Tíminn - 25.06.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.06.1996, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 25. júní 1996 Um mikiö ab keppa fyrir banka, verbbréfafyrirtœki, ríkissjób, búbir og ferbaskrifstofur: Um Umilljarðará lausu 1. og 10. júlí Spariskírteini ríkissjóðs upp á 17 milljarbar króna verba laus til innlausnar dagana 1. og 10. júlí nk. Þessi 17.000.000.000 króna upphæb sem eigendur skírteinanna fá þá í hendur samsvarar nokkurn veginn áætluoum nettótekjum ríkis- sjóös af tekjusköttum einstak- linga á þessu ári, eöa um 250.000 kr. aö meöaltali á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu á íslandi. Hér er um aö ræða þrjá flokka spariskírteina frá árinu 1986; í fyrsta lagi 1A6, í öðru lagi 1A4 og í þriðja lagi 2A6. „Mikilvægt er að handhafar spariskírteina fresti ekki innlausn því að spari- skírteini í ofangreindum flokk- um bera hvorki vexti né verð- bætur eftir innlausnardag", seg- ir í fréttabréfi Handsals hf., sem að sjálfsögðu býðst til að veita eigendum spariskírteinanna góð ráð um það hvernig best þeir best geti ávaxtað þessa miklu fjármuni. Sjálfsagt eru margir fleiri meira en fúsir til að veita þeim áþekka þjónustu sem velkjast í vafa um það hvað þeir eiga að gera við allar þessar fjár- fúlgur. Noröurlandamótiö í bridge: Sigur og tap hja Is landi í opnum flokki Þab skiptast á skin og skúrir hjá íslenska landslibinu í opn- um flokki á NM í bridge sem fram fer í Fáborg í Danmörku. íslendingarnir byrjuðu vel og sigrubu sterkt landslib Noregs 20-10 á sunnudag en töpubu síðan 8-22 fyrir Svíum. Libib er skipab Jóni Baldurssyni, Sævari Þorbjörnssyni, Gub- mundi P. Arnarsyni og Þorláki Jónssyni en fyrirlibi er Björn Eysteinsson. Spiluð er tvöföld umferð og áttu íslendingarnir að spila við Færeyinga, Dani og Finna í gær. íslendingar hafa verið sigursælir í opnum flokki á NM að undan- förnu og eru núverandi Norður- landameistarar. Landsliði íslands í kvenna- flokki gekk illa á sunnudag, tap- aði 13-17 gegn Norðmönnum og 7-23 gegn Svíum -BÞ Góð byrjun í Langadalsá: Sexlaxar strax Frá Stefáni Gíslasyni, fréttaritara Tímans í Hólmavík. Veiði hófst í Langadalsá í ísafjað- ardjúpi fimmtudaginn 20. júní. Fyrsta veiðidaginn komu sex lax- ar úr ánni, þar af fimm 10 punda laxar og einn sjö punda. Langt er síðan veiðin í ánni hefur farið svo vel af stab. í fyrra veiddust þar 250 laxar. Að sögn formanns veiðifélags árinnar, Jóns Arn- grímssonar á Hólmavík, eru veiðimenn bjartsýnir á sumarið Vœgi dollara minnkar ígeng- isskráningarvoginni: Danir stækka sinn skerf Seðlabankinn hefur lokið endur- skoðun gengisskiáningarvogarinnar samkvæmt hlutdeild einstakra landa í vioskiptum við ísland 1995, en fyrri vog byggði á viðskiptahlut- deild landanna 1994. Við þessa end- urskoðun stækkaði hlutur dönsku krónunnar mest, eða úr 9,5% í 10,8% hlutdeild í gengisskráningar- voginni. Hlutur þýska marksins jókst einnig töluvert (úr 13,8% í 14,6%) og hollensku flórínunnar sömuleiðis (úr 3,8% í 4,6%). Aftur á móti minnkaði hlutdeild norsku krónunnar verulega (úr 8% í 7%) þrátt fyrir öll olíuviðskiptin og hlut- deild pundsins og fleiri mynta sömuleiðis. í heild jókst vægi Evrópumynta úr 67,1% í 69,5%, eða um 2,3%. Þar á móti minnkaði hlutur dollara úr 23,4% niuður í 22% og hlutur jens- ins úr 8,2% niður í 7,1%, sam- kvæmt breytingum á utanríkisviö- skiptum milli 1994 og 1995. ¦ eftir þessa glæstu byrjun. Við opnun árinnnar á fimmtudaginn gerðu menn sér jafnvel vonir um að sumarveiðin færi upp í 400 laxa. ¦ Brúarfoss tilbúinn til heimsiglingar meb vibkomu í Evrópuhöfnum á föstudaginn. Glæsilegur Brúarfoss varð til á 9 mánuöum Nýjasta og stærsta flutninga- skipi flota Eimskipafélagsins var gefib nafn í Stocznia Szcecinski skipasmíbastöb- inni í Stettin í Póllandi á föstudaginn. Skipib hlaut nafnib Brúarfoss. Er þab fjórba skip félagsins sem ber þetta nafn. Elísabet Hermannsdóttir, eiginkona Indriða Pálssonar, stjórnarformanns Eimskips, gaf skipinu nafn. í ávarpi sínu þakkaði Indriði Pálsson starfsmönnum skipa- smíðastöðvarinnar góð og hröð vinnubrögð við smíðina. Skipið var byggt á