Tíminn - 26.06.1996, Qupperneq 11

Tíminn - 26.06.1996, Qupperneq 11
T Mibvikudagur 26. júní 1996 11 Brá frá Ketilsstöbum, falleg og hœfileikarík. Selja frá Kirkjubœ fékk 8,35 fyrir byggingu. Knapi Eggert P. Helgason. frá Syðra-Skörðugili með 7,55 og Skvetta frá Lækjamóti með 7,54. Af 5 v. hryssunum var efst Vaka Hektorsdóttir frá Steinnesi, móðirin Eik frá Steinnesi, með 7,89 fyrir byggingu og 7,77 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,83. Önnur var Hrina frá Hjallalandi, sem líka er undan Hektori frá Akureyri, með 7,74 í aðalein- kunn og sú þribja var Hera frá Hofi Hervarsdóttir með 7,72 í aöaleinkunn. Fimmta hryssan var frá Steinnesi: Brá, undan Anga frá Laugarvatni, með 7.67 í aðaleinkunn, en Steinnesbænd- ur virtust vera meb jafnbestu hrossin í þessari sýningu. Húnvetningar bæði úr vestur- og austursýslu þurfa að taka fast- ar á hvað varðar val á undaneld- ishryssum. Þess hefur verið getið ábur í HESTAMÓTUM að hún- vetnskir stóðhestar, sem dæmdir voru sybra í vor, fóru hátt í dómum, svo það á ekki að vera skortur á þeim. Austurland Á Austurlandi var dæmt á Fornustekkum í Hornafirði og í Stekkhólma á Héraði. Á Fornustekkum fékk ein 6 v. hryssa þokkalega einkunn. Það var Snælda frá Bjarnanesi, und- an Stormi frá Bjarnanesi og Glámu frá Eyjarhólum. Hún er alsystir stóðhestsins Þokka frá Bjarnanesi. Fyrir byggingu og hæfileika fékk Snælda 7,89. Næst var Fjöður frá Svínafelli, undan Þokka frá Bjarnanesi og Kúlu Flosadóttur frá Höfn, með 7,52 í aöaleinkunn. Efsta hryss- an í 5 v. flokki var Rafarta Kjar- valsdóttir frá Hlíðarbergi með 7,44 í aöaleinkunn, og efsta hryssan í 4ra v. flokki, Súld frá Svínafelli, var líka undan Þokka, með 7,40 í aðaleinkunn. Það, sem sérstaklega er dapurlegt við þessa dóma, er hve byggingin er afleit og reyndar eru hæfileik- arnir það Iíka, en þeir geta von- andi batnað. Ketilsstaðamenn með- al fremstu hrossarækt- enda landsins í Stekkhólma var annað uppi. Þar vom dæmdir tveir 5 v. stóð- hestar. Stefnir frá Ketilsstöðum, sem er undan Orra frá Þúfu og Brynju frá Ketilsstöðum, fékk fyrir byggingu 7,94 og fyrir hæfileika 8,07; aðaleinkunn 8,00. Gauti frá Gautavík, sonar- sonur Þáttar frá Kirkjubæ, fékk fyrir byggingu 7,75 og fyrir hæfileika 8,00; aðaleinkunn 7,88. Tveir 4ra vetra folar frá Ketils- stöbum voru byggingardæmdir. Kjartan undan Hjörvari frá Ket- ilsstöðum og Kolfreyju Mána- dóttur frá Ketilsstööum fékk 8,03 og Hljómur undan Otri og Hugmynd fékk 7,96. í flokki hryssna 6 v. og eldri var efst Skuggsjá frá Brimnesi, undan Hrafni frá Holtsmúla og Sif frá Brimnesi, fékk fyrir bygg- ingu 8,09 og fyrir hæfileika 8,14; aðaleinkunn 8,11. Önnur var Ör frá Grund í Borgarfirði eystra, undan Barða frá Sauðárkróki (sem er albróöir Goba frá Sauð- árkróki) og Freistingu frá Hóli. Hún fékk 7,86 fyrir byggingu og 8,06 fyrir hæfileika; abaleinkunn 7,96. Þriðja hryssan var úr rækt- un Hans Fr. Kjerúlf. Hún heitir