Tíminn - 21.06.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.06.1996, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 21. júní 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn oq auqlýsinqar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaðaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Áhrifamáttur skoðanakannana Ekki eru allir á einu máli um ágæti skoðanakannana. Þeir sem þær gera andmæla því að þær séu skoðana- myndandi, en mæli aðeins stöðuna á þeim tíma sem þær eru gerðar. Þegar um er að ræða könnun á pólitiskri afstöðu, er því haldið fram með nokkrum rökum að niðurstöður kannana hafi áhrif á afstöðu kjósenda og geti beinlínis leiðbeint mörgum um hvað þeir eigi að velja og hverju að hafna. Víst má telja að sú ákvörðun Guðrúnar Pétursdóttur að draga framboð sitt til baka og taka ekki þátt í kapp- hlaupinu um forsetaembættið sé beinlínis vegna þess hve illa henni vegnar í skoðanakönnunum. Þar er skýrt dæmi um bein áhrif slíkra kannana á kosningar. Þá má velta fyrir sér hvort niðurstöður og túlkun fjöl- miðla á hverri könnuninni á fætur annarri á fylgi fram- bjóðenda til forseta hafi ekki átt sinn þátt í síhrakandi fylgi Guðrúnar Pétursdóttur, sem nú lýtur í lægra haldi í skoðanakönnunum en ekki í kosningum. Fleira er umhugsunarvert varðandi framboð og kosn- ingabaráttu Guðrúnar Pétursdóttur, svo sem eins og hverjir eru helstu áhrifavaldar í skoðanamyndun. Þegar halla tók undan fæti í skoöanakönnunum, margítrek- aði hún að fylgi sitt myndi vaxa þegar „öflugu" fjöl- miðlarnir, sem hún taldi sjónvörp vera, færu að kynna frambjóðendur og málflutning þeirra. En þegar til kastanna kom breytti sjónvarpsumfjöll- unin sáralitlu, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Svo lengi er hver búinn að tyggja upp í annan að sjónvarp sé miðill sem öllu ræður um upplýsingu og skoðana- myndun, að staðhæfingarnar eru orðnar að stórasann- leika sem enginn dirfist að andmæla. Þetta ofmat á flöktandi myndum á skermi afþreyingarmiðils leiðir margan góðan dreng út á hálar brautir. Annar stórisannleikur, sem orðinn var rótfastur í hugum manna, hefur nú verið afhjúpaður svo rækilega sem mest hanan má. Það er að þjóðin vilji alls ekki stjórnmálamann í embætti forseta íslands. Skoðana- kannanir sýna glöggt að harðsvíraður stjórnmálamaður er eftirlæti þeirra sem spurðir eru. Hver sem endanleg úrslit verða, er víst að stjórnmálamenn munu hugsa sér til hreyfings þegar kjörtímabilum næsta forseta lýkur. Þegar Guðrún Pétursdóttir tilkynnti að hún myndi draga sig í hlé, sagði hún að kosningabaráttan væri orð- in pólitískari en sig hafi órað fyrir og hún teldi æskilegt. En forsetakosningar eru pólitík, þótt flokkslínur séu þar mun óskýrari en þegar kosið er til Alþingis eða sveitar- stjórna. Er það eðlilegt, þar sem flokkarnir bjóða ekki fram í forsetakosningum. En í öllum kosningum til embættis forseta íslands hafa þekktir og sjóaðir stjórnmálamenn verið í fram- boði og gengi þeirra verið misjafnt. Að þessu sinni eru tveir frambjóðenda þekktir sem forystumenn í stjórn- málabaráttunni og það eitt með öðru gerir forsetakosn- ingarnar pplitískar og ætti engum að koma á óvart. En þegar upp er