Tíminn - 25.06.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.06.1996, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 25. júní 1996 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf 5210, Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Mánabaráskrift 1700 kr. m/v: Tímamót hf. jón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Gubmundsson Brautarholti 1, 105 Reykjavík 5631600 55 16270 125 Reykjavík Jæknideild Tímans ísafoldarprentsmibja hf. k. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Ibnabaruppbygg- ing og erlendar fjárfestingar Flutningur fjármagns og fjárfestingar erlendis eru snar þáttur í efnahagslífi heimsins. Þau lönd, sem þróuð eru efnahagslega, leitast við að búa svo um hnútana að samkeppnisaðstæður séu góðar og viðkomandi ríki sé aðlaðandi fyrir fjárfestingar og uppbyggingu fyrirtækja. Það er ekki langt síðan erlendum fjárfestingum á ís- landi voru settar mjög þröngar skorður og enn hafa þær ekki verið afnumdar að öllu leyti. Skorður eru settar fjárfestingum erlendra aðila í sjávarútvegi og eru rökin fyrir því að íslendingar vilja hafa óskoruð yfirráð yfir þessari auðlind, sem er svo stór þáttur í efnahagslífinu í landinu. Hins vegar er það tímanna tákn að það sýnist sitt hverjum um þetta og margir telja sjávarútveginn þurfa á erlendu fjármagni að halda. Víst er um það að hann er samkeppnisfær atvinnugrein á alþjóðamælikvarða og mundi laða að sér fjárfesta, svo framarlega sem afkom- an er góð. Hins vegar verður það að teljast rétt við nú- verandi aðstæður að gera undantekningu frá reglunni um erlendar fjárfestingar hvað varðar útgerðina í land- inu. Þess sjást merki að áhugi erlendra aðila sé að aukast á því að fjárfesta á íslandi. Alfyrirtæki eru komin á kreik á ný og litast um eftir fjárfestingarkostum hér, hver sem niðurstaðan verður. Á þessu sviði ríkir samkeppni þar sem flestar þjóðir líta á það sem kost að laða til sín er- lent fjármagn. Ástæðan fyrir þessum aukna áhuga er vafalaust fyrst og fremst sú að ísland er nú í hópi þeirra ríkja sem hafa stöðugan efnahag og lága verðbólgu. Eftir því sækjast fjárfestar ásamt stöðugu stjórnarfari og virðingu fyrir lögum og starfsreglum. Stöðugleiki á vinnumarkaði er einnig mikilvægur í þessu efni. Við íslendingar þörfnumst iðnaðaruppbyggingar í landinu. Hagræðing í landbúnaði og sjávarútvegi fækk- ar störfum í þessum atvinnugreinum, og fyrir þær hendur vantar störS í iðnaði og þjónustu. Þjónustu- greinar hafa tekið rnjög hátt hlutfall af mannaflanum undanfarin ár, en þarleru einnig þær aðstæður að störf- um fækkar með aukinpi tæknivæðingu. Svo er auðvitað einnig í iðnaði. | Vaxtarbroddur hefur verið í almennum iðnaði nú síðustu misserin. Áríðandi er nú, þegar sjónir stóriðju- manna virðast einkum beinast að suðvesturhorni landsins, að vöxturinn í almennum iðnaði nái til lands- byggðarinnar. Einn þatturinn í því er að efla og sam- hæfa atvinnuráðgjöf |m allt land, þannig að heima- menn geti með fullurr| þunga kynnt kosti sinna byggð- arlaga og litast um eftir möguleikum sem bjóðast í sam- starfi við erlenda aðila. Spyrja má hvaðan sú vitneskja er komin til erlendra stórfyrirtækja að varla komi nokk- ur annar kostur til greina um staðarval fyrir stórfyrir- tæki en að reisa þau á Reykjanesi eða uppi í Hvalfirði. Eru þessum aðilum í raun kynntir kostir alls landsins í þessu efni? Þessar spurningar brenna á og þeim verður ekki að fullu svarað nema þeir, sem vinna að atvinnu- málum utan þessara svæða, komi að kynningu á mögu- leikum landsins alls fyrir þeim