Tíminn - 26.06.1996, Qupperneq 7

Tíminn - 26.06.1996, Qupperneq 7
Miövikudagur 26. júní 1996 TIIVIINN KYNNIR FORSETAFRAMBJOÐENDUR 1996 te/ öð sé misskilningur að forseti íslands eigi að vera einangraður embœttismaður á Bessastöð- um, sem fyrst og fremst birtist þjóð sinni við formlegar stjómkerfisathafnir Ólafur Ragnar Crímsson og nokkrir félagar íþingmannasamtökunum er hlutu verölaun Indiru Candhi. Hér er Ólafur aö rœöa viö Rajiv heitinn Candhi, forsœtisráöherra Indlands, en hann féll fyrir moröingjahendi fyrir nokkrum árum. aö ég sem fjármálaráðherra þurfti að glíma við mjög erfið verkefni. Við stóðum í því í rík- isstjórn Steingríms Hermanns- sonar að flytja íslenskt samfélag úr áratuga óðaverðbólgu og óstöðugleika yfir í hina nýju tíma stöðugleika, jafnvægis og lágrar verðbólgu. Og það var ótrúlega hörð glíma. Og hún hafði í för með sér að ég þurfti að taka margar erfiðar ákvarð- anir, sem um hríð nutu ekki stuðnings meðal þjóðarinnar. Nú held ég hins vegar að þegar menn horfa um öxl og eru farn- ir að venjast samfélagi stöðug- leika og efnahagslegs sjálfstæð- is, að þá vilji ekki nokkur mað- ur hverfa til fyrri tíbar," sagði Ólafur. Vísindastörf oq störf á erlendum vettvangi Ólafur Ragnar hefur ekki ein- ungis sinnt stjórnmálastörfum. Allt frá því að hann starfaði hjá Tímanum forðum, hefur hann jafnframt sinnt sínum vísindum. Hann sat daginn langan, þegar tími gafst til frá fréttamennskunni, á Lands- bókasafninu og hefur um tveggja áratuga skeib sinnt iðk- un fræðanna. Ólafur segir að hann hafi orðið var við það í viðræðum við fjölmarga, bæbi áður en hann tók ákvörðun sína og eins á eftir, að menn horfi annars vegar á starf hans við Háskóla íslands, rannsóknir og fræðastörf í tuttugu ár, sem fyrst og fremst fjölluðu um ís- lenska stjórnkerfið, og svo hins vegar starf sitt á erlendum vett- vangi á jafnlöngum tíma. Forsetinn og lífskjör alþý&u Margt hefur verið ritað og rætt um forsetaembættið og sumir talið það völdum sneytt embætti og til lítils gagns. Ólaf- ur er ekki sammála. „Menn gera sér grein fyrir því að okkar litla þjóð þarf mjög á því að halda í harðri samkeppni við nær 260 önnur þjóðríki í veröldinni að efla tengsl sín og abgang víba um veröld. Slíkt getur nýst þjóðinni sem eins- konar orkugjafi á nýrri öld. Staðreyndin er auðvitaö sú að við verðum að heyja harða sam- keppni við mikinn fjölda ann- arra ríkja um þau efnahagslegu gæði sem við fáum í okkar hlut. Það er því meira um vert að for- setinn og aðrir ráðamenn sinni því verkefni," sagði Ólafur Ragnar. „Mér hefur fundist það und- arlegt að heyra það í aðdrag- anda þessara kosninga að það sé ekki við hæfi að forseti íslands sinni þeirri verkskyldu á alþjóð- legum vettvangi að reyna að treysta lífskjörin í landinu með því að auka þjóðartekjur og efla atvinnulífið í landinu. Við sjá- um að nágrannaþjóðir okkar og stærstu þjóðir veraldar leggja í auknum mæli þá verkskyldu á herðar forseta sinna að tryggja atvinnulíf og efnahag lands- manna með traustum aðgangi þjóðanna ab mörkuðum um all- an heim. Ef