Tíminn - 21.06.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.06.1996, Blaðsíða 1
* * K * 'mWFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 80. árgangur Föstudagur 21. júní 115. tölublað 1996 Nýtt prestsetur rís að Mosfelli Fyrirhugaö er aö byggja nýtt prestsetur aö Mosfelli eftir aö gamla húsiö sem þar er hefur veriö dæmt ónýtt. Formaöur sóknamefndar Lágafellskirkju vill gera þaö aö skilyröi aö prest- urinn sem þjóni Lágafellskirkju búi aö Mosfelli. Samkvæmt lögum frá árinu 1990 er prestsetur aö Mosfelli. Lágafellskirkja er því ein af fáum kirkjum í þéttbýli á landinu sem prestsetur fylgir. Prestur hefur hins vegar ekki búið aö Mosfelli undanfarin ár. Sr. Jón Þorsteins- son, núverandi sóknarprestur hef- ur aldrei búið þar en forveri hans bjó þar um tíma. Björn Ástmunds- son, formaður sóknarnefndar Lágafellskirkju, segir að forveri Jóns hafi flúið Mosfell vegna skemmda í húsinu. Sóknarnefnd- in kynnti áform um aö reisa nýjan prestbústað að Mosfelli fyrir einu til tveimur árum. Þeim áformum var þá mótmælt á þeim forsend- um að gera mætti við gamla hús- ið. Björn segir aö frá þeim tíma hafi verkfræðistofa verið fengin til að gera úttekt á húsinu. Úttektin hafi leitt í ljós að kostnaður við viðgerð á gamla prestsetrinu yrði svo hár að stjórn prestsetrasjóðs gat ekki fallist á að húsið yrði end- urbyggt. Húsið var því dæmt ónýtt. Guðmundur Þór Guðmunds- son, formaður stjórnar prestsetra- sjóðs á von á að framkvæmdir við nýtt prestsetur hefjist á allra næstu dögum. Hann segir að gert sé ráð fyrir að selja spildur úr jörð Mosfells til að fjármagna bygg- ingu prestsetursins að hluta. Gamla prestsetrið verður ekki rifið strax, að sögn Björns, enda verður það nýja reist á öðrum stað á jörðinni. Björn segist líta svo á að miklir hagsmunir séu í húfi fyr- ir sóknina að nýtt prestsetur rísi að Mosfelli og sóknarpresturinn búi þar. -GBK vinnuleysisstyrk. Þannig ao skráð atvinnuleysi segir okkur ekki hvert raunverulegt at- vinnuleysi er og þessar tölur skekkjast frá mánuði til mán- aðar." Varðandi þann árangur sem hefur náðst í baráttunni gegn atvinnuleysi í borginni segir Pétur að tekist hafi að fjölga störfum nógu mikið til að halda í við fjölgunina á vinnu- markaði. Í því sambandi bend- ir hann á að borgin hafi haldiö uppi sama framkvæmdastigi og áður á meðan mörg ná- grannasveitarfélög hafi dregið saman seglin. -GBK Patreksfjörbur: Mokafli Og yfirtíö Aflahrota hefur verið hjá smábátum sem gera út frá Patreksfirði, en töluverður fjöldi smábáta hefur komiö þangað víös vegar aö af land- inu á síöustu dögum. Sigurður Viggósson fram- kvæmdastjóri Odda hf. á Pat- reksfirði líkir ástandinu við hávertíð þar sem allir hafi fengið fiskvinnu sem það hafa viljað, enda í mörg horn að líta þegar afli er mikill. Hjá Odda hf. hefur verið unnið frá kl. 7 á morgnana til kl. 17, en allajafna er aðeins unnin dag- vinna og þá hætt kl. 15. Þetta hefur gert það að verkum að fiskvinnslufólk hefur fengið tvo næturvinnutíma dag hvern, auk dagvinnunnar. -grh Heimahjúkrun í Reykjavík: Aukið álag Álag á starfsfólk heimahjúkr- unar í Reykjavík hefur aukist í þessum mánuöi frá þeim síö- asta eftir aö sumarlokanir deilda hófust á sjúkrahúsum. Björg Cortes, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri heimahjúkmnar, segir