staðið, er mest um vert að kosninga- baráttan fari fram að siðlegum hætti og að þjóðin sætti sig við niðurstöðu þegar þar að kemur. Guðrún Péturs- dóttir hefur nú brotið blað í stjórnmálasögunni, sem kannski á eftir að hafa meiri áhrif en virðast kann í fljótu bragði. Afstaða hennar sýnir að skoðanakannan- ir hafa áhrif á kosningar, sjónvarp er mikið ofmetinn fjölmiðill og að allar kosningar eru pólitík, hvað sem ímynduð þjóðarsál kann að halda fram. Að hætta við og ná hylli Flestum ber saraan um að það hafi veriö stíll yfir Guðrúnu Pét- urs, þegar hún dró framboð sitt til baka á blaðamannafundi í fyrra- dag. Menn eru jafnvel farnir að tala um aö trúlega hafi Guðrún verið besti kosturinn í stöðunni, þrátt fyrir allt, og Ólafur, bóndi hennar og blaðamaður, hafi nú bara einna helst minnt á módel frá einhverri herrafataverslun- inni, glæsilegur á velli en þagði. Trúlega væri það ekki of mikið sagt, þó þessi síðasti blaðamanna- fundur Guðrúnar sem frambjóð- anda hafi markað hápunktinn á frambjóðandaferlinum; hafi ein- mitt verið það augnablik sem baráttan reis hæst, enda klöpp- uöu blaðamennirnir eftir fund- inn, nokkuð sem Garri man ekki __________ eftir að hafi gerst lengi á slíkum fundi! Og svona til enn frekari staðfestingar á því að Guðrúnu tókst loks að rjúfa kyrrstöðu fylkinga kosningabaráttunnar með sjónvarps- og útvarpsframkomu sinni, var þjóðarsálin á Rás 2 þar sem grátklökk alþýðan vitnaði í enda- lausum röðum um ágæti hennar. Hefði verið kosið til forseta í fyrrakvöld, hefði Guðrún tví- mælalaust orðið efst og skotið öllum könnun- um ref fyrir rass. Svona er nú lífið, hið pólitíska og opinbera líf, og hinn opinberi pólitíski fram- bjóðendadauði. Eftirmælasveitin En því miður fyrir Guðrúnu Pé var ekki kosiö í fyrrakvöld og þeir sem eftir eru í slagnum virð- ast taka af karlmennsku þeim tíðindum aö „mannfall" hafi orðib í hópi frambjóðenda. Allir sem einn töluðu þeir fallega um Guðrúnu Pé og töldu mikinn sjónarsvipti að henni úr baráttunni. Einhvern veginn fékk Garri það á tilfinninguna að þeir væru að flytja um hana GARRI eftirmæli, þó þessi minningar- greinastíll hafi komið einna ákveðnast fram hjá Ástþóri Magnússyni, sem hreinlega sagði: „Guðrún var ágæt kona"! En líf er eftir þetta líf, Sveinki. Á meðan Guðrún Pé gengur til sinna gömlu starfa mun harkan væntanlega enn aukast í hópi eftirmælendanna eftirlifandi, sem allir vilja væntanlega ná til sín sem vænstri sneið af fylgi Guörúnar Pé. í þeim slag gæti sú reynsla komið sér vel sem fékkst af blaðamannafundi Guðrúnar í fyrrakvöld, þegar hún með reisn dró sig í hlé og uppskar samúð, velvilja, virð- ingu og söknub þjóðarinnar fyr- ir. Greinilegt var að í u.þ.b. sól- arhring eöa svo vildi þjóðin engan annan í forsetastólinn en þann frambjóðanda sem skyndilega var ekki í boði. Aö læra af reynslunni Augljóst er að einhver eða jafnvel einhverjir frambjóðendanna sem eftir eru gætu leikiö þetta eftir Guðrúnu og dregið framboð sitt til baka daginn fyrir kjördag, í þeirri von að upp- skera ámóta samúð, velvilja, virðingu og sökn- uð, sem myndi þá fleyta viðkomandi langleiö- ina til Bessastaða, ef ekki bara alla leið! Það eina sem þarf að passa er