Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.06.1996, Blaðsíða 15
Laugardagur 22. júní 1996 15 Allt í einu var maburinn, sem átti ab passa börnin, horfinn. Aöeins blóbi drifinn stóllinn var eftir. Nýja áriö hafbi byrjab degi ábur og sumir voru enn ab skemmta sér. Kona ein í Las Vegas, sem hafbi sagt skilib vib kærasta sinn í desember, naut nú frelsisins. Aö kvöldi 2. janúar 1987 ákvað hún að fara á krá eina í nágrenninu, sem margir vinir hennar stunduðu. Hún spurði tvo vini sína, hjón, hvort hún gæti skilið þrjú ung börn sín eftir hjá þeim meðan hún skryppi út á lífið. Hjónin sögðu ekkert því til fyrir- stöðu. Hjónin höfðu barnfóstra, sem bjó hjá þeim. Hann hét Bmce Stivers og var fremur nýr í borginni. Þegar konan kom með börnin heim til vinafólks síns, tók Stivers á móti henni og sagðist mundu gæta barn- anna meö ánægju. Hann heföi hvort eö er verið ráðinn sem bam- fóstri hjá hjónunum, svo hann munaði ekkert um að gæta þriggja barna í viðbót þetta kvöld. Erilsöm nótt En hjónin ætluðu samt að vera heima þetta kvöld. Konan var að- eins lauslega kunnug Stivers, en hún vorkenndi honum, þar sem hann var nýr á svæðinu og ókunn- ugur. Hún bauö honum með sér á krána, þar sem hjónin ætluðu ekki út og gátu passað börnin. Hún sagð- ist myndu kynna Stivers fyrir nokkmm vinkvenna sinna. Stivers sneri sér að húsbændun- um, sem brostu og sögðu honum að skemmta sér vel. Síðan héldu þau konan á krána. Þar var margt um manninn. Konan kynnti Stivers fyrir vinum sínum og þau drukku öll og spjölluðu langt fram á nótt. Núna var kominn 3. janúar og enn stóð gleðskapurinn yfir. Um kl. 3.30 e.m. var Stivers far- inn að þreytast og hann fór að ýja að því við fylgikonu sína að réttast væri að halla sér heim á leið. Konan var enn í banastuði, en féllst þó á að yfirgefa krána með honum. Þegar þau vom komin að heimili hennar, sagðist hún vilja fá börnin sín heim með sér. Stivers sagði að með tilliti til þess hve framorbið var, væri betra að þau svæfu alla nóttina heima hjá hjón- unum. Konan tók það ekki í mál. Hún benti á að hús hjónanna væri ekki langt í burtu og þau væm enga stund að sækja litlu skinnin. Stivers féllst því á að fara með henni. Andlitiö undir rúminu Eftir að þau höfðu farib með börnin heim og háttað þau aftur niður í róm, sátu Stivers og konan inni í stofu og spjölluðu saman nokkra stund. Konan sagði ab sig langaði aftur út til að skemmta sér svolítið meira. Klukkan var nú um 4.30 e.m. og Stivers var orðinn úr- vinda. Hann sagöi henni að fara aft- ur á krána ef hana langaði til og hann myndi vera hjá börnum hennar. En rétt í því sem konan var að tygja sig til brottferðar, kom eitt barnanna æpandi út úr svefnher- berginu og sagðist hafa séð skeggjaö mannsandlit undir rúminu sínu. Báðir hinir fullorðnu reyndu að segja henni að hana hefði bara ver- ið að dreyma illa og hún ætti að fara aftur að sofa og gleyma þessu öllu. En barniö tók slíkt ekki í mál. Hún stóð á því fastar en fótunum að það væri skeggjað andlit undir rúminu hennar. Til þess að sefa stúlkuna féllust þau loks á að fara inn í svefnher- bergið og gá undir rúmið. Þar var ekkert. Barnið bað