Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 22. júní 1996 Ólafur Ólafsson veggfóbrari, Leifsgötu 19, Reykjavík Á morgun, 23. júní, á Jóns- messu, verður ágætur veiöifé- lagi okkar og vinur sjötugur. Ól- afur Ólafsson veggfóðrari, Leifs- götu hér í borg, er maðurinn sá, og viljum við félagar senda honum hugheilar árnaðaróskir á þessum tímamótum. Það er af- ar fjarri lagi að Ólafi líkaði að frá okkur kæmu skrif um hól og lof eða slegna gullhamra, því hann er í eðli sínu mjög svo hlédræg- ur og af hjarta lítillátur. Það er þó næsta ógerlegt að senda honum línu án þess að þakka allar ágætar stundir í þá mörgu áratugi, sem við höfum stundað veiðar saman og allt er við höf- um-bjástrað. Ólafur er fæddur og uppalinn í Reykjavík og sleit barnsskón- um við Laugaveg og Hlíðar- enda, en eftir að hann stofnar sitt eigið heimili hefur hann bú- ið lengst af við Leifsgötu. Eftir venjulegt grunnskóla- nám fór Ólafur í Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi ÁRNAÐ HEILLA árið 1946, en í þá daga var það talinn ágætur kostur fyrir unga duglega menn að ljúka prófi úr þeim skóla. Þá var verknám í heiðri haft. Veggfóðrun, dúk- og teppa- lagning varð hans ævistarf. Á þessari iðngrein sinni náði hann ótrúlega góðum tökum, og höfum við það fyrir satt að snilli hans, hraði og verklag allt sé eitt hið besta sem hér þekkist. Við félagar höfum oft haft það í flimtingum að hann sé búinn að skríða fyrir stórmenni þessa lands í hálfa öld, og sé enn við sama heygarðshornið. Sam- viskusamur er hann og bóngóð- ur með eindæmum, og leysir vandamál allra er til hans leita eftir bestu getu. Reglusamur er hann í hvívetna. Ólafur hefur valist til margra trúnaðarstarfa í áranna rás. Hann var lengi í stjórn Félags veggfóðrarameistara og formað- ur þess í mörg ár, sat lengi í stjórn Stangaveiðifélags Reykja- víkur og í árnefndum þess, í stjórn Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur, rak um tíma versl- un með öðrum og svo mætti áfram telja. Aðaláhugamál hans utan vinnu sinnar eru veiðar meö stöng, hvort heldur er á sjó eða við vötnin ströng, árnar okkar sem hann hefur mikið yndi af að sækja heim. Hann er veiðimaöur frábær og stundar íþrótt sína af kappi miklu, en um leið af forsjálni og gengur aldrei á hlut annarra við veið- arnar, heldur sýnir öllu í um- hverfinu fyllstu tillitssemi að hætti náttúruunnandans. Það er ótrúlega gott að um- gangast mann sem Ólaf, ein- staklega geðprúðan, traustan, reglusaman sómamann sem eigi má vamm sitt vita. Honum mislíkar örugglega þessi upp- talning orða okkar, en sönn eru Ólafur meö einn 23 punda. þau. Vinátta okkar hefur haldist í tugi ára og aldrei fallið skuggi þar á. Hún hefur styrkst og eflst eftir því sem árin líða. Sá er vin- ur sem í raun reynist, og það þekkja allir. Sterk vináttubönd og tryggö er farsælasta vega- nestið til æðstu gæða, slík bönd taka til alls sem manninum finnst ómaksins vert aö sækjast eftir í lífinu. Séu þessi vináttu- bönd fyrir hendi, erum við sæl með lífið; ef þau skortir, erum við vansæl. Áherslu ber því aö leggja á þaö að velja vini af kost- gæfni. Ólafur okkar valdi sér lífsföru- naut og vin, er hann gekk að eiga Valgerði Hannesdóttur árið 1955, hina ágætustu konu sem búiö hefur þeim afar fallegt og gott heimili, þar sem gott er að koma og njóta gestrisni í ríkum mæli. Börn þeirra hjóna eru þrjú, öll hin mannvænlegustu: Hannes, Björg og Valgerður. Við félagarnir viljum hér með óska þeim hjónum innilega til hamingju á þessum tímamót- um, um leið og við sendum