Tíminn - 27.06.1996, Page 6

Tíminn - 27.06.1996, Page 6
6 wmmwi Fimmtudagur 27. júní 1996 TIIVIINN KYNNIR FORSETAFRAMBJOÐENDUR 1996 Pétur Hafstein forsetaframbjóöandi er í vibtali Tímans. Hann segir ab andstœbingur hans hafi rangfœrt hugmyndir hans um málskotsrétt forseta til þjóbarinnar. Pétur Hafstein segist vera „mikill sveitamabur" í sér og segir á léttari nótunum: Faðir minn var stjórnmálamaöur þegar ég var aö alast upp og var þaö alla tíö. Þeg- ar ég var uppkominn varö hann forsæt- isráðherra. Auðvitab var alltaf mikil umræöa á heimilinu um pólitík, og þangaö komu margir sem tengdust stjómmálum meö ýms- um hætti, mest samherjar. Ég hafbi alltaf mikinn áhuga á stjómmálum og ungur hlustabi ég á umræbur þeirra sem eldri vom og haföi gaman af," segir Pétur Hafstein, for- setaframbjóöandi, í viötali viö Tímann. Pét- ur segist ekki draga neina dul á þaö hvar hjarta hans sló í stjómmálum, þaö væri öll- um ljóst. Pétur minnist feröar í æsku með fööur sínum til Ólafs Thors í Garöastrætiö, Ólafur standi sér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum síðan. Menn fóru til Ólafs, en hann síður til þeirra þegar þetta var. Þeir Jóhann Hafstein og Bjarni Bene- diktsson voru nánir vinir og samherjar og höfðu mikið samneyti, enda bjuggu þeir hlið við hlið í einu götunni í Öskjuhlíðinni, Háu- hlíð. Valgerður Bjarnadóttir og Pétur voru sam- rýndir leikfélagar og skólasystkin. Valgerður er komin heim til landsins í því skyni að vinna fyrir vin sinn, Pétur Hafstein og munar vænt- anlega um minna. Ekki í óróahópi 68-kynslóðar- Pétur átti góða æsku á menningarheimili og lifði hefðbundu strákalífi, príli í byggingum í hverfinu, boltasparki og öðrum þeim ærslum sem þá voru í boði. Á unglingsárum manns af 68-kynslóðinni var Pétur áber- andi í menntaskólalífinu þar sem félagslíf var með miklum blóma. Hann tók hins vegar lítinn þátt í óróanum sem þessari kynslóð fylgdi. Hann vann eitt sumar á Dagblaðinu Vísi, þótti prúður, samvisku- samur og góður starfsmaður. Pétur segir að meðal þess sem hann fékk til úrlausnar hafi verið „numerus clausus" við Háskólann, fjöldatakmarkanir ýmissa deilda, sem var heitt mál þess tíma og mikið frétta- efni. í sex sumur var Pétur í sveit í Grund í Skorradal, en tvö sumur þar áður á Höll í Hauka- dal í Dýrafirði. „Ég hef alltaf verið dálítill sveitamaður, sótt- ist eftir að komast í sauðburð- inn strax eftir skóla, fór í göngur og réttir, stundaði hey- skap — og var auðvitað dágóð- ur kúasmali. Þetta voru skemmtilegir tímar," sagði Pét- ur. Þá stundaði Pétur skógrækt af kappi ásamt fjölskyldu sinni frá unga aldri, einkum í Skorradal, þar sem Haukur Thors, afi hans, var frumkvöð- ull að skógrækt í stórum stíl að Stálpastöðum og í Hvammi. Held ég hafi reynt ab taka í nefib! Enn eitt áhugamál vaknaði snemma og tók hinn unga svein heljartökum, það var hestamennskan. „Frá því ég var mjög ungur var ég í hestamennskunni. Ég var 8 eða 9 ára gamall, þegar ég byrjaði að fara daglega í strætó eftir skóla inn aö Elliða- ám til að sinna hestunum og þetta gerði ég í mörg ár. Ég var mikið í félagsskap með gömlu körlunum, Þorláki Ottesen, Pétri bróður hans Guðmundar- syni, Höskuldi á Hofsstöðum og fleiri eldri heiðursmönnum. Ég held það geti vel verið að ég hafi tekið í nefið meö þeim. Það var ekkert algengt á þess- Pétur Kristján Hafstein forsetaframbjóbandi. Hann vill fara varlega í notkun svonefnds málskotsréttar, sem enginn forseti hefur notab enn sem komib er. Ég er vita en laglaus lagviss þó! inberum gjöldum. Fjölmargir þökkuðu mér hins vegar seinna og sögðust hafa náð tökum á sínum greiðslum. Það er dýrt að skulda skatta og verður mörgum þungur baggi," sagði Pétur en bæta má við að Vestfirðingar bera honum hina bestu sögu sem embættismanni. Músíkalskur — en vita laglaus! Þau hjónin tóku virkan þátt í ýmsu félags- starfi á Isafirði. Pétur varð þannig formaður Tónlistarfélagsins og vann að því að koma þaki yfir starfsemi þess. Samningar tókust við bæinn um þátttöku í nýbyggingu á Torfnesi sem átti að vera risin árið 1994. Pétur segir að því miður sé þar ekki annað að finna en grunn hússins. Pétur segir að kona sín hafi haft bætandi áhrif á tónlistarsmekk sinn, en Inga Ásta er pí- anóleikari og kennari. „Það er nú frægt að ég er vita laglaus. En ég hef alltaf haft gaman af að syngja og taka þátt í söng. En ég hef hægt um mig í þeim efnum, ég veit að ég er ekki lagviss maður. Annars segir Inga Ásta að ég sé músíkalskur, þótt