Tíminn - 27.06.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.06.1996, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 27. júní 1996 STOFNADUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjóm og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf5210, 125Reykjavík • Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaðaráskrift 1700 kr. m/vsk. Vero í lausasölu 150 kr. m/vsk. Tækifæri til sátta Þessa dagana stendur yfir prestastefna. Óhætt er að fullyrða að kirkjan hefur ekki á síðari árum staðið frammi fyrir viðlíka vandamálum og nú. Biskupsembættið hefur verið í miðpunkti þessara átaka, en þau eru miklu víðtækari en má rekja til þeirra mála. Herra Ólafur Skúlason hefur tilkynnt að hann muni láta af embætti eftir eitt og hálft ár. Komið hefur fram í viðtölum við biskup að hann lítur á þessa ákvörðun sem framlag til friðar innan kirkj- unnar. Það er áríðandi nú að þetta útspil biskups ís- lands verði notað til þess að lægja þær öldur, sem risið hafa í kringum íslensku þjóðkirkjuna nú síð- ustu misserin. Akvörðunin er skynsamleg og ætti að verða grunnur til þess að svo verði. Kirkjan er helgasta stofnun kristinna manna og það er framar öðru hennar hlutverk. Þar að auki er þjóðkirkjan órjúfanlegur þáttur í menningu ís- lensku þjóðarinnar. Ef kirkjulegt starf brestur eða fer til einkarekinna safnaða, er það einhver sú mesta breyting sem um getur í íslensku þjóðlífi. Umræður hafa risið um aðskilnað ríkis og kirkju í kjölfar deilna innan kirkjunnar. Vara ber við því að flana að slíkum aðgerðum. Einhvers konar einkavæðing á kirkjunni er ekki æskileg. Hætt er við því að það mundi leiða til þess að hvers konar auglýsingastarfsemi og fjármögnun einkaaðila í kringum safnaðarstarf vaxi til muna, og kirkjulegt starf verði notað til framdráttar ýmsum veraldleg- um áhugamálum, þar á meðal stjórnmálum. Sú framtíðarsýn er ekki hugnanleg. Hér á landi ríkir vissulega trúfrelsi og samband ríkis og kirkju hefur verið gagnrýnt á þeim for- sendum. í þessu sambandi má benda á það að ekki hefur verið lagður steinn í götu þeirra sem aðhyll- ast önnur trúarbrögð hér á landi. íslenska þjóðkirkjan hefur verið umburðarlynd og verið rekin í anda frjálslyndra viðhorfa. Hins vegar er fólk hér á landi ekki almennt þannig gert að það beri trú sína á torg, og margir segja sem svo að nærveru guðs sé aðeins óskað á stórhátíðum og þegar eitthvað bjátar á. Það er ljóst að svo er og margir eru það sem rækta trú sína við önnur tæki- færi. Kirkjan á að vera athvarf og hún á að hafa burði til þess að veita komandi kynslóðum fræðslu um trúmál og þau siðalögmál sem kristin trú bygg- ist á. Sá boðskapur er að samskipti manna eigi að byggjast á kærleika, friði og fyrirgefningu. Það er mikil þörf fyrir þessa eiginleika nú eins og ávallt áður. Þjónar kirkjunnar verða að leggja sig fram um að ná sáttum innan hénnar um farsælar leiðir í starfi. Það er einnig mikil nauðsyn að greina hlut- verk biskupsembættisins í stjórnsýslu kirkjunnar og skýra þær leiðir sem á að fara í erfiðum ágrein- ingsmálum. Biskup íslands þarf að vera trúarleið- togi og spurningin er hvað á að leggja mikið af veraldlegu vafstri og úrskurðarefnum á herðar þess sem hefur slíkt hlutverk. Þetta þurfa bestu menn að ræða og skilgreina. Tíminn sendir kirkjunnar þjónum þær óskir að þeir nái sáttum og starf þeirra leiði til farsældar fyrir þjóðina alla. Trúarleg samhygð Nú stendur yfir prestastefna. Margir bjuggust vib miklum tíbindum og válegum af trúarlífi landsmanna í kjölfar hennar, en allt útlit er fyr- ir að prestar lands og þjóðar sameinist í einni allsherjar samhygb og bróðurkærleika. Mætti ætla að ástæðan sé sú að prestastéttinni sé ein- mitt ofarlega í huga það kristni- __________________ boð sem hún hefur að atvinnu, - .