börnum þeirra, tengdabörnum, barnabörnum og öðru vensla- fólki öllu, okkar ágætustu kveðj- ur, með innilegri þökk fyrir allt gamalt og gott á liðnum árum. Ólafur býður til veislu á af- mælisdaginn, eins og honum er einum lagið, að höfðingjasið í húsi Læknafélags íslands, Hlíöa- smára 8. Kæri vinur! Innilegustu af- mælisóskir færum við þér með þessum fátæklegu orðum á þess- um merka degi. Lifðu heill um ókomna framtíð, og njóttu í rík- um mæli útivistar með stöng í hönd við vötnin ströng. Þess óska þér af alhug: Jóhann Guðmundsson Halldór Þórðarson Friðleifur Stefánsson Kjartan Zophaníasson Herdís Jónsdóttir Fædd 3. júlí 1910 Dáin 12. júní 1996 Ótal minningar leita á hug- ann er ég reyni með fátækleg- um orðum að minnast elsku- legrar vinkonu minnar, Her- dísar Jónsdóttur ljósmóður. Ég tel mér það ómetanlegt að hafa frá því að ég var barn að aldri átt vináttu þessarar konu, sem ég gat ævinlega leitað til. Skilningur hennar og hjarta- hlýja umvafði mig. Herdís átti sér þann draum frá barnæsku að læra læknis- eða hjúkrunarfræði, en forlög- in höguðu því svo að af því gat ekki orðiö. Föður sinn missti hún aðeins átta ára gömul og systur sína Kornelíu um svip- að leyti. Bæði þessi sorgaráföll t MINNING skiptu sköpum í lífi hennar. Þegar hún svo fluttist með móður sinni og stjúpföður að Barðastöðum í Staðarsveit tæplega tvítug, var þar orðið ljósmóðurlaust. Man ég að for- eldrum mínum, sem bjuggu á næsta bæ við Barðastaði, leist strax þannig á þessa ungu stúlku að hún myndi vel til starfsins fallin. Fyrir Staðar- sveit fór hún síðan í Ljós- mæðraskólann og þjónaði því umdæmi í 25 ár. Herdís dvaldist á heimili for- eldra minna sinn fyrsta starfs- vetur, þá að nýloknu prófi frá Ljósmæðraskólanum 30. sept. 1932. í Ljósmæðrablaðinu 1980 lýsir hún í grein, sem hún kallar Minningabrot, fyrstu fæðingu sem hún hafði í Staðarsveitarumdæmi, en það var 5. janúar 1933. Hafði hún þá ekki enn fengið ljós- móðurtöskuna, aðeins nauð- synlegustu meðul, bómull og skæri, en allt fór samt vel. Mig langar að setja hér orð Herdís- ar sjálfrar: „Þetta var sannarlega stór stund í lífi okkar beggja, mínu og móðurinnar ungu. Þegar ég var búin að ganga frá móður og barni eftir föngum og kon- an sofnuð, gaf ég mér loks tíma til aö hugsa og þakka fyr- ir hvað allt hafði gengið vel. Já — en hvað var framundan? Þeirri spurningu fékk ég ekki svar viö, það varð allt að koma á sínum tíma í ljós og því yrði að taka sem áð höndum bæri. Ég eyði ekki orðum að þeim tilfinningum, sem bærðust í •huga mínum þessa hljóðu og kyrru vetrarnótt, en stefin sem urðu til þessa nótt og sem æ síðan hafa komið í huga minn við hverja fæðingu sem ég hef haft, set ég hér: Liðin er stundin stranga. Stend ég með bam undir vanga. Móðirin blundar á beði. Bjart er í mínu geði. Ég treysta má örugg Hans orðum, öllu sem lofaði Hann forðum. Árin mín fel ég þér faðir, framvindu starfs míns og kvaðir." Mikil gæfa fylgdi henni í starfi. Ekki aðeins var hún af- burða ljósmóðir, heldur líka mikill læknir. Mörgu lífi, bæði barna og mæðra, bjargaði hún. Nærveru hennar fylgdi svo mikið öryggi, hlýja og traust. Þegar Herdís var kom- in, fylltist hugur gleði og áhyggjuleysi — nú var öllu borgið. Samviskusami hennar og skyldurækni brást aldrei, hversu erfiðar sem hennar eig- in ástæöur voru. Hún varð fyr- ir þeirri miklu raun að missa þrjú fyrstu börnin sín, sem öll dóu á fyrsta ári, og einnig síð- asta barn sitt af átta, sem fæddist ófullburða og dó sama dag. Oll þau ár, sem hún átti heima í Staðarsveit, bjó