Þrá frá Reyðarfirði og er undan Bjarti frá Egilsstööum og Lottu frá Ytra-Kálfskinni. Þrá fékk 7,88 fyrir byggingu og 7,87 fyrir hæfileika skeiðlaus; aðaleinkunn 7.87. Þessar þrjár hryssur voru í sérflokki, en tíu hryssur voru sýndar í þessum flokki og tvær til viðbótar við þær, sem þegar er getið, náðu yfir 7,50. Yngri hryssurnar mj'ög góðar Af 5 v. hryssunum var efst Brá frá Ketilsstöðum, undan Orra frá Þúfu og Senu frá Ketilsstöbum, með 8,00 fyrir byggingu og 8,04 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 8,02. Ketilsstaðahryssa var Iíka í öðru sæti: Þerna, undan Stíg frá Kjartansstöðum og Sylgju frá Ketilsstöðum, með 8,16 fyrir byggingu og 7,76 fyrir hæfileika skeiðlaus; aðaleinkunn 7,96. Þá kom hryssa frá Kollaleiru í Reyð- arfirbi, undan Svarti frá Unalæk og Lottu frá Ytra-Kálfskinni, meb 7,81 fyrir byggingu og 7,94 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7.88. Hrönn frá Höskuldsstöb- um í Breiðdal, dóttir Hrannars frá Höskuldsstöðum, fékk 7,98 fyrir byggingu og 7,71 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,84. Sunneva frá Brekku, undan Stíg frá Kjartansstöðum, fékk 7,81 í aðaleinkunn. í þessum flokki voru sýndar 12 hryssur og voru 7 fyrir ofan 7,70 og 11 fyrir ofan 7,50, sem er mjög gott. Efsta 4ra v. hryssan var Fluga frá Kollaleiru, undan Laufa frá Kollaleiru og Stjörnu frá Haf- ursá, meö 7,79 fyrir byggingu og 8,02 fyrir hæfileika; abaleinkunn 7,90. Önnur hryssa undan Laufa, Þota frá Reyðarfirði, var með 7,61 fyrir byggingu og 8,07 fyrir hæfileika; aðaleinkunn 7,84. Utkoma ungu hryssnanna á Héraði er mjög góð og sýnilegt að ræktunin þar er að eflast, en þeir sem sterkastir eru þar, Ket- ilsstaðafeðgar, eru að njóta ár- angurs af markvissu starfi und- angenginna ára, og er svo komið að fáir standa þeim á sporði í ræktuninni. Hans Kjerúlf fetar sig jafnt og þétt áfram. Það kem- ur greinilega fram nú, sem vís- bendingar voru um í fyrra, að Orri frá Þúfu hefur blandast vel hryssunum fyrir austan. ■ Ragnar Císlason, skólastjóri Foldaskóla, og Kristín A. Árnadóttir, abstobar- kona borgarstjóra, tóku vib gjöf Olíufélagsins hf. fyrir hönd Vímuvarnaskól- ans, og Haflibi Hjartarson, formabur Styrktarfélags vangefinna, og jónína Sigurbardóttir tóku vib gjöf Olíufélagsins hf. fyrir hönd Styrktarfélags vangef- inna. í rœbustóli er Kristján Loftsson, stjórnarformabur Olíufélagsins. Olíufélagiö hf.: Gefur 2 millj- ónir til mann- ræktarmála í tilefni af 50 ára afmæli Ol- íufélagsins hf. þann 14. júní síðastliðinn ákvað stjórn fé- lagsins að veita 2 milljónum króna í styrk til mannræktar- mála. Annars vegar er veitt milljón til Vímuvarnaskólans og hins vegar einni milljón til Styrktarfélags vangefinna. Vímuvarnaskólinn er sam- starfsverkefni Reykj avíkurborg- ar, ríkisins og fjölmargra abila sem tengjast forvarnarstarfi gegn vímuefnum. Þar má nefna Barnaverndarstofu, SÁÁ, Fræðslumiðstöð í fíkniefna- vörnum, Rauða