Tíminn - 27.06.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.06.1996, Blaðsíða 10
10 flKlMnlililtum Fimmtudagur 27. júní 1996 Vilhjálmur Hjálmarsson: Fjögur í boði — Kosningar í lýöfrjálsum löndum eru þýðingarmikl- ar. Þeir sem halda öðru fram fara, að minni hyggju, villur vega. Forsetakosningar á íslandi hafa ekki verið tíðar. Frá stofnun lýð- veldis 1944 hefur þjóðin verið svo gæfusöm að eignast góða for- seta og hver um sig gegnt emb- ætti um árabil. Þegar svo langt líður milli kosn- inga koma einatt upp nýir fletir er kemur að forsetavali. Það hefur til dæmis löngum verið kenning ýmissa áhugamanna um forseta- kjör að forðast beri að velja þá sem að marki hafa tekið þátt í stjórnmálabaráttu. Þetta virðist einnig hafa verið skoðun verulegs hluta kjósenda. Nú er þetta breytt. Skoðana- kannanir undanfarnar vikur hafa kollvarpað þeim viðhorfum og nánast í einu vetfangi. Það gerðist strax í byrjun, þegar stór meiri- hluti þeirra er spurðir voru lýsti stuðningi við aðgerðamikinn og umdeildan stjórnmálamann. Síð- an hefur sá maður haft afgerandi forystu í öllum könnunum. Enn fremur hefur fyrrverandi alþingis- maður, framarlega í sínum stjórn- málasamtökum, notið allmikils fylgis og vaxandi á sama vett- VETTVANGUR „Enn fremur hefur fyrrver- andi alþingismaður, fram- arlega í sínum stjómmála- samtökum, notið allmikils fylgis og vaxandi á sama vettvangi. Þannig hefur þjóðin lagt til hliðar fyrra viðhorfog við þann úr- skurð hljótum við að búa um sinn." vangi. Þannig hefur þjóðin lagt til hliðar fyrra viðhorf og viö þann úrskurð hljótum við að búa um sinn. Að venju er margt rætt og ritað um forsetakosningarnar — eins og vera ber. Sumt er því miður af þeim toga að ekki er til sóma. En margt er vitanlega vel meint, frómar hugleiðingar um það sem framundan er. Ég vík að tvennu. Forsetaembættið, eðli þess og embættisreksturinn ef svo má til orða taka, hefur verið rætt fram og aftur og oft í löngum ritgerð- um. í mínum huga er það mál þó afar einfalt. Eins og til var stofnað í öndverðu skal forseti íslands vera sameiningartákn þjóðarinn- ar og því meiri tengsl fólks og for- seta þeim mun betra. Forseti kem- ur og fram í nafni þjóðarinnar við ýmis tækifæri innan lands og ut- an. Hvort tveggja er þýðingar- mikið og það hafa fyrri forsetar staðfest í störfum sínum. Marg- vísleg önnur heillavænleg áhrif getur forseti haft, eins og högum háttar, og það þekkjum við öll. Lög og reglur um embættisstörf forseta íslands þurfa þó jafnan að vera til skoðunar, eðli málsins samkvæmt. Þrátt fyrir áðurnefndan „úr- skurð" fólksins í ótal skoðana- könnunum eru nokkrir enn að gera því skóna að sá, sem hefur verið umdeildur vegna stjórn- málaskoðana og starfa að lands- málum, geti trauðla orðið það sameiningartákn sem að er stefnt. Þetta stenst ekki dóm reynslunn- ar. Umdeildur stjórnmálamaður hefur áður setið á stóli forseta ís- lands við góðan orðstír — eftir mjög harða kosningabaráttu. Aðrir forsetar okkar, sem ekki áttu þingferil að baki, hafa vitanlega haft sínar skoðanir á ótal málum og alls ekki óumdeildar, en gegndu eigi að síður hinu virðu- fleiri lega embætti með