Tíminn - 27.06.1996, Qupperneq 8

Tíminn - 27.06.1996, Qupperneq 8
8 Wímrnn Fimmtudagur 27. júní 1996 UTLOND . . . UTLOND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. Merkur handritafundur: / • 1« / Nýju ljosi varpab á Búddatrú Starfsmenn breska landsbóka- safnsins (British Library) hafa keypt gömul handrit meb helgum ritum Búddatrúar, og segja þeir handritafundinn mjög merkan og hafa svipaö giídi fyrir Búddatrú og Dauða- hafshandritin svonefndu hafa fyrir Kristni. Um er að ræða 60 misstór handrit sem rituð eru á trjábörk og er taliö að þau séu frá annarri öld e.Kr. Það þýðir að þau vom rituö um 600 árum eftir aö Búdda lést, en fræðimenn halda því fram að þetta séu engu að síður elstu handrit sem fundist hafa með helgiritum Búddatrú- ar og geti þau gefið ómetanlega innsýn í uppmna og þróun hennar fyrstu aldirnar. Á hand- ritunum em ljóð, predikanir og ritgerðir sem eignuð em Búdda sjálfum. „Við fáum mjög skýra mynd af því hvaða hugmyndir fólk á þessum tíma gerði sér um Búdda," sagði Richard Salomon, sérfræðingur í fornmálum við háskólann í Washington í Se- attle fylki í Bandaríkjunum, en hann átti þátt í að staðfesta að handritin væru ófölsuð. Talið er að um sé að ræða hluta af ritum einnar af elstu stefnum Búddismans, Sarvasti- vadin-skólans, sem blómstraöi Karadzic þráast við Radovan Karadzic, „forseti" Bosníu-Serba, reyndi sitt besta til þess að sitja áfram með því aö setja óásættanleg skilyrði fyrir afsögn sinni, ab því er fréttablabið VIP í Belgrað sagði í gær. Að sögn blaðsins bauðst Kar- adzic til að segja af sér um leið og alþjób viðurkenndi lýð- veldi Bosníu-Serba sem sjálf- stætt ríki og ab bærinn Brcko verbi afhentur Serbum. Engin opinber staðfesting fékkst þó á þessu tilboði hans, og Carl Bildt, aðalsáttasemjari í málefnum Bosníu, sagðist ekki hafa neinn hug á að ræða skilyrði við Karadzic. „Eina skilyrbið frá okkar hálfu er að Serbar fari eftir því sem stend- ur í friðarsamkomulaginu," sagði hann við fréttamenn. „Við það er engu ab bæta, né heldur verður þar neitt dregið undan." -gb/Reuter um skeiö í Ghandara- héraði sem nú er noröan við Pakistan og austan við Afganistan. Safnið keypti handritin frá ónefndum milligöngumanni fyrir „fimm stafa upphæð", að því er starfsmenn safnsins segja. Þeir vildu ekki gefa neinar nán- ari upplýsingar um uppruna þeirra. Handritin höfðu verið geymd upprúlluð og þurfti að gæta ýtrustu vandvirkni við að rúlla þeim í sundur aftur. „Þau Utu út eins og 2000 ára gamlir vindlar sem búib var að traðka á," sagði Salomon. 8 -gb/Reuter ' * Þaö logar glatt í eiturlyfjabirgöunum sem tœienski lögreglumaöurinn á myndinni ber eld aö. Ncerri einu tonn af heróíni, ópíum, maríjúana og amfetamíni var í gœr eytt meö þessum hcetti viö lög- reglustöö í Bangkok, en um er aö rœöa allar þœr eiturlyfjabirgöir sem geröar hafa veriö upptœkar af lögreglunni á undanförnu ári. Þeir voru stórtœkir víöar í Asíu ígœr íbaráttunni gegn eiturlyfjum, og var ekki allst staöar fallega aö verki staöiö. Frá Kína bárust þœr fréttir aö rúmlega 1700 manns heföu veriö dœmdir fyrir sölu og smygl á eiturlyfjum, þar