krossinn og Forvarnadeild lögreglunnar. Vímuvarnaskólinn er einskonar farskóli, sem fer á milli skóla með fyrirlestra og leiðbeiningar til kennara og annarra starfs- manna skólanna um leiðir til baráttu gegn fíkniefnum. Styrktarfélag vangefinna var stofnað árið 1958 og hefur alla tíð unnið að bættum aðstæðum þroskaheftra. Starfsemi félags- ins hefur borið mikinn og gób- an árangur og er viöurkennt brautryðjendastarf í mannrækt á íslandi. ■ Yfirlýsing vegna forsetakjörs Hin sérkennilega uppákoma, þegar Guðrún Pétursdóttir „dró forsetaframboð sitt til baka" og fljótræði starfsmanna Dóms- málaráðuneytisins við að prenta nýja kjörseðla, án laga- heimilda af nokkru tagi, hefur kallað á þessa yfirlýsingu mína til verndar lýðræðinu í landinu. Sú ákvörðun að taka þátt í kjöri til forsetaembættis ís- lands, er háalvarleg. Þess vegna eru reistar skorbur við frambobi með ýmsum hætti og gerðar eru strangar kröfur til fram- bjóðenda. Af augljósum ástæð- um er svona búið um hnútana, til þess að tryggja lýðræðinu ör- uggan farveg. Hvergi er gert ráð fyrir að frambjóðendur geti með einum eða öðrum hætti dregið framboð sitt til baka, dauðinn einn getur leyst þá undan þeirri lýðræðislegu skyldu að láta kjósa um sig, eft- ir að frá framboði hefur verið gengið. Það sem nú er á ferð er stór- hættulegt lýðræðinu og skal hér tekiö dæmi til skýringar: Gísli, Eiríkur og Helgi hafa tilkynnt um framboð sitt til forsetaembættis. í skoðana- könnunum viku fyrir kjördag kemur fram að Gísli muni fá 43%, Eiríkur 45% og Helgi 12%. Stuðningsmenn Gísla fara á fund Helga og bjóða honum 40 milljónir fyrir ab draga sig til baka og lýsa yfir stuðningi við Gísla, sem hann fúslega gerir. Kosib er aðeins um tvo menn, því nýr kjörseðill hefur verið prentabur. Úrslitin verða að Eiríkur fær 49%, en Gísli fær 51% atkvæða. Þetta dæmi sýnir glögglega að lýðræðið er í veru- legri hættu, ef hægt er að spila með framboð eftir að þau hafa verið lögð fram. Slíkt getur, þegar tímar líða, gert útaf við lýðræðið í landinu. Þab á að vera öllum fullljóst, sem gefa kost á sér til forseta- kjörs, að það er ekki nægilegt að hafa hóp viðhlæjenda í kringum sig. Þeir verða einnig að hljóta stuðning kjósenda og vera tilbúnir ab hlíta bæði góðri og illri niðurstöðu á kjör- dag. Það að gefa kost á sér til forsetaembættisins er ekki eins og að skipta um nærbuxur. Það er siðleysi að leika sér að lýðræðinu með þessum hætti og ósamrýmanlegt Stjórnarskrá íslands. Atkvæðaseðill án nafna allra þeirra, sem á löglegan og stjórnskipulegan hátt höfðu gengið frá framboðum sínum til kjörs nú, er ógildur og brot á Stjórnarskrá íslands. í Stjórnar- skrá íslands eru engin ákvæði um hlaupaframboð. Þessar kosningar eru því meö öllu ógildar, ef kosið verður með brotakjörseðli, og ekki ólíklegt að þær verði kærðar. Reykjavík, 24. júní 1996, Hreggviður Jónsson, fv. alþingismaður

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.