Tíminn - 27.06.1996, Síða 2

Tíminn - 27.06.1996, Síða 2
2 Fimmtudagur 27. júní 1996 Tíminn spyr Tíminn spyr presta á prestastefnu hvort ákvörbun biskups hafi veriö rétt, hvort hún stu&li a& friöi o.s.frv. Séra Kristján Björnsson, sóknarprestur á Hvammstanga: Þýbir ekki a6 reisa þagnarmúr — Biskups- stofa óstarfhæf „Ég er enn þeirrar skoöunar aö þegar svona mál koma upp, ásakanir af því tagi sem biskup var borinn í vetur, aö þá eigi menn ekki annan kost en aö hætta eöa víkja strax til aö hægt sé aö setja máliö í meöferö. Mér finnst þetta þó mjög eölileg ákvöröun hjá honum og skyn- samlegt að nota tækifærið við upphaf prestastefnunnar til að lýsa því yfir hvenær hann ætlar aö láta af störfum." -Telurðu presta almennt sátta? „Já, ég vona aö nú komist á starfsfriður. Það hefur ekki verið hægt að nota biskupsstofu mik- ið á þessu ári vegna biskups- málsins en hvorki ég né aðrir geta spáð un framvindu mála. Þaö þarf ýmislegt að fylgja þessari yfirlýsingu. Ég heföi tal- ið eölilegt aö biskup stofnaði einhvern vinnuhóp sem mótaði viðbrögö kirkjunnar við svona málum næst þegar þau koma upp. Það er reynsla nágranna- kirknanna aö nauösynlegt sé að móta hvaða viðbrögð kirkjan viðhefur þegar leiðtogi í starfi hennar eða vígður maður er borinn svona ásökunum. Það er eina vonin til að hægt sé að komast fyrir þetta mál. Við höf- um ekkert lært ef við ætlum ekki að vinna heimavinnuna núna. Það þýðir ekki að reisa ein- hvern þagnarmúr um svona mál vegna þess að það er verið að valda fólki skaða alls staðar í þjóðfélaginu með kynferðislegri áreitni. Því miður innan kirkj- unnar líka." -Ertu með þessu að staðhœfa að hér hafi kynferðislegt ofbeldi átt sér stað innan kirkjunnar? „Ja, ég get a.m.k. ekki fyllyrt að það hafi ekki átt sér stað."-BÞ Sigfús B. Ingvason, oð- stobarprestur í Keflavík: Nú er nóg komiö „Ákvörðunin kom mér á óvart en ég tel hana mjög skynsam- lega. Hún ætti að fá menn til að vinna að friði og sátt, það er okkar hlutverk. Nú er nóg kom- ið. Mér leiðist þetta ástand sem ríkt hefur að undanförnu og ég vona að nú fari menn að hugsa um framtíðina. Einnig er ég mjög sammála því að nýjum manni sé gefinn grundvöllur til að vinna að 1000 ára afmæli kristnitökunnar." -BÞ Séra Ragnar Fjalar Lárusson, prófastur í Reykjavík: Flóki fari að dæmi biskups? „Mér þykir mjög sárt að ákveð- in atvik hafi orðið til þess aö hann hættir fyrr en aldur hans segir til um. Ég tel samt að miðað viö aðstæður hafi þetta verið rétt ákvörðun. Hann bar þetta undir okkur, nokkra vini sína, og við studdum þetta til þess að friður mætti ríkja inn- an kirkjunnar. Engu að síður taka margir innan prestastétt- arinnar nærri sér að svo skyldi þurfa að fara." -Eykur þessi ákvörðun líkum- ar á friði? „Já, ég tel að það sé enginn vafi á því. Menn vita það nú hve lengi herra Ólafur á eftir að sitja sem biskup og þeir sem vilja að hann víki ættu að geta sætt sig við það. Ég held að þaö sé út af fyrir sig talsverður minnihluti presta, en hann er nógu stór til að skapa óróa í kirkjunni." -Hvað með hugsanlegan eftir- mann — verður sátt um hann? „Ég held ab það sé ómögu- legt að segja neitt um það, ég þori ekki að spá neinu um það. Það verður erfitt fyrir hann að taka við eftir þessar deilur og óróleika sem ríkt hefur innan kirkjunnar." -Mun afsögn biskups hafa áhrifá þróun mála í Langholts- deilunni? „Ekki sé ég það nú beinlínis. Herra Ólafur víkur vegna erf- iðleika og deilna, sem meðal annars spretta upp innan prestastéttarinnar. Væri þá óeðlilegt að sóknarpresturinn í Langholtskirkju færi ab dæmi hans vegna óróleika og deilna í hans söfnuði? Ég er ekki að kenna honum einum um þær deilur en engu að síð- ur hlýtur það að vera mjög erf- itt og næstum ógjörningur að starfa með söfnuði þar sem svo stór hluti er andvígur prestinum eins og fram