Tíminn - 27.06.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.06.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. júní 1996 5 Kristófer Már Kristinsson: Hver á aö veröa forseti? Nýr forseti verður kosinn á laugardaginn. Fjórir eru í kjöri, allt hiö mæt- asta fólk hvert á sinn hátt. Þjóð- in hefur undanfarnar vikur veg- ið og metið frambjóðendurna, fundið suma léttvæga og aðra verðuga. Svo sem oft vill verða þegar fólk skipar sér í fylkingar, ímyndaðar eða raunverulegar, kemur upp keppnisandi og metnaður fyrir hönd þess fram- bjóðanda sem sérhver velur. Það er eðlilegt og sjálfsagt. Hins vegar fer ekki hjá því að stöku liðsmenn fari offari í stuðningi sínum og telji jafnvel sínum frambjóðanda best komið í embætti ekki í gegnum eigin verðleika, heldur með því að gera lítið úr eiginleikum svo- kallaðra andstæðinga. Þetta hefur að sönnu alltaf verið snar liður í undirheima- starfi stjórnmálaflokka, en er varla viðeigandi í forsetakosn- ingum þar sem allir kjósendur eiga þá sameiginlegu hagsmuni að sá, sem kjörinn er, sé sá hæf- asti og um hann sé góöur friður. Það er eðlilegt að í kosningabar- áttu þar sem takast á frambjóð- endur með langan starfsferil að hann sé rifjaöur upp, fólk grandskoði hann til að vega og meta hæfileika frambjóðend- VETTVANCUR „Það er þess vegna und- arlegt að umfjöllun um ÓlafRagnar Grímsson, sem lengi hefur verið um- deildur stjómmálamaður, skuli allt í einu vera tabu. Öll umrœða um feril hans er rógur og illmœlgi, kannski það segi meira um feril hans en nokkuð annað." anna og hæfni þeirra til að gegna embættinu. Það er þess vegna undarlegt að umfjöllun um Ólaf Ragnar Grímsson, sem lengi hefur veriö umdeildur stjórnmálamaður, skuli allt í einu vera tabu. Öll umræða um feril hans er rógur og illmælgi, kannski það segi meira um feril hans en nokkuö annað. Það er að sama skapi undarlegt að Guðrún Agnars- dóttir, sem sannarlega er hinn pólitíkusinn í framboði, skuli allt í einu vera ópólitísk. Látið er að því liggja að forsetaembættið sé ópólitískt í öllum skilningi nema kvennapólitískum. Sitj- andi forseti lét hafa eftir sér í viðtali að konur ættu mikinn tíma óunninn í embættinu, karlar hafi gegnt því yfirgnæf- andi meirihluta þeirra ára sem það hefur verið við lýði. Þetta er skrítin hugmyndafræði. Mér dettur ekki í hug aö halda því fram að valið á laugardaginn verði þjóðinni auðvelt. Allir frambjóðendur hafa tiltekinn boðskap að flytja. Þrír þeirra ætla að beita sér í kjaramálum, heimsfriðarmálum, erlendum viðskiptatengslum og lagasetn- ingu á Alþingi. Ekkert af þessu er hlutverk forsetans. Hann getur að sönnu beitt sér óbeint fyrir virðingu og rétti allra til mannsæmandi lífs- viðurværis sem eðlilegra mann- réttinda. Það er hins vegar óhugsandi að forseti grípi inn í kjarasamninga, hvort heldur er fyrir hagsmuni ASÍ eða VSÍ. Það er heldur ekki hans hlutverk að hafa skoðun á lágmarkslaunum eöa skikkanlegum útgjöldum fyrirtækja vegna launakostnað- ar. Það er hlutverk aðila vinnu- markaðarins, til þess er þeim trúað. Forsetinn á ekki einu sinni að hafa skoðun á árangri þessara aðila. Varðandi heimsfrið þá er Ís- land fullgildur aðili að stærstu og öflugustu friðarhreyfingu í heimi, NATO. Það er stefna ís- lenskra stjórnvalda að þar ætl- um við að starfa og hafa áhrif. Forsetinn getur með sönnu haft áhrif meö staðfastri afstöðu í þágu mannréttinda og friðar og í baráttu við vágesti í öllum embættisverkum erlendis og innanlands. Hann á hins vegar að gæta þess að vera alltaf í sam- ræmi við stefnu ríkisstjórnar á hverjum