Tíminn - 25.06.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.06.1996, Blaðsíða 10
10 Þribjudagur 25. júní 1996 • • Einar Orn Björnsson Mýnesi Lífsskeið mannanna er mis- munandi og allir eru mótaöir af umhverfi sínu, samferðafólki og störfum í eigin þágu og annarra. Það verður ekki sagt um Einar Björnsson að hann hafi verið steyptur í sama mót og sam- ferðamenn hans. Hann var um margt sérstakur og afar eftir- minnilegur persónuleiki. Hann var sjálfstæður í skoðun og hugsun og lét sér ekkert óvið- komandi. Fáir höfðu jafn lif- andi áhuga á þjóðmálaumræðu og öllu sem var að gerast á vett- vangi stjórnmála. Hann gerði sér ungur grein fyrir því að í gegnum stjórn- málabaráttu var hægt að breyta hlutum qg berjast fyrir betri kjörum. Á sínum yngri árum hreifst hann af kenningum sósí- alismans, en áttaði sig fljótt á því að hugsjónir kommúnism- ans voru dæmdar til að mistak- ast og meginhluta ævi sinnar aðhylltist hann vestræn gildi og vestræna samvinnu. Hann taldi það grundvallaratriði að íslend- ingar skipuðu sér í flokk þeirra þjóða þar sem lýðræðishefðin var sterkust og tækju afstöðu með þeim á alþjóðavettvangi. Hann kom skoðunum sínum á framfæri með því að hafa per- sónulegt samband við fjölda stjórnmálamanna og einnig skrifaði hann oft í blöðin. Það var engin hálfvelgja í kringum Einar. Hann hringdi í mig og ýmsa aðra stjórnmálamenn og sagði skoðanir sínar umbúða- laust og fór ekkert í grafgötur með það ef honum fannst að við værum á rangri leið. Einar hafði ríka réttlætis- kennd. Hann var venjulega tals- maður þeirra sem minna máttu t MINIMING sín, enda hafði hann fengið að reyna margt á langri lífsleið. Hann var baráttumaður fyrir bættum kjörum bænda og var oft í fremstu röð í félagsmála- baráttu þeirra. Hann gerði sér hins vegar góða grein fyrir því að undirstaða allra framfara eru nýjungar og verðmætasköpun. Hann var einn helsti áhuga- og baráttumaður um virkjun raforku á Austurlandi. Honum fannst lítið til koma um þær smávirkjanir, sem reistar hafa verið á Austurlandi, og taldi Fljótsdalsvirkjun vera sjálfsagð- an virkjunarkost. Hann dvaldi fyrr á árum langdvölum sem umsjónarmaður á Grenisöldu, þaðan sem rannsóknir voru stundaðar á virkjunarsvæðinu. Allir, sem þar fóru um, hittu Einar að máli og hann var ódeigur að hvetja menn til dáða. Einar var því hluti af því um- hverfi, sem ég hef kynnst á Mið- Austurlandi á undanfömum áratugum. Hann var mótaður af þessu umhverfi og hann unni því og dáði. Hann hafði kynnst bágum kjörum af eigin raun og horft upp á harða lífsbaráttu á þessu svæði. Hann kvartaði yfir- leitt ekki yfir ástandinu, heldur leitaði lausna og hafði óbilandi trú á framtíðinni. Hann sá að tækifærin voru víða, en fannst oft að það vantaði djörfung til að nýta þau og fannst stjórn- málamennimir sýna oft kraft- leysi í að koma mikilvægum málum í framkvæmd. Ég er þakkiátur Einari fyrir vináttu hans og drengskap í minn garð alla tíð. Hann hefur svo sannarlega lífgað upp á til- veruna og vakið margar nýjar hugsanir með mér og öðrum. Ég mun sakna samtalanna við hann, en oft gat ég ekki gefið mér þann tíma, sem ég gjarnan hefði viljað, til að ræða þjóð- málin við hann. Austurland hefur misst góðan dreng, sem hefur tekið meiri þátt í félags- málum en almennt gerist. Þetta gerði hann alltaf af sönnum hug og kom sér beint að efninu. Draumar hans og hugsjónir rættust í mörgu, en margt er ógert sem hann sá fyrir og við, sem eftir lifum, fáum vonandi að sjá margt af því, sem Einar talaði um, verða að veruleika. Einari var umhugað um fjöl- skyldu sína. Þótt hann væri gæfumaður um flest, þá þurfti hann líka að bera þunga sorg. Það var honum mikið áfall að missa ungan og efnilegan son af slysförum. Þegar á bjátaði var Einar sterkur og reyndi allt sem hann gat til að standa við bakið á þeim, sem þurftu á honum að halda. Söknuður barna hans og barnabama er því mikill og við Sigurjóna færum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í framtíðinni. Halldór Ásgrímsson Einar í Mýnesi, eins og kunnug- ir