kom á þessum fræga safnaðarfundi nýlega." Ertu að segja að framkoma tiltekinna presta hafi átt þátt í ákvörðun biskups nú? „Já það er ekki vafi á því. Nokkrir prestar hafa skrifað gegn biskupi opinberlega um að að hann ætti að segja af sér og auðvitað hefur það áhrif." -BÞ Sagt var... Tilvistargarg „Því langar mig til ab lyfta höndun- um í átt til sólarinnar og garga: „jib- bí, ég er loksins til!" Páll Óskar fær loks tækifæri til a& reka upp sjálft tilvistargargib í dag þegar sta&fest sambú& samkynhneig&ra verö- ur lögleidd. DV í gær. Bónbei&ni í beinni „Ég er eitt af hinum dásamlegu til- brigbum viö stef móbur náttúru ... Ég ætla því a& fara og fabma Alþing- ishúsib og þakka því fyrir. Hey! Ein spurning ab lokum: Vill einhver gift- ast mér?" Páll Óskar heldur því fram í DV í gær a& hann sé hvorki geimvera né frík og því vænlegur mannkostur. Krýning villunnar „Dagur sorgar og nibdimmu bætist vib sögu landsins frá Kópavogssamn- ingnum til stabfestrar samvistar. Ég hryggist yfir krýningu villunnar í landinu." Snorrí í Betel veldur mönnum ekki von- brig&um í vi&brögöum sínum vi& lög- lei&slu borgaralegra giftinga samkyn- hneig&ra. DV í gær. Skobanaleysi til prýbi „Hvaba skobanir frambjóbendur hafa á einstökum átakamálum líbandi stundar skipta ekki höfubmáli, enda man ég ekki betur en núverandi for- seti hafi Ijáb stubning sinn vib bar- áttu gegn Nató og her, og þótt frá- bær forseti." Segir Össur Skarphébinsson þegar hann var inntur eftir áliti sínu í Alþý&u- bla&inu á sko&un ÓRC til inngöngu í Evrópusambandiö. Biskupstár „Þab fer ekki svo mörgum sögum af Kópavogi, hvorki hvab kirkju áhærir né þjóbmál önnur í sögu lands og lýbs. Þó er börnum enn kennt um Kópavogsfundinn og tárum vökvaba kinn biskupsins. Býbur mér þó í grun ab ekki sé vandlega skyggnst undir yfirborb þeirrar frásögu. Vitanlega vona ég ab sagan endurtaki sig ekki á þessum fundi okkar í Kópavogi hvab biskupstár áhrærir." Vegir biskups eru órannsakanlegir, svo miki& er víst. Meöal margra annarra or&a í ræ&u hans á prestastefnu í fyrra- dag voru þessi. Alþý&ubla&iö tók þau upp í gær. Innslag Vigdísar Finnbogadóttur í for- setakosningarnar, sem birtist í vi&tali vib femínistamálgagnib Veru, vakti verb- skuldaba athygli. En þar sagbi forsetinn ab þab færi fyrir brjóstib á sér a& sú skob- un hafi verib látin í Ijós ab kona gæti ekki tekib vib af konu í embætti. Þá hélt hún því fram ab kvennakvótinn f forsetaemb- ætti væri ekki nærri búinn, þar sem karlar hafi setib helmingi lengur í forsetastóli en kvenþjóbin. Þab var fullyrt í kaldari pott- inum ÍVesturbæjarlauginni a& tímaritib Húsfreyjan hafi einnig átt vi&tal vib Vig- dísi forseta þar sem hún blanda&i sér í kosningaslaginn. En ritstjórnin taldi a& réttast væri a& fresta útkomu bla&sins þar til eftir kosningarnar. • Heimspressan mun ekki gera mikib úr forsetakosningunum á íslandi, en fylgist ' af mun meiri spenningi meb kosningun- um í Rússlandi þar sem kommúnisminn er a& hasla sér völl á nýjan leik. Sam- kvæmt könnunum og kosningaspám er því spáb a& kommarnir tapi þar. Þab eina fréttnæma vib kosningarnar hér er ab ís- lendingar eru miklu hrifnari af arfleifb kommanna en Rússar og ætla ab kjósa sérformann fyrrum kommaflokks sem forseta og sagbi fýldi karlinn í heita pott- inum a& þab væri svo sem eftir ö&ru í bananasovétinu hans Davíbs. • í Englandi kví&a eiginkonur því ab Þjób- verjar bursti Englendinga í fótbolta á sunnudaginn. Þá munu karlarnir láta von- brig&in bitna á konum sínum og lúberja þær. Þetta er haft eftir breskum sérfræb- ingum, sem spá auknu heimilisofbeldi fari illa á Wembley. Svo er eftir a& sjá hvernig heimilislífib ver&ur á íslandi á sunnudag, eftir ab þrír forsetaframbjó&endur tapa í kosningunum á laugardag.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.