Tíminn - 25.06.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.06.1996, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 25. júní 1996 11 Frímerkjasýning og hafs- botninn kringum Færeyjar Þann sjöunda júní sendu Fær- eyjar frá sér tvær nýjar frí- merkjaútgáfur. Önnur þeirra er til að vekja athygli á hafsbotn- inum í kringum Færeyjar og víðáttu landgrunnsins kringum eyjarnar. Hin útgáfan er til að minnast frímerkjasýningarinn- ar „NORDATLANTEX 96", en það er gert með því að gefa út blokk með þrem barnateikning- um, með myndum af börnum að leik. Þar sem Færeyjar, Hjaltland og Rockall liggja er gliðnun tveggja jarðfleka, annar þeirra er frá Ameríkuhlutanum og hinn er evróasískur. Síðan gliðnuðu Grænland og Labra- dor út frá flekanum og urðu að- skilin lönd. Það mun hafa verið fyrir um 60 milljónum ára að Grænlands- og Færeyja-Rockall- svæðin tóku að gliðna hvort frá öðru. Þá rifnaði Mið-Atlants- hafshryggurinn. Öllu þessu fylgdi geysimikil eldvirkni. Um það bil 70% af yfirborði jarðar er landskorpa, sem liggur neðansjávar. Slík landsvæði myndast í miklum gosum og djúpt í hafi, svo oft er erfitt að rannsaka þau. Þannig er það sér- kenni Færeyja, að þar er hægt að virða fyrir sér hvernig skorp- an hefir gliðnað og það á þurru landi. FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON Landgrunn Færeyja að 200 metra dýpi er um það bil 25.000 ferkílómetrar. Sé síðan haldið út á 500 metra dýpi, er það 45.000 ferkílómetrar. Yst á landgrunn- inu til austurs liggja svo veiði- svæðin Nólseyjarbanki, San- deyjarbanki og Suðureyjar- banki, á 138-160 metra dýpi. Suðaustur af ströndinni fellur svo botninn í 200 metra dýpi um 50 kílómetra frá ströndinni. Þá tekur við bratti niður á 400 metra og síðan tekur botninn að stíga upp í 200 metra, um það bil 120 kílómetra frá ströndinni. Þá er einnig merkileg vatns- blöndun, sem á sér stað, og straumar yfir Atlantshafshrygg- inn. Heitir straumar sunnan úr flóum við Ameríkustrendur, koma gegnum skörð og upp að íslandsströndum og kringum þær, en af þeim er Golfstraum- urinn þekktastur. Að þessu sinni gefa Færeyjar út tvö frímerki með landakorti eyjanna. Þetta eru fyrstu frí- merkin í stærri samstæðu, sem koma á út á næstu 3-4 árum og mun þá hafa sýnt allar þær 18 ,NORDATLANTEX 96"-blokkin me&barnateikningunum. Landgrunns- frímerkin. eyjar sem tilheyra Færeyjum. Það er seðlaprentsmiðja Nor- ges Bank sem hefir bæði hannað frímerkin og prentað þau í stál- stungu. Myndefnið er svo kort af Færeyjum og umlykjandi haf- svæði ásamt hluta af áttavitarós. Verðgildið er 10 og 16 krónur. „NORDATLANTEX 96" Af tilefni „NORDATLANTEX 96" stofnaði Póstverk Föroyja til samkeppni meðal skólabarna á sl. vetri. Teikna skyldi tillögur að frímerki með þemanu „Leik- ur og umferðaröryggi". Þátttak- Breyttir búnabarhættir á Kúbu „Uppskera af sykri varð 1990 meiri en nokkru sinni, 8,1 milljón tonn, en 1995 var hún 3,3 milljónir tonna, hin minnsta í 50 ár. Eftir Armag- eddon (þ.e. hrun Ráðstjórnar- ríkjanna) var ekki kostur á áburði og vélum, sem á er þörf við ræktun sykurs. Gömlu sov- ésku skurðvélarnar skrölta á ökrum, en í fyrra nam nýting hinna 156 sykurmyllna lands- ins aðeins um 60% og í ryð- föllnum skúrum þeirra standa bandarískar mölunarvélar frá árunum fyrir byltinguna. Auk þess hefur stórlega dregið úr vinnuhug verkamanna." Svo sagði í Economist 6. apríl 1996 og enn: „Árið 1992 heyrðu 75% rækt- anlegs lands á Kúbu undir granjas estatetes, stór ríkisbú sem nuru mikilla ríkisstyrkja. En 1995 heyrðu aðeins 27% af ræktanlegu landi undir þau. Að EFNAHAGSMAL öðru leyti var það nytjað af ým- iss konar minni samtökum: Samvinnufélögum um fram- leiðslu búvara; campesinos (litl- um jörðum í einkaeigu) og samvinnubúum með nýju sniði, „grunneiningum sam- vinnuframleiðslu". Þessi bú, upp tekin 1993, nýta nú 90% sykurakra og 42% annars rækt- anlegs lands." „Þessi nýju samvinnufélög, hópar bænda, leigja land sitt og kaupa tól sín (á vildarkjörum) af ríkinu. Allar fyrirætlanir sín- ar og kaup sín þurftu þau að ræða við ríkið. Og tilsettan kvóta framleiðslu sinnar þurfa þau að selja