tíma, svo fremi hún gengur ekki í berhögg viö grundvallaratriði stjórnarskrár- innar. Margræddur málskotsréttur forsetans felur í sér að forsetinn getur neitaö aö undirskrifa lög frá Alþingi, sem fara þá fyrir dóm þjóðarinnar. Það er alveg ljóst að forsetinn beitir ekki þessu valdi, nema til standi að slíta sundur friðinn í landinu með löggjöf. Annars hefur for- setinn ekkert umboð til afskipta af löggjafarstarfinu. Ef forsetinn hyggst almennt leggja eitthvert annaö mat á löggjöf, hvort heldur siðferðilegt eða annað, er hann sannarlega á villigötum. Einn frambjóðendanna hefur sérstöðu í þessum efnum, Pétur Hafstein. Hann hefur ekki gefið önnur kosningaloforð en þau að sinna embættinu af kost- gæfni og heiðarleika. Ég þekki manninn og veit að hann er þeim hæfileikum búinn sem til þarf. Ég ætla ekki að kjósa hann vegna þess að mér líki illa við hina frambjóðendurna, heldur vegna þess að Pétur hefur yfir- burði til að gegna embættinu. Höfundur er fyrrverandi alþingismabur fyrir Bandalag jafnabarmanna. Brautskráning iönnema úr lönskólanum í Reykjavík: Abeins einn „Menntun lýkur ekki með út- skrift úr skóla. Skólinn leggur aðeins grunninn, síban er það á ykkar valdi ab mennta ykk- ur áfram til æviloka. Svo lengi lærir sem lifir," sagbi Ingvar Ásmundsson skólastjóri Iðna- skólans í Reykjavík í ávarpi sínu vib brautskráningu iðn- nema í lok sl. mánabar. Alls voru 215 nemendur brautskráðir úr Iðnskólanum að þessu sinni en um sl. jól voru brautskráðir 125 nemendur. Á haustönn voru 1650 nemendur í dagnámi en 316 í kvöldskóla; á vorönn voru hinsvegar 1551 nemandi í dagskóla en 287 stunduðu nám í kvöldskóla. Athygli vekur að í vor braut- skráðist aðeins einn í stálskipa- smíði. Að öðru leyti skiptist út- skrift iðnnema þannig eftir deildum að 7 luku námi í bak- araiðn, 5 í bifreiðasmíði, 13 í bifvélavirkjun, 2 í bókbandsiðn og jafnmargir í gull-og silfur- smíði, 14 í hárgreiðslu, 4 í hár- skurði, 14 í húsasmíði, 4 í hús- gagnasmíði, 5 í kjólasaumi, 6 í klæðskurði, 3 í ljósmyndun, 13 í málaraiðn, 2 í múrsmíði og jafnmargir í persónuljósmynd- un, 3 í pípulögnum, 4 í prent- í stálskipasmíöi smíði, 3 í prentun, 4 í rafeinda- virkjun, 2 í rafveituvirkjun, 8 í rafvirkjun, 3 í rafvélavirkjun, 7 í starfsnámi fataiönaðar, 4 luku stúdentsprófi af tæknibraut, 15 í tækniteiknun, 8 af tölvufræði- braut, 3 í veggfóðrun og 5 í vél- smíði. Þá luku 49 nemendur meistaranámi í ýmsum iðn- greinum á skólaárinu. Hæstu einkunn á burtfara- prófi hlaut Arnar Már Árnason í rafeindavirkjun, en Boris Jó- hann Stanojev fékk hæstu ein- kunn á stúdentsprófi jafnframt því sem hann lauk prófi í raf- virkjun. í ræðu sinni við skólaslitin gat skólameistari þeirra breytinga sem oröið hafa á starfsemi skól- ans ab undanförnu, en bílgrein- ar og framhaldsdeild í málm- iðnaði flytjast í Borgarholts- skóla og bakaradeildin í Menntaskólann í Kópavogi. Þá hófst sl. vetur kennsla á iðn- hönnunarbraut við Ibnskólann og verulegar breytingar hafa verið geröar á námi í bókagerð- ardeild, auk þess sem iðngreinar í hárgreiðslu og hárskurði hafa verið sameinaðar. En síðast en ekki síst ræddi skólameistari um lestrarátakið sem gert hefur verib vib skólann á undanförnum árum. Sam- kvæmt því fá allir nemendur sem taka grunnáfanga í íslensku markvissa þjálfun í lestri og við það hefur bæði lesharði og skilningur aukist. Ef nemendur eiga við skyntruflanir að etja fá þeir sérstaka aðstoð þar sem m.a. er notast við tækni sem nefnist „lesið eftir litum." Lestr- arátakið hefur þegar sannað sig þar sem þó nokkrir sem áttu við