Tíminn - 26.06.1996, Page 4

Tíminn - 26.06.1996, Page 4
4 Mi&vikudagur 26. júní 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Cu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1700 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Athyglisverðar tillögur um stefnu í kvikmyndagerð Kvikmyndagerð er atvinnugrein sem hefur verið að þrífast hér á landi síðustu áratugina og hafa ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn oft á tíðum náð langt og komist með myndir sínar inn á erlendan markað. Kvikmyndagerð er fjárfrek starfsemi jafn- vel þótt ekki hafi verið ráðist hér í gerð svokallaðra stórmynda. Opinber stuðningur við kvikmyndagerð er í gegnum Kvikmyndasjóð íslands og einnig stendur ríkisvaldið straum af Kvikmyndasafni íslands, en það er hlutverk þess að varðveita sögu kvikmynda- gerðar hér á landi. íslenskum kvikmyndagerðar- mönnum hefur orðið nokkuð ágengt í því að afla sér stuðnings frá erlendum sjóðum til starfsemi sinnar. Hins vegar eru nú blikur á lofti um forræð- ið í þeirri kvikmyndagerð sem er fjármögnuð að mestu með erlendu fjármagni þótt íslendingar haldi um stjórnvölinn. Sagt er að þróunin sé slík nú að myndir gerðar af íslendingum verði í vax- andi mæli með ensku tali í framtíðinni. Bandalag íslenskra listamanna hefur nú tekið til meðferðar vanda íslenskrar kvikmyndagerðar, var- að við þeirri hættu sem er yfirvofandi og sett fram tillögur um stefnu til lengri tíma í þessum málum. Tillögurnar hníga að opinberum stuðningi ríkis og borgar og fjáröflun í formi fasts gjalds af útleigðu myndefni til þess að styðja handritagerð og tón- listarsköpun í kvikmyndum. Þessar tillögur Bandalags íslenskra listamanna eru allrar athygli verðar og það er virðingarvert af samtökunum að láta ekki nægja upphrópanir um ástandið heldur leggja fram tillögur um stefnu- möj-kun. Stjórnvöld ættu að taka þess tillögugerð alvarlega og ræða hvaða leiðir ®ru til úrbóta. Kvikmyndagerð er stóriðnaður í nútíma samfé- lagi og innan þess geira eru áreiðanlega margir möguleikar, meðal annars fjiárhagsiegir. Kvik- myhdin er áhrifamesti miðill sajmtímans og inni- haldið skiptir því máli jafnframt markaðsmögu- leikunum. íslenskir kvikmynda^erðarmenn hafa verið metnaðarfullir en sá methaður hefur ekki beinst að því að framleiða þá stöpluðu framleiðslu af morðum og hryllingi sem því miður er allt of al- gengt að sjá á hvíta tjaldinu. Það er vonandi að við höldum þannig á málum að hægt sé að halda sig utan þess geira. Innlend kvikmyndagerð og dagskrárgerð í sjón- varpi er hluti af þessari mynd og nauðsyn ber til að leita ieiða til þess að efla hana. Forsvarsmenn fjölmiðlanna verða því að koma að umræðunni um framtíðarskipan þessara mála. Hin hræöilega samkeppni Andi samkeppninnar vegur þessa dagana þungt aö hinni grónu stétt lyfsala í landinu. Djúp skörö eru í þann veginn aö höggvast í raðir þessarar virðulegu stéttar þar sem óprúttnir bisnismenn eru aö ná undirtökunum í lyfsölu í landinu. Hin hræöilega samkeppni gæti orðið þess valdandi að lyfsölur sem ekki standa sig í henni yröu aö loka og hið ægilegasta af öllu gæti gerst: aö lyfjaverð lækkaði. Afleiðingarnar af því yrðu vissulega hræðilegar, til að mynda gæti orðið að skipta nýja Pæjerónum út fyrir ódýrari bíl og skútan gæti orðið