menn kölluðu hann, er lát- inn. Hann var eftirminnileg persóna, hugsjónamaður sem ekki fór troðnar slóðir í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Einkenni hans var öðru frem- ur ódrepandi þjóðmálaáhugi sem hélst til æviloka. Upphafið má rekja til kreppuáranna, er hann var ungur maður eystra og barðist fyrir því með öðrum ungum bændum að sjá sér og sínum farborða og skapa sér framtíð. í þeim eldi snerist hann til róttækra skoðana, sem breyttust síðar á lífsleiðinni. Þegar ég var ungur maður í Skagafirði og fór að hafa áhuga á pólitík, frétti ég af bónda aust- ur á Héraði sem var þar í sér- framboði og lagði land undir fót og hélt kosningafund í Glaum- bæ í Reykjavík til þess að kynna skoðanir framboðs síns. Þetta vakti athygli á sínum tíma. Skömmu seinna fluttist ég aust- ur og sá þá og heyrði Einar í Mý- nesi, annað hvort á tali við þá í Kaupfélaginu á Egilsstöðum eða á fundum um landsins gagn og nauðsynjar. Hann flutti mál sitt af hita og mælsku. Hugsjónir Einars voru þær að bæta lífskjörin og lífsaðstöðuna til framtíðar. Þær voru áberandi í öllum hans skoðunum, hvort sem hann hneigðist til vinstri eða hægri að öðru leyti. Hann trúði því að stóriðja og stór- virkjanir væru þáttur í þessari framtíðarsýn og talaði fyrir því af þeim tilfinningahita sem var einkenni hans. I samræmi við þennan áhuga réði hann sig sem gæslumann hjá Landsvirkj- un til þess að gæta mannvirkja sem voru notuð við virkjunar- rannsóknir á Fljótsdalsheiði. Þar var hann í návist við ýmsa sem unnu að undirbúningi fram- kvæmda á þessu sviði, sem hann hafði svo mikla trú á. Ég kynritist Einari ekki að marki fyrr én ég var orðinn virk- ur þátttakandi í stjórnmálum á Ausrurlandi og mest eftir að ég var kominn til starfa á Alþingi. Þau kynni voru með samfund- um eða símtölum sem stundum voru löng, því margt var að ræða. Ég viðurkenni að oft þeg- ar hann hringdi, talaði hann til mín af miklum hita um málefni sem honum lágu á hjarta, og lá við að þykknaði í manni stund- um. Hins vegar skildum við aldrei nema sáttir og með vin- skap og ég skildi að framsetn- ingarmáti hans var af hugsjón- um fyrir að skapa betra mannlíf og umhyggju fyrir þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Hann var alltaf trúr uppruna sínum að þessu leyti. Þessi kveðjuorð til Einars í Mýnesi eru skrifuð til þess að þakka fyrir góð kynni og vin- áttu. Hann var eftirminnilegur maður sem hollt var að kynn- ast, félagslyndur hugsjónamað- ur. Umhugsun og áhugi fyrir stjórnmálum alla ævi gerði hann að hafsjó af fróðleik um þau efni, en annars var hann þeirrar gerðar að tala fremur um framtíðina og atburði líðandi stundar en fortíðina. Nú er hann horfinn yfir landamæri lífs og dauða og komið að kveðjustund. Ástvin- um hans vottum við Margrét innilega samúð. Jón Kristjánsson Guðlaugur Torfason Fæddur 12. apríl 1930 Dáinn 13. júní 1996 Dánarfregn Guðlaugs í Hvammi kom mér á óvart. Reyndar var mér kunnugt um að hann gengi ekki fyllilega heill til skógar, en þóttist vita að hann gengi venju sam- kvæmt til allra verka sinna dag hvern, og tæki fullan þátt í daglegum störfum á búi sínu. Þannig hættir manni til að líta á lífið sem sjálfsagðan hlut, þegar það gengur sinn takt- fasta gang dag frá degi, og vit- undin um dauðans óvissan tíma, en þó óhjákvæmilegan, tekur að blunda. Minningar á ég margar um Guðlaug, enda var hann næsti nágranni okkar á Haukagili og sporin ófá sem við áttum, krakkarnir, fram að Hvammi. Á þeim árum var vor í íslensk- um landbúnaði, og bændur kepptust við að ræsa fram mýrar og brjóta land til rækt- unar, reisa ný og glæst pen- ingshús í stað gamalla og forn- fálegra bygginga, sem hent- uðu ekki hinum nýja stíl. Hvítársíðan var engin undan- tekning frá þessu, og á flestum bæjum gekk tími uppbygging- arinnar í garð: Hamarshöggin glumdu um leið og steypu- mótin hækkuðu, borð fyrir borð, og gamla hrærivélin Búnaðarfélagsins stritaðist án afláts vib að gera skyldu sína. t MINNING Enn er mér í fersku minni þessi merkilega byggingarlykt, ilmur af