Tíminn - 26.06.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.06.1996, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 26. júní 1996 Þá er lokib forskobun kynbótahrossa þetta vorib. Sýningartíminn hefur verib óvenju stuttur abþessu sinni og sýningum lokib á innan vib mánubi. Stundum dœmdu þrjú dómaragengi í einu. Norðurland eystra Á Norðurlandi eystra komu alls 103 hross í dóm. Stóöhestar í yngri flokki voru þokkalegir. Af 5 v. folum stóð efstur Kol- skeggur frá Garði í S.-Þing. með 7,72 fyrir byggingu og 8,15 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,93. Kolskeggur er undan Baldri frá Bakka og Jörp frá Garði. Annar var Skuggi frá Staðartungu und- an Þyt frá Enni og Játningu frá Flugumýri. Skuggi fékk 7,75 fyrir byggingu og 7,89 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,82. Bruni frá Grund, undan Hirti frá Tjörn og Brönu frá Akureyri, varð þriðji með 7,77 fyrir byggingu og 7,85 fyrir hæfileika. I þessum flokki komu 8 hestar til dóms, þar af þrír sem aðeins voru byggingar- dæmdir. Af 4ra v. hestunum fékk hæsta einkunn Ljósvaki frá Akureyri, undan Kjarval og Kviku frá Brún, með 7,97 fyrir byggingu og 7,72 fyrir hæfileika; aðalein- kunn 7,84, sem er góð einkunn hjá 4ra v. fola. Ofsi frá Engimýri varð næstur með 7,79 fyrir byggingu og 7,84 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,81. Ofsi er undan Safír frá Viðvík og gæðingshryss- unni Pólstjörnu frá Nesi. Sex hestar komu til dóms í þessum flokki og fengu þrír fullnaðar- dóm. Lítil breidd í 6 v. hryssum Fjörutíu og þrjár hryssur 6 v. og eldri fengu fullnaðardóm. Þar af var aðeins ein sem fékk yfir 8, en það var Ljónslöpp frá Heiði í Mývatnssveit, sem fékk 7,85 fyr- ir byggingu og 8,33 fyrir hæfi- leika skeiðlaus; aðaleinkunn 8,09. Fyrir tölt fékk hún 9,2 og 9,5 fyrir brokk. Ljónslöpp er undan Gassa frá Vorsabæ og Flugu frá Svaðastöðum. Þetta var hæsta hæfileikaeinkunnin í þessum flokki, þó ekkert væri skeiðið. Önnur varð Hreyfing frá Víðinesi, undan Létti frá Svaða- stöðum og Ljósu-Jörp frá Víði- nesi. Hún fékk fyrir byggingu 7,80 og fyrir hæfileika 8,13; að- aleinkunn 7,96. Þriðja hryssan var Komma frá Árgerði, undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og Kötlu frá Árgerði. Komma fékk 7,99 fyrir byggingu og 7,70 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,84. Gassadóttirin Dúkka frá Akur- eyri og Snældu-Blesadóttirin Abbadís frá Hóli fengu báðar 7,84 í aðaleinkunn. Abbadís er undan sömu hryssunni og Gust- ur frá Hóli. Fimm hryssur til við- bótar fengu yfir 7,70 og yfir gömlu ættbókarmörkin fóru 20 hryssur, eða tæp 50% prósent sem er of lítið fyrir þennan ald- ursflokk. Þverárræktunin kom vel út ; í 5 v. hópnum var útkoman betri. Nös frá Þverá í Skíðadal var efst með 7,90 fyrir byggingu og 8,14 fyrir hæfileika; aðalein- kunn 8,02. Nös er undan Safír frá Viðvík og Björk frá Þverá. Hryssa frá Þverá var líka í öðru sæti: Dimma, undan Safír og Hrossin frá Þverá í Skíbadal komu vel út. Hérsitur Baldvin Ari Nös frá Þverá. Lokasýningar Forskobun fyrir vestan, norban og austan Perlu frá Þverá. Dimma fékk fyrir byggingu 7,81 og fyrir hæfileika 7,97; aðaleinkunn 7,89. Á Þverá var rekin farsæl ræktun, þó hún sé nú liöin undir lok. Toppa frá Kristnesi varð í þriðja sæti með 7,72 fyrir byggingu og 7,90 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,81. Hún er undan Snældu-Blesa og Tá frá Höskuldsstööum. Tólf hryssur fóru yfir gömlu ættbók- armörkin 7,50, en mörgum þeirra er mjög ábótavant í bygg- ingu. Fullnaðardóm hlutu í þess- um flokki 18 hryssur. Fjögurra vetra flokkurinn var slakur. Efsta hryssan, Píla frá Bringu, undan Hirti frá Tjörn og Eldingu frá Bringu, var með 7,69 