Tíminn - 21.06.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.06.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. júní 1996 7 sé brot á jafnréttislögum ef veriö er aö setja mismunandi ráöning- arkjör sem eiga sér stoö í kyn- feröi. Segjum aö kona hafi undirrit- aö svona samning, fer aö vinna og brýtur samninginn meö því aö veröa barnshafandi. Ef vinnu- veitandi segir aö hún hafi þar meö fyrirgert starfi sínu en kon- an ber fyrir sig fæðingarorlof- slögin þá er það dómstóla aö skera úr um. Miðað við aðra dómstólaframkvæmd yrði ekki ólíklegt aö hún gæti átt vernd í lögunum ab því leyti aö þaö má ekki segja henni upp af því að hún er ófrísk. Þar með sé þessi samningur í raun ekki bind- andi." Aðspurð sagðist Hrafn- hildur því hafa tilhneigingu til að halda slíkan samning i raun marklausan. Hrafnhildur benti hins vegar á að upp gætu komið tilvik þar sem forsenda ráöningar væri að manneskjan væri til staðar í ákveðinn tíma til að inna ákveð- ið verkefni af hendi. Þá geti það vegiö þyngra að viökomandi starfsmaður hafi brotið samn- inginn og hann gæti orðið bóta- skyldur gagnvart vinnuveitand- anum. „Vinnuveitandinn er þá að ráða og þjálfa upp manneskju til að sinna ákvebnu verkefni í fyr- irsjáanlegan tíma. Þá er mann- eskjunni gerð grein fyrir því að það sé forsenda ráðningar og það þarf ekkert að hafa með kynferði að gera. Enda getur það átt bæði vib um karla og konur. Við skul- um ekki gleyma því að þó að konur eigi börnin þá hoppa karl- menn líka í burtu." Ef konan hefur undirritab slík- an samning við vinnuveitanda og brýtur hann þá geta lögin um fæðingarorlof eða jafnréttislög ekki varið konuna fyrir afleiðing- um samningsbrotsins þó svo að samningurinn væri talinn ólög- mætur því vinnuveitandi hefur rétt til að segja konunni upp daginn sem hún kemur aftur til vinnu. Vinnuveitandinn hefur þá ekki borið neinn fjárhagsleg- an skaða af samningsbrotinu því langalgengast er að konur á hin- um almenna vinnumarkaði fái fæðingarorlof greitt hjá Trygg- ingastofnun. „Fólk á ekki að gjalda þess í starfi að það verði bamshafandi eða sé í fæðingar- orlofi. En síðan þegar fæðingar- orlofið þrýtur og fólk kemur aft- ur til starfa þá gilda um það sömu reglur og um alla aðra á vinnumarkaði." LÓA Amnesty International gagnrýna ríki heims fyrir ab setja vibskiptahagsmuni skör ofar en mannréttindi: Mannréttindi fótum troð- in í öllum heimshlutum Ceta vinnuveitendur krafíst þess aö kvenumsœkjendur afsali sér rétt'mum til aö eiga börn í ákveöinn tíma? Marklausir samningar? Pólitísk morb voru framin ab undirlagi stjómvalda í 63 ríkjum á síbasta ári, samkvæmt vitneskju Amnesty Intemational. í árs- skýrslu samtakanna fyrir árib 1995 koma 146 ríki vib sögu, þar á mebal Danmörk og Lúxemborg. Þar kemur fram ab 114 ríkis- stjómir létu pynda fanga á árinu og I 54 ríkjum létust fangar af völdum pyndinga. Ríkin sem komast á blað í árs- skýrslu Amnesty Intemational fyrir síðustu ár eru færri en áður hefur verið. Sigrún Ása Markúsd_óttir, for- maður íslandsdeildar Amnesty, var- ar þó við því að litið sé á þessa fækk- un ríkja sem merki þess að ríkis- stjórnir hafi tekið við sér og hætt mannréttindabrotum. Allt eins geti verið að brotunum sé betur leynt en áður. í skýrslunni kemur fram að fjöl- mörg ríki kjósa að láta stórfelld mannréttindabrot í öðmm ríkjum afskiptalaus. Oftar en ekki séu við- skiptahagsmunir látnir ráða ferð- inni frekar en baráttan fyrir mann- réttindum öllum til handa. Þetta sé gjaman gert meb því að skilgreina mannréttindabrot sem innri mál- efni ríkis sem önnur ríki geti ekki haft afskipti af. Amnesty Intemational telur sér- staklega brýnt að settar verði al- þjóðlegar reglur um flutning og sölu á vopnum sem tryggi ab vopn séu ekki seld til ríkja sem em þekkt fyrir að troða á grundvallarréttind- um þegna sinna og em líkleg til að nota vopnin til að brjóta á mann- réttindum óbreyttra borgara. Amnesty Intemational er kunn- ugt um ab mannréttindabrot hafi verið framin í 146 ríkjum á síðasta ári. í 85 ríkjum sátu samviskufangar á bak vib lás og slá. Pólitísk morð að undirlagi stjómvalda vom framin í Frá blabamannafundi í fyrradag. 