þau þá um ab gá inn í skápinn. Þau sögðu ab nú væri nóg komið. Henni var sagt að gleyma vonda draumnum og fara aftur aö sofa. Núna voru hin börnin vöknuð og hræösla greip um sig meðal þeirra. Stivers sagði fylgikonu sinni að fara aftur út að djamma ef hana langaði til og hann mundi láta börnin sofa á dívaninum í stofunni. Hann mundi sjálfur hreiðra um sig í stóra hægindastólnum. Börnin féllust á að reyna ab sofna aftur, ef þau fengju að vera í stofunni. Móðir þeirra spurði Stivers hvort hann væri viss um að þab væri ekkert ómak fyrir hann að vera hjá þeim. Hann sagbi henni að fara og skemmta sér. Horfinn Hún fór og börnin liðu smám saman útaf á dívaninum. Stivers reyndi að hafa gætur á þeim, en hann var mjög þreyttur sjálfur. Augnalok hans þyngdust með hverri mínútu. Börnin voru nú sofnuð og Stivers var alveg í þann veginn að sofna líka. Rétt eftir kl. 5 vaknaði eitt barn- anna og var fljótlega búið að vekja hin. Öll þrjú gláptu á hægindastól- inn sem Stivers hafði setið í. Hann Samuel Cooper. Skeggkarlinn undir rúminu stóð auður, svo hvar var bamfóstri þeirra? Þau skyggndust um eftir honum. Eitt þeirra áræddi jafnvel að fara inn í herbergið þar sem hib dularfulla skeggjaða andlit hafði sést gægjast undan rúminu. Bruce Stivers fannst hvergi. Börnin fóm aftur fram í stofuna og litu betur á hægindastólinn. Á honum var nokkurt blóð. Eitt bam- anna leit út um gluggann og sá mann hinum megin götunnar, sem hélt á stómm og fyrirferðarmiklum hlut. Vegna þess að enn var dimmt úti var ómögulegt fyrir barnið að sjá hver maðurinn var eða greina and- litsdrætti hans. Nokkmm mínútum seinna leit annab barnanna út um gluggann og sá mann nálgast. Hin litu út og sáu að þar var Sam Cooper, fyrmm kærasti móbur þeirra. Cooper hafði tekið því illa, þegar hún sagði hon- um upp í desember. Börnin töldu hann ennþá fjöl- skylduvin, svo þau hleyptu honum inn. Hann sá að þau vom miður sín og spurði þau af hverju. Þau sögðu honum að barnfóstri þeirra hefði horfið meðan þau sváfu á dívanin- um. Cooper brosti og bað þau engu ab kvíða. Hann sagbi aö Stivers hefði orbið illt á meðan þau sváfu og hefði farið heim, en hitt hann (þ.e. Cooper) á leiðinni og beðið hann um að gæta barnanna fyrir sig. Cooper var með hanska á hönd- um, þótt veður væri milt. Hann tók þá ekki af sér og sagði börnunum að fara aftur að sofa. Síðan gekk hann að hægindastólnum, leit á blóðið og byTjaði að þurrka það burt meb handklæði. Klukkan var næstum 6 þegar móðirin kom heim. Þegar hún kom að Cooper hjá börnum hennar, skipaði hún honum að fara, en hann neitabi. Hún vissi að hann var henni langtum meiri að burðum, en hún heimtaði samt ab hann færi. Enn neitaði hann, svo hún sagöi einu barna sinna ab hringja í lögregluna og biðja þá að senda menn til að fjarlægja Cooper úr SAKAMAL húsinu. „Þú meinar það ekki," sagbi Coo- per. „Jú, ég meina þab," svaraði kon- an. Cooper sá að henni var alvara. Hann yppti öxlum, horfði á hana löngunaraugum og — enn með hanskana á höndunum — gekk hægt út um dyrnar. Þegar hann var loksins farinn, sögðu börnin móður sinni frá því hvernig Stivers hafði sent Cooper til að gæta þeirra