að hún sé að byrja að finna fyrir auknu álagi sem komi fram í því að fleiri beiðnir berist nú en við eðlilegar kringumstæður. Aukningin sé mest vegna aldr- aðra. Hún segir einhverja biðl- ista vera hjá heimahjúkruninni núna þótt þeir séu ekki langir og helst sé bið eftir þjónustu á kvöldin. -GBK Vorleibangur Hafró: Gott árferöi í sjónum Niðurstöður í árlegum vorleið- angri Hafrannsóknastofnunar sýna yfirleitt gott áferöi í sjón- um allt í kringum landið. Þetta er í samræmi við vænt- ingar frá vetrarleiðangrinum í feb. sl. og er mikil breyting frá vorinu í fyrra sem var hið kald- asta sem sögur fara af. -grh Sungib á íslensku fyrir œttingja „Mér hefur alltaf fundist þoð hálf kjánalegt ab vera oð syngja á ensku hér á íslandi, sérstaklega fyrir œttingja mína.... Þetta hefur þróast út i þab ab ég syng á íslensku fyrir íslendinga en ensku fyrir útlendinga nema kannski fyrir Finna..." sagbi Björk Gubmundsdóttir á blabamannafundi ígœr, en hún verbur meb tónleika í Laugardalshöllinni íkvöld og mun þar syngja á íslensku þab efni sem hún annars hefur flutt á ensku í tónleikaferb sinni um heiminn ab undanförnu. Tímamynd þök Formaöur atvinnumálanefndar Reykjavíkur segir oð veriö sé aö skoöa afhverju atvinnuleysi minnkar ekki: Rangar atvinnuleysistölur Fólki í störfum hefur fjölgað meira í Reykjavík á síðustu tveimur árum en fólki sem skilgreinir sig á vinnumark- aöi (þ.e. í vinnu eöa í at- vinnuleit). Þrátt fyrir þetta standa tölur um atvinnuleysi í borginni í staö á sama tíma. Hjá Atvinnu- og ferðamála- stofu Reykjavíkur er nú unn- iö aö rannsókn á orsökum þessa misræmis og er búist viö aö niðurstöður hennar liggi fyrir í haust. Eins og fram hefur komið sýna tölur um skráð atvinnu- leysi frá Vinnumálaskrifstofu Félagsmálaráðuneytisins að hlutfall atvinnulausra á lands- byggðinni hefur lækkað um fjórðung á milli ára á meðan það er óbreytt á höfuðborgar- svæðinu. Pétur Jónsson, formaður at- vinnumálanefndar Reykjavík- ur, segist ekki hafa skýringar á þessu á reiðum höndum en bendir á að atvinnulausir af landsbyggðinni hafi í einhverj- um mæli flust til Reykjavíkur. Pétur bendir einnig á það sem virðist vera misræmi í tölum um vinnumarkaðinn og at- vinnuleysi. „Samkvæmt tölum frá Hag- stofu íslands hefur fólki á vinnumarkaði, þ.e. í vinnu og í atvinnuleit, fjölgað um 4,5% í Reykjavík á síðastliðnum tveimur árum eða frá apríl '94 til apríl '96. Á sama tíma hefur fólki í vinnu fjölgað um 6,4%. Samt er alltaf svipað atvinnu- leysi. Þá hlýtur maður að spyrja sig, hvaða fólk er það sem er að skrá sig atvinnu- laust? Þarna virðist vera eitt- hvert misræmi sem við áttum okkur ekki á en er verið að skoða sérstaklega. Niðurstöður úr þeirri skoðun ættu að liggja fyrir í sumar." Pétur segir að margt virðist stangast á þegar atvinnuleysi og atvinnuleysisskráning er annars vegar. Meðal annars nefnir hann að á meðan mikil eftirspurn sé eftir málmiðnað- armönnum í vinnu séu nokkrir slíkir á atvinnuleysisskrá. Þá sé fjöldi atvinnuauglýsinga í dag- blöðum í hverri viku. „Það er alveg ljóst að tölur um atvinnuleysi eru vitlausar. Þar er fólk sem ætti að fá önnur úrræði en atvinnuleysisstyrk en á sama tíma er dulið at- vinnuleysi, þ.e. fólk sem er at- vinnulaust en fær ekki at-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.