Tíminn - 27.06.1996, Side 7

Tíminn - 27.06.1996, Side 7
Fimmtudagur 27. júní 1996 7 TIIVIIIMN KYNNIR FORSETAFRAMBJOÐENDUR /ze/d að sumum hafi þótt að svona ungur maður vœrí að fœrast ofmikið í fang, að taka á hlutum sem lengi höfðu viðgengist" „Mér finnst það afar sér- kennilegt þegar reynt er að láta líta svo út að ég sé í pólit- ísku framboði til forseta ís- lands. Þessu vísa ég auðvitað algjörlega á bug. Ég hef aldrei dregið neina dul á að ég starf- aði með og var fylgjandi Sjálf- stæðisflokknum á yngri ár- um," sagði Pétur Hafstein. „Margir þeirra sem hvöttu mig upphaflega eru sannanlega úr öðrum hópum en sjálfstæðis- manna, þeirra á meðal eru nánir vinir, bæði úr Alþýðu- bandalagi og Alþýðuflokki. Ég hef heldur ekki sóst eftir stuðningi Sjálfstæðisflokksins sem slíks og ekki fengið hann. Mér hefur fundist ýmsir vilja gera allt of mikið úr þessum þætti, reyna að setja okkur frambjóðendur í ákveðinn pól- itískan bás, og hvað mig varð- ar með skírskotun langt aftur í tímann til hluta sem koma forsetaframboði akkúrat ekkert við," segir Pétur. „Og svo er það þessi síðasta greining á kjósendum. Það er alltaf verið að spyrja fólk hvað það hafi kosið. Mér finnst þetta undar- legt miðað við eðli forsetaemb- ættisins. Það er auðvitað ekki pólitískt embætti í þeim skiln- ingi sem við þekkjum orðið og á ekki að vera það. Það er grundvallaratriði að forsetinn sé fær um að taka ákvarðanir sínar og gegna starfinu af hlut- leysi og pólitískri dómgreind. Þess vegna er það mjög mikil- vægt að forsetakosningar beri ekki keim af flokkspólitík. Ég tel það rangt sem sumir eru að reyna núna, að stilla þessu kjöri í tvær pólitískar fylking- ar," sagði Pétur Hafstein. Agreiningurinn um málskot Málskotsréttur forseta ís- lands, réttur sem aldrei hefur verið nýttur í sögu lýðveldis- ins, hefur verið mikið í um- ræðunni undanfarnar vikur. Þar hefur komið til nokkurs ágreinings milli þeirra tveggja sem skoðanakannanir telja hvað næst sigri í kjörinu. „Stuðningsmenn Ólafs Ragnars og hann hafa gert til- raunir til að rangfæra sjónar- mið mín um málskotsréttinn. Ég hef sagt að hann sé í eðli sínu ekki lýðræðislegur vegna þess að við höfum fulltrúalýð- ræði, kjósum okkur fulltrúa til setu á löggjafarsamkomunni. Það er þeirra hlutverk að setja lög. Þótt forsetinn sé þjóðkjör- inn þá þýðir það að mínum dómi ekki að hann hafi sér- stakt umboð til að ganga gegn vilja Alþingis eftir einhverri pólitískri mælistiku eða geð- þótta sínum. Hann á auðvitað ekki að hvort myndast hafi einhver gjá milli þings og þjóðar, eins og Ólafur Ragnar hefur verið að leggja áherslu á. Slíkt viðhorf felur í sér fyrir- heit um miklu pólitískari af- skipti forsetans en stjórnskip- un okkar og venja gerir ráð fyrir," sagði Pétur Hafstein. „Það mátti skilja þennan útur- snúning þannig að ég teldi að þingið gæti ráðskast með full- veldi þjóðarinnar, en Ólafur Ragnár teldi aftur á móti að Pétur Hafstein, Inga Ásta eiginkona hans og ungi maöurinn á heimilinu, Pétur Hrafn, 8 ára. Eldri synirnir eru þeir jóhann Haukur 17 ára og Birgir Hákon 13 ára. Myndin var tekin viö nýja stjórnsýsluhúsiö á ísafiröi. þessi svonefndi fullveldisréttur sem hann kallar svo, sé hjá þjóðinni. Þetta er rangtúlkun. Fullveldi íslands er varið í stjórnarskránni. Það er alveg ljóst. Og hvað er fullveldi? Skýrgreiningin á fullveldi felst fyrst og fremst í spurningunni um það hver staða íslands sé gagnvart öðrum þjóðum, hvernig sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar sé háttað, og stöðu hennar í alþjóblegu sam- hengi. Hvernig virða aðrar þjóðir sjálfsákvörðunarrétt okkar, og hvernig stöndum við andspænis öðrum ríkjum eða ríkjasamböndum? Og óskorað fullveldi byggist á því að við höfum sjálf ákvörðunarréttinn og enginn annar. Ef þessu á að breyta með einhverjum hætti, þá á þjóðin að sjálfsögðu að segja sitt álit á því. Þingið get- ur ekki og á ekki sjálft að tak- marka fullveldi landsins, sem er varið í stjórnarskránni. Til að svo geti orðið þarf að breyta stjórnarskránni, en það kallar á þingrof og kosningar. En það er ekki nóg í sumum tilvikum. Ef um væri að ræða einhverja löggjöf sem hefði í sér fólgið afsal á hluta af fullveldi okkar, eins og til dæmis óskilyrt inn- ganga í Evrópusambandið myndi vera að mínu mati, þá teldi ég alveg