Tíminn - 21.06.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.06.1996, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 21. júní 1996 Aöalstöövar Daimler-Benz í Stuttgart-Möhringen: Evrópa veröur áfram eitt mikilvœgustu svæöa heims í efnahagsmálum. Hart verður í heimi Fyrirhuguö miöborg í Kuala Lumpur, höfuöborg Malasíu: Austur- og Suö- austur-Asía veröa meöal mikilvœgustu svæöa heims í efnahagsmálum, en spárnar eru dapurlegri fyrir Asíu aö ööru leyti, sem og Afríku, Róm- önsku Ameríku og fyrrverandi sovétblokk. Spáö er aö á nœstu öld muni mikill meiri- hluti mannkyns búa í borgum, annars veg- ar í miöstöövum efnahagslífs og hins vegar á þéttbýlis- svœöum fátœkUnga, þar sem upplausn og glœpir veröi ríkjandi Joseph Campbell, trúar- bragbafræðingur m.m., leit svo á aö af atburbum peim og atburbarásum í sögu mannkynsins, sem hinir og þessir hafa skilgreint sem byltingar, hafi tvennt skipt langmestu máli. Sú fyrri þess- ara byltinga hafi verib ný- steinaldarbyltingin, er mann- kynib, eba mikill þorri þess, breyttist úr veibimönnum og söfnurum í bændur fyrst og fremst. Sú síbari sé tæknibylt- ingin. Spurning er hvenær eigi að láta svo heita ab hún hafi hafist, en upphaf ensku iðnbyltingar- innar kemur kannski helst til greina í því sambandi. Sú bylt- ing stendur enn og hraðinn í henni fer vaxandi. Margt er í óvissu um hvert hún muni leiða mannkynið. „Nýtt Hansa- sambandy/ Samrunnin tæknibyltingunni hefur verið bylting í byggða- málum, á þá leiö aö mannkynið breytist úr sveitamönnum (sem mikill þorri þess hefur verið frá því á nýsteinöld) í borgarbúa. Um aldamótin síðustu bjuggu aðeins fimm af hundraði mann- anna í borgum sem voru með yfir 100.000 íbúa, samkvæmt sumum heimildum. Þegar um komandi aldamót verða um 50% mannkynsins búandi í borgum. Og á þessari byltingu er enn ekkert lát, frekar en á tæknibyltingunni sjálfri. Rann- sóknastofnunin World Reso- urces Institute (WRI) spáir því í álitsgerð, sem hún lét vinna í samráði við Alþjóðabankann og Sameinuöu þjóðirnar, að árið 2025 verði tvær af hverjum þremur manneskjum borgarbú- ar. Á viku hverri eykst íbúafjöldi borga heimsins um eina millj- ón. Ekki fer milli mála að þessari þróun fylgja gagngerar breyt- ingar á heiminum. Eins og er ganga margir út frá því að nokk- ur iðnvædd ríki ákveði það mesta um það sem gerist í heim- inum, a.m.k. í efnahagsmálum. Leiðtogar þeirra, kallaðir hinir „sjö stóru", auglýsa yfirburði þeirra með talsverðri viöhöfn á fundum sínum ár hvert. Margra mál er að vísu, að völd ríkis- stjórna ríkja þessara sjö (Banda- ríkjanna, Kanada, Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Japans) í efnahagsmálum séu ekki eða jafnvel hvergi nærri eins mikil og þær kannski vilja vera láta, og Riccardo Petrella, ítalskur framtíðarfræðingur í þjónustu Evrópusambands, tel- ur að þegar skömmu eftir árþús- undamótin muni einskonar nýtt Hansasamband, sem þenji sig yfir allan hnöttinn, hafa þokað þeim til hliðar. Þá muni það mesta af stjórnun efnahags- mála í heiminum — og þar með það mesta af valdinu í honum — verða komið í hendur stórfyr- irtækja og borgarstjórna í nokkrum borgum og borgaklös- um með aðliggjandi svæðum á dreif um heiminn. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON 29 aflstöbvar Kjarnasvæði þessi í efnahags- málum muni hafa náið samstarf og veröa nákomnari hvert öðru, lítt eða ekki háð fjarlægöum, en hvert þeirra um sig grannsvæð- um sínum landfræðilega séð. Hér verður um að ræða, segir Petrella, „bandalag kaupsýslu- manna sem starfa um víöa ver- öld og borgarstjórna, sem láta fyrir öllu öðru ganga að auka samkeppnisgetu fyrirtækja þeirra með viðskipti um allan heim, sem þær hýsa." Samkvæmt New Perspectives Quarterly verða eftir tæp þrjátíu ár 29 slíkar aflstöðvar efnahags- lífs í heiminum. Þar af 13 í Evr- ópu: Rotterdam-Amsterdam, Ruhr-hérað með Díisseldorf sem höfuðstaö, Frankfurt, Baden- Wurttemberg með Stuttgart sem miðstöð, Bæjaraland með Múnchen sem miðstöð, Eyrar- sundssvæði kringum Kaup- mannahöfn og Malmö, Lund- únir-Suðaustur-England, París og nágrenni, Lyon-Grenoble, þýskumælandi Sviss með Zúrich sem aðalstað, Genf-Laus- anne, Barcelona-Katalónía og Istanbul. í Norður- Ameríku verða þá, samkvæmt ofan- nefndri heimild, sex slík háþró- uð borgasvæði: Montreal-Tor- onto-Chicago, New York og ná- grenni, Los Angeles, Orange Co- unty þar skammt frá, Miami og Vancouver. í Austur- og Suð- austur-Asíu sex: Tókíó, Osaka, Sjanghaí, Hongkong, Singapúr, Kuala Lumpur og Jakarta. Róm- önsku Ameríku, Afríku og Eyja- álfu er spáð einni slíkri kraftstöð hverri um sig: Sao Paulo, Jó- hannesarborg-Höfðaborg og Sydney. Yfirleitt viröist vera gert ráð fyrir því að í þessum komandi heimi ríki harður samkeppnis- andi, jafnframt því að þróun í velferðarátt hafi litla möguleika á að hafa við hraðri fólksfjölgun og fólksstreymi til borga. Niður- staðan af því verði að á nefnd- um háþróuðum borgasvæðum muni margir lifa góðu lífi og sumir mjög góðu, en að öðru leyti muni heiminum hnigna í efnahagslífi og lífskjörum. Það eigi einnig við um grannsvæði borgasvæöanna ríku og jafnvel svæöi innan marka þeirra sjálfra. Víða um heim, sérstak- lega í Asíu, Afríku og Rómönsku Ameríku, verði þá í hundruða- tali borgir með milljónum og margar með tugmilljónum íbúa, þar sem ríki fátækt, sultur, atvinnuleysi, farsóttir, glæpir og umhverfiseyðilegging. Tæknivætt aftur- hvarf til miðalda? Möguleikar á að stöðva fólks- strauminn til borganna virðast takmarkaðir. Sveitafólk virðist yfirleitt gera sér vonir um að það geti haft þaö eitthvað betra þar en í sveitinni og önnur ástæöa til fólksstreymis þessa er að víða er tilhneigingin sú aö besta landbúnaöarjöröin safnist á færri hendur. „Borgir þessar tröllauknar, út- slegnar í keppninni um batn- andi lífskjör, veröa aö gróðrar- stíum glæpsamlegs heimsefna- hagslífs," spáir Petrella. „Hundruö milljóna manna munu lifa á ólöglegri verslun með eiturefni, börn, líffæri, vopn, hvað sem er. Og varla verður þaö mikið öðruvísi hjá því fólki innan landamæra kjarnasvæðanna velstæöu, sem verður útilokað frá góðum lífs- kjörum þar." Hætt er við að í þessum heimi sífellt nánara bandalags hinna ríku, gallharörar samkeppni og vaxandi fátæktar mikils þorra mannkyns verði ekki allt með friðsamlegu móti. Einhverjir nefna t.d. óeirðir í Bombay kringum áramótin 1992-93, er þúsundir voru drepnar, og æðið sem greip um sig í blökku- mannahverfum Los Angeles í apríl 1992 sem fyrirboöa upp- reisna í borgum, þar sem minni- hlutar meö góð lífskjör víggirði sig í sérstökum viðskipta- og íbúðarhverfum. Einhverjir tala í því sambandi um tæknivætt aft- urhvarf til miðalda, er menn hlóðu múra og grófu vígisgrafir kringum borgir og kastala, sér til varnar gegn umheiminum. Slömm í Höföaborg: einnig á kjarnasvæöum heimsefnahagsmálanna veröa fátækrahverfi, þar sem hætt veröur viö uppreisnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.