hún við sára fátækt og erfiðleika sem í dag vona ég að hvergi þekkist lengur. En hennar ríka stolt breiddi þögnina yfir það allt, enginn skyldi um það vita. Fyrir sitt einlæga trúnað- artraust á Guð og kraft bænar- innar reis hún upp úr sorginni til þess að vera öðrum gleði- gjafi. Til mannanna leitaði hún ekki. Heimili hennar stóð öllum opið sem hjálparþurfi voru. Það var eins og hún hefði alltaf svo mikið að gefa. Börnin hennar fjögur sem lifðu bera sannarlega sinni góðu og hæfileikaríku móður fagurt vitni. Herdís var af merku gáfu- fólki komin í báðar ættir. Sjálf var hún stórvel gefin, hagorð og með afbrigðum minnug. Það var gaman að hlýða á frá- sagnir hennar, lifandi og myndrænar, og þá naut sín vel hin ríka kímnigáfa hennar. Ættfræði var henni einkar hugstæð og drögum að sinni eigin ættartölu hygg ég að hún hafi ab mestu lokið áður en sjón hennar bilaöi, svo ab hún gat ekki Iengur Iesið. Herdís var mjög dulræn og fátt kom henni á óvart. Um þetta var hún fáorb og hljóð. Þeir, sem vissu og leituðu til hennar, máttu ekki skýra frá því hvaðan hjálpin kom. Gamalt fólk tók hún inn á heimili sitt og unglingar, sem hjá henni dvöldu, fóru þaðan ríkari af þekkingu og skilningi á lífinu, enda var hún einstak- ur leiðbeinandi. Móður sína og einnig gamlan frænda sinn annaðist hún inni á heimili sínu meban þeim entist aldur. Hún átti ávallt visku og kær- leika að miðla þeim sem bágt áttu, gefa von og gleði og nýja lífssýn. Hún var mikil húsmóbir og elskuð móbir og amma. Aldrei féll henni verk úr hendi. Hún var sannkallaður völundur við alla handavinnu og afköstin ótrúleg. Stofan hennar í Varmahlíð 2 var eins og lista- safn og var þar þó fátt eitt af verkum hennar. Strax og hún kom til Hveragerðis hóf hún að koma sér upp skrúðgarði við húsið. Þar varð brátt mikil fjölbreytni fagurra blóma og trjáa og sumra fágætra, en litlu íslensku blómin undu sér vel í steinhæðinni. Trén, sem hún gróðursetti fyrir næstum 40 ár- um, mynda nú laufskálagöng heim að húsinu. Þarna átti hún margar ánægjustundir, en líka ómælda vinnu. Herdís var falleg kona, svip- urinn bjartur og hreinn og frá henni geislaði góðvild og hlýju. Allir sem henni kynnt- ust elskuðu hana og virtu. Ragnheiður mágkona mín bað mig fyrir hjartans þakkir fyrir ógleymanleg kynni og elsku- semi, en Herdís var ljósa tveggja fyrstu barnanna okkar, þegar við Ragnheiður bjugg- um bábar á Búðum. Öll líknarverk þessarar ynd- islegu konu voru unnin í kær- leika og á þann hljóðláta hátt sem einskis endurgjalds krefst. Henni fæ ég aldrei fullþakkað allan kærleika og tryggð, sem hún sýndi mínu fólki og þá sérstaklega Dóróteu móður minni. Eg þakka henni af hjarta alla hennar kærleiksríku umhyggju mér til handa og allan þann andlega styrk, sem hún veitti mér svo ríkulega af. Ég votta börnum hennar og afkomendum mína dýpstu samúð. Björg Þorleifsdóttir frá Hólkoti Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Björn Guðmundsson forstjóri Lálandi 1 Reykjavík lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi, 20. júní síöastlið- inn. Ólafta Ásbjarnardóttir Ásbjörn Björnsson Ásta Friörika Björnsdóttir Guðmundur Karl Björnsson Gunnlaugur Rafn Björnsson Ólafur Björn Björnsson og barnabörn. Helga Einarsdóttir Linda Björk ingadóttir Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Guðlaugur Torfason Hvammi, Hvítársíðu lést 1 3. júní sl. jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum af alhug hlýjar samúðarkveðjur. Steinunn Anna Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.