að fjúka hjá lyfsölunum sem hingað til hafa verið efst í goggunarröðinni. Gamall og góbur si&ur Það er gamall og góöur íslenskur siður að hafa stjórn á samkeppninni. Á íslandi hefur helst ekki verið liðin óheft samkeppni, enda er það stór- hættulegt og ólíðandi að tapa stjórninni á sam- keppninni, þá tapast um leið möguleikinn á að veita vinum og kunningjum einhvers konar hlunnindi í formi embætta eða viðskipta. Þar að auki er það stórvarasamt þar sem í kjölfarið gætu riðið yfir fjöldagjaldþrot fyrirtækja sem ekki ráða við samkeppnina. Það eru nefnilega til óprúttnir bisnissmenn sem eiga það til að stökkva inn á markaðinn og selja fólki ódýrari vöru en þau grónu og virðulegu fyrirtæki sem fyrir eru á mark- aðinum. Svoleiðis framkoma er náttúrulega ger- samlega óviðunandi og alls ekki líðandi í íslensku samfélagi sem byggist á samhjálp og bræðralagi. Þessir óprúttnu bisnissmenn þekkja greinilega ekki hinn gamla góða ungmennafélagsanda þar sem allir standa saman og enginn treður á öðrum. í hreinum og tærum anda jafnræðis og forsjár- hyggju hefur þess verið gætt að sem flestir lyfsalar geti rekið sín lyfjafyrirtæki án þess að þurfa að hafa áhyggjur af utanaðkomandi áhættuþáttum svo sem samkeppni og verölækkun. Svipað hefur verið uppi á teningnum á mörgum öðr- um sviðum atvinnulífsins. Fyrirtækjum sem und- ir þann hatt heyra hefur verið tryggð tiltölulega örugg afkoma án tillits til rekstrargrundvallar og gjarnan hefur verið leitað í djúpa vasa neytenda til að lagfæra stöðuna á buddunni. Hafi það ekki dugað til hafa verið slegin erlend lán til að redda málunum. Öll vandamál hafa verið leyst á ein- faldan hátt. Nú er hins vegar öldin önnur. Nú er lyfsölum kastað á bálköst óheftrar samkeppni og baráttu um viðskiptavininn. Skyndilega er barna- gæslu hins opinbera lokað. Og hver er eiginlega ávinningurinn af þessu öllu saman? Nánast enginn. Það eina sem menn hafa upp úr krafsinu er lægra lyfjaverð til neytenda, lægri út- gjöld úr ríkiskassanum og ódýrari rekstur lyfja- verslana í landinu. Garri verður nú bara að segja fyrir sig að það er nánast ófært að fara svona með blessaða lyfsalana fyrir slíka óværu. Garri GARRI Lífskjaradæmin eins og út úr Stöðnuð, afturhaldssöm og flokkspólitísk um- ræða um kaup og kjör tók á sig nýja og lífvæn- legri mynd, þegar einhverjum datt allt í einu í hug að fara að bera saman launakjör hér og í Danmörku. Þegar upp komst að Danskurinn greiðir og þiggur mun hærri laun en hér þekkist, nema auðvitað meðal kjaraaðalsins, segjast launþegar vilja fá sambærilegt kaup, en atvinnu- rekendur og forsætisráðherra segja það ekki hægt vegna þess að danskur vinnulýður sé svo miklu betri en sá íslenski. Um þetta hefur verið þvargað um sinn og for- ystusauðir launþega eru hættir aö reyna að stjórna vöxt- um og pen- ingamálum og eru farnir að fara fram á 1 í f v æ n 1 e g t kaup til handa umbjóðendum sínum. Svörin frá atvinnurekendum eru einföld: Þið vinnið ekki fyrir hærra kaupi, greyin, og sá fær ekki mat sem ekki nennir að vinna. Skilaboðin eru gamalkunn. I&nabur þar og j sjósókn hér Þórarinn V. ÞórarinssonJ framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsinsj skrifar landsföður- legan leiðara um efnið í blað samtakanna, Af vettvangi. Fyrirsögnin er „Lifskjör