af voru 769 dœmdir til lífláts eöa í œviiangt fangelsi, og sumir teknir samstundis úr réttarsalnum og skotnir til bana án frekari málalenginga. Reuter Eitt ár þangaö til Hong Kong kemst undir hendur Kínverja: íbúar Hong Kong famir aö hugsa um fleira en peninga Fyrir tólf árum kvaddi smá- vaxin blabakona í Hong Kong, Emily Lau að nafni, sér hljóbs og lagbi spumingu fyrir breska forsætisrábherrann, Margaret Thatcher. Spurning- in var stutt og hvöss og bæði jámfrúin og abrir viðstaddir vom sem steini lostin. Þessu augnabliki hefur eng- inn í stjórnmála- og fjölmiðla- heimi Hong Kong getað gleymt, og þetta reyndist fyrirboði um breyttar áherslur opinberri um- ræðu í landinu. Stjórnmál voru allt í einu komin á dagskrá. Og ekkert hefur síban verið eins og áður. Það sem Emily Lau sagði á blaðamannafundinum í desem- ber 1984 var þetta: „Fyrir tveim- ur dögum undirritaðir þú sam- komulag í Kína meö loforði um að koma meira en fimm millj- ónum manna undir kommún- íska einræðisstjórn." Síðan spurði hún hvort þetta væri „siðlegt". í svari sínu sagði Thatcher að Bretland hefði gert sitt besta til þess að ná góðum samningi fyr- ir hönd Hong Kong og ab allir íbúar nýlendunnar væru ánægðir með það samkomulag sem náðst hefði. „Þú ert hugs- anlega eina undantekningin," sagði frú Thatcher. Ákveðin straumhvörf urðu í Eldur í Tsjernóbyl Eldur braust út snemma í gær- morgun í geymsluskúr við kjamorkuverið í Tsjemóbyl í Úkraínu, en greiðlega gekk ab slökkva eldinn og engin hætta var á ferbum. Enn em tveir kjarnaofnar starfræktir í Tsjernóbyl og sjá þeir Úkraínubúum fyrir um 5% af þeirri raforku sem landsmenn nota. Stefnt er ab því að kjarn- orkuverinu verbi lokab um alda- mótin, en til þess að svo verði þarf fjármagn að koma frá Vest- urlöndum. -gb/Reuter sálarlífi íbúa á Hong Kong á þessum blaðamannafundi sem haldinn var eftir að Thatcher hafði staðfest samkomulag um að nýlendan komist undir kín- versk stjórnvöld árið 1997. Frá því samkomulagið var undirrit- ab hefur ýmislegt gerst og ýmis- legt breyst í nýlendunni þannig aö hún er ekki lengur sama auð- sveipa gullgæsin sem Kínverjar gátu vart beðið eftir aö koma höndum yfir meðan á samn- ingaviðræðunum stóð. Gæti staðið í Kínverjum Nýlendan, þar sem nú búa um 6,3 milljónir manna, er að vísu ennþá sama peningama- skínan og fyrrum, en stjórn- málalífið þar er orðið mun flóknara en áður var og ekkert sjálfgefið að Kínverjar eigi auð- velt meb að melta það ef þeir ætla sér að gleypa þessa gömlu nýlendu Breta með húð og hári. Samkvæmt sameiginlegri yfir- lýsingu Breta og Kínverja, sem undirrituð var 19. desember ár- ið 1984, eiga Kínverjar að taka yfirráðum eyjunnar þann 1. júlí 1997, eða eftir eitt ár. Samning- urinn kveður þó á um það að næstu fimmtíu ár, eba til 2047, njóti Hong Kong sjálfstæðis að mestu og megi halda sínum kapitalísku lífsháttum án af- skipta kínverskra stjórnvalda. Þetta samkomulag hefði verið óhugsandi ábur en Deng Xiaop- ing hóf umbætur sínar og opn- aði dyr Kínaveldis fyrir um- heiminum, a.m.k. til hálfs. Átökin á Torgi hins himneska friðar í júní 1989, þegar kín- verski