sem áhuga hafa á að fjár- festa hér á landi. Sviptingar í frambobsmálum Nú, þegar fáir dagar eru til forsetakosninga, hefur staban nokkub breyst í frambjóbenda- hópnum frá því sem var í upphafi framboðsyf- irlýsinga. Heldur hefur reyst af hópnum og eru forsetaframbjóðendurnir nú komnir niður í fjóra og hvorki nuddari né prestur í hópnum og Guðrúnarnar tvær ekki lengur tvær heldur ein. Þessar sviptingar hafa þó einfaldað stöðuna umtalsvert fyrir kjósendur. Þeir kjósa Ástþór sem ekki vilja eiga það á samviskunni eftir fimmtíu ár að hafa ekki kosið hann ef hann reynist vera nýr Messías. Femínistarnir og rauö- sokkurnar, sem enn baslast í hinni þoku- kenndu kvennabyltingu, kjósa Guðrúnu. Þeir sem hatast út í Ólaf Ragnar kjósa Pétur Hafstein og þeir sem af einlægni hata íhaldið geta sam- einast um ab kjósa Ólaf Ragnar. Honum hlýtur reyndar að hlýna um hjartaræturnar að verða á endanum sjálfur vettvangur nokkurs konar sameiningar vinstri manna, eftir áralanga bar- áttu hans í þá átt. Jafnframt hlýt- ur að vera tregafullt að það skuli um leib þýða endalok hans sjálfs í pólitík. Allir vildu hana eftirá Eftir ab Guðrún Pétursdóttir dró framboð sitt til baka hömuðust hinir frambjóðendurnir við ab hæla henni í hástert fyrir það hversu mikil mannkostakona hún hafi nú veriö og töluðu um hana í þátíð, líkt og Garri gerir nú. Raunin var hins vegar auðvitað sú að þeir tylltu vart á jörðina fyrir kæti, því framboð Gubrúnar Pét- ursdóttur gekk nefnilega þvert á öll hin og í rauninni stal hún fylgi frá flestum hinna fram- bjóðendanna. Femínistarnir og þó sérstaklega rauðsokkurn- ar gátu vel hugsað sér ab kjósa hana — hún var jú kona og þar að auki kona með munninn fyr- ir neðan nefið og hafði náð árangri í starfi. Þar að auki hafði hún tekið að sér og tekist vel til við að temja og koma til manns, manni sem hafði verið ódæll, ekki aðeins til margra ára, heldur og í fjölmarga ættliði. Hún var vel ætt- uð, þannig að hástéttin gat vel hugsað sér að kjósa hana. Maðurinn hennar var á þingi fyrir íhaldið og hún af íhaldsættum, þannig að íhaldið gat vel hugsað sér að kjósa hana. Guð- rún var líka alþýðleg kona og gekk þar að auki fram fyrir skjöldu og talaði máli alþýðunnar þegar íhaldið reisti stein- og stálbragga í Tjörn- inni, þannig að alþýðan og verkalýðurinn gat vel hugsað sér að kjósa hana. Þá tók hún m.a. undir með framsóknarmönnum í borgarstjórn, þannig að ekki höfðu frammarar neitt á móti henni í forsetastóli. Mágur hennar er formaður Alþýðuflokksins, þannig að ekki höfbu kratar neitt á móti henni í forsetastóli. Það kom semsagt í ljós, þegar hún hætti við, að þab hefðu allir getað hugsað sér að kjósa hana forseta lýðveldisins. Gubrún Pé líklega best Garri er eiginlega kominn á þá skoðun, svona eftir á að hyggja, að Guðrún Pé hafi verið besti kosturinn. Og ekki bara besti kosturinn, heldur í rauninni eini kosturinn og sannarlega eini frambjóðandinn sem sameinaði svo margar fylkingar. Garri er semsagt loksins búinn að taka afstöðu í forsetakosningunum, en þá þarf forsetaefnið hans endilega að vera hætt við framboð. Það sem eftir stendur er, eins og dag- skrárgerðarmenn á Bylgjunni orðuðu það í gær- morgun: Grís, Skvís, Pís og Frýs. Garri GARRI Aidrei var því um Álftanes spáð ... Álftanesið er flat- ast Innnesja og hefur vegur þess í sögunni verið mis- jafn eins og geng- ur. Þar átti Snorri vildisjörð en litl- um sögum fer af andlegum afrekum hans á Bessastöð- um. Löngu síðar var þar menntaset- ur um skeið og áttu kennarar og nemendur þar misjafna ævi. En lengi