eru afleiðing — ekki ákvörðun". Þarna sýnir hann fram á að jverðmætasköpun á hverja vinnustund sé miklu njiinni á íslandi en á öðrum Norðurlöndum. En Danir standa aftur á móti allra þjóða best í afköstum. Grafísk mynd sýnir hve íslenskur vinnukraftur er miklu lélegri en sá danskij skandinavíski og finnski. Þegar betur er að gáð, kemur í ljós að verið er að bera saman vinnsluvirði í iðnaði. Sama er að segja um þær forsendur sem Þórarinn V. gefur sér í skrifum um léleg afköst og litla framleiðni á íslandi. Þær þjóðir, sem er verið að miða við, eru mikl- ar og háþróaðar iðnaðarþjóðir. Að Dönum und- anskildum eiga þær mikinn auð í hráefnum, svo sem járn og timbur. Þeir hjá Vinnuveitendasam- bandinu og í stjórnarráðinu mættu að ósekju glugga í upplýsingar um hve framarlega þessar þjóðir hafa lengi stundað margvíslega iðnaðar- framleiðslu og við hvaða skilyrði. Þegar svo er verið að bera framleiðni íslensks iðnaðar saman við gróna og fjölþætta fram- leiðslu iðnvarnings á öðmm Norðurlöndum, verður útkoman, sem að líkum lætur, eins og út úr kú. Léleg stjórnun ekki í dæminu íslenskur iðnaður hefur átt erfitt uppdráttar og á undangengnum ámm hafa mörg stór iðnfyrir- tæki lagt upp laupana og önnur skrimt í harðri samkeppni við innfluttan iðnvarning og harða samkeppni á erlendum mörkuðum. Iðnfyrirtæk- in hafa aldrei verið þess megnug að greiða sæmi- leg laun og svo er enn. Ekki ber á því að eigend- ur ísals kvarti yfir afköstum starfsmanna sinna, en stór- iðja er kannski ekki iðnaður í aug- um þeirra í Garðastræt- inu. Fisk- vinnsla tæp- ast heldur, því hún tengist sjáv- arútvegi, og matvælaiðnaður- inn er nátengdur landbúnaði. Eftir stendur að nær öll at- vinnustarfsemi á íslandi er lögð aö jöfnu og því haldið hiklaust fram að íslenskt launafólk sé langlélegasta vinnuaflið á Norðurlöndum og gjaldi fyrir það með löngum vinnudegi og léleg- um lífskjörum. Framkvæmdastjórinn segir réttilega í leiðara sínum: „Hátt launastig nágrannalandanna er ávöxtur áratuga uppbyggingar, en ekki einföld ákvörðun sem tekin verður í kjarasamningum." Nú má spyrja: Hverjir hafa bilað í uppbygg- ingu atvinnuvega á íslandi. Varla er hægt að kenna launaþrælunum um það. Hitt er sönnu nær að vond og ómarkviss stjórnun fyrirtækja og stofnana hafa staðið fleir- um fyrir þrifum en léleg afköst vinnuaflsins. Þá er ótalinn allur sá auður sem stjórnendur og eig- endur hafa rifið út úr rekstri með því að greiða sjálfum sér rífleg laun og síst lakari en gerist meðal smáfyrirtækja í nágrannalöndunum. Þegar atvinnuveitendur og aðrir eru að fárast yfir slæmum vinnubrögðum láglaunafólksins, kæmi ekki að sök þótt þeir tækju stjórnendur og hálaunaafæturnar einnig með inní reiknings- kúnstir sínar. Þeir hefðu líka gott af því að kynn- ast þeim kröfum sem gerðar eru til stjórnenda fyrirtækja í útlandinu og hver raunveruleg kjör þeirra eru. Kolbrjálaðar fjárfestingar og skortur á þekk- ingu á framleiðslu og markaði em ekki síður or- sök lélegrar afkomu margra fyrirtækja en hyskni launafólksins. OÓ Vinnsluvirði á vinnustund í iðnaði 500 ,000 ,000 - .500 .000 .500 ■ .000 soo Vinnsluvlrfli á vinnustund 19Ö2 Vlnnsluvirð) á vlnnustund 1993 I fsland Danmörk Noregur Sviþjóð Á vfóavangi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.