ríkinu, en allt það, sem þau framleiða umfram kvótann, geta þau selt á mörk- uðum. Þau eru hvött til að rækta grænmeti og að ala svín til eigin neyslu. Eru þau talin mynda fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Þegar bændum finnst þeir vera eigendur búa, er minna undan stungið og sett á svarta markaði." „í sumum greinum hefur ávinningur af þessum breyting- um vakið undrun. Samkvæmt opinberum tölum jókst fram- leiðsla kjöts um 29%, tóbaks um 52% og kartaflna um 35% 1995. ... Til umbóta í landbún- aði er þannig farið að segja. Á því er þó ein undantekning, þar sem er helsta uppskeran, sykur. ... Engu að síður er horft tií syk- uruppskerunnar 1995 sem þess, sem efnahagslegur bati Kúbu er undir kominn. Ef uppskeran nemur 4,5 milljónum tonna, kann verg þjóðarframleiðsla, að mati embættismanna, að vaxa um 5%." Sumarpopp af bestu gerö Þriðja plata Vina vors & blóma — einnar mestu gleðisveitar síðustu ára — er komin út og nefnist hún Plútó. Skífan gefur út. Boðskapur Vinanna er enn sem fyrr á léttu nótunum, melódískt og skemmtilegt sumarpopp af bestu gerð. Meðlimir Vinanna eru þeir Birgir Nielsen (trommur), Gunnar Þór Eggertsson (gítar), Njáll Þórðarson (hljómborð), Siggeir Pétursson (bassi) og Þorsteinn G. Ólafsson (söng- ur), A Plútó eru 10 lög og tvö þeirra hljómuðu vel á öldum ljósvakans í vor og gerðu það gott á íslenska listanum: Ó Ijúfa líf og Satúrnus þar sem GEISLADISKAR Kidda bigfoot bregður fyrir í rappkafla. Vv&b eru uppbókaðir um allt land í sumar og hafa m.a. tekið höndum saman við Jafn- ingjafræðslu framhaldsskól- anna. Meira um það síðar. Stone Free — Úr leikriti Út er komin tólf laga plata, sem hefur að geyma hluta af því tón- listarefni sem verður flutt í leik- ritinu Stone Free eftir Jim Cartwright. Leikritið verður heimsfrumsýnt að Cartwright viðstöddum þann 12. júlí næst- komandi. Lögin á plötunni eru öll frá sjöunda áratugnum, en söngv- ararnir eru: Emilíana Torrini, Ingvar Sigurðsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Guðmundur „Hendrix" Pétursson, Jón „McCartney" Ólafsson og Egg- ert Þorleifsson. ¦ an var svo góð að um 3000 til- lögur bárust. Þá var ákveðið að nota ekki aðeins teikningamar sem myndir á frímerkin. Þær voru einnig notaðar sem bak- grunnur fyrir blokkina, sem fyrstadagsstimpill og loks sem prent á bol í auglýsingaskyni. Þeir sem sigruðu í samkeppn- inni voru svo þau Herborg frá Vestmanna, sem teiknaði mynd af bíl við gangbraut. Þar getur einnig að líta stúlku á hjóli og vitanlega með hjálm og svo með dúkkuna sína á bögglaber- anum. Búgvi frá Fuglafirði teiknaði svo ákaflega einfalda og góða mynd af dreng sem skoppar gjörð. Með litla prikinu sínu fær hann gjörðina til að skoppa og stjórnar ferð hennar. í baksýn skín svo sólin björt og geislandi á bláum himni. Guðríður á Pokeri á Suðurey hefir svo teiknað stúlkuna, sem stendur við umferðarmerki og umferðarljós. Ef til vill var hún að ýta á hnappinn til þess að fá grænt ljós. Bakgrunnur blokkarinnar er svo teiknaður af John frá Skúg- voy. Á myndinni eru vörubíll og strætisvagn, auk þess eru þar einnig tveir menn í báti og fullt af mávum. Rúna frá Vestmanna hefir svo teiknað fyrsta dags stimpilinn, þrjár stúlkur sem leika sér með dúkkur í grasinu. Þá hefir Linda María frá Þórshöfn teiknað myndina á T-bolinn, glaðlega, græna stúlku á hjóli. Sólin og græni liturinn er í miklu uppáhaldi hjá færeyskum börnum. Þau gleyma þá alveg hafþokunni og súldinni. Nafnverð blokkarinnar er 13,50 krónur og er hún seld án yfirverðs. Bárður Jákupsson hef- ir hannað blokkina og House of Questa prentað hana í offset. I dag koma út'ný frímerki tileinkuð Ólympíuleikunum Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig er hægt að panta þau frá Frímerkjasölunni. Að auki verður gefin út glæsileg gjafamappa með Ólympíu- frímerkjunum. Þar er að finna fróðleiksmola um ^^11?';^ íslendinga á Ólympíuleikunum frá upphafi til dagsins í dag. F R I M E RKJASALAN PÓSTUR OG SÍMI Pósthólf 8445, 128Reykjavík Heimasíða Frímerkjasölunnar er: http://www.simi.is/postphil/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.