í aðaleinkunn. Önnur var Nett frá Bringu, líka undan Hirti, en hún fékk 8,01 fyrir byggingu, sem er ágæt einkunn hjá 4ra v. tryppi. Þessar tvær Hjartardætur standa upp úr, þó Píla sé illa byggð (7,59). Aðrar hryssur í þessum flokki voru allar undir 7,40 og þar er byggingarein- kunnin sláandi léleg. Vesturland Á Vesturlandi var dæmt í Borgarnesi, Stykkishólmi og í Dölum. Langstærsta sýningin var í Borgarnesi. Þó nokkur hross komu í endurdóm, sem dæmd höfðu verið áður í Suður- landsfjórðungi og verið var að reyna að hækka í dómi. Af stóðhestum 6 v. og eldri náði enginn yfir 8. Frami frá Sig- mundarstöðum var efstur með 7,91 fyrir byggingu og 8,01 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,96. Hann er undan Mekki frá Varmalæk og Jörp frá Geldingaá. Hængur frá Húsatóftum, undan Gassa og Fríðu frá Kálfhóli, varð annar, hlaut fyrir byggingu 7,92 og fyrir hæfileika 7,98; aðalein- kunn 7,89. í þriðja sæti var Emmi frá Sperðli, undan Pilti frá Sperðli og-Flugu frá Hlöðum, með 7,63 fyrir byggingu og 8,13 fyrir hæfileika skeiðlaus, þar af 9 fyrir tölt; aðaleinkunn 7,88. ísak frá Eyjólfsstöðum, albróð- ir Topps frá Eyjólfsstöðum, var efstur í 5 v. flokknum með 7,60 fyrir byggingu, en hækkaði sig í hæfileikum og var með 8,31, allt mjög jafnar einkunnir; aðalein- kunn 7,96 og náði þar með inn á fjórðungsmótið. Kjarni frá Oddastöðum, undan Ofeigi frá Hvanneyri, hlaut í aðaleinkunn 7,71. HEJTA- MOT KARI ARNORS- SON Mörg aokomuhross Efsti hestur í 4ra v. flokknum var Glókollur frá Þverá, undan Gulltoppi frá Þverá og Glóð frá Þverá, með 8,00 í byggingu og 7,77 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,89 sem er mjög gott hjá 4ra v. , fola. Þorfinnur frá Kvíarhóli, undan Kveik frá Miðsitju og Kol- finnu frá Kröggólfsstöðum, hlaut í aðaleinkunn 7,75. Svaði frá Árbakka í Landsveit hlaut góða byggingareinkunn, 8,14, en er með lítið fyrir hæfileika ennþá, enda skeiðlaus; aðalein- kunn 7,68. Svaði er undan Bisk- upi frá Hólum og Emblu frá Ár- bakka. Mikil breidd í eldri hryssum Af 6 v. hryssunum var efst Sunna frá Akranesi, undan Blæ frá Höfða og Bylgju frá Sturlu- reykjum. Sunna fékk 7,81 fyrir byggingu og fyrir hæfileika 8,52, sem er prýðileg einkunn; aðal- einkunn 8,16. Fyrir brokk fékk hún 9,3. Önnur var Rósa frá Akranesi, undan Styrk frá Akra- nesi og Rós frá Laugavöllum, með 7,83 fyrir byggingu og 8,37 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 8,10. Þriðja hryssan var Móna frá Sigmundarstöðum, undan Mekki frá Varmalæk og Kviku frá Sigmundarstöðum. Fyrir byggingu hlaut Móna 7,91 og fyrir hæfileika 8,19; aðalein- kunn 8,05. Næst varð Hryðja frá Hvítanesi, undan Orra firá Þúfu og Villirós frá Hvítanesi, með 7,87 fyrir byggingu og 8,21 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir skeið og vilja; aðaleinkunn 8,04. Stemmning frá Gilsfjarðarmúla, undan Gassa og Sendingu frá Reykhólum, fékk í aðaleinkunn 8,02. Hæsta byggingareinkunn hlaut Gáskadóttirin Glaðbeitt frá Flekkudal 8,29 og 7,98 fékk hún í aðaleinkunn. Sömu aðal- einkunn hlaut líka Rimma frá Kópavogi, undan Pilti frá Sperðli, sem hlaut 8,35 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir skeið. Yf- ir 7,90 fengu svo Selja frá Brjáns- læk, Muska frá Svignaskarði og Dögun frá Hrappsstöðum. Fjöru- tíu og níu hryssur fengu fullnað- ardóm í þessum flokki og þar af 20 með 7,70 eða meira og alls 35 yfir gömlu ættbókarmörkin, sem teljast verbur mjög gott. Hæsta byggingareinkunn hlaut Dalla frá Árbakka, 8,28, en hæsta hæfileikaeinkunn Sunna frá Akranesi, 8,52. Glúmsdóttir meb háa byggingarein- kunn í 5 v. flokknum var efst Selja frá Kirkjubæ. Hún er undan Glúmi Rauðhettusyni frá Kirkju- bæ og Sjöfn Þáttardóttur