mettíma. Samningar voru gerðir í sept- ember síðastliðnum, en skipið sjósett snemma í apríl. Það tók aðeins níu mánuði að ljúka smíði þessa 12.500 tonna gámaskips. Kampavíniö skvettist um kinnunginn þegar Elísabet Hermannsdóttir gefur skipinu nafnib Brúarfoss. - Ljósmyndir Lárus Karl Ingason. Nýi Brúarfoss lagði strax af stað í jómfrúarferð sína og kemur til íslands 30. júní eftir lestun í Evrópuhöfnum. Skip- stjóri er Engilbert Engilberts- son og yfirvélstjóri Jón Valdi- marsson. -JBP Heyskapur hefst almennt fyrr en í mebalári, tún ab mestu leyti laus vib kal og útlit fyrir góba sprettu: Horfur á góðum heyfeng Heyskapur er almennt ab hefjast um allt land og eru horfur á góbri sprettu sam- kvæmt upplýsingum frá starfsmönnum búnabarsam- banda víba um land. Bændur hafa ab mestu sloppib vib kal ef frá eru skilin einstök svæbi, t.d. á Norbausturlandi. Á Vesturlandi er heyskapur nokkub misjafnlega staddur ab sögn Guðlaugs Antonssonar rábunauts. Bændur báru áburð á um hálfum mánuði fyrr en vanalega og lítur vel út með sprettu. Fyrir sunnan Hafnar- fjall eru nokkuð margir byrjað- ir slátt. „Ég á von á því að frá og með næsta þurrki muni nánast allir bændur fara ab slá," sagbi Gublaugur. Aðspurður hvort vænta megi að bændur hyggist jafnvel slá þrisvar hjá sér í ár, segir Guð- laugur það ólíklegt, enda fari það illa meb túnin. Kal er varla að finna á Vesturlandi eftir góðan vetur. Tíminn náði ekki að afla fregna á Vestfjörðum í gær en á Norðurlandi vestra var gott hljóð í heimamönnum og stefnir í að sláttur verði þar tals- vert fyrr á ferðinni en í meðal- ári, en fyrstu bændur slógu 19. júní. Mjög gób spretta hefur verib síðustu daga og verður heyskapur kominn á fullt eftir viku til 10 daga. Á Norðurlandi vestra má áætla að um 60% bænda noti rúllutæknina en af- gangurinn skiptist jafnt milli votheys og bindingar. í Eyjafirði hófu nokkrir bændur slátt í kringum sautj- ánda júní en almennt eru þeir ekki farnir af stab. Ágætt útlit er með sprettu, gras hefur vaxið hratt og vel síðustu daga en kuldi og vætuskortur setti strik í reikninginn í maí líkt og hjá Þingeyingum. Lítið kal er að finna í Eyjafirði og horfur mjög góðar að sögn Guðmundar Steindórssonar ráðunauts. Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, býr á Brún í Suður- Þingeyjarsýslu. Hann segir að vel horfi með heyskap þar þrátt fyrir kuldatíð í maí og vætuskort. „Sláttur er ekki hafinn nema þá hjá einum eða tveimur bændum. Hins vegar er mjög gób spretta núna, búið ab vera hlýtt og rakt. Þab má telja víst að sláttur hefjist almennt um næstu helgi," seg- ir Ari. Hann segir slátt vera heldur seinni á ferðinni nú en í meðal- ári vegna kuldanna í vor. Ástand túna eftir veturinn er gott í Suður-Þingeyjarsýslu. „Oft hefur kal sett strik í reikn- inginn á þessum slóöum en nú er lítib um slíkt, helst eru brögb ab því í Köldu-Kinn og Fnjóska- dal. Þá hafa einnig borist fregn- ir af kali á nýræktartúnum í Mývatnssveit. En þetta er hvergi neitt stórfellt," sagbi Ari. Almennt er sláttur ekki haf- inn á Austurlandi að sögn heimamanna en styttist mjög í að svo verði. Mikill munur er á ástandi túna í ár frá síðasta ári en þá var mikið kal í túnum. Á Suðurlandi hófst heyskap- ur á sumum bæjum fyrir nokkru og er hann nokkuð víða í hámarki nú. Þar varð Sveinn Sigurmundsson, framkvæmda- stjóri og ráðunautur, fyrir svör- um og segir hann að síðasta vika hafi orðið bændum sérlega notadrjúg. „Þetta eru mjög gób hey sem menn eru búnir ab ná." Nokkrar af grösugustu jörð- um landsins má finna í lág- sveitum á Suburlandi og hafa bændur sums staðar náð inn verulegu magni nú þegar t.d. undir Eyjafjöllum. Það er tals- vert fyrr en í meðalári og ekki hægt að útiloka að einstaka bændur muni slá þrisvar í sum- ar að sögn Sveins. Hann segist ekki hafa haft fregnir af neinu kali sem kalla megi eftir hagstæðan vetur, en sumar jarðir hafi ekki enn náð sér fyllilega eftir mikið kal vet- urinn á undan. Aðspurður um hlutfall rúllu- verkunar segir Sveinn ab ekki sé ólíklegt að áætla að nú orðið noti um 60-70% ábúenda þá aðferb. -BÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.