__. a.m.k. er trúboð atvinna presta- Vl/\KKB stéttarinnar ef marka má viðtal --------------------------- við einn fulltrúa hinna samhentu og kærleiks- ríku prestastéttar landsins í vetur. Nú hafa — þrátt fyrir að gustað hafi svolítið um hvít- þvegna kærleiksyfirbreibsluna í vetur — prestar landsins náð saman til sátta og samstarfs. Fram- tíðin er því líklega beinn og breibur vegur, varðabur trúarhita, bænheyrn og geislabaug- um. Ekki getur Garri a.m.k. merkt anriað af þeim anda, sem lítur út fyrir að ríki á presta- stefnunni. Sameiginlegur óvinur Einhverjir óprúttnir náungar hafa verið að hvísla því að Garra ab ástæðan fyrir samhygð prestanna sé sú að nú hafi þeir fundið sér sam- eiginlegan óvin í mynd löggjafarvaldsins. Það sé nefnilega á dagskránni að setja lög um skyld- ur og réttindi presta og sé m.a. spurning hvort þeir verði embættismenn eba ekki. Þessir ná- ungar hvísla því aðþarna hafi prestar fundið sameiginlegan vettvang til að fá útrás fyrir deiluþörfina, sem annarS hefði e.t.v. fengið út- rás í ýmsum málum sem biskup taldi upp í setningarræðu sinni og auk þess í viðtölum við ýmsa fjölmibla. Hvísla náungarnir því ab þar hefbu tekist á tvær andstæðar fylkingar kirkj- unnar manna, auk þeirra sem hefðu verib hlut- lausir áhorfendur að sjónarspilinu. Afleiðingin, hvísla þeir, hefði hæglega getab orbið upphafib að klofningi innan kirkjunnar. Það hefði því verið eins konar happdrættisvinningur fyrir kirkjunnar þjóna að geta sam- einast um að skamma ríkið og þeir þar með getað sópað mesta ---------------- ágreiningnum undir teppið, í bili a.m.k. En Garri getur nú fullvissað lands- menn um að hann trúir hreint ekki 'öllu sem hvíslað er að honum. Samkénnd í skelfingu Hins vegar fann Garri til ríkrar samkenndar með yfirmanni'kirkjunnar þegar hann las ein- hverstaðar viðtal við hann þar sem yfirmaður- inn sagðist stundum hafa beðið eftir blöðunum með skelfingu. Garri verður að viðurkenna að þab líður vart sá dagur ab hann bíbi ekki blab- anna meb skelfingu. í fyrsta lagi bíbur hann þess með skelfingu að eitthvað klúðrist í prent- smibjunni og pistillinn verði ónýtur eða þá að Garri sjálfur klúðri málunum og sendi frá sér ónýtan pistil, nú eða þá að einhverjum pamfíl útí bæ þyki pistlarnir ónýtir og rakki Garra í spab á síbum blaðanna fyrir að skrifa ónýta pistla. Garri hefur því fulían skilning á skelf- ingu hins kirkjulega yfirvalds og telur það litla huggun harmi gegn, þó hið andlega yfirvald beri allnokkru meiri veraldleg gæði úr býtum fyrir skelfinguna en Garri. Garri Auður vex af aubi _J' IWÓNU IRÍKIS' Hv_isgötu6,2.li. Peningastórveldi lýðveldisins heyja nú gimmilegt auglýsinga- stríð um sparifé landsmanna og lífeyrissjóði þeirra. Er slagurinn um aurana orðinn mun harðari en baráttan um forsetaembættið ef marka má tillag auglýsinga- stofanna, sem nú auglýsa gróða- möguleika fjármagnseigenda af mun meiri fítonskrafti en fram- bjóðendur í forsetakapphlaup- inu auglýsa sjálfa sig. Hinn 1. og 10. júlí nk. verða rúmlega 17 milljarðar spariskír- teina ríkissjóðs leystir út og ligg- ur mikið við að hremma þá aura og ávaxta á vinsælan hátt, eins okrarinn auglýsti hér um árið. Það er Lánasýsla ríkisins og Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa sem eru að missa bréfin úr höndum sér, en vilja nú endurnýja viðskiptin og bjóða enn betri kjör á nýjum bréfum en þeim gömlu. Bankar og verðbréfamarkaðir þeirra bjóða enn betur og streyma gylliboðin yfir skjái sjónvarp- anna og Moggi græðir á tá og fingri og auglýsinga- stofur enn meira fyrir að koma boðskapnum á framfæri. -------------------- ^ *"*» 4 V*-4 t»«r íg|HL!JTABRÉFA ÍMl SJOÐURINN ^ RÍK,SINS < numer: «00 «99 gerðu 17 milljarðana sem nú eru aö gjaldfalla að ómerkilegri skiptimynt. Ríkisrekin vibskipti Lánin framlengd Hér eru gullin tækifæri fyrir þá sem eru loðnir um lófana að verða enn ríkari. Vandinn er bara sá ab erfitt er ab velja þyí kostimir eru margir og tím- inn einn leiðir í ljós nvaða möguleikar gera mann ríkastan. Þeir sem ekkert eiga verða fátækir áfram eins og vera ber og allar kenningar og markaðslög- mál gera ráð fyrir. Fátæklingamir halda einfald- lega áfram að tapa sínum aurum í lottóum og spilakössum. Sú leið jer líka mikið auglýst, og er fjölfarin. Vonandi tekst Lánasýslu ríkisins ab halda í sem mest af þeim peningiím sem nú verður mokað út úr ríkissjóði, því spariskírteinalánin eru gjaldfall- in. Ef það mislukkast verður skattmann í Arnar- hváli að hugsa upp nýjar og vinsælar álögur til mótvægis við þær hremmingar. En varla er við því að búast að landssjóðurinn geti staðið vib að borga sín lán upp á gjalddaga fremur en aðrir illa stæðir vesalingar. En ríkið getur alltaf treyst á al- menna lífeyrissjóði, sem eru í eigu launþega á hinum „frjálsa vinnumarkaði." Með reglugerðum, boðum og bönnum er hægt að skylda þá til að binda fé sitt ríkinu í hag og þeir munu naubugir viljugir endurnýja kaup sín á spariskírteinum til að tæta fyrir áratuga óráðsíu ríkissjóðs. En lífeyrissjóður ríkisins gerir litla stoð, því væri hann gerður upp kæmist upp um stærsta gjald- þrot íslandssögunnar og fjármagnstilfærslur sem Athyglisvert er að Lánasýslan skuli verða sverð og skjöldur ríkissins í slagnum um fjármagnið. En ---------------------------------- ríkisbankarnir og verðbréfafyrir- AvíhAVAnní tæki þeirra eru annars vegar víg- VJ_PCi V «111y ¦ línunnan Lánasýsla ríkisins er til- tölulega ;ný peningastofnun og höndlar meb verðbréf og þvíumlíkt. Ætla mætti að eðlilegra; væri að slíkt fyrirtæki væri rekib af einkaaðilum á tímum frjálsræðis á peningamarkaði. Miklar ráðagerðir eru uppi um breytingar á eignarhaldi ríkisbankanna og þykir brýn nauðsyn að þeir hverfí úr ríkisumsjánni sem fyrst. En ekkert heyrist um að verðbréfafyrirtækið sem einhver smekklegheitin gáfu heitið Lánasýsla ríkisins og Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa séu til sölu eða að eðlilegt þyki að séu rekin sem hluti af því markaðskerfi sem nútíminn trúir á og treystir. Nú bjóba allar péningastofnanir og þar með rík- issjóður hærri ávöxtun og arðgæfari fjáröflunar- leiðir en sómasamlegt hefur þótt á tímum þjóðar- sáttar um stöðugleika. Hvaða áhrif það kann að hafa á almennt vaxtastig er hvergi með í þeim dæmum sem auglýsingastofur setja upp fyrir ríkið og fjármagnsmarkaði. En sé eitthvað hæft í því að háir vextir séu þjóð- arböl og andstæðir hagsmunum ríkis og þegna, þá ættu fyrirheitin um gróðann af fjármagninu að vera vatn á myllu óstöðugleikans. En það er önn- ur saga og kemur auglýsingafárinu ekki vib. Og mikil lifandis, skelfingar ósköp væri nú gam- an að eiga aura til að geta grætt enn meiri peninga með eins auðveldum hætti og auglýsingaskrumið lofar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.