sóma og nutu lýöhylli í ríkum mæli. Óneitan- lega styðja þessar staðreyndir við- horfsbreytinguna. í annan stað er það nú svo að störf alþingismanna og ráðherra annars vegar og starf forseta ís- lands hins vegar eru unnin hvort á. sínum vettvangi og að þeim staðið með nokkuð ólíkum hætti, sem af sjálfu leiðir. Stjórnmála- barátta og stjórnarathafnir eiga ekki aö fylgja forsetanum heim í Bessastaði fremur en prestvígðum alþingismanni í kirkjuna þegar Jóhanna Sigr. Siguröardóttir: Pétur er kletturinn Senn líður að þeim degi er ís- lenska þjóðin kýs sér for- seta, þann 5. í röðinni frá stofnun lýðveldisins. Við ís- lendingar erum lánsöm að búa viö þau mannréttindi að hafa forseta sem kjörinn er af þjóð- inni, okkur fólkinu í landinu. Þannig séð fellum við að vissu leyti dóm yfir sjálfum okkur eft- ir því hvern viö veljum. Því miður hefur það oft átt sér stað í veraldarsögunni að þjóðir og það stórþjóðir hafa valið svo sorglega rangt þegar þær völdu sér stefnu eða leiðtoga. Oft er eins og örlög verði ekki umflúin og stundum hefur það tekiö marga mannsaldra að græða sár og reyna að bæta, fyrirgefa og laga, ef ranglega var valið. I mínum huga er valið einfalt og í raun þykir mér lítt skiljan- legt hversu mjög það vefst fyrir mörgum að gera upp hug sinn. Þegar frambjóöendur komu VETTVANGUR „Pétur er eins og klettur- inn úr hafinu, fastur fyrir og trúr sannfœringu sinni. Hann er orðheld- inn og réttsýnn dreng- skaparmaður." fram hver af öðrum með mis- munandi stæl, varö ég ráðvillt- ari með hverjum deginum sem leið. En loks heyröist rödd sem var í senn látlaus, virðuleg og traust. Þetta var rödd Péturs Kr. Hafstein. Þarna var hann kom- inn, forseti íslands, hugsaði ég. Sannfæring mín styrktist því meir sem Pétur kynnti hug- myndir sínar um hvernig forseti íslands ætti að vera. Það eru einkum eftirfarandi 7 þættir sem þurfa að fyirfinnast í forset- anum, að mati Péturs: Forseti íslands skal... - vera trúverðugt sameiningar- tákn íslensku þjóðarinnar - rækja hlutverk sitt í stjórnskip- uninni með öruggum og ótví- ræöum hætti og djúptækri virö- ingu fyrir þingræðinu - meta vald sitt til synjunar laga- frumvarpa sem neyðarúrræði við sérstakar og ófyrirsjáanlegar aðstæður - leggja höfuðáherslu á skyldur sínar innanlands og koma jafn- framt fram af myndugleika fyrir hönd íslensku þjóðarinnar á er- lendri grund - skerpa vitund íslendinga um sjálfa sig sem frjálsa og fullvalda þjóð í samfélagi þjóðanna - reka embætti sitt með hóf- semd, látleysi og ráðdeild og alltaf innan fjárheimilda frá Al- þingi - vera traustsins verður. Helsti munurinn á Pétri og hinum frambjóðendunum er sá að það er óhætt að treysta orð- um hans. Hann er ekki eins og stjórnmálamaöur sem talar allt- af eins og vindurinn blæs I kjölfar upplýsingaraldar Enlightenment's Wake, eftir John Gray. Routledge, 203 bls., £ 19,99 í ritdómi í Times Literary Supplement 10. maí 1996 sagði Francis Fukuyama: „Líkt og Im- manuel Wallerstein lýsir John Gray því yfir, að frjálshyggjan sé uppurin og að hinu sögulega for- ræðisskeiði frjálshyggjunnar hafi lokið um leið og kalda stríðinu. Rökleiðsla hans að þessu