Tíminn - 26.06.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.06.1996, Blaðsíða 8
Mi&vikudagur 26. júní 1996 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM Verknámshús í Neskaupstab Menntamálaráðuneytið, fjármálaráöuneytiö og Bæjar- sjóður Neskaupstaðar, f.h. sveitarfélaganna sem standa að Verkmenntaskóla Austur- lands, gerðu í vetur með sér samning um stofnkostnað verknámshúss. Hlutur ríkisins er 60%, en sveitarfélaganna 40%. Heimasveitarfélagið ber rúmlega 63%, en hin sveitar- félögin afganginn. Hljóðar kostnaðaráætlun upp á tæpar 74 milljónir. •Verknámshúsið er í gamla íþróttahúsinu og Björn Krist- leifsson arkitekt sá um hönn- un ásamt Verkfræðistofu Aust- urlands. Framkvæmdir eru komnar nokkuð á veg og var milligólf steypt í síðustu viku. Ætlunin er að taka neðri hæð hússins í notkun í haust og efri hæðina um áramót. Búið er að kaupa meirihluta tækja fyrir málm- iðnaðardeild, sem reyndar var staðsett í húsinu frá síðustu áramótum. Verið er að leita tilboða í tæki fyrir tréiðnaðar- deild. Þetta hús verðuf mikil bót fyrir Verkmenntaskólann og talsverð breyting frá „bíl- skúrnum" góða, þó eflaust muni einhverjir sakna hans. í stað þess að geta einungis boöið upp á grunnnám, verö- ur nú hægt að bjóða upp á framhaldsnám í verkmennt- um. Borgfitéingm BORGARNESI Áhugi á stofnun Fullorbinsfræbslu- mibstöbvar Mikill áhugi er á að setja á stofn Fullorðinsfræðslumið- stöð Vesturlands. Hugmyndir þar að lútandi voru m.a. ræddar á ráðstefnu um sí- menntun á Vesturlandi, sem haldin var á Bifröst fyrir skömmu. Ráðstefnan var haldin á vegum Samvinnuhá- skólans á Bifröst og Endur- menntunarstofnunar Háskóla íslands í samvinnu við Bændaskólann á Hvanneyri, Farskóla Vesturlands, Fræðslu- skrifstofu Vesturlands og Kennaraháskóla íslands. Eftir framsöguerindi skiptu gestir sér í hópa sem fjölluðu um ferðamennsku, iðnað, landbúnað og úrvinnslu, sjáv- arútveg, uppeldi og umönnun og viðskipti og þjónustu. AU- flestir hóparnir komu fram með þá hugmynd að hlutverk fullorðinsfræðslumiðstöðvar ætti að vera að sameina þá krafta sem fyrir eru í hérað- inu. Hún gæti t.d. séð um að útvega verktaka til að halda námskeið, hvort sem væri inni í skólunum eða í fyrir- tækjum, allt eftir þörfum þeirra sem óskuðu eftir þessari þjónustu. Þetta ættu að vera regnhlífarsamtök um samstarf skólanna, atvinnurekenda og launþega, eins og.Ágúst Ing- þórsson frá Rannsóknarþjón- Cunnar Valberg og Unnar Már gefa svínunum ab boröa, þeim Táslu og Ríkharbi. ustu Háskólans sagði. Hann hvatti fólk til að halda áfram umræðum um slíka miðstöð og sagði að allt væri til staðar í héraðinu til að taka myndar- legar á símenntun en hingað til. 1262 SELFOSSI Stokkseyri: Tvö svín í garbinum Þegar talað er um að fólk sé með gæludýr er oftast átt við hund eða kött, en það er ekki svo með þá félaga, Gunnar Valberg Pétursson og Unnar Má Hjaltason á Stokkseyri, því gæludýrin þeirra eru svín. Þeir félagar fóru á bíómyndina Ba- be nýverið þar sem þeir heill- uðust af svínum og ákváðu eftir miklar samningaviðræð- ur við foreldra sína að láta drauminn rætast. Þeir fengu því til sín gyltuna Táslu og göltinn Ríkharð. Þeir félagarnir gefa svínun- um ýmiss konar mat ásamt sérstöku svínafóðri. Þeir ætl- uðu sér í upphafi að fara út að labba með svínin á hverjum degi í bandi, en