Tíminn - 25.06.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.06.1996, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25. júní 1996 Ögmundur Jónasson: Skilyrtur fögnuður Ifyrrahaust kom Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra og formaour Framsóknar- flokksins, með óvænt en ánægjulegt útspil, sem vakti nokkrar vonir um að takast mætti að koma á góðu samstarfi milli ríkisstjórnar og samtaka launafólks. Utanríkisráðherra lýsti vilja sínum til að beita sér fyrir slíku samstarfi og lagði til að menn legðust á eitt að ná fram kjarajöfnun í þjóðfélaginu. Fyrst Halldór Verkalýðshreyfingin ályktaði og talsmenn hennar lýstu ánægju sinni og tóku undir með Halldóri Ásgrímssyni. Síðan komu fjárlög. Þar lét ríkisstjórn- in taka atvinnulausa, öryrkja og aldraða úr sambandi við launa- þróun í landinu, í andstöðu við verkalýðshreyfinguna sem taldi að þetta myndi veikja stöðu þessara hópa og auka á misrétti í þjóðfélaginu — ekki draga úr því og því síður stuðla að kjara- jöfnun. í sömu fjárlögum var skattaafsláttur vegna tvískött- unar aldraðra afnuminn og áfram haldið á skerðingarbraut. Það er að segja þegar hinn al- menni launamaður átti í hlut. Þegar kom að stóreignafólkinu VETTVANCUR „Pað var fyrirþessa lagasetningu alla að samtök launafólks fógn- uðu frumkvœði Halldórs Ásgrímssonar um vilja til samstarfs við samtök launafólks og vilja til að stuðla að kjarajöfhun í þjóðfélaginu ígóðu sam- starfi og samráði við verkalýðshreyfinguna." var annað uppi á teningnum — þá var veittur stórfelldur skatta- afsláttur. Þannig er ljóst að með frum- varpi um skatt á fjármagn og arðgreiðslur hefur ríkasti hluti þjóðarinnar fengið færðar upp í fangið skattfríðindi, sem metin hafa verið á mörg hundruð milljónir króna. Nægir þar að nefna að með þessum lögum var skattur á arð lækkaður úr 42- 47 prósentum í 10 prósent og á sama tíma og launamaður fær skattfrelsismörk, sem nema 720 þúsund krónum á ári, nýtur sá einstaklingur, sem aðeins hefur tekjur af fjármagni og arði, skattfrelsis fyrir tekjur upp að tveimur og tæpum þremur milljónum króna. Þetta var tryggt með þessum nýju lögum, sem samþykkt voru í sumarbyrj- un. Það var semsagt áður en þessi frumvörp voru lögð fram og samþykkt sem lög — að ekki sé nú minnst á skerðinga- og haftafrumvörpin, sem ríkis- stjórnin setti fram í andstöðu við alla verkalýðshreyfinguna í landinu, eða lögin um hlutafé- lagavæðingu Pósts og síma. Það var fyrir þessa lagasetningu alla að samtök launafólks fögnuðu frumkvæði Halldórs Ásgríms- sonar um vilja til samstarfs við samtök launafólks og vilja til að stuðla að kjarajöfnun í þjóðfé- laginu í góðu samstarfi og sam- ráði við verkalýðshreyfinguna. Sfóan Davíö Hinn 17. júní talaði síðan for- sætisráðherrann. Hann sagði að nauðsyn bæri til að stytta vinnutíma og hækka dagvinnu- laun. Og aftur lýstu menn yfir ánægju, því þetta var í samræmi við það sem samtök launafólks hafa krafist um langt árabil. Nema hvað nú var fögnuðurinn skilyrtur. Nú vilja menn vita hver vilji raunverulega býr að baki, hvort þetta er alvara eða innantóm orð. Hinn 18. júní var haldinn sameiginlegur fundur stjórnar og formanna aðildarfélaga BSRB. Fundurinn notaði tæki- færið og ályktaði um yfirlýsingu oddvita ríkisstjórnarinnar. Ályktunin var svohljóðandi: „í tilefni yfirlýsinga forsætis- ráðherra í hátíðarræðu 17. júní um nauðsyn þess að hækka dag- vinnulaun og stytta