nýju timbri, sementi og léttblendi, er bar með sér andblæ framfara og bjartsýni. Mitt í þessari iðu sé ég Guð- laug ljóslifandi fyrir mér, þennan þrekna og hávaxna mann, ákveðinn og afdráttar- lausan í átökum við krefjandi bústörfin, en um leiö no- strandi við sérhvern hlut, byggingar, ræktun, tækjakost og skepnur. En Guðlaugur var víðar á heimavelli en í búskapnum. Hann lét meðal annars um sig muna í kennslustörfum við Barnaskólann á Varmalandi. Naut ég kennslu hans megnið af dvöl minni þar. Sannarlega var hann ákveðinn og oft nokkuð strangur í kennslu sinni, jafnvel eilítið hrjúfur á köflum. Agaleysi og iðjuleysi voru honum eitur í beinum, og engum leið hann að kom- ast upp með neina vitleysu. Og hann var nútímalegur í kennsluháttum, notaði mynd- varpa og glæmr, sem þá var hreinasta nýlunda, hafði greinilega tileinkað sér alla bestu möguleika þeirrar kennsluabferöar og vandabi vel til glærugerðarinnar með fínlegri rithönd sinni og fal- legri línu. Mér em minnis- stæðir tímar hans í landafræði og eðlisfræði, þar sem honum tókst auðveldlega að laða fram ímyndunarafl og virkja sköp- unargleði okkar krakkanna. í kennslunni gerði Guðlaugur sanngjarnar kröfur til nem- endanna í fullu samræmi við getu þeirra. Þá sem minna máttu sín tók hann gjarnan undir sinn verndarvæng, og lét þá aldrei kenna á aganum. Ég held að Guðlaugur hafi ekki álitið skólann vera neina i geymslu eða miðstöð afþrey- ingar, heldur miklu fremur stofnun til uppeldis, mótunar og þroska. Þannig kemur hann mér fyrir sjónir í minning- unni. Hann hikaði heldur ekki við að leiðrétta kompásinn hjá ungum sveinum þegar honum þótti þeir gerast full frekir til fjörsins, og þá talaði hann við þá fullkomlega tæpitungu- laust, jafnvel svo undan sveið. En þegar frá leið varð ljóst hver hafði haft á réttu að standa. í þessari sök er ég sjálf- ur honum afar þakklátur fyrir hreinskilni sína við mig sem ungling, þótt hún væri mér þá hreint ekki sársaukalaus, og það tæki mig langan tíma að skilja það heilræði sem máli fylgdi og gera það upp gagn- vart sjálfum mér. Guðlaugur í Hvammi skilur eftir sig stórt skarð, því hann lét til sín taka í hverju við- fangsefni. Minning hans verð- ur líka fyrirferðarmikil í hug- um okkar sem þekktum hann. Að leiðarlokum þakka ég hon- um góðvild hans í minn garð og minna, og fyrir þá hrein- skilni og drenglyndi sem við reyndum hann að alla tíð. Guð blessi minningu hans og gefi ykkur öllum, ástvinum hans, styrk í sorginni. Sigurður Jónsson, Odda Guðlaugur Torfason lést við störf á heimili sínu, Hvammi í Hvítársíðu, 13. júní. Hann var mikill starfsmaður og féll sjaldan verk úr hendi og lifði eftir þessari grein úr Biblíunni: „Oss ber að vinna verk þess er sendi oss meðan dagur er, því nótt kemur og enginn getur unnið." Guðlaugur var kennari að mennt, tók landspróf 1948, kennarapróf 1953 og stundaði einnig nám erlendis. Hann fékkst við kennslu í áratugi, jafnframt því að vera bóndi í Hvammi. Jarðabótamaður var hann frábær og hýsti jörð sína vel og af smekkvísi, sem allir sjá sem aka hjá Hvammi. Fpreldrar Guðlaugs vom hjónin Torfi Magnússon, bóndi í Hvammi, og Jóhanna EgilsdQttir, ætmð úr Biskups- tungum. Guðlaugur vann mikið að ýmsum félagsmálum fyrir ungmennafélagshreyfinguna, sat í skólanefnd Reykholts- skóla og var hreppstjóri Hvít- ársíðuhrepps, svo fátt eitt sé talib. Kona Guðlaugs var Steinunn Anna Guðmundsdóttir frá Efri-Brú í Grímsnesi og áttu þau fimm börn. Guðlaugur var mjög góður kennari og hafbi ánægju af að uppfræða bæði aldna og unga. Aldrei kom ég svo að Hvammi ab ég lærði ekki eitthvað af honum. Fyrir þetta allt vil ég þakka nú að leiðarlokum, einnig samstarf við hann í stjórn Ungmennasambands Borgarfjarðar. Konu hans og börnum votta ég samúð mína. Þorsteinn Sigurðsson Fyrir mistök í prentsmiðju féll niður nafn höfundarins, Þorsteins Sigurðssonar, með þessari grein þegar hún birtist í blaðinu á laugardaginn. Hún er því endurbirt hér um leið og beðist er velvirðingar. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.