gáfust upp eftir fyrsta daginn, þeir réðu ekkert við þau. Nú eru þau því í kofa úti í garði og fá að viðra sig innan girðingar. Hug- myndin er að vera með svínin í sumar á Stokkseyri, en eftir það verður þeim komið fyrir annars staðar eða þeim slátrað og borðuð á jólunum. FRETTIR VESTMANNAEYJUM Stefnir í góða a&sókn a& Stýri- mannaskólanum í Eyjum: Styttri siglingatími Siglingatími til inngöngu í Stýrimannaskólana hefur fram til þessa verið 24 mánuðir. Nú hefur menntamálaráðuneytið hins vegar sent frá sér breytingu á reglugerðinni þar sem segir að siglingatími skuli vera 6 mán- uðir, sem er veruleg stytting. Nú stefnir í mun betri aðsókn a& Stýrimannaskólanum í Eyj- um, en nokkur undanfarin ár. Styttri siglingatími gæti orðið til þess að þeim kynni enn að fjölga, að mati skólastjóra. Friðrik Ásmundsson, skóla- stjóri Stýrimannaskólans í Vest- mannaeyjum, sagði a& þessar breytingar hef&u verið á döf- inni nokkuð lengi. 24 mánuð- irnir hefðu þótt nokkuð langur tími og mörgum hefði þórt sem það væri of mikið átak aö hefja skólagöngu á ný eftir tveggja ára fjarveru frá námi og jafnvel lengri tíma. Þarna ætti að koma til móts vi& nemendur, þannig að skólagangan rofnaði ekki jafn mikið. „Hitt er annað mál að við hér í Vestmannaeyjum höfum alltaf verið því andvígir að stytta sigl- ingatímann svona mikið," sagði Friðrik. „Skipstjórnarnámið er í raun þríþætt: Siglingatími sem háseti þar sem viðkomandi lær- ir undirstöðuatriði sjómennsk- unnar, síðan sjálft námið í stýrimannaskóla og loks að því loknu eitt ár sem stýrimaður áður en hann fær skipstjórarétt- indi. Okkur þykir þetta of geyst farið í að breyta, 12 til 18 mán- uðir hefði verið ásættanlegt, en 6 mánuðir eru að okkar mati heldur knappur undirbúnings- tími á sjó. En þessi nýja reglu- gerð gæti orðið til þess að ein- hverjir, sem ekki höfðu fullan siglingatíma samkvæmt gömlu reglugerðinni, geta nú komist inn í skólana. Og að sjálfsögðu bjóðum við þá velkomna til okkar," sagði Friðrik. Ellefu hafa sótt um á 1. stigi og sex á 2. stigi til viðbótar vi& þá sem voru við nám á 1. stigi í vetur. KOPAVOGI "TT- - •*• Fyrstu fimm mánubi ársins hefur verib nálœgt 15% aukning á absókn ab Sundlaug Kópavogs. Virbast Kópavogsbúar kunna vel ab meta sundlaugina og þá þjónustu sem þar er bobib uppá, enda laugin meb þeim bestu í landinu, svo ekki sé meira sagt. i i HMi ' T. A\ ij+i frl ' 1 I i^&Ékm '.., * : *.¦&<"&':¦»¦¦¦&¦¦¦ "-'<J^lS^SBBk ¦ : . " : ** R 1 :,,,:;.,.. ^ Vib skólaslit Stýrimannaskólans færbu 50 ára nemendur skólanum oð gjöf lágmynd á basalti meb Sjómannaskólanum og gamla Stýrimannaskólanum vib Stýrimannastíg. Meb þeim á myndinni, annar ífremstu röb f.h., er Cub- jón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans (Reykjavík. Stýrimannaskólanum í Reykjavík slitiö í 105. skipti: 94 luku lógboönum skipst j órnarprófum Stýrimannaskólanum í Reykjavík var slitið þann 24. maí sl. og var þaö í 105. skipti frá stofnun hans áriö 1891. Afmælisárgangar fjölmenntu viö skólaslitin og færðu þeir skólanum ýmsar verömætar gjafir. Á li&nu skólaári luku alls 94 lögbundnum skipstjórnarpróf- um til arvinnuréttinda, 33 með 30 tonna réttindi eða svonefnt pungapróf, 27 luku 1. stigi sem veitir réttindi fyrir 200 tonna bátum, 25 luku 2. stigi með ótakmörkuðum skipstjórnar- réttindum