vinnutíma bendir stjórn og formenn aðild- arfélaga BSRB á að um langt skeið hefur það verið krafa sam- takanna að dagvinnan dugi til framfærslu. Öll viðleitni banda- lagsins hefur verið í þá átt að ná fram þessu markmiði. Gegn því hafa atvinnurekendur hins veg- ar staðið. BSRB minnir forsætis- ráðherra á að kjarasamningar eru lausir innan hálfs árs. Stærsti atvinnurekandi á íslandi er ríkið og þess vegna að veru- legu leyti komið undir vilja stjórnvalda hvernig samið er um kaup og kjör við launafólk. Mikil ábyrgð hvílir því hjá at- vinnurekendum, hvort sem er á almennum markaði, hjá ríki eða sveitarfélögum þegar gengið verður til næstu kjarasamninga. Á undanförnum árum hafa at- vinnurekendur, þar á meðal rík- isvaldið, sýnt mikla óbilgimi gagnvart kröfum launafólks og er það fagnaðarefni ef afstaða forsætisráðherra nú boðar sinnaskipti." Höfundur er formabur BSRB og alþingis- mabur. Inn í ævintýrið Leikfélag Reykjavíkur í samvinnu vib Lista- hátíb: CULLTARAÞÖLL. Leikstjóri: Ásta Hlín Svavarsdóttir. Handrit: Cunnar Cunn- arsson. Leikmynd og brúour: Helga Arn- alds. Tónlist: Eyþór Arnalds. Forsýning á Litla svioi Borgarleikhúss 22. jtiní. Það er ánægjuleg gróska í barna- leiksýningum á síðustu árum. Að því hef ég margsinnis vikið hér í blaðinu og reynt með því að örva þessa grein íeiklistarinn- ar. Enda er fátt skemmtilegra í leikhúsi en að sjá góða sýningu fyrir börn, sem talar með list- fengum hætti til barnsins í hin- um fullorðna áhorfanda. Sýn- ingin í Borgarleikhúsinu er dæmi um vel heppnað verk af þessu tagi. Gulltáraþöll er nú forsýnd, en verður frumsýnd í haust eins og aðrar leiksýningar Listahátíðar. Þá gefst færi á að skrifa ítarlegar um sýninguna. í þetta sinni vil ég aðeins vekja athygli á henni. — Sagan sem hér er sögð er byggð á íslensku ævintýri um prinsessuna Þöll, sem grætur gulltárum. Kóngurinn faðir hennar lokar hana því inni og auðgast að sjálfsögðu vel á tár- um hennar. En enginn piltur má líta prinsessuna augum, því þá myndi hún hætta að gráta gulltárum. En nú segir frá því að þjón- ustumey prinsessunnar vitjar Kalla þar sem hann liggur í rúmi sínu, færir honum gulltár og biður hann að koma því til rétts eiganda. Kalli vill gera það, og með því að fara í gegnum botn- inn á rúmi sínu stígur hann inn í heim ævintýrsins. — Þetta minnir reyndar á skápinn í sög- um C.S. Lewis frá Narníu sem margir þekkja. — En hvað um það: Kalli fer inn í ævintýrið, hittir þar ýmsar skrítnar persón- ur og lendir í þrengingum, rekst um úfinn sjó, en nær loks fundi LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON prinsessunnar og leysir hana úr álögum sínum. Sýningin er um 'það bil klukkustund og hún er í hví- vetna vel og kunnáttusamlega unnin. Hún er líka nýstárleg að ytri búnaði og í þeim skilningi áfangi í barnaleikhúsi. Hér koma saman aðferðir hins „venjulega" leikhúss og brúðu- leikhúss. Að vísu eru engar brúður í sýningunni, en grímur og einnig eru mikið notaðar skuggamyndir. Auk þess setur nýstárleg beiting hljóða og ljósa mikinn svip á sýninguna og kemur að nokkru í stað leik- mynda. Þetta magnar andrúms- loftið og var ekki laust við að minnstu börnin yrðu hrædd, enda á gott ævintýri auðvitað að skjóta manni skelk í bringu — þá er enn meira gaman í lok- in! Leikendur eru aðeins þrír. Ell- ert Ingimundarson leikur Kalla, hugrakka drenginn sem hlýðir rödd hjarta síns og gerir það sem honum