ab draga framboðið ekki til baka það snemma að kjörstjórn nái að breyta kjörseðlinum og að tryggt verði að öll nöfnin verbi á þeim seðli sem fólkið fer með inn í kjör- klefann. Það er næsta víst að þjóðin mun velja þann frambjóðanda sem hún telur að hún geti ekki fengið! Garri I minningu Ellu Nú er Ella Fitzgerald farin yfir móðuna miklu. Mér finnst ab ekki megi minna vera en að ég helgi þennan Víðavang í dag minningu þeirrar miklu söng- konu. Svo margar ánægjustund- ir hefur hún veitt mér og öbrum jazzunnendum. Samt hef ég aldrei séð hana í eigin persónu og kynni mín af söng hennar eru af hinum fjölmörgu plötum, geisladiskum og kassettum sem fáanlegar eru með söng hennar. Samfundir vib jazzinn Ég var ekki alinn upp vib mikla virðingu fyrir jazzinum og heyrði það reyndar í ræðu og riti að þetta væri frekar ómerkileg tónlist, ættuð frá Ameríku. Og einhvers staðar las ég í bæklingi eftir lærðan mann að þetta væru „negralög", og var þetta ekki sagt í jákvæbri merk- ingu. Síbar komst ég að raun um aö einmitt þessi stað- reynd var þab jákvæða við þessa tegund tónlistar. Hún átti djúpar rætur í þjóölífinu vestanhafs og af þessum uppsprettulindum spratt fólk á borð við Ellu Fitzgerald. Þegar ég kom í Samvinnuskólann á Bifröst á sjö- unda áratugnum, vildi svo til aö þar var ab finna gott safn með plötum helstu meistara á sviði jazz- tónlistar. Ella Fitzgerald, Billie Holiday, Louis Armstrong, Duke Ellington, Gerry Mulligan, Stan Getz, Benny Goodman, Dave Brubeck. Plötur þessara manna og ótal margra fleiri álíka snillinga á þessu sviöi var að finna í skáp í setustofunni þar sem einu hljómflutningstækin í húsinu var að finna. Ég veit ekki enn hver stjórnaði innkaupum skólans á þessum varningi, en gott safn var þarna einnig af plötum með sígildri tónlist. Hins vegar hlustubum við skólasystkinin á þessar plötur einkanlega á laugardögum og höfðu „jazzgeggjar- ar", eins og þeir eru nú kallaöir, meö sér klúbb og lokuðu að sér, svo ekkert truflaði. Þessi kynni dugbu mér til þess ab hafa ætíð síð- an mikið uppáhald á jazzinum. Tónlist yfirleitt er eitthvaö sem þarf að hlusta á með opnum huga, þá lærist smám saman að njóta hennar. Það er langt í frá að þessi smekk- ur fái mig til þess að reka hornin í aðrar tegundir tónlistar. Spurningin er abeins sú hvað tíminn og aðstæður leyfa að hlustað sé á. Bíltúrar með Ellu Ella Fitzgerald var stórsöngkona og hún var í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er í þeirri aðstöbu í lífinu ab þurfa mikið að ferðast oft einn í bílnum mínum á nóttu sem degi. Á þessum ferðum hef ég dregið kassettur með Ellu oftar úr hanskahólfinu heldur en abrar og látið söng hennar stytta mér stundir á löngum ferðum. Tóngæöin við slíkar út- sendingar eru ekki á við þab sem gerist meb hinni fullkomnu tækni eba á hljómleikum með lista- mönnunum sjálfum, en það skiptir ekki máli. Þab er tilfinningin sem gildir í þessari tegund tónlist- ar. Nú er Ella horfin og heldur ekki fleiri tónleika hérna megin landamæranna. En lögin lifa og hin einstaka rödd, sem gæddi lögin sem hún söng lífi og gerði hana að einstæðum listamanni. Jón Kr. Á víbavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.