Tíminn - 25.06.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.06.1996, Blaðsíða 8
8 WÍWSMWM Þribjudagur 25. júní 1996 PJETUR SICURÐSSON 26 kílómetra óbyggba- "skokk" á kjördaginn: Kjósiö fyrst — hlaupiö síöan! Óbyggöahlaup eftir endilöng- um Þorvaldsdal í Eyjafiröi fer fram laugardaginn 29. júní og hefst kl. 10 fyrir hádegi viö Fomhaga í Hörgárdal, en endamarkiö er viö Árskógs- skóla, báöir staöir um 60 metra yfir sjávarmáli. Vega- lengdin er 26 kílómetrar. Nú er reiknað með að ýmsir komi langt aö til að hlaupa Þor- valdsdalsskokkiö, eins og þeir kalla það af lítillæti Eyfiröingar. Þeir benda á að þetta er kjördag- ur, kosinn er forseti þennan dag. Því er bent á aö þeir sem koma langt að neyti kosninga- réttar áður, ætli þeir yfirleitt aö neyta hans, annað hvort strax og kjörstaðir opna eða utan kjörstaðar. Þetta óbyggðaskokk er fyrir konur og karla, allbratt fyrsta spölinn, en úr því tekur að halla undan fæti, með ýmsum frávik- um þó. Upplýsingar veitir Bjarni Guðleifsson, Möðruvöllum, í símum 462-4477 eða heima í s. 462-6824. ■ Golfklúbbur Kópavogs og Garbabœjar: Opna Spari- sjoösmotiö Opna Sparisjóösmótiö í golfi var haldiö sl. sunnudag, en styrktaraöili mótsins var úti- bú Sparisjóðs Hafnarfjaröar í Garöabæ, en mótiö var haldið á vegum Golfklúbbs Kópavogs og Garöabæjar, GKG. Úrslit urðu sem hér segir: Án forgjafar: 1. Óli Laxdal GKG 77 2. Svanþór Laxdal GKG 80 3. ívar Arnarson GK 81 Meö forgjöf: 1. Páll Kristjánsson GO 62 2. Úlfar Helgason GKG 64 3. Guðmundur Kristmundsson GKG 64 InterToto: Tap hjá Keflavík Keflvíkingar töpuðu fyrsta leik sínum í InterToto-keppninni í knattspyrnu, en þeir mættu ís- lendingaliðinu Örebro. Úrslitin urðu 3-1, en mark Keflvíkinga skoraði Gestur Gylfason. Arnór Guðjohnsen gerði fyrsta mark Örebro. ■ VINNINGSTOLUR 22.06.1996 j Lauaardaainn 1 >í I \ í Vinnlngar Fjöldl vlnnlngshafa Upphæð á hvern vlnnlngshafa 1. 5 af 5 1 3.637.700 2 a-sJ Wi 358.230 3. «*s 75 8.230 4. 3af5 2.198 650 Samtals: 2.275 6.041.880 Upplýsingar um vinningstölur tást einnig I simsvara 568-1511 eöa Grænu númen 800-6511 og I textavarpi nopurinn sem neiaur iu /\uama. Ólympíumót fatlaöra / Atlanta: Timamynd Pjetur Tíu íslenskir keppendur Tíu íslenskir keppendur munu halda til keppni á Ólympíumóti fatlabra, sem haldiö veröur í Atl- anta I Bandaríkjunum aö loknum Ólympíuleikunum í sumar. Vegna mikillar fjölgunar þátttak- enda frá öömm löndum, sérstak- lega frá ríkjum í Austur-Evrópu — auk þess sem þroskaheftir em nú í fyrsta skipti meb í nokkmm greinum — hafa mótshaldarar orbib ab takmarka veralega fjölda keppenda. Þetta skýrir þá fækkun íslensku keppendanna, en á síb- asta Ólympíumóti vom keppend- umir 20 talsins. Keppendurnir nú em þau Ólafur Eiríksson, Birkir R. Gunnarsson, Kristín R. Hákonardóttir, Anna Rún Kristjánsdóttir, Sigrún H. Hrafns- dóttir, Bára B. Erlingsdóttir og Gunnar Þ. Gunnarsson, en þau keppa öll í sundi, auk þess sem þeir Geir Sverrisson og Haukur Gunn- arsson keppa í frjálsum íþróttum. Auk þess verða meb í för þeir Sveinn Áki Lúðvíksson aðalfarar- stjóri, Ólafur Magnússon farar- stjóri, Kristín Guömundsdóttir sundþjálfari, og Erlingur Þ. Jó- hannsson. Frjálsíþróttaþjálfari hópsins getur af óvibráðanlegum orsökum ekki fariö meb og er unn- ið.í því ab fá annan til fararinnar. Alls munu um 3500 keppendur taka þátt í Ólympíumótinu að þessu sinni, frá 110 þjóbum og keppa þeir í 17 íþróttagreinum; þar af em 14 greinar þær sömu og á Ólympíuleikunum, sem fara fram í júlí næstkomandi. Þetta er 10. Ólympíumót fatlabra sem fram fer, en það var fyrst haldiö í Róm árið 1960. ísiendingar hafa tekið þátt í mótinu frá því árið 1980 og því er þetta í 5. sinn sem ísland tekur þátt. Þetta er hins vegar fyrsta Ólymp- íumótið sem fatlaðir og þroskaheft- ir keppa saman á. Síöast kepptu þeir i Barcelona og Madrid, en þá á sitt hvorum staðnum. Þátttaka