ber. Ellert fer fal- lega með hlutverkið, virðist hafa gott lag á barnasýningum. Þær Helga Braga Jónsdóttir og Ásta Arnardóttir bregða sér í önnur hlutverk og gera líflega; gervin voru einnig góð, til að mynda hænunnar í byrjun og síðar maurapúkans sem taldi peninga. Annars eru búningarn- ir mikill þáttur í ævintýrasýn- ingu eins og þessari. Skringi- búningar voru góðir og hugvits- samlegir, en nokkuð hefði ég búist við að prinsessan yrði glæsilegri að búnaði þegar hún loksins birtist. Helga Arnalds og Gunnar Gunnarsson eiga mestan heiður af sköpun verksins. Texti Gunn- ars er lipur og málfarið auðugt, laust við þann yfirdrifna barna- skap sem sumir virðast halda að hæfi best börnum. Hér er ekkert slíkt þunnmeti á ferð. Helga hefur starfað í Tékklandi og kynnt sér þar leikgerðir af þessu tagi. Hún hefur sagst vilja halda áfram á þessari braut og gera leikhús fyrir börn, sem fullorðn- ir hefðu líka gaman af. Það hef- ur tekist í þetta sinn. Meira af slíku! ¦ Leikhópurinn. Sjötta bókin um gönguleiöir á íslandi: Frá Rauðasandi til ísafjarðardjúps Sjötta bókin í ritröðinni Göngu- leiðir á íslandi er komin út hjá útgáfufélaginu Víkingi. Höf- undurinn, Einar Þ. Guðjohn- sen, var einn þekktasti ferða- frömuður íslands, en hann lést sem kunnugt er á síðasta ári. Hann skildi eftir sig bók í hand- riti sem fjallar um svæðið frá Rauðasandi til ísafjarðardjúps. Kemur hún nú samtímis út á ís- lensku, ensku og þýsku. Synir Einars, Björn og Sigurð- ur, standa að útgáfunni, en sá síðarnefndi starfaði mikið með föður sínum við vinnslu bók- anna. Allar síður eru litprentaðar og brotið er handhægt, þannig að bækurnar fara vel í vasa. Verð er 1950 kr. út úr búð. í sjö sumur var Einar leið- sögumaður hjá Vestfjarðaleið og í inngangi að bókinni, sem nú kemur út, sagðist hann byggja mjög á þeirri reynslu og viðtölum við fjölda fólks. „Leið- irnar eru valdar með hliðsjón af því að þess helsta sé getið og geti orðið göngu- og ferðafólki til gleði og ánægju," skrifaði Einar. „Vestfirðir eru heillandi svæði fyrir allt útivistarfólk. Reynið að njóta þess sem best." I bígerð er að endurútgefa fyrri bækur með nýju útliti, Fréttir af bókum enda eru sumar þeirra ófáanleg- ar. Þær verða einnig þýddar á ensku og þýsku og jafnvel fleiri tungumál í framtíðinni. Einar skildi eftir sig drög að fleiri bókum og það er markmið Víkings að ljúka því verki sem hann hóf, svo úr verði heild- stætt safn þar sem fjallað er um gönguleiðir á íslandi í máli, myndum og með aögengilegum skýringarkortum. Áður útkomnar bækur, sem gefnar voru út af Almenna bókafélaginu, eru: Suðvestur- hornið, Esja — Hvalfjörður — Hengill (1988), Suðvesturhorn- ið, Reykjanesskagi (1989), Frá Hvalfirði til Búða (1993), Frá Arnarstapa til Kleifaheiðar (1993) og Frá Þingvöllum til Rangárvalla (1993). Árið 1994 kom út pési á ensku og þýsku, sem var útdráttur úr fyrstu tveimur bókunum. í formála að erlendu útgáfun- um að bókinni mælist Halldóri Blöndal samgönguráðherra svo: „Einar Þ. Guðjohnsen var einn af merkustu ferðafrömuðum okkar íslendinga. Hann var þaulkunnugur landinu og mér er nær að halda að hann hafi gengið um það þvert og endi- langt. Það er þess vegna mikill fengur að því að bækur hans um gönguleiðir á íslandi skuli vera áfram fáanlegar og ég hlýt að fagna því sérstaklega að þær skuli nú koma út á erlendum tungumálum." ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.