fyrir sig. Henni brá heldur í brún. Hún hélt ekki að Sti- vers og Cooper hefðu neitt þekkst. Börnin bentu á blóðib á hæginda- stólnum og móbir þeirra hringdi á lögregluna. Hún tjáði lögreglunni að barn- fóstri hjá henni væri horfinn, sagði þeim frá blóðuga stólnum og kvaðst ekki vita hvað til bragðs skyldi taka. Lögreglan sendi einkennisbúna menn og einnig rannsóknarlög- reglumennina Mike Geary og Norm Ziola. Nú var farið ab birta í Las Vegas dalnum. Konan lýsti rás viðburð- anna fyrir rannsóknarlögreglu- mönnunum. Um leið og hún talaði, leituðu lögreglumennirnir af sér all- an grun innandyra. Þeir fundu ekk- ert grunsamlegt. Ekkert meira blóð fannst. Þá afréðu lögreglumennirnir að svipast um úti fyrir. Þeir fundu ekk- ert óvenjulegt fyrr en þeir voru komnir bak við húsib. Þar fundu þeir blóbslóð sem lá ab litlum skúr. Þeir litu inn og fundu þar tveggja sæta sófa. Undir sófanum sást blób — stórar slettur. Þeir drógu sófann út og fundu lík af karlmanni. Lögreglumennirnir drógu líkið út og lögbu það á jörðina. Höfuðið var gegnsósa af blóði. Konan og böm hennar biðu inni meöan lögreglan leitaði á svæðinu fyrir utan. Hún komst aðeins nógu nálægt líkinu til að geta séð það. Hún kinkaði kolli og sagði þýðum rómi að hinn látni væri Bmce Eric Stivers, 26 ára og nýlega kominn til Las Vegas. Annar spæjarinn fór inn til að hringja í aðalstöðvarnar. Svo virtist sem Stivers heföi verið stunginn í höfuðið. Rannsóknarmennirnir báðu kon- una og börn hennar að fara aftur yf- ir hvert skref og hverja athöfn nótt- ina áður. Börnin byrjuðu á skeggj- aða andlitinu undir rúminu og héldu svo áfram. Um leið og yfirheyrslan hélt áfram, rannsökuðu abrir lögreglu- menn skúrinn. Greinilegt var að morðinginn hafði lagt sófann ofan á líkið og þeir vonuðust til að geta náð fingraförum. Eftir rúmlega klukkustundar yfir- heyrslu yfir konunni og börnum hennar, sneru spæjararnir aftur á skrifstofu sína. Komið var fram undir hádegi þegar þeir höfðu sam- band við rannsóknarstofuna um það hvort eitthvað miðaði áfram með sófann. Þeim var tjáð að engin fingraför hefðu fundist, en nokkur för eftir fataefni hefðu náðst. Ziola lyfti brún og leit á Geary. Höfðu börnin ekki nefnt það að Sam Cooper hefði verið með hanska allan tímann sem hann var hjá þeim? Og hafði ekki móðir þeirra líka tekib eftir hönskunum hans, þegar hún reyndi að vísa hon- um brott af heimili hennar? Spæjararnir spurðu hvort efnis- förin gætu verið eftir mann með hanska á höndunum. Svarið var já, förin virtust vera eftir fingur í hönskum. Spæjararnir fóru aftur heim til konunnar. Hún var ennþá heima hjá börnum sínum og reyndi að róa þau eftir atburði morgunsins. Þau voru aftur spurb um hanskana sem Sam Cooper hafði verið með. Þau voru alveg með það á hreinu. Þau höfðu öll séð hanskana og þau mundu öll eftir þeim, vegna þess að þeim hafði fundist það skrítið að hann skyldi vera með þá innan- dyra. Spæjararnir bábu um lýsingu á Cooper. Konan byrjaði á að segja að hann væri með alskegg. Ziola minntist þess að stúlku- barnið, sem hafði séð andlitið und- ir rúminu, hafði sagt að það væri skeggjað. Hann sneri sér að telp- unni og