herinn réðst af vægðar- lausri hörku gegn stúdentum og fjöldinn allur af frelsishetjum var settur í steininn, urðu síban til þess að hrista enn frekar upp í íbúum Hong Kong. Samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja var gert ráð fyrir því að fulltrúalýðræði myndi smám saman eflast í Hong Kong, en ekki var reiknað með skyndilegri breytingu á stjórnmálaástandinu. í kjölfar þeirra atburða, sem gerst höfðu, risu hins vegar upp á annan tug nýrra stjórnmálaflokka, þrýsti- hópa og verkalýðsfélaga, lög- gjafarferliö breyttist í átt til full- trúalýðræðis og miðstéttin fór ab skjóta upp kollinum. Allt þetta gerði það ab verkum ab stjórnmálin fóru að taka æ meir á sig mynd vestræns lýðræðis. Og þetta gerðist á sama tíma og lýðræðisþróun annars staðar í heiminum tók stökk fram á við þegar alræðis- og einræðis- stjórnir voru að líða undir lok hver á fætur annarri, í Austan- tjaldslöndunum og í Suður- Ámeríku og víðar. Árið 1990 gáfu Kínverjar út litla stjórnarskrá fyrir Hong Kong sem á að taka gildi þegar Kína tekur við yfirráðunum- af Bretum á miðju næsta ári. En árið 1992 hóf Chris Patten, þá nýorðinn ríkisstjóri Breta á Hong Kong, lýðræðislegar um- bætur sem fóru mjög fyrir brjóstið á Kínverjum. Líta Kín- verjar svo á að þar með hafi orð- ið trúnaðarbrestur á milli þeirra og Breta, enda hafi verið gengib út frá því í samkomulaginu frá 1984 að lýöræðisþróuninni yrði ekki hraðað, þannig að Hong Kong stæöi nokkurn veginn í sömu sporum árið 1997 eins og 1980. Dálkahöfundurinn Fanny Wong segir þó að það sé „ekki erfitt að sjá ab rót vandans er ekki beinlínis hr. Patten. Hún er árásin sem gerð var þann 4. júní á lýðræðishreyfinguna sem var að breiðast út um Kína árib 1989." Sterk undiralda Frá því 1984 hafa verið haldn- ir þúsundir mótmælafunda og mótmælagangna, sem og fjöld- inn allur af bænaskrám verið undirritabur. í mörgum tilvik- um hafa þátttakendur verið yfir milljón, og undirskriftirnar ver- ib yfir milljón. Állt bendir til þess að pólitísk átök verði áberandi á næsta ári. Kínverjar hafa bobað að lög- gjafaþingið, sem kosið er í al- mennum kosningum, verði leyst upp og í stabinn komi undirgefið þing sem stjórnvöld útnefna, og kalla það „bráða- birgðaþing" til þess að reyna að friða íbúa nýlendunnar. „Ég held að það verði mjög erfitt að horfa framhjá þeim væntingum sem orðið hafa til," segir Kathleen Cheek-Milby, höfundur nýrrar bókar um stjórnmálin í Hong Kong. „Kín- versk stjórnvöld eru býsna skammsýn vegna þess ab þau verða að gera sér grein fyrir því aö með því að þagga niður í lög- mætum fulltrúum þjóbarinnar eyðileggja þeir fyrir sjálfum sér hvað varðar stöðugleika á svæb- inu og hvaða gagn þeir geta haft af því." Emily Lau tekur undir þetta: „Enginn skyldi reikna með því að íbúar Hong Kong muni leggja nibur laupana þegar Kína tekur við stjórnvaldinu. Kannski hafa ekki allir þann kjark sem þarf til þess að rísa upp og segja hug sinn eins og ég, en ég var kosin í leynilegum kosningum, og það segir til um hverjar skoðanir þeirra eru núna." -gb/Reuter

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.