á fiskiskipum og 9 luku 3. stigs farmannaprófi. Þórhallur Óskarsson, Kefla- vík, dúxaði á skipstjórnarprófi 1. stigs með 9,37 í einkunn; Magnús Rafn Magnússon, Hafnarfirði, varð hæstur á skip- stjórnarprófi 2. stigs með ein- kunnina 8,84, og Heiðar Guð- jónsson, Kópavogi, varð hæstur á skipstjórnarprófi 3. stigs, með 8,43 í einkunn. í samræmi við alþjóðakröfur og samninga, sem ísland er að- ili að, hefur skólastarfið sl. tvö ár einkennst af talsverðum um- svifum vegna sérstakra nám- skeiða, sem haldin hafa verið fyrir starfandi skipstjórnar- menn, bæði farmenn og fiski- menn, vegna alþjóðlegra skír- teina sem krafist er til viðbótar við skipstjórnarréttindi. Meðal annars voru haldin 10 nám- skeið í nýja öryggis- og neyðar- fjarskiptakerfinu GMDSS og luku 61 þátttakandi prófum í því á skólaárinu, en alls hafa yf- ir 200 skipstjórnarmenn lokið GMDSS-námi síðan það hófst við skólann fyrir tveimur árum. Þá luku einnig 34 starfandi skipstjórnarmenn sérstöku rat- sjárnámskeiði, ARPA, og 54 luku svonefndum IMDG-nám- skeiðum. En á skólaárinu fékk Stýrimannaskólinn forrit til notkunar við sérstakar upp- flettitöflur, sem eru notaðar í sambandi við flutninga á hættulegum varningi með þurr- flutningaskipum. - grh Skólatími grunnskólabarna í ríkjum ESB og EFTA: íslensk börn ábotninum Níu ára íslenskir grunnskóla- nemendur fá a&eins 554 tima á ári í kennslu, á sama tíma og jafnaldrar þeirra í Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi fá frá 660-712 kennslutíma. í mörgum ö&rum löndum ESB fá níu ára nemendur um og yfir 800 kennslutíma á ári hverju, en flestir eru þeir í Hollandi e&a 1000. Sam- kvæmt því fá íslénsk grunn- skólabörn a&eins 70% af þeirri kennslu, sem almennt tí&kast í löndum ESB, og því er hætta á a& íslenskir náms- menn dragist aftur úr. Þetta kemur m.a. fram í nið- urstööum viðamikillar könnun- ar á skipan skólatíma í löndum Evrópusambandsins og EFTA, sem Jónína Gissurardóttir fé- lagsfræðingur greinir frá í nýút- komnu fréttabréfi VSÍ, Af vett- vangi. í könnuninni var m.a. gerður samanburður milli landa á skólaskyldu grunn- skólabarna, lengd skólaársins, hvernig fríum er háttað og einnig reiknaður út fjöldi kennslustunda nemenda á ári. Jónína segir að útreikningar hafi miðast við virka kennslu eftir að búið er að umreikna kennslustund yfir í klukku- stund og búið að taka út alls kyns hlé. Engu að síður reynd- ist mismunur á árlegum kennslufjölda nemenda nálægt því að vera tvöfaldur. í greininni kemur einnig fram að þessi munur á kennslu- stundum viröist haldast í gegn- um allan grunnskólann og er því ekki aðeins bundinn við níu ára bekkina. Þá virðist fjöldi virkra kennsludaga ekki aðeins vera minni, heldur er viðvera íslenskra barna í skól- um einnig minni en gengur og gerist meðal jafnaldra þeirra í öðrum löndum Evrópu. Aftur á móti eru sumarfrí íslenskra barna ekkert afgerandi lengri en hjá jafnöldrum þeirra í öðr- um Evrópulöndum, aö teknu tilliti til sumar- og vetrarfría. Hinsvegar eykst munurinn þeg- ar almennir frídagar eru taldir me& og 12 starfsdagar kennara. En starfsdagar kennara munu vera alveg séríslenskt fyrirbæri, því þaö virðist hvergi tíðkast í samanburðarlöndunum, sam- kvæmt því sem fram kemur í grein Jónínu í fréttabréfi VSÍ. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.