Tíminn - 25.06.1996, Page 7

Tíminn - 25.06.1996, Page 7
Þriðjudagur 25. júní 1996 Utankerfismaöur á kirkjutröppum En hvers vegna kemur Ástþór heim að nýju og hefst handa um að boba heimsfrið. Hvers vegna sólundar hann stórum hluta af drjúggóðum auði sem honum hefur safnast? „Það var úti í Englandi að ég hitti stundum mann á götunni, þegar ég átti leið um, mann sem haföi bara pappakassa yfir sér og svaf á kirkjutröppum. Þetta var maður sem hafði misst allt sitt, en hafði veriö maður eins og ég og þú. Hann hafði misst frá sér konu sína og börn, atvinnu, bankareikning og var kominn út úr kerfinu. Þetta var ekki óreglumaður. Ég fór að hugsa meira um örlög fólks eftir að ræða við þennan mann. Dæmi um svona menn er því miður að finna víða, líka hér á landi. Ég sá óhugnanlegar tölur um hvert stefnir. Helm- ingur jarðarbúa verður heimil- islaus eftir 30 ár, segja skýrslur sem ég sá í Englandi. Þetta eru þrjú ár síöan, og á þeim tíma hef ég undirbúið starfið í Friði 2000, og til þess nota ég pen- inga sem ég eignaðist eftir að hafa selt eignir ytra," segir Ást- þór. Það má græöa á fribi Nú hafa margir haldið því fram að Ástþóri gangi það eitt til að græða peninga á friði. „Þú getur grætt á ýmsu, með útgáfu á ofbeldismyndum eða öðru. Það má líka græða á að gefa út myndir sem stuðla að friði og við erum með áætlanir um útgáfu á efni sem stuðlar að friði í heiminum. En það er auðvitað bara gott mál að græða á friði, þann gróða má nota til að vinna enn frekar að friði," sagði Ástþór. Ástþór segir að miklar breyt- ingar á íslensku þjóðfélagi séu nauðsynlegar, en þær eigi erfitt uppdráttar. Þær breytingar geti forseti íslands átt þátt í að móta og hann hafi sínar skoðanir á hvernig forseti noti vald sitt. Rússnesk rúlletta Ástþór fór seint fram í for- setakjörið, á síðasta degi. Hann fékk meira en þúsund seðla senda úr bók sinni, meðmæli með honum sem frambjóð- anda. Það tók hann og stuðn- ingsmenn tvo daga að afla meðmælenda sem upp á skorti. En hvers vegna ætti fólk að kjósa Ástþór Magnússon sem forseta íslands? „Það eru margir að lýsa stuðningi við mig þessa dag- ana, sem ætluðu að styðja ann- an frambjóðanda. Því fleiri sem þora að styðja mig því sterkari skilaboð berast um að breyta þurfi launastefnu á íslandi, eins að íslendingar þurfi að endur- skoða stefnu sína gagnvart kjarnorkuvopnum og stríði í heiminum. Það gengur ekki að yfirvöld, forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra, hafi stefnu sem gengur þvert á vilja þjóðarinn- ar. Eitt smáslys á fiskimiðunum mundi ógna tilveru okkar, þetta er rússnesk rúlletta," segir að víkja úr embætti. Annars valta ég yfir þá. Það er bara tímaspursmál hvenær það verð- ur," segir Ástþór. Friðarmaður í ófriði Ástþór Magnússon, maður friðarins, hefur staðið í tölu- verðum ófriði. Á honum hafa staðið ýmis spjót. Hann er ósáttur við framgöngu ýmissa fjölmiðla og hefur uppi ýmsar samsæriskenningar. Stækkunar- gler þurfi á fréttir um sig í Mogganum. Stöð 2 hafi ráðist harkalega á sig í opinni útsend- ingu, en hafi síðan ruglað send- inguna þegar sér hafi gefist tækifæri til að svara fyrir sig. Hann segir að utanríkisráðu- neytið eða starfsmaður þess hafi reynt að vega að sér með reikningi erlendis frá, sem í ljós kom að hann hefði ekki átt að greiða. Þarna hafi sannast mis- tök og utanríkisráðuneytið hafi sent sér afsökunarbeiðni. Ástþór Magnússon var giftur íslenskri konu og á eina dóttur barna, Ölmu Björk, 19 ára fjöl- brautaskólanema. Hann var í sambúð með enskri konu í Eng- landi þar til fyrir tveim árum. Núverandi sambýliskona hans er Harpa Karlsdóttir, læknarit- ari og listmálari, sem vinnur með Ástþóri að málefnum Frið- ar 2000. -JBP Ástþór Magnússon forsetaframbjóbandi hitti Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, nýlega ab máli. Ástþór. Ástþór segir það vitað mál að bresku Trident-kafbátarnir, kjarnorkukafbátar, séu á sveimi á úthöfunum, meðal annars í næsta nágrenni við ísland. Einnig sé fullyrt að þotur með kjarnorkuvopn komi við á Keflavíkurflugvelli. „Ég er eins og snjóbolti sem mun hlaða upp á sig. Þeir vita að ég mun vinna. Hvort það verða þessar kosningar, veit ég ekki. En kerfið verður að fara að passa sig, það verður að end- urskoða stefnu sína. Kerfið verður að vinna fyrir fólkið í landinu eða kerfiskallarnir ella Ástþór Magnússon á vinnustabafundi. TIIVIINN KYNNIR FORSETAFRAMBJOÐENDUR 1996 „Þú getur grœtt á ýmsu, með útgáfu á ofbeldismyndum eða öðru. Það má Itka grœða á að gefa út myndir sem stuðla að friði og við erum með áœtlanir um útgáfu á efni sem stuðlar að friði í heiminum."

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.