Tíminn - 27.06.1996, Síða 1

Tíminn - 27.06.1996, Síða 1
* * K / \WRE VF/ÍZ/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 80. árgangur Fimmtudagur 27. júní 119. tölublað 1996 Verslunarráb um stjórnun og rekstur kirkjugaröa: Rekstur frá kirkju til bæjarfélaga Verslunarráð Islands hefur farið þess á leit við kirkjumálaráð- herra, Þorstein Pálsson, ab hann beiti sér fyrir breytingum á laga- legri skipan kirkjugarðsmála. Rekstur kirkjugarða verbi alfarið fluttur frá þjóðkirkjunni til sveit- arfélaganna. Sambærilegum tilmælum beindi Verslunarráb til allsherjarnefndar Alþingis í umsögn sinni um fmm- varp til núgildandi laga um kirkju- garða, greftmn og líkbrennslu, nr. 36/1993. Samkvæmt lögunum er reksturinn í höndum sérstakra kirkjugarbastjórna innan þjóbkirkj- unnar á gmndvelli sérskatts, kirkju- garðsgjalda, en sveitarfélögin leggja til hæfileg kirkjugarðastæði, frágengin og girt. Verslunarráö íslands telur eðli- legast að leysa þjóðkirkjuna undan stjórn kirkjugarbsmála, þar sem reynslan hefur sýnt að skatttekjur til þessara mála hafa verið notaðar umfram lagaheimildir til annarrar starfsemi, þar á meðal í þágu sam- keppni við fyrirtæki í útfararþjón- ustu. Máli sínu til frekari stuðnings segir Verslunarráð að málefni kirkjugaröa heyri ekki undir af- markað trúarsamfélag eins og þjóð- kirkjuna, þar sem hlutleysi gagn- vart íbúum og skoðunum þeirra í trúmálum sé ekki tryggt með slíkri skipan. Og Verslunarráð bendir á að í öðmm löndum sé stjórnun kirkjugarða jafnan í höndum sveit- arfélaga, enda málaflokkurinn tal- inn til heilbrigðis-, menningar- og fegmnarmála, en ekki sérstakra trú- félaga. -GOS Borgarráö: 100 milljónir í Miðbæjarskóla Borgarráð samþykkti í vikunni 100 milljóna króna aukafjárveit- ingu vegna viöhalds og breytinga á húsnæði Mibbæjarskólans sem verður aðsetur Fræbslumiðstöbv- ar Reykjavíkur frá 1. ágúst nk. Aukafjárveitingin skiptist þannig að 45 milljónir em vegna Fræðslu- miðstöðvar og 55 milljónir vegna viðhalds, þ.á m. endurnýjun raf- magns, eldvarnarmála og lagfær- ingar með tilliti til aðgengis fatl- aðra. Sjálfstæðismenn ítrekuðu þá skoðun sína í bókun á fundinum að með flutningi Fræöslumiðstöðvar í Miðbæjarskólann væri verið að stofna til kostnaðar sem væri óþarf- ur ef annað hentugra húsnæði yrði fyrir valinu. í svari borgarstjóra er bent á aö ríflega helmingur fjár- magnsins fer í nauðsynlegt og löngu tímabært viðhald á húsinu. Endurbótunum verður lokið fyrir 100 ára afmæli hússins árið 1998. Heföi borgin hins vegar farið út í kaup á húsnæði eða nýbyggingu hefði það eflaust kostað með stand- setningu og búnaði 150-180 millj- ónir króna. -GBK Lambiö er aftur farib ab þokast upp á vib í sölu eftir ab hafa lent í djúpri lœgb. jón Óskarsson í kjötdeildinni í Hagkaupi sýnir okkur Ijúffengar helgarsteikur. Tímamynd Pjetur Lambiö aftur á uppleið Sala á kindakjöti á innan- landsmarkaði hefur aukist um 2,4% síðustu tólf mánuði frá tólf mánuðum þar á undan. Þetta er breyting frá því sem veriö hefur undanfarin 10-12 ár þegar salan hefur dregist saman. Guðmundur Gíslason hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins segir að sala á kindakjöti hafi minnkað úr 40 kílóum á mann í u.þ.b. 26 kíló á undanförnum 10-12 ámm. Hann segist vonast til að sölu- Bitmý herjar á Húnvetninga sem aldrei fyrr: Ekki verandi úti við í hlýju veðri og logni við Blönduvirkjun Ibúar í nágrenni Blönduvirkj- unar hafa mikinn ama af bit- mýi sem hefur herjaö á menn og skepnur í nokkrar vikur á sumri undanfarin þrjú ár. Sveit- ungar hallast helst ab því ab innrás bitmýsins megi rekja til Blönduvirkjunar. Guðrún Guðmundsdóttir, hús- freyja á Guðlaugsstöðum í Svína- vatnshreppi, segir að þetta sé þriðja árið í röð sem bitmý er áberandi í sveitinni en það hafi ekki þekkst þar áður. Guðrún segir að ástandið sé slæmt um þessar mundir. Það ger- ist venjulega tvisvar á sumri í tvær til þrjár vikur í hvort skipti. Húnvetningar em ekki vanir nábýlinu við bitmý og segir Guð- rún að þegar hlýtt sé í vebri og ekki mjög hvasst eigi fólk erfitt með að haldast úti við, nema með flugnanet. Mýið angrar skepnurn- ar líka, hross og kýr reyna að flýja í hús þegar ástandið er sem verst og fyrsta sumariö hreinsaðist dal- urinn hreinlega af fé þar sem þab flúði undan mýinu. Þá sé silungur sem veiðist í vötnunum fullur af flugu á vissum tíma. Gubmundur Hagalín, stöðvar- stjóri í Blönduvirkjun, segist hafa getið sér þess til að ástæða innrás- ar bitmýsins sé sú að með tilkomu lónanna er vatnið mun hlýrra en áður og því klakist mýið þar betur en áður. „Það er þannig upp við virkjun þar sem ég bý að það er vart ver- andi þar ef það er logn. Þab er a.m.k. mjög líflegt þar. Inntaks- lónið hitnar mjög mikið þegar sumarið er hlýtt, þab fer alveg upp í 12-14 gráður. Maður getur því ímyndað sér að fluguklak heppnist mjög vel í giljunum," segir Guðmundur. -GBK aukningin, sem mælist nú, sé til marks um að samdrátturinn sé hættur. Hann bendir þó á að sal- an sé mjög háð ýmsum sveifl- um. Almennt séð sé hún mest á sumrin, þegar landinn keppist vib að grilla og í sláturtíbinni á haustin. Ýmislegt fleira spili þó inn í, t.d. staðan í öðrum grein- um, kaupmáttur og fleira. „Það virðist ýmislegt benda til þess að sá samdráttur, sem veriö hefur í sölu á kindakjöti undan- farin ár, sé hættur. Maður er að vona að vaxandi markaðssetning á kindakjötinu á þann hátt að þab henti markaðnum, t.d. með skyndibitum og öbrum fljótleg- um réttum, sé ab skila sér í auk- inni sölu," segir Guðmundur. Kristín Kalmansdóttir hjá Markaðsráði kindakjöts segir að salan hafi dregist saman í apríl og maí frá mánuðunum þar á undan, sem verði til þess að pró- sentutalan er lægri en annars hefði verið. Hún á þó von á ab salan sé aftur farin að aukast og verði meiri í sumar og haust. -GBK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.