sagði Sigurjón Magnússon, rekstraraðili Hót- els Ólafsfjarðar. Hjólandi og gangandi ferða- KEFLAVIK menn: Beina þeim á fallegri leiö? Áhugamaður um ferða- og umferðarmál, sem ekki vill láta nafns síns getið, hafði samband við blaðið vegna erlendra ferða- manna sem fara um Reykjanes- braut. Sagði hann að nú þegar ferða- menn á reiðhjólum eða gang- andi væru farnir að sjást með- fram Reykjanesbrautinni í öll- um veðmm, roki og rigningu í hundruða- eða þúsundatali, sagðist hann alltaf furða sig á því hvers vegna í ósköpunum ekki væri leitað leiða til að beina þessari umferð eitthvert annað. „Lausnin er ótrúlega einföld, þ.e. Vatnsleysustrandarvegur- inn. Sú leið er mun fallegri og öruggari, var malbikuð fyrir nokkmm árum og því væri það eina sem vantaði að setja veg- vísi á Stapann og annan í Hvassahrauni. Með þessu gætu Vogamenn líka átt möguleika á að koma sér upp smá ferðaþjónustu. Því tel ég að ferðamálasamtökin hér syöra og t.d. Umferðarráð gætu tekið þetta upp, þetta hlýtur að vera allra hagur. Við Suðurnesjamenn erum alltaf að kvarta yfir því hvað við fömm á mis við ferðamennina í landinu. Þarna er jafnframt möguleiki til að bæta umferðar- menninguna í leiðinni," sagði umræddur áhugamaður. Blaðið hafði samband við Jó- hann D. Jónsson, ferðamálafull- trúa Suðurnesja. Sagði hann að þeir hefðu lagt þetta til við Vegagerðina á hverju ári und- anfarin þrjú ár. Meinbugurinn sem menn sæju á þessu væri að Vatnsleysustrandarvegurinn tengist Reykjanesbrautinni mjög seint í báðar áttir og því yrði hér um krók að ræða. Ann- að væri ef gamli vegurinn frá Njarðvík inn í Hafnarfjörð væri með malbiki eöa öðru slitlagi. Sagðist hann því „ekki hafa trú á að lausn fengist fyrr en Reykjanesbrautin yrði tvöföld- uö." Austurland NESKAUPSTAÐ Börkur NK 122 kom til hafnar í Neskaupstab fyrir rúmri viku meb fullfermi afsíld. Þar meb er Börkur búinn meb kvóta sinn úr norsk- ís- lenska síldarstofninum þetta árib. Börkur kom ekki abeins meb síld ab þessu sinni, þar sem skipbrots- menn af Flosa ÍS voru meb í för, en sem kunnugt er þurftu þeir ab yfir- gefa skip sitt á síldarmibunum. Um 26 km hlaup um Eyjafjörö og út á Árskógsströnd: Þorvaldsdals- skokkið á kosn- ingadaginn í ár Hiö árlega Þorvaldsdalsskokk verbur að þessu sinni á kosn- ingadaginn, 29. júní. Hlaupið er eftir endilöngum Eyjafirbi, úr Hörgárdal og út á Árskógs- strönd, alls 26 kílómetra. Hlauparar leggja af stað klukkan 10 ab morgni. Þeir spretthörðustu eru rúm- lega tvo tíma á leiðinni, en göngumenn allt upp undir sex tíma. Skipuleggjendur benda á að þeir sem styst eiga heim geti auðveldlega kosið að hlaupinu loknu, en þeir lengra að komnu þurfi að kjósa áður en þeir hefja hlaupið. Skráning í hlaupið fer fram við rásmark og kostar þátttakan 700 kr. Vænst er þátttöku bæði hlaupara, skokkara og göngu- manna um hinn fagra Þor- valdsdal. Þetta er dæmigerð óbyggðaferð þar sem menn fylgja fjárgötum eða fara sínar eigin leiðir og er fólk hvatt til þátttöku. Verölaunapeninga fá þrír þeir fyrstu í hverjum ald- ursflokki karla og kvenna. Siglingastofnun íslands: Nýr forstjóri tekinn vib Hermann Guðjónsson hefur verib ráðinn forstjóri Sigl- ingastofnunar íslands, frá og með 15. júní sl. Hermann er fæddur á Pat- reksfirði árið 1952. Hann lauk prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla íslands áriö 1976 og meistaragráöu í sömu grein frá Tækniháskólanum í Kaup- mannahöfn árið 1979. Að námi Flugdagur Efnt verður til flugdags á Sel- fossi nk. laugardag, samhliða hátíðinni Sumar á Selfossi sem fram fer sama dag. Dag- skráin hefst klukkan 14.00 og stendur fram eftir degi. Meöal dagskrárliða má nefna fallhlífarstökk, yfirflug Land- græðsluvélarinnar, módelflug loknu starfaði Hermann hjá verkfræðistofunni Fjarhitun þar til hann hóf störf hjá Vita- og hafnamálastofnun árið 1982. Hermann var settur vita- og hafnamálastjóri árib 1986 og skipaður í þab starf ári síðar. Hermann er kvæntur Berthu Sigurðardóttur, kennara við Verslunarskóla íslands, og eiga þau tvær dætur. ■ á Selfossi og útsýnisflug. Kynnir verður Ómar Ragnarsson, flug- og fréttamaður. Síöast var haldinn flugdagur á Selfossi fyrir 10 árum. Mikið er lagt nú í að endurvekja þá góbu stemmningu sem áður ríkti á flugdögum á íslandi. -BÞ Styrkveitingar ur Lýöveldissjoöi: Tungan og líf- ríki sjávarins Styrkir em veittir úr Lýðveldis- sjóði til að efla íslenska tungu og rannsóknir á lífríki sjávar. Sjóð- urinn hefur til þess 100 milljónir og á þjóðhátíöardaginn vom ríf- lega 52 milljónir veittar til vist- fræðirannsókna sjávar. Rann- sóknimar eru langtímaverkefni, unnið eftir sérstakri vísindaáætl- un sem tilskipuð verkefnisstjórn hefur umsjón meb. Þá voru og veittir styrkir til samningar kennsluefnis í íslensku, til eflingar Málræktarsjóði og til annarra sérverkefna um íslenska tungu. Stærsti styrkurinn fór til Námsgagnastofnunar, um 20 millj- ónir, sem nýtast á til gerðar al- fræðiorðabókar á margmiðlunar- diski. Jóni Bogasyni og Gísla Jónssyni voru sama dag veittar sérstakar heiöursviðurkenningar Lýðveldis- sjóðs. Jón fyrir rannsóknir á vist- fræði sjávar, en hann er fyrrver- andi sjómaður og starfsmaður Haf- rannsóknarstofnunar. Gísli fékk viðurkenninguna fyrir ævistarf í þágu eflingar íslenskrar tungu, en hann er einna þekktastur fyrir þætti sína um íslenskt mál í Morg- unblaðinu. ■ Húsavíkurjógúrt nú framleidd í tíu bragötegundum: Tvær nýjar bragötegundir Tvær nýjar bragðtegundir af Húsa- víkurjógúrt em nýkomnar á mark- aðinn: annars vegar kákasusjógúrt með bláberjum og hins vegar létt- jógúrt með perum og vanillubragði. Viðtökur neytenda viö þessum nýju tegundum þykja lofa góðu. Alls em nú tíu bragðtegundir í boði af Húsavíkurjógúrt, sem framleidd er af Mjólkursamlagi KÞ á Húsavík. Húsavíkurjógúrt fæst í matvöru- verslunum um land allt. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.