við ættum að taka upp þann sið að forseti okkar ætti ekki að taka þátt í lífskjar- abaráttu þjóðarinnar meb þess- um hætti, værum við að afsala okkur möguleikum," sagði Ólaf- ur Ragnar Grímsson. Ólafur sagði að kosningabar- áttan hefði verið heiðarleg, drengilegri en til dæmis 1952, að ekki sé talað um 1968. Hann og Guðrún Katrín hefðu sett sér það markmið í upphafi að leggja ríka áherslu á það við stuðningsmenn sína að fram- gangur þeirra yrði heiðarlegur. Það hafi yfirleitt tekist. „Auðvitað hafa ákveðnir ein- staklingar, sem styðja aðra frambjóðendur, komið á vett- vang með skrif sem ekki hafa verið vib hæfi að mati þjóðar- innar, án þess að skaða mig hið minnsta. Þetta hefur verið minna en við fyrri forsetakjör. Satt að segja er þetta svo lítill hópur manna að þeir rúmast nánast í einni bifreið sama vinahópsins. En þeir hafa hins vegar látið mikið fyrir sér fara," sagði Ólafur Ragnar. „Það má frekar líkja þessari baráttu við huggulegt teboð. Auðvitað hefur einn og einn mabur viljað hleypa þessu te- boði upp. Það hefur ekki tekist, vegna þess að þjóðin sjálf for- dæmir þennan málflutning og slíkar tilraunir. Ofstækisfullar tilraunir í þessa átt hafa engan tilgang. Þjóbin er í hátíðarskapi. Þjóbin er ekki bara ab velja sér forseta, þjóðin er einnig að fagna því að hún er sjálfstætt lýðveldi. Þeir, sem hafa með- höndlað þessa kosningabaráttu eins og hún sé vítaspyrnu- keppni í Evrópukeppni í fót- bolta og hliöstæð spörk og á vellinum séu við hæfi, hafa bara ekki áttab sig á hugarfari þjóðarinnar í aðdraganda kosn- inganna," sagði Ólafur Ragnar. Málskot til þjóðar- innar Málskotsféttur forseta íslands er réttur sem ekki hefur verið nýttur í 52 ára sögu lýðveldis- ins, en hefur verið mjög í um- ræðunni milli forsetaframbjóð- enda. Einkum hafa hæstaréttar- dómarinn Pétur Hafstein og stjórnmálafræðiprófessorinn Ólafur Ragnar deilt um notkun hans. „í samræður okkar Péturs Hafstein um málskotsrétt for- seta og þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi abild að Evrópusam- bandinu hef ég haldið því fram að það beri að viðhafa þjóbarat- kvæðagreiðslu í því máli. Ég fagna því að stjórnmálaflokkar hafa lýst þeirri skoðun sinni. En ég hef tekið það fram að ef gengið yrði á bak þeirra orða, þá eigi forseti eindregið að beita málskotsréttinum þannig að þjóðin geti á sjálfstæðan hátt greitt atkvæði um það mál líkt og frændþjóðir okkar á Norður- löndum. Pétur Kr. Hafstein hef- ur hins vegar lýst þeirri skobun sinni ítrekað að ef Alþingi gerir breytingar á stjórnarskrá um leið og það samþykkir frumvarp um aðild að Evrópusamband- inu, þá telji hann að alþingis- kosningarnar, sem fylgdu í kjöl- farið, væru ígildi þjóðarat- kvæðagreiðslu. Hér er auðvitað um að ræða grundvallarmun á sýn til bæbi hlutdeildar þjóðar- innar í slíkri ákvörðun og eins til hlutverks forseta. Einnig hafa komið fram í þessari um- ræðu mismunandi áherslur varðandi hlut forseta til ab tryggja hagsmuni okkar á al- þjóðlegum vettvangi til að greiða götu atvinnulífsins. Sum- ir frambjóðendur hafa jafnvel