Tíminn - 21.06.1996, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.06.1996, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. júní 1996 9 Gestur 1996 - 208 blaösíöna bók full af fróöleik í máli og myndum fyrir feröamenn sum- arsins: Gestur 1996 gef- inn út í 4.200 eintökum Gestur 1996 er kominn út í 4.200 eintaka upplagi og á í sumar ab Iiggja frammi í flest- um hótel- og gistiherbergjum á landinu, gestum til fróðleiks og ánægju. Bókin, sem er 208 blaðsíöur, prentuö á hágæða glanspappír og í harðri kápu, skiptist í 8 kafla um: Fólk, náttúruna, listir, mót þess gamla og nýja, nýjar matar- venjur, ævintýraupplifun, þéttbýli/strjálbýli og viðskipti. Níundi kaflinn sem heitir „What to do in Icland" fjallar síðan um flesta þá þjónustu sem feröamanninum býbst hér á landi, svo sem veitinga- hús, verslanir, söfn, sundstaði, kynnisferbir og svo framvegis. í Gesti 1996 eru greinar um Vigdísi forseta, Björk, Kristján óperusöngvara, íslensku óper- una, Sinfóníuhljómsveitina, ís- lenska hestinn, listamenn, sjáv- arútveginn og Árnastofnun svo nokkuö sé nefnt. Meðal höf- unda eru SAM, Sigmar B., Ró- bert Mellek, Michael Kissane, Magnús Gubmundsson, Hugi Ólafsson og Dr.Guðni. Fjöldi fallegra ljósmynda eru í Gesti, hvað flestar teknar af Birni Rúrikssyni, Rafni Hafn- fjörð, Jim Smart, Herði Daníels- syni og Gunnari Vigfússyni. ■ Komur skemmtiferöaskipa verba æ tíbari til landsins og stefnir fjöldi farþega íaö veröa um 25.000 ísum- ar. Tiltölulega stuttur tími einkennir dvöl flestra feröalanganna en farþegum ítalska skemmtiferöaskipsins Costa Allegra leist svo vel á höfuöborg íslands aö ákveöiö var aö gista yfir nótt. Myndin er tekin í Reykjavíkurhöfn. Tímamynd C VA Byggingafélagiö Reisn kynnir nýjung í húsbyggingum: Hús sem auövelt er að flytja Byggingafélagiö Reisn á Kjalar- nesi kynnir þessa dagana nýja gerb af húsum sem forráða- menn fyrirtækisins telja að eigi eftir ab opna mönnum nýja möguleika á svibi bygg- ingamála. Kostir húsanna fel- ast fyrst og fremst í gerð ein- inga þeirra en húsin eru hönn- ub með þeim hætti ab auðvelt er að leysa þau sundur og flytja, jafnvel á milli Iands- híuta, og festa þau þar á nýja grunna. Forráðamenn Reisnar segja ávinning húseigenda fyrst og fremst liggja í því ab með þessu móti sé fjárfesting þeirra tryggb. Meb því að aub- velt sé ab flytja vibkomandi fasteignir á milli staða haldist verbmæti þeirra þótt atvinnu- hættir og abrir þjóðlífshættir taki breytingum. Byggingatími hinna nýju húsa er mjög stuttur eða um það bil 10 til 12 vikur eftir stærð þeirra. Félag járniönaöarmanna: Áhersla á starfssamning og verkþjálfun ibnnema Örn Fribriksson formaður Félags járniðnaðarmanna telur naub- synlegt að þeir sem lokib hafa gmnndeild málmibnaðar fái sinn starfssamning og verklega þjálfun ábur en fariö verbur ab flytja inn erlenda málmibnabarmenn. Ab öbrum kosti sé hætt vib ab menn lendi í þeim vítahring ab hérlend- is verbi ávallt skortur á innlend- um málmibnabarmönnum. Hann segir ab þab sé skilningur á þessu mebal sumra fyrirtækja en ekki allra. Örn segir að félagib muni ganga mjög stíft fram í því að þeir erlendu málmibnabarmenn sem hugsan- lega verður að flytja inn vegna skorts á innlendum málmiðnabar- mönnum verði rábnir samkvæmt íslenskum kjarasamningum, en ekki á einhverjum öðrum og lakari kjörum. Hann telur jafnframt betri kost að flytja inn erlenda starfs- krafta heldur en að missa verkefni erlendis. Það breytir hinsvegar ekki þýðingu þess aö gefa þeim sem lok- iö hafa grunndeild í málmibnaði ákveðinn forgang ábur en kemur að ráðningu erlends vinnuafls. Þótt einkennilegt megi virðast liggur þab ekki lausu hversu margir það eru sem hafa lokið grunndeild í málmiðnaöi. Af hálfu félagsins er verið aö vinna að öflun upplýsinga um það og er vonast til að búib verði að kortleggja það innan tíðar. Taliö er að flytji þurfi inn eitt- hvað af erlendum málmiðnðar- mönnum vegna þeirrar aukningar sem fyrirsjáanleg er á verkefnastöðu málmiðnaðarmanna í tengslum við stóriðjuframkvæmdir og aðrar framkvæmdir þeim tengdar. Á sama tíma hefur verkefnastaða í skipa- smíðaiðnaði vaxið til muna eftir það hmn sem varð í iðnaðinum í upphafi þessa áratugar. -grh Við byggingu húsanna er ávallt tekið mið af ab veriö sé ab reisa þau á snjóþyngstu svæbum landsins þannig að engra breyt- inga eigi ab vera þörf þótt hús verbi flutt af snjóléttu svæbi, til dæmis við Faxaflóla, til snjó- þyngri svæba Norðaustanlands eba á Vestfjörðum. Einnig er mikið lagt upp úr góbri einangr- un