einsýnt að forset- inn ætti að skjóta því máli undir dóm þjóðarinnar, ef Al- þingi eða ríkisstjórn gerðu það ekki að eigin frumkvæði," sagbi Pétur. „Málskotsrétturinn er eins konar varnagli, og þessum rétti verður forseti að beita af mik- illi varfærni. Það verður að líta á þann rétt sem neyðarúrræði. Forseti verður að hafa örugga eigin sannfæringu fyrir því að þetta sé óhjákvæmilegt. Hann má ekki láta undan pólitískum þrýstingi eða þrýstingi af nokkru tagi í þessu efni," sagði Pétur. Sjálfvirkni í oröu- veitingum Orðuveitingar hafa verið mikið í umræðunni að undan- förnu. Fálkaorðan af ýmsum stigum er veitt af forseta ís- lands. Pétur segir að hann telji að það sjónarmið eigi að ríkja í orðuveitingum að verið sé að veita viðurkenningu fyrir ein- hver tiltekin, ákveðin og af- mörkuð störf, eða svið þar sem viðkomandi skarar fram úr. „Ég tel ekki rétt að leggja niður hina íslensku Fálkaorðu. Ég tel einmitt að þab geti verið gott fyrir forsetann að geta haft þetta úrræði til þess að tjá þakklæti sitt fyrir hönd þjóðar- innar. En ég tel að það eigi ekki að vera einhver sjálfvirkni í orðuveitingum og það eigi ekki að launa mönnum lífs- starfið með orðuveitingum. ís- lendingar almennt leggja sig fram í störfum sínum og gegna þeim af mikilli trúmennsku og eftir bestu getu. Það er ekki hægt að launa slíkt með orðu- veitingum. Það verður að vera eitthvert ákveðið afmarkað svið sem hægt er að skilgreina og verður ekki með góðu móti þakkað með öðrum hætti. Ef þetta sjónarmið er haft að leið- arljósi tel ég að það leiði sjálf- krafa til þess að farið verði sparlega með orðuveitingar um leið og gildi þeirra eykst," swS8 Pétur og Inga Asta rceöa viö starfsmann í plastframleiösludeild Reykjalundar í síöustu viku, í einni af fjölmörgum heimsóknum á vínnustaöi. ■ ' ...... ' ‘ ° sagði Pétur Hafstein. Bessastaöir: Vinnu- brögö sem ná engri átt Talandi um sparnað, þá vakti það athygli þegar Pétur Hafstein tilkynnti framboð sitt að hann lagði mikla áherslu á sparnað og ráðdeildarsemi í rekstri forsetaembættisins. Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um ótrúlega fjár- muni, sem runnið hafa ein- mitt til endurnýjunar mann- virkja forsetasetursins á Bessa- stöðum. „Ég tel það mikið atriði að embættið sé rekið af ráðdeild og hagsýni. Alveg sérstaklega að forsetinn gæti þess að ekki sé farið fram úr fjárlögum, en undir þetta hefur enginn fram- bjóðenda tekið. Forsetinn gerir auðvitað tillögur til Alþingis um fjárveitingar til embættins. Það er síðan bundið í fjárlög hversu miklar þær skuli vera. Forsetinn á að gefa fordæmi til eftirbreytni og hafa áhrif á hugarfarið í þjóðfélaginu um meðferð opinberra fjármuna. Það skiptir miklu máli að for- setinn geri þetta og sýni að það er hægt. Með þessu eiga fjölmiðlar að fylgjast og þessi rekstur á að vera fyrir opnum tjöldum. Uppbyggingin á Bessastöð- um er ekki framkvæmd á veg- um forsetaembættisins eða á ábyrgð núverandi forseta. En það er kannski athyglisverðast við þessar framkvæmdir að svo virðist sem enginn hafi raun- verulega vitað hversu stórt verkefni um var að ræða. Það hafa ekki verið til raunhæfar áætlanir, og verkið hefur hlað- ið utan á sig. Þetta eru vinnu- brögð með opinbera fjármuni, sem ekki eru til eftirbreytni," sagði Pétur Hafstein. Starf hæstaréttar- dómarans Pétur Hafstein segir að hann sé vongóður um kosningu til embættis forseta íslands. Það kemur í ljós á laugardagskvöld- ið eða aðfararnótt sunnudags hvernig fer. Hann er í launa- lausu leyfi frá starfi sínu sem hæstaréttardómari, sem hann hefur gegnt undanfarin rúm 4 ár. Hann veit aö það starf bíð- ur hans, verði úrslitin þau að annar verði valinn forseti. En hvernig er það starf? „Þetta er mikið starf, ögr- andi verkefni og vandasamt. Sjálfsagt er álagið miklu meira en menn gera sér almennt grein fyrir. Þegar ég tók sæti í Hæstarétti var spurt hvað svona ungur maður væri að hugsa að setjast í helgan stein. En raunin er allt önnur. Og við sitjum ekki í fílabeinsturni, eins og sumir halda. Þarna er verið að fást við raunveruleg vandamál sem einstaklingarnir í þjóðfélaginu eiga vib að glíma. Við erum meira og minna við lestur, kvöld og helgar jafnt sem virka daga," sagði Pétur Hafstein í lok við- talsins. -JBP

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.