hæðst að þessum málflutningi. Að mínum dómi er þetta gam- aldags hugsun," sagði Ólafur. „Núna lifum við á tímum mikilla breytinga, staða þjóðar- innar í heiminum er óvissari en áður, samskipti okkar vib aðra eru með nýjum hætti, hug- myndir um fullveldi eru að breytast, tengsl við aðrar þjóðir eða ríkjasambönd eru í deigl- unni. Á dagskrá kunna að koma ýmis málefni sem snerta grund- vallarafstöðu til siðferðis og gil- diskerfa, snerta hugmyndir manna um stöðu einstaklinga og samfélags. Allt þetta kann að stuðla að því ab þjóðinni finnist meira til um þann rétt sinn að geta sjálf metið hvab gera skuli í þessum efnum, í staö þess að láta rába þær víglínur, sem ráða á Alþingi eða í sveitarstjórnum, alfarið um það að skipa þessum málum," sagbi Ólafur Ragnar Grímsson. Hefbi skotiö EES til þjóbarinnar Ólafur sagðist tvímælalaust ekki mundu hafa notað mál- skotsrétt sem forseti gagnvart stéttarfélagsfrumvarpinu sem Alþingi afgreiddi nú í vor. Þab hefði ekki verið við hæfi. Gagn- vart Evrópska efnahagssvæðinu hefði gilt annað. Persónulega hefði hann talið að þjóðarat- kvæðagreiðsla hefði átt að fara fram um það mál. „Hins vegar ætla ég ekki að fara að fella dóm yfir ákvörðun Vigdísar Finnbogadóttur í því máli. Það var greinilega erfib ákvörðun hjá henni. Hún var beitt töluverðum þrýstingi. í þeirri umræbu var að mínum dómi farið meö fleipur, þegar fullyrt var að ákvörðun forseta um málskot til þjóbarinnar gæti ögrað sitjandi ríkisstjórn. Sú röksemdafærsla, bæði þá og eins núna undanfama mánuði, er hvorki fræðilega né efnislega rétt. Það er auðvitað ekki eðli- legt að menn séu að reyna að hræða bæði forseta og þjóöina frá að afdráttarlausu ákvæði í stjórnarskránni sé beitt. Það er þjóðin sem hefur fullveldisrétt- inn í hendi sér. Það getur ekki verið ögmn við einn eða neinn að handhafi þess, þjóðin sjálf, fái að hafa síðasta orðið. Þeir sem þannig tala em búnir aö fá þá flugu í höfuð að þeir séu þjóðinni æðri," sagði Ólafur Ragnar. Margvíslegur far- angur annar en pólitíkin Ólafur segir það ekki verða neitt „kúltúrsjokk" fyrir sig, verbi hann kjörinn forseti ís- lands á laugardag. Hann segir að auk þátttöku sinnar í stjórn- málum hafi hann meðal annars lengi haft áhuga á fjölmörgum málefnum öðrum, meðal ann- ars listum og menningu, sögu lands og þjóðar, sem hann skrifaði reyndar doktorsritgerö sína um, og margt annað. „Það er margvíslegur farangur sem ég flyt með mér, fari svo að þjóðin feli mér þessa ábyrgð. Ég tel að starf forseta í nútíma þjóðfélagi sé mjög margslungið. Eg tel að það sé misskilningur að forseti íslands eigi að vera einangraöur embættismaður á Bessastöðum, sem fyrst og fremst birtist þjóð sinni við formlegar stjórnkerfisathafnir. Þvert á móti tel ég að forsetinn eigi að vera virkur þátttakandi í þjóðlífinu, taka þátt í fjölmörgu því sem þjóðin er að glíma við hverju sinni," sagði Ólafur Ragnar Grímsson að lokum. -JBP Ólafur Ragnar og Cuörún Katrín, kona hans, í heimsókn í álverinu í Straumsvík í liöinni viku.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.