ég sé ekki lagviss, hvernig svo sem það fer saman. Við för- um mikið á tónleika og hlustum mikið heima," sagði Pétur. Hann hlýðir mest á sígilda tónlist, - en líka tónlist í léttari kantinum. Annað áhuga- mál á Pétur, það er lestur góðra bóka, sérstak- lega ljóðabóka, og þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða verk gömlu skáldanna, eða hinna yngri sem eru að hasla sér völl. Enn eitt áhugamál hafa þau Pétur og Inga Ásta, það er skógrækt. A ísafirði var Pétur einnig í stjórnum Byggðasafns Vestfjarða og Listasafns ísafjarðar. Eftir embættispróf í lögum starfaði Pétur í ár sem fulltrúi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, Sigurjóni Sigurðs- syni, og segir það hafa verið mikinn og góðan skóla. Þá tók við framhaldsnám í alþjóða- rétti við háskólann í Cam- bridge í Englandi. Síðan tóku við lögfræðistörf fyrir fjármála- ráðuneytið í fimm ár. um dögum að krakkar og ung- lingar væru í hestamennsku, en ég hafði gott af að kynnast þessum ágætu körlum," segir Pétur Hafstein. Það var einmitt í starfinu hjá Hestamannafélaginu Fáki að Pétur kynntist verðandi eig- inkonu sinni, Ingu Ástu. Hún hafði einnig verið í hesta- mennsku frá bernsku. Þau stunduðu hestamennsku sam- an í Reykjavík, og héldu henni áfram fyrst á ísafjarðarárunum, en hættu með hesta eftir 2-3 ár, aðstæöurnar voru erfiðar vestra, lítið undirlendi, mikið fannfergi á vetrum, annir miklar í embættinu og synirnir þrír ungir. Pétur segist sakna þess að hafa ekki hesta í dag. Kannski komi sá tími að úr þvi rætist. Á ísafirði liggur hins vegar beint við að bregða sér á skíði. Pétur segist hafa byrjab skíða- iðkun vestra, fór síðan í Kerl- ingafjöll ásamt fjölskyldunni og lærði skíðamennt hjá Valdi- mar Örnólfssyni og félögum. „Ég er auðvitað enginn snillingur í skíðamennskunni, en hef gaman af aö fara á skíði. Auðvitað eru strákarnir okkar margfalt betri, þeir eldri orðnir keppnismenn. Maður verður enginn snillingur, þeg- ar maður byrjar svona á gam- alsaldri," sagði Pétur og hlær við. Hann stundar svigskíði, en fer lítið um á gönguskíðum. Dýrmæt ár meðal Isfirbinga Fjölskylda þeirra Péturs og Ingu Ástu bjó í 8 ár á ísafirði. Pétur segir að flutningurinn vestur hafi verið þeim mikil viðbrigði og vissulega erfiður um margt. „Við þekktum ekki nokkurn mann fyrir vestan. En þetta var virkilega gott samfélag og við höfðum mikla ánægju af veru okkar þar. Fyrir vestan öðluðumst við mjög dýrmæt vinasambönd sem við höldum enn í dag. Við áttum margvís- leg og góð samskipti við fólk á staðnum. Ég var 34 ára gamall og þarna þurfti að taka til hendinni á ýmsum sviðum. Þetta voru umbrot og átök sem vissulega tóku á. Ég held að sumum hafi þótt að svona ungur maður væri að færast of mikiö í fang, að taka á hlutum sem lengi höfðu viðgengist. Mestu umbrotin voru fyrstu árin, en verkefnið var skemmtilegt og gefandi. Ég hafði það sem meginreglu að fara ekki í manngreinarálit og að gæta jafnræðis. Ég þótti kannski stundum harður í horn að taka, harðari en hann afi minni kannski var á sinni sýslumannstíð. Oft eru aðgerð- ir sýslumanns erfiðar og taka á mann, þær geta bitnað á ein- staklingum og fjölskyldum, um stundarsakir að minnsta kosti. Oft var það svo ab menn voru komnir í erfiöleika vegna þess að þeim hafði alltof lengi leyfst að fresta greiðslum á op- Afinn, sýslumabur Þingeyinga Talið berst að afa Péturs, Júlíusi Havsteen, sem um lang- an aldur var sýslumaður Þing- eyinga. Um Júlíus hafa spunn- ist margar sögur og hann var reyndar þjóðsagnapersóna í lif- andi lífi. „Ég kynntist afa mínum vel. Hann kom hingað suður og bjó við Barmahlíðina. Hann var einstaklega Ijúfur, elskuleg- ur og barngóður maöur. Hann þótti mildur og réttsýnn í störf- um sínum. Mér er minnisstætt að hann sat við skrifborðið sitt og var að þýða Moby Dick. Hann var að við þessa þýðingu síðustu árin. Afi sagði okkur krökkunum gjarnan sögur, og síðar gaf Jakob föðurbróðir minn út bók með nokkrum þeirra. Á jólunum hafði hann þann sib að kveikja á lifandi kertum á jólatrénu og leyfði okkur krökkunum að hjálpa sér við þetta," segir Pétur. Forsetakjör er ópólitískt Andstæðingar Péturs hafa ekki fundið margt stórvægilegt eða athugavert við persónu hans, nema kannski helst að hann sé sjálfstæðismaður. Lík- lega hafa þeir ekki frétt að hann er laglaus. Látið er liggja að því að framboð hans sé framboð Sjálfstæðisflokksins. Hvað segir Pétur um þetta?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.