frá Kirkjubæ. Hún fékk fyrir bygg- ingu hvorki meira né minna en 8,35, allt mjög jafnar einkunnir. Fyrir hæfileika fær hún 7,57 og í aðaleinkunn 7,96. Medalía frá Vestri-Leirárgörðum undan Stíg- anda frá Sauðárkróki og Drottn- ingu Gáskadóttur frá Vestri-Leir- árgörðum fékk 7,98 fyrir bygg- ing og fyrir hæfileika 7,88; aðal- einkunn 7,93. Þriðja hryssan, Hátíð frá Hvanneyri, undan Klið frá Miðsitju og Gleði frá Hvítár- bakka, fékk fyrir byggingu 7,66 og fyrir hæfileika 8,09; aðalein- kunn 7,87. Ein hryssa enn í þessum flokki fór yfir 7,80: Blanda frá Múlakoti, undan Lokk frá Svignaskarði og Nös frá Vallanesi, með 7,86 í aðalein- kunn. Alls komu 19 hryssur í fullnaðardóm, þar af fóru 8 yfir 7.70 og 14 yfir 7,50 og verður það að teljast gott. Af 4ra v. hryssunum var efst Þota frá Akurgerði með 7,84 fyr- ir byggingu og hæfileika. Hún er undan Orra frá Þúfu og Blöndu Náttfaradóttur frá Stóra-Hofi. Önnur var Kolrassa frá Svigna- skarði, undan Þengli frá Hólum og Freyju frá Svingaskarði, með 7.97 fyrir byggingu og 7,66 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,81. Þriðja hryssan var líka frá Svignaskarði með 7,68 í aðalein- kunn. Sex hryssur í þessum flokki fengu fullnaðardóm og voru fjórar yfir 7,60. Óhætt er að segja að útkoman í hryssum hjá Borgfirðingum hafi verið góð. Fátt um fína drætti í Stykkishólmi í Stykkishólmi var ekki mikið um fína drætti. Þar var efst Rakel frá Hnjúki, undan Adam frá Meðalfelli og Hrefnu frá Hnjúki, með 8 í aðaleinkunn, en hún hafði áður hlotið 1. einkunn. í 5 v. flokknum var efst Þruma frá Högnastöðum, undan Elg frá Hólum, með 7,65 í aðaleinkunn og sú eina sem var yfir 7,50. Ein hryssa 4ra v. kom í dóm, Drift frá Bjarnarhöfn. Hún er undan Dug frá Mosfellsbæ, með þokka- lega byggingareinkunn, 7,83, og fyrir hæfileika 7,27; aöaleinkunn 7,55. í Dölum var svipað uppi á ten- ingnum, en efsta hryssan þar í flokki 6 v. og eldri, Stjarna frá Hólum, undan Ófeigi frá Hvanneyri, fékk í aðaleinkunn 7,63. í 5 v. flokknum var efst Fiðla frá Geirmundarstöðum, meö 7,76 í aðaleinkunn. Hún er Kjar- valsdóttir. Húnavatnssýslur í Húnavatnssýslu var dæmt á tveimur stöðum: á Króksstaða- melum í vestursýslunni og í Húnaveri í austursýslunni. Ein- kunnir voru á lægri nótunum. Af stóðhestum á Króksstaðamel- um má nefna Kósa frá Efri- Þverá, undan Gusti frá Grund og Heru frá Brekku. Hann er 5 v. og hlaut fyrir byggingu 7,74 og fyr- ir hæfileika 7,93; aðaleinkunn 7,83. Kvistur frá Stóru-Ásgeirsá, undan Hrannari frá Kýrholti, hlaut fyrir byggingu 7,91 og fyr- ir hæfileika 7,19; aðaleinkunn 7,55. Engin hryssa fór yfir 8-markið, en efst var Sprengja frá Álfgeirs- völlum, undan Tvisti frá Krit- hóli, með 7,71 fyrir byggingu og 8,16 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,94. Pæja frá Stóru-Ásgeirsá, undan Eldi frá Stóra-Hofi, var með 7,84 í aðaleinkunn, og Öld frá Lækjamóti, undan Anga frá Laugarvatni, var með 7,82 í að- aleinkunn. Aðrar hryssur í þess- um flokki voru fyrir neðan 7,70. í flokki 5 v. var efst Hrafndís frá Efri-Þverá, undan Gusti frá Grund, með 7,65 í aðaleinkunn, og efst í 4ra v. flokki Sverta frá Höfðabakka, undan Ófeigi frá Hvanneyri, með 7,66. Húnaver í Húnaveri yar stóðhestasýn- ingin döpur. í flokki hryssna 6 v. og eldri var efst Skrugga frá Ei- ríksstöðum, undan Feng frá Bringu, með 7,83 í byggingu og fyrir hæfileika 8,11; aðaleinkunn 7,97 og önnur var Gletta Gáska- dóttir frá Skarði í Landsveit með 7,86 í aðaleinkunn. Assa frá Steinnesi, undan Gassa og Millu frá Steinnesi, varð þriöja með 7,84 í aðaleinkunn. Þrjár hryssur til viðbótar fóru yfir 7,50: Staka frá Steinnesi með 7,66, Tregða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.