Tíminn - 20.06.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.06.1996, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 20. júní 1996 Kafteinn ísland. kr. 1480, en tímabundið fæst hún á sérstöku tilboðsveröi með 20% bónusi á kr. 1150. í sinni fyrstu mynd í fullri lengd kemur síðan ungur leik- ari, Edward Norton, og stelur senunni svo um munar. Þetta er náungi sem vert er að fylgjast með í framtíðinni. Hann leikur sakborninginn, óframfærinn og stamandi sveitastrák sem á viö geðræn vandamál að stríða, og tekur Richard Gere í nefið, en sá síðarnefndi stendur sig þó með prýði. Innsti ótti er formúlumynd, en afþreyingargildið er talsvert og það er þess viröi að sjá hana, þó ekki nema væri til að sjá ný- liðann stela senunni af stjörn- unni. ■ Forsetaslagurinn Vi6 viljum Villa! ríkjunum og þjálfað sig og starfað að teiknisagnagerð. Er bókin litprentuð með miklum fjölda teikninga, en venjulegur texti fylgir þeim. Bók Kjarnós er í bókaflokkn- um um Kaftein ísland, einskon- ar Súpermann íslendinga sem stendur jafnan trúan vörð um frelsi og velferð þjóðar sinnar, en margar hættur steðja að, einkanlega fjandskapur illúð- legs náunga að nafni Illugi Ógeðan, sem setur sig ekki úr færi aö spilla fyrir íslandi á öll- um sviðum. í bókinni lýsir ættjarðarvinur- inn Kafteinn ísland því að land- ið hans er yndislegt og gott og íslendingar hamingjusamasta þjóð í heimi. Nú ætla þeir að efna til forsetakosninga og eru svo glaðir og allir frambjóðend- urnir eru svo elskulegir og mannlegir. Allt bendir til þess að forsetakosningarnar verði eins og fegursta þjóðhátíð. En þá skellur fárviðrið á. Fjandmaður íslands stígur á land í laumi og tekur svo að segja öll völd með takmarka- lausu fjármagni frá rússnesku mafíunni. Hann er fljótur að notfæra sér einkavæðingu ríkis- útvarpsins og kaupir heila klabbið og áður en við er litið ræður hann yfir öllum íslensk- um fjölmiblum og einokar þá, þangað til enginn veit af hinum frambjóðendunum og hin and- varalausa íslenska þjóð hrópar öll í kór Við viljum Villa! Við viljum Villa! o.s.frv., en þab er dulnefni hans. Nýliðinn stelur senunni Innsti ótti (Primal Fear) ★★ 1/2 Handrit: Steve Shagan og Ann Bider- man. Byggt á samnefndri skáldsögu Williams Diehl Leikstjóri: Cregory Hoblit A&alhlutverk: Richard Cere, Edward Norton, Laura Linney, John Mahoney, Alfre Woodard, Frances McDormand, Andre Braugher og Maura Tierney. Háskólabíó Bönnub innan 16 ára Þab er í sjálfu sér ekki margt ýkja frumlegt á ferðinni í Innsta ótta — aö flestu leyti dæmi- gerðu lögfræöidrama — en hún hefur tvennt til brunns að bera sem gerir hana að þokkalegustu afþreyingu. Fyrir þaö fyrsta er hún mjög spennandi á köflum og síban er það stjörnuleikur nýliðans Edwards Norton í hlut- verki sakbornings í málinu sem lyftir henni upp á við. Það er annars ofursjarmörinn Richard Gere sem er hin opin- bera stjarna myndarinnar, en hann leikur verjandann Martin Veil. Sá er meðal þeirra fremstu á sínu sviði og þegar ungur maður, Aaron Stampler (Nor- ton), er handtekinn á hlaupum frá bústað myrts erkibiskups er hann ekki lengi að taka að sér Richard Cere og Edward Norton leika abalhlutverkin í Innsta ótta. KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON málsvörnina. Veil, sem er venjulega skítsama um sekt eða sakleysi umbjóðenda sinna, get- ur ekki annað en trúað á sak- leysi Stamplers, enda kemur fljótt í ljós að erkibiskupinn var ekki allur þar sem hann var séð- ur og valdamiklir aðilar, m.a. yf- irsaksóknarinn, eru flæktir í málið. Handritið byggir á ágætum reyfara Williams Diehl, en eins og Bandaríkjamönnum er ein- um lagið er sumum persónun- um breytt eða þær aðlagaðar til að þær samræmist pólitískum rétttrúnaði. Þetta er leiðinlegur ávani hjá þeim, því þetta gerir flestar persónur staðlaðar og óspennandi. Viðkvæðið virðist vera að formúlan selji og ekkert múður með það. Þetta er uppi á teningunum í Innsta ótta, en ágæt flétta og ýmis bolabrögð til að afvegaleiða áhorfandann ná þó að gera hana spennandi á köflum. Endirinn ætti þó ekki að koma nokkrum manni á óvart. Fjölvaútgáfan hefur nú þeytt frá sérkennilegri spébók um forsetakosningar á íslandi, sem kallast Forsetaslagurinn, þar sem óspart er gert grín að öllu til- standinu og veitir þjóðinni ekki af aö brosa soldið í laumi, þegar allir þurfa að vera svo al- varlegir. Nýja bókin er einskon- ar teiknisögukómidía