spurði hvort hún hefði bor- ið kennsl á andlitið. Hún kvabst ekki hafa þekkt það, því sér hefði brugðið svo mikið við að sjá það og hún hefði strax hlaupið út úr her- berginu. Spæjararnir spurðu börnin um manninn sem þau höfðu séð bera stóran hlut. Þau sögðu að hann hefði verib of langt í burtu og það hefði verið of dimmt til aö þau gætu borið kennsl á hann. Rannsóknarmennimir snem sér þá ab því sem Cooper hafði sagt börnunum. Börnin endurtóku að Cooper hefði sagt þeim að Stivers hefði orðið illt og hann hefði farið heim, en beðið Cooper um að passa þau fyrir hann. Ziola og Geary óku þessu næst heim til Coopers og hittu hann heima. Hann var fyrst undrandi á svip, en þegar þeir sögðust vilja spyrja hann út í dauða Bmce Sti- vers, kom áhyggjusvipur á andlit hans. Lífstíbarfangelsi Þegar hann notfærði sér rétt sinn til að þegja, tóku þeir hann fastan og óku með hann til fangelsisins í Clark County, þar sem moröákæra var bókfærð gegn honum. Daginn eftir þinguðu spæjararnir með Mel Harmon aðstoðarsaksókn- ara, sem yrði falið að sækja málið. Hann tók undir það með þeim aö rökrétt væri að gmna Cooper, en þab gæti reynst vandasamt að sanna á hann sakir. Sjónarvottar vom engir og barnið, sem hafði séð andlitið undir rúminu, gat ekki full- yrt að þab hefði verið Cooper. En Harmon blandaðist þó ekki hugur um, og ekki spæjurunum heldur, ab felumaðurinn undir rúminu hefði verið Sam Cooper. Og það vakti upp aðra spurningu. Eftir hverjum var Cooper að bíða, kæmstu sinni fyrrverandi eða Sti- vers? Svo gæti verið að Cooper hefði séð Stivers úti að skemmta sér með fyrmm kæmstu hans, hefði fyllst afbrýðisemi og drepið hann. Eða þá ab hinn forsmáði elskhugi hefði ekki þolað við lengur og hald- ið sig geta linað angur sitt með því að ráða konuna af dögum, en svo drepið Stivers í hennar stað. Þar sem engin vitni vom og eng- in skýr ástæða, batt Harmon vonir sínar við hanska Coopers og efnis- förin á sófanum. Hann varð líka ab treysta á meint orðaskipti Coopers við fórnarlambið. Hinn gmnaði hafði sagt vib börn- in að hann hefði talaö við Stivers; þó virtist slíkt samtal útilokað nema þá að Cooper hefði talað við draug. Stivers var dáinn og lá inni í skúrn- um á þeim tíma sem Cooper kvaðst hafa verið að tala við hann. Þegar Samuel Cooper kom fyrir rétt í október, reyndi verjandi hans að vekja efasemdir með kviðdóm- endum með því að gefa í skyn að einhver annar hefði banað Stivers. Hann gaf í skyn að þessi einhver kynni jafnvel að hafa verið fyrrum kærasta Coopers. Harmon sagði hinsvegar að þetta væri „út í hött" og „verulega góð til- raun til æmmeiðingar". Kviðdómurinn tók sér eina nótt til íhugunar, en fann Cooper síðan sekan. Hæfilega refsingu fyrir morb- ingjann, sem hafbi stungið Stivers tvisvar í höfuðið, taldi kviðdómur- inn vera ævilangt fangelsi með enga möguleika á sakamppgjöf. Eitt stungusárið náði nærri níu sentím- etra inn í heila fórnarlambsins. Þar sem Harmon hafði gefið til kynna beitingu banvæns vopns við afbrot, mundi lífstíðardómurinn tvöfaldast sjálfkrafa. Samuel Cooper verður aldrei aftur frjáls maður. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.