og þéttleika húsanna þannig aö hitunarkostnabur verði ætíb í lágmarki hvar sem þau verða reist. Húsin koma meö fullbúnu gólfi frá framleiðanda þannig ab aöeins þarf ab steypa sökkul- veggi undir þau og ganga frá lögnum ásamt öðrum nauðsyn- legum framkvæmdum í um- hverfi þeirra. Þá má geta þess aö húsin verba seld og flutt til kaup- enda á mismunandi bygginga- stigum - allt frá því að vera fok- held til að vera fullbúin eftir ósk- um hvers og eins. Þá má geta þess ab húsin eru búin endvarn- arklæðningu sem felur ákveðna brunavörn í sér. Forrábamenn Reisnar segja að Rannsóknastofnun bygginga- iönaðarins hafi á síðustu sex ár- um framkvæmt ítarlegar rann- sóknir á byggingakerfi þeirra og staðfest að það fullnægi öllum ís- lenskum byggingastöðlum. Reistar hafi verið ýmsar gerðir húsa meb þessari aðferð og megi þar benda á veitingaskála, vega- hótel, vinnubúðir og skólastofur auk hefðbundinna einbýlishúsa. Forráðamenn Reisnar segja ennfremur að skort hafi hús af Sigurjón Davíðsson Alfhólsvegi 34, Kópavogi Fæddur 14. september 1921 Dáinn 11. júní 1996 í dag verður til moldar borinn vinur okkar og félagi í yfirkjör- stjórn í Kópavogi, Sigurjón Dav- íðsson. Þegar við í kjörstjórn í Kópavogi hófum um s.l. mánaðamót ab undirbúa væntanlegar forseta- kosningar, mætti Sigurjón á fundi með okkur eins og ekkert væri eðlilegra. Hann hafði um árabil verið ritari kjörstjórnar og hóf strax að rita fundargerö eins og hans var vandi, en hann hafði sér- staklega stílhreina rithönd og fundargerðir hans vom greinar- góðar og læsilegar. Ekki datt okkur þá í hug að vib t MINNING ættum ekki eftir aö klára kosning- arnar, en seinna fréttum við aö Sigurjón hefði fengið sérstakt leyfi til að fara heim af sjúkrahúsinu til að funda með okkur. Þetta lýsti vel áhuga hans og skyldurækni við allt sem hann tók aö sér. Sigurjón hafði starfað í yfirkjör- stjórn í Kópavogi í nær tvo ára- tugi. Hann hafði þar rækt starf sitt af einstakri trúmennsku og áhuga. Frá því að ég byrjaði sjálfur að fást við þessi mál fór alltaf vel á með okkur Sigurjóni. Þaö var ákaflega gott að vinna með honum og allt- af var stutt í kímni og skemmtileg- heit, sem gerbi sitt til ab gera kosningadaga og undirbúning þeirra ab gefandi vinnu. Þó ab Sig- urjón væri hægur og rólegur, var hann fastur á sínu og fylgdi því eftir sem honum fannst rétt. Viö í kjörstjórninni í Kópavogi munum halda áfram að undirbúa kosningarnar og vitum að Sigur- jón fylgist með okkur, þó frá öðr- um sjónarhóli sé. Við munum hinsvegar sakna hans sem vinar og félaga og vottum aöstandend- um hans okkar innilegustu sam- úð. Jón Atli Kristjánsson, fonn. yfirkjörstjórnar í Kópavogi þessari byggingagerð á íslenskan markað. Mörg dæmi séu um að fólk hafi orðið ab skilja eignir eftir úti á landi þegar það hafi þurft ab flytja brott vegna at- vinnubreytinga, skólagöngti ungmenna eða annarra að- stæðna. Oft hafi aðeins fengist brot af eblilegu verði fyrir þessar eignir vegna ástands á viökom- andi svæðum og fólk þannig tapað verulegum fjárhæðum og stundun nánast aleigu sinni þar sem áralangur sparnabur þess hafi verið fjárfestur í húbygging- um. Með hinum nýja byggingar- máta gefist fólki kostur á að koma sér upp húsnæbi þar sem það búi um tiltekinn tíma án þess að þurfa að hætta á að verba átthagabundið vegna fasteigna eða að tapa hluta af fjárfesting- um sínum þurfi þab að flytja á brott. Flutningsmöguleiki hús- anna geri fólki kleift að flytja þau með sér til nýrra heimkynna og í sumum tilfellum geti verib um raðbyggingar að ræða þann- ig að flytja megi hluta þeirra. Dæmi um það séu hreyfanlegar skólastofur sem nokkuð hafi rutt sér til rúms að undanförnu vegna tímabundinna þrengsla í einstökum skólum og einnig hafi ferðaþjónustuaðilar út um land sýnt þessum byggingamáta mikinn áhuga vegna þess að unnt sé að miða stærbir húsa og þar með fjárfestingu við þörf á hverjum tíma. Þannig geti við- komandi abilar minnkað við sig húsnæði með því að selja hluta þess brott ef nýting mannvirkja verði ekki með fullnægjandi hætti. -ÞI LtTTÍ VINNINGSTÖLUR [ MIÐVIKUDAGINN | 19.06.1996 MUMtTÖLUR Vmningar Fjöldi vlnninga Vlnnings- upphæö 1. 6>|6 1 41.750.000 q 5 af 6 d.. ♦ BÓNUS 0 271.330 3. 611,6 5 42.630 4. 4 af 6 187 1.810 r~ 3 af 6 O. ♦ BÚNUS 603 240 Samtals: 796 42.717.670 Heddavinningsqpphæð: 42.717.670 Á ísiancf: 967.670 Upplisrigar um vjrmingstölur fást einnig í símsvara 568-1511 eöa Grænu númeri 8006511 og í textavarpi á síöu 453

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.