eftir Kjarnó (öðru nafni Kjartan Arnórsson) sem hefur á undan- förnum árum dvalist í Banda- Fréttir af bókum En sem betur fer er Kafteinn ísland reiðubúinn að fórna lífi sínu í þágu fósturjarðarinnar og vonandi tekst honum að hrinda þessari atlögu áður en Villi, alias Illugi, nær kosningu. Við sjáum til 29. júní, hvort Villi nær völdum eða hvort Kaf- tein íslandi tekst að afstýra þeirri ógæfu og bjarga þjóbinni frá glötun. Bókin Forsetaslagurinn er 32 bls. í stóru broti, innbundin, öll í fullum litum, óvenjulega fögur og vönduð. Þorsteinn Thorar- ensen hjá Fjölva gekk til liös við Kjarnó (Kjartan Arnórsson). Kjarnó við frágang bókarinnar, en hún er unnin hjá PMS hf. Súðarv ogi og Prentsmibjunni Grafík hf. Fullt verð er áætlað Guðmundur Jóhannesson Látinn er tengdafaðir minn, Guð- mundur Jóhannesson, en honum kynntist ég fyrir rúmum 17 ámm, er við Sæunn dóttir hans rugluð- um saman reitum okkar. Við andlát hans kallar hugurinn á margar minningar og langar mig til að segja frá fáeinum sundurlaus- um brotum. Mér er minnisstæður 20. ágúst 1994, þegar Berglind dóttir Sæunn- ar og Olafur gengu í hjónaband. Þá fór Guðmundur í pontu samkomu- salarins, fór með vísur eftir sjálfan sig, hló, gerði að gamni sínu og fór á kostum svo salurinn lá í hlátri, allt blaðlaust, 96 ára gamall með yfirbragð sextugs manns. „Viljið þið heyra meira?" sagði hann. Ég man líka í október 1991, þeg- ar við fómm saman út úr íbúð hans á fimmtu hæð í Ljósheimum 4, ég fór í lyftunni (hafði fengið í bakið), en nann skokkaði (þá 94 ára) niður stigann og stóð svo skælbrosandi með útidyr opnar t MINNING þegar ég kom niður. Guðmundur las og smndaði jóga eftir að hann hætti búskap 1958. Ég held aö hann hafi verið endur- fæddur jógi, því hann læknaði sjálfan sig af öllum kvillum sem sótm að, sagöist hugsa þá frá sér. Aldrei fékkst hann til þess ab upp- lýsa hvernig hann tók á heilsufari sínu alla ævi, en hann vann á móti elli og hmmleika með hugsun sinni og lét ekkert undan Elli kerl- ingu fyrr en rétt áður en hann dó. Guðmundur var heimspekilega sinnaður, eins og þessi vísa hans ber meb sér: Rúm og tími reynast blekking, efreynt er takmark hvors að fá. Aldrei mun vor mannleg þekiáng mega uppsprettu Ijóssins sjá. Og hans útskýring á vísunni var: Rúmið var, er og verður, og eins tíminn; höfðu ekki upphaf eða endi, aðeins hugtakið er. Líklega hefur hann fundib til skyldleika vib skáldjöfurinn Einar Benedikts- son, enda kunni hann (að ég held) öll ljóðin hans utan að, og fór oft meb þann kveðskap fyrir mig og síðast 11. maí sl. uppi í sumarbú- stað. Já, Guðmundur var ógleyman- legur maður, lífsglaður, víölesinn, fjölfróður og þannig gerður ab öll- um leið vel í návist hans. Hann var hár og grannur, teinréttur í baki, létmr í spori, með kolsvart hár sem ekki gránaði. Hann tók líf- inu með karlmennsku og rólyndi og virtist vaxa með hverjum degi. Hann hélt ávallt ró hugans, kvart- aði aldrei og undir niðri var seigla og æðmleysi sem gerði hann aö þeim ágæta manni er hann var. Aldrei hallmælti hann nokkmm manni og enga átti hann óvini. Guðmundur var tvo daga í viku í dagvist í Múlabæ og færi ég starfsfólki þar þakkir fyrir góðvild og hlýju sem það sýndi honum og hann oft minntist á þegar við hitt- umst. Kunni Guðmundur vel að meta þessa alúð og þakkaði oft fyr- ir sig með vísum sem hann kastaði fram við ýmis tilefni. Það yrði ekki erfitt að veröa gamall, ef maður yrði þess aðnjótandi sem hann, að hafa góba heilsu, óbilað minni, vera ferðafær, lesa gleraugnalaust, yrkja vísur og vera létmr í lund al- veg fram á lokadag. Sæunn dóttir hans sat hjá honum milli kl. 3 og 4, sex tímum fyrir andlát hans, og var hann þá andlega hress og ræddu þau þá saman um heima og geima. Þá rétti hann opna lófa yfir rós, sem Katrín dóttir Sæunnar hafði gefið honum, og sagði Sæ- unni að kraftur streymdi frá rós- inni í lófana. Þannig nýtti hann sér kraftinn úr blómum, náttúr- unni og fegurð fjallanna. Allt þetta gaf honum heilsu. Gamli jóginn var þarna enn á feröinni. En mað- urinn með Ijáinn haföi knúið á dyr tveim dögum fýrr og þeim dyr- um upplokið að kvöldi 6. júní sl. Ég sakna Guömundar, en mun eiga hann í minningunni. Það sannast hið fornkveðna aö „eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur". Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Sigurður Mar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.