lestrarörðugleika að glíma í upphafi náms, hafa útskrifast með sóma frá Iðnskólanum. -grh Fótboltabull Til þess að eyða öllum misskiln- ingi tek ég fram strax í upphafi að ég hef mikla ánægju af bein- um sjónvarpsútsendingum frá knattspyrnukappleikjum, hvort sem er hér heima eba erlendis. Þetta á líka við þótt dagskrá riölist frá því sem venjulegt er, ef þab hefur verið auglýst með nægum fyrirvara. Þótt aðalatriði útsendingar svona efnis sé það sem er að ger- ast á vellinum, heyrist ævinlega í íslenskum íþróttafréttamanni og þar er misjafn sauður í mörgu fé. Ég hef áður vakið á því athygli og geri það enn hversu miklu heildarútkoma svona útsendinga skiptir. Áhorfandinn fylgist með af áhuga og nokkurri innsýn í það sem er að gerast, umhverfis- hljóðin eru hluti af stemmning- unni, en svo kemur íslenski þul- urinn, sem er oftast alveg jafn fjarri leiknum sjálfum og hver annar sjónvarpsáhorfandi. Hann ætti því að láta sem minnst fyrir sér fara. Þab hefur eyðilagt fyrir mér hálfa þá ágætu skemmtun sem ég hefði annars notið, þegar tveir tilteknir íþróttafréttamenn sjón- varpsins hafa setið í hljóðstofu og látið Ijós sitt skína. Ánnar er hinn mesti bullukollur, en hinn öskrar hátt þegar honum finnst gaman, gleymir hlutverki sínu og verbur nánast þátttakandi eða boðflenna í leiknum. Bullarinn vakti mig reyndar sjálfur til umhugsunar og efa- semda um hæfni sína þegar hann talaði um að leikmaður sem var að plata annan væri að fifla hann. Samkvæmt orðabók- inni getur vel verið að þessi mál- notkun standist, en alls ekki ef miðab er vib notkun hugtaksins. Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE Ég fór því ab leggja við hlustir þótt ég reyndi annars að leiða bullib hjá mér. Það var ekki eitt, það var nán- ast allt, sem kom brenglað út úr blessuðum manninum. Æ ofan í æ sagbi hann „góð sending" með hrifningu í rödd- inni þegar spyrnt var, en andar- taki síðar leiðrétti hann sig, því sendingin reyndist slæm þegar boltinn lenti. Þetta er Evrópukeppni og þar koma heimsþekktir leikmenn fram fyrir hönd þjóða sinna. Samt gat vesalings maðurinn ekki nema í annað hvert skipti hitt á að nefna rétt nafn þegar leikmaður fékk boltann, nefndi jafnvel mann sem farinn var af leikvelli. Einu sinni var skipt um leikmann og þá ruglaðist hann enn eða þekkti ekki hinn ný- komna. Ég vorkenndi vesalings manninum þó mest þegar hann sagbi meb feginleika í röddinni að það væri svo gott með Þjóð- verjana, þeir lékju svo skipulega að maður vissi hver væri hvar. Þegar þessi vesalings íþrótta- fréttamaður hættir sér út á þann hála ís að reikna út hvað mikið sé eftir af leiknum eftir ab upplýs- ingar koma á skjáinn um hvaö mikið sé búið, er það eins, stress- ið er svo mikiö að hann getur ekki reiknað rétt. Ég er alveg sannfærður Um að í einkafyrirtæki hefði þessum manni og áhorfendum um leið verið gerður sá greiöi að færa hann til í starfi. En þetta er ríkis- útvarp og þar virðast slík sjónar- mið ekki gilda. Fátt er þó svo meb öllu illt ...: Bjarni Fel. hefur komið að út- sendingum þessum. Þar fer mað- ur sem kann sitt fag og tekur fullt tillit til áhorfandans. Hann hefur meira að segja sýnt sig svo nær- gætinn að láta alveg vera að koma fram í treyju sem merkt hefur verið framleiðandanum í auglýsingaskyni, en þannig klæddust félagar hans á íþrótta- deildinni í vetur. Það væri reyndar fróðlegt að frétta af því hvort hafi verið um einkaframtak þeirra launþeg- anna ab ræða eða óbeina auglýs- ingu með samþykki stjórnenda sjónvarpsins? ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.