og undirbúningur kosta mikið fé og hefur íþróttasamband fatlaðra notið stuðnings fjölmargra aðila, s.s. Flugleiða, Sjóvá- Al- mennra, Austurbakka hf., Ásgeirs Sigurðssonar hf., Búnaðarbanka ís- lands og Össurar, svo einhverjir séu nefndir. Shellkrossiö: Mjótt á munum í krónubílaflokki A sunnudaginn for fram þríbja keppni sumarsins í rallýkrossi, svo- nefnt Shellkross. Keppt var í fjór- um flokkum og var keppni jöfn og spennandi, en þó einkum í krónu- bílaflokknum þar sem munaði að- eins einni sekúndu á þeim sem urbu í fyrsta og öbm sæti. Úrslitin í rallýkrossflokki urðu þau að Guðbergur Guðbergsson sigraði á Porsche 911 á 3:55 mínútum. í öðm sæti var Ásgeir Örn Rúnarsson á Ford Mustang á 4:06 mín. og í þriðja sæti varö Sigurður Unnsteinsson á Volvo á 4:27 mín. í Krónubílaflokki vann Elías Pétursson á Fiat á 4:08 mínút- um, í öðm sæti varð Garðar Þór Hilmarsson á MMC Sapporo á 4:09 mín., og í þriðja sæti varö Ólafur Ingi Ólafsson á Toyota Corolla á 4:18 mín. í teppaflokki varð hlutskarpast- ur Ellert Kr. Alexandersson á Ford Mustang á 4:19 mínútum, Gunnar Örn Hjálmarsson varð í öðm sæti á Chevrolet Malibu á 4:24 mín. og í þriðja sæti varð Sigfús Þormarsson á Chrysler Cordoba á 4:44 mín. í ung- lingaflokki vann Linda Garðarsdóttir á Nissan Cherry, fékk tímann 3:12 mínútur, og annar varð Arnar Freyr Þórarinsson á Nissan Sunny á 3:16 mín. Evrópukeppni landsliöa: Englendingar gegn þýskum á Wembley Þab stefnir í harba rimmu á milli Englands og Þýskalands í Evrópu- keppni landsliba í knattspymu á morgun, miövikudag, þegar þessi lib mætast í undanúrslitum á Wembley-leikvanginum í Lond- on. Þá verbur leikur Frakka og Tékka vart síbri, enda hafa Tékk- ar komib mörgum á óvart meb getu sinni í keppninni og m.a. slegib út Ítalíu og Portúgal. Urslitin um helgina í átta liða úr- slitunum voru samkvæmt bókinni, ef undanskilinn er leikur Tékka og Portúgala. Þann leik unnu Tékkar með einu marki gegn engu meö glæsimarki Poborskys, sem vippaði boltanum yfir markvörð Portúgala eftir frábært einstaklingsframtak og smá heppni. Úrslitin í öðmm leikj- um urðu þau aö Englendingar bám sigurorð af Spánverjum í víta- spyrnukeppni, 4:2, eftir markalaus- an leik í 120 mínútur, og Frakkar unnu lið Hollands 5:4 í vítaspyrnu- keppni. Þá unnu Þjóðverjar lið Króatíu 2:1 með mörkum Jurgens Klinsmann og Matthiasar Sommer, en Davor Suker skoraði mark Króa- tíu. í enskum fjölmiðlum er mikið pælt og spáð í leikinn á morgun, enda er þetta í fyrsta skipti í mörg herrans ár sem enska landslibið nær þetta langt á stórmóti. Ef að líkum lætur munu enskir njóta góbs af heimavellinum, eins og í undan- fömum leikjum þar sem meirihluti áhorfenda hefur verið á þeirra bandi. Engu að síður skal enginn vanmeta þá þýsku þegar á reynir, þótt helsti markaskorari þeirra, Jurgen Klinsmann, verði trúlega ekki með sökum meiðsla. Þýska vél- in er kunn fyrir seiglu og þann eig- inleika að láta ekki tímabundið mótlæti riðla sínum leik, enda hafa leikir þeirra til þessa borið þess merki að þolinmæði sé dyggð og á þvi hafa þeir komist langt í gegnum tíðina. Þar fyrir utan eru þeir hungr- aðir í titil, eins og raunar þeir ensku sem enn eru í skugganum af lands- liðinu sem varð heimsmeistari árið 1966. Þótt flestir kunni að veðja á Frakka sem sigurvegara í leiknum gegn Tékkum, þá er ekki á vísan ab róa í þeim efnum. Hinsvegar kann það að veikja lið Tékka, að margir í byrjunarliði þeirra verða í leikbanni í leiknum gegn Frökkum. En maður kemur í manns stab og því eins lík- legt að þeir, sem fá tækifæri gegn Frökkum, muni reyna að sanna sig fyrir þjálfara tékkneska liðsins og setja mark sitt á leikinn. Hvernig sem fer á morgun, er næsta víst að úrslitaleikurinn á sunnudaginn verður trúlega meira spennandi en forsetaslagurinn á Fróni, ef marka má skoðanakann- anir. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.