vel sátu þar danskir valdsmenn og tóku við kvörtunum innfæddra um yfirgang og valdníðslu innlendra embættis- manna og landeigenda. Þá var þar sögulegt mannvirki, niðurgrafið og sjónum hulið. Það var Þrælakistan, sem snæris- þjófar og aðrir óbótamenn voru hafðir í og var þar slæm vist. Nú finnst hvorki tangur né tetur af Þrælakistunni en annað og enn frægara mannvirki er þar niöurgrafið og sjónum hulið, þar til fyrir skemmstu. Það er vínkjallarinn góði, sem fjöl- miðlafólk hefur útmálað af mikilli og frjórri hugmynda- aubgi. En kjafllari sá er ætlaður til ánægjuauka og í hann mejga ekki nema útvaldir koma, öfugt við tilgang Þijælakistunnar, sem vakti almúgan- um hroll ep yfir- og eignastéttum öryggis- kennd. j í Hamingjurík framtíb Um hálfrar aldar skeið hafa þeir sem tóku við af embætti íslandskóngs setib Bessastaði og hef- ur vegur setursins aldrei verið glæsilegri. Þegar nýr húsbóndi sest þar að innan tíðar mun hann flytja í veglegri húsakynni en nokkru sinni áður hafa verið þar. Flottheitin eru slík að Bessastaðanefnd splæsti ónotuðu Ikeaeldhúsi frá Svíþjóð yfir vínkjallarann, sem nú hefur verið opnaður fjöl- miðlungum, eins og að Bessastaðastofa verður opnub almenningi ef hann ber gæfu til að kjósa réttan frambjóðanda. Dettur engum í hug að ekki verði staðið við öll kosningaloforð þegar þar ab kemur. Munu þá þjáðir, fátækir, smáir og samkynhneigðir eiga hamingjuríka framtíb fyr- ir höndum. Stór meirihluti frambjóðenda til setu á Bessa- stöðum hefur uppi miklar áætlanir um alheims- stjórnun. Mannkynsfrelsararnir fara ekki leynt með að starfsvettvangur þeirra verður ekki síður í útlandinu fremur en því að vera sam- einingartákn kvart milljón sálna í stormasömu ballar- hafi. Mannkyns- frelsarar? Gerður er góbur rómur að stórhuga fyrirætlunum forsetaefna og er ábyrgð kjósenda mikil að velja mannkyninu leibbeinendur í för þess um táradalinn. Raup forsetaefna um hlutverk þeirra og vænt- anlega framgöngu meðal þjóðanna minna ekki lítið á hlutverk nafnkenndra íslendinga í stormasömum stríðum Heljarslóðarorustu, en þar voru þeir alls staðar nærri þar sem mikil tíb- indi urðu. Urðu þeir landsfrægir af afrekum sín- um á vígvöllum meginlands Evrópu, en litlum sögum fer af orðstír þeirra meðal þeirra út- lensku. En höfundur sögunar um stríðið á Heljarslóð. Benedikt Grondal, var fæddur og alinn upp á Bessastöðum á Álftanesi og sést ab snemma hafa heimsvaldadraumarnir kviknaö þar á láglendinu. Margir eru þeir ipektarmenn sem búið hafa lengur eða skemur í sjónmáli vib Gálgaklett sem um skeið sparaði umboðmönnum kónga timburútlát. Misjafnlega lá landsmönnum orð til þeirra eins og gehgur. En þaö er ekki nýtt á þeim bæ að húsbændur hafi heiminn að leiksviði og sýnist árangurinn misjafn eins og fram kemur í hendingum góð- skáldsins: Aldrei var því um Álftanes spáö að veröldin frelsaðist þar. Langt er um liðið síðan þetta var ort og hefur verið í góðu gildi til þessa. Og þrátt fyrir skraut- leg loforð mikils meirihluta forsetaefna um að kippa heimsmálunum í lag ef þeir ná kjörfylgi til að flytja inn í nýbyggingar Bessastabanefnd- ar, er ekki alveg víst að úrlausnir ágreiningsefna úti í stórum heimi séu eins auðveldar og gefin eru fyrirheit um á kosningafundum. Enda má þjóðin þakka fyrir að fá að hafa sinn forseta í friöi fyrir vandamálagemlingum ytra, enda stendur hvergi í stjórnarskrá að stafsvett- vangur hans sé annars staðar en á íslandi. Og spádómum sem ekki er spáð hlýtur maður að trúa. OÓ Á víöavangi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.