63 ríkjum, 114 ríkisstjórnir létu pynda fanga og í 54 ríkjum létust fangar af völdum pyndinga. Aftök- ur fóm fram í 41 ríki, fangar vom dæmdir til dauba í 58 ríkjum og vit- ab er um „mannshvörf" í 49 ríkjum. í 41 ríki gerðust vopnaðir uppreisn- arhópar sekir um mannréttinda- brot. Þau ríki sem talin em upp í árs- skýrslu Amnesty em í öllum heims- hlutum. í Afríku er flóttamannavandinn eitt helsta áhyggjuefni Amnesty en átta og hálf milljón Afríkubúa er á flótta eða hefur flosnab upp frá heimilum sínum. Verst er ástandib í Búrúndi og Rúanda. í Subur-Ameríku líflétu herir og öryggissveitir fjölda manns án dóms og laga, þar af yfir 1000 manns í Kólumbíu. í allmörgum löndum álfunnar vom mörg hundr- uð samviskufangar í haldi og „mannshvörf" em enn algeng. í Evrópu var ástandib verst í Bo- sníu-Hersegóvínu, Téténíu og í Tyrklandi. í Bosníu og Hersegóvínu frömdu allir aðilar átakanna yfir- veguð og gerræðisleg morð. Bosníu- Serbar em gmnabir um ab hafa orð- ið hundmb ef ekki þúsundum múslíma og Króata ab bana í þjób- emishreinsunum. Þá em allir deilu- abilar sakabir um pyndingar og naubganir. í skýrslunni koma einn- ig fyrir Evrópuríki ekki koma fyrst í hugann þegar rætt em mannrétt- indabrot, svo sem Danmörk, þar sem lögreglan er talin hafa misbeitt valdi sínu og Lúxemborg sem kemst á blað vegna of langrar gæsluvarð- haldsvistunar. Amnesty International hefur áhyggjur af fjölgun aftaka í Banda- ríkjunum en þar vom 56 manns teknir af lífi á síðasta ári. Það em fleiri en nokkm sinni fyrr frá því að dauðarefsing var aftur tekin upp ár- ið 1977. Ríkjum sem heimila dauðarefsingu fer fjölgandi í Banda- ríkjunum og nú em þar yfir 3000 fangar sem hafa verið dæmdir til dauða í 38 ríkjum. Vitað er um yfir fimm þúsund samviskufanga í Asíu og Eyjaálfu. í Asíu vom aftökur án dóms og laga ásamt „mannshvörfum" algengar. í Kína vom yfir 2000 aftökur á árinu sem komust á skrá hjá Amnesty en gert er ráb fyrir ab raunvemleg tala þeina sé mun hærri. Þar em pynd- ingar fanga einnig algengar. I Ástr- alíu hefur Amnesty áhyggjur af fjölda fmmbyggja sem lést í haldi lögreglu á síðasta ári. Alls vom þeir 21 eba fleiri en nokkm sinni frá því að Amnesty fór að safna upplýsing- um þar að lútandi. -GBK Samkvæmt heimildum Tímans eru dæmi þess ab kvenfólki á bameignaraldri sé „bobib" ab skrifa undir samning þess efnis ab þab skuldbundi sig til ab verba ekki barnshafandi í ákveb- inn tíma, jafnvel nokkur ár. Slíkur samningur vekur upp ýmsar spumingar því sam- kvæmt jafnréttislögum skulu öll störf standa konum og körlum jafnt opin en meb svona samn- ingi er verib ab setja kvenfólki strangari skilyrbi en körlum sem sækja um sömu vinnu. Þegar Tíminn hafði samband við Elsu Þorkelsdóttur, fram- kvæmdastjóra Jafnréttisráðs, sagð- ist hún hafa heyrt um slíka samn- inga en engin svona mál hefbu komið inn á borð Jafnréttisráðs. Ab sögn Elsu er meginreglan á vinnumarkaði að þar gildir samn- ingafrelsi og því geti þar viðgeng- ist samningar sem brjóti í bága við landslög. „Menn geta samið um allt sem er innan ákveðinna ramma, um tímamörk, lágmarks- laun, orlof o.þ.h. Þab eina sem ég sé í þessu er ab ef atvinnurekandi gerir það ab skilyrbi ab kona fari ekki frá, þá teldi ég verulegar líkur á því ab það yrði metið sem brot á jafnréttislögum. En þetta yrði ekki talið almennt ólögmætt skilyrði. Hvað ef at- vinnurekandi setur t.d. skilyrði ab viðkomandi megi ekki giftast fyrstu tvö ár í starfi og það gilti fyr- ir konur og karla. Ég er ekki viss um að það yrði talið ólögmætt skilyrði." Að sögn Hrafnhildar Stefáns- dóttur, lögfræbings VSÍ, er vinnu- rétturinn þannig ab starfsmenn geta skuldbundið sig í ráöningar- samningi til ýmissa hluta en ef samningarnir standast ekki ófrá- víkjanlegar reglur laga um kjör starfsmanna þá sé launþeginn ekki bundinn samningnum. Á þessu þurfi vinnuveitendur ab gæta sín. Marklaus samningur? Hrafnhildur sagbist aldrei hafa heyrt ab vinnuveitendur létu fólk undirrita ab þab afsalabi sér réttinum til að eiga börn. „En þab er samningafrelsi á milli abila. Gildandi löggjöf sem ætlab er ab vernda launþega get- ur haft áhrif í þessu. Einnig er samkvæmt lögum um fæbingar- orlof bannab ab segja konum upp starfi vegna þess ab þær séu ófrískar. Þab má líka segja ab þab

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.