marki er frá hægri fremur en vinstri og brýtur hún upp á alvarlegri vandamálum en rökleiðsla Wall- ersteins. ... Röksemdir Grays eru kunnuglegar og voru fyrir langa- um svo sem Burke og de Maistre. Hugsýnir hinnar frjálslyndu upp- lýsingaraldar voru sprottnar upp af þeirri von, að Fréttir af bókum ingarhefðir — allur hinn lífræni gljái þjóðfé- lagsins fyrir daga frjálshyggjunn- ar — vikju fyrir stjórnarháttum, byggðum á allsherjar skynsemis- hyggju (universal reason) og að samfélagsskipan gæti risið upp af samskiptum skyni gæddra, en eigingjarnra, einstaklinga." „í besta kapítuia bókarinnar lqpgq fraiq.settar af jþal^mönn-.........gy rftk; að hvi færö ab Jja&rað umbera ólík menningarleg við- horf (cultural differences) sé ekki eitt og hið sama og að gera ólík- _______________ um menning- um jafn hátt undir höfði. Sá er einmitt ásteitingarsteinn þeirrar fjöl- menningarstefnu, sem nú er framfylgt á Bretlandi og í Banda- ríkjunum, en hún snýst að lokum gegn ríkjandi þjóðlegum menn- ingarlegum viðhorfum. í stað þess að fræðast um George Wash- ington hlýba bandarísk börn nú á frásagnir af friöarstarfi Indíána- kvenna í Guatemala eöa af öðru áþekku, sem ætlað er ab styðja hugmyndafræðileg stefnumið ýmissa hópa. Og nú að sögn Grays er frjálshyggja Vesturlanda að breiða þessa níhílísku kenn- ingu út um alla jörðina í nafni al- heimsstefnu (globalisma)." „Þótt Gray hafi verið eindreg- inn stuðningsmaður Thatcher- isma snemma á níunda áratugn- um, heldur hann því fram að frjáls markaöur sé öndverður hvers konar grónum samfélags- háttum (settled community) og helsta orsök hnignunar þjóbfé- lagsstofnana yfirleitt." ____________________________■ ekki hann lætur af þingmennsku og tekur við fyrra starfi. Senn lýkur kynningum fram- bjóðenda og áróðri kosningaskrif- stofa meb atbeina áhugasamra einstaklinga. Á laugardaginn fær kjósandinn í hendur kjörseðil meb fjórum nöfnum, önnur nöfn koma ekki til greina! Samkvæmt landslögum ber honum að velja eitt þeirra og aðeins eitt, ella neyta ekki atkvæðisréttar síns (sem mér finnst alltaf jaðra við uppgjöf). Þetta er deginum ljós- ara og út frá því hljótum við aö móta afstöðu okkar hvert um sig — nú sem endranær þegar gengið er til kosninga. Ákvörðun okkar, hvers um sig, ætti ekki að varpa skugga á neinn þann frambjóöanda sem við ekki veljum. Það vil ég að minnsta kosti ekki gera með mínu vali. En mér sýnist Ólafur Ragnar Gríms- son hafa marga þá kosti til að bera sem gera muni honum kleift að rækja hib virðulega embætti með reisn, treysta tengsl þess við fólkið í landinu, stuðla að heil- brigðum lífsviðhorfum og sinna með sóma samskiptunum við umheiminn. Höfundur er fyrrverandi alþingismabur og rá&herra. hverju sinni og sem telur fólki jafnvel trú um að hvítt sé svart. Pétur er eins og kletturinn úr hafinu, fastur fyrir og trúr sann- færingu sinni. Hann er orðheld- inn og réttsýnn drengskapar- maður. Ýmsar fáránlegar spurningar hafa verið lagðar fyrir forseta- frambjóbendur. Sumum þeirra er vart hægt ab svara. Pétur hefur stabib sig afburða vel og svarað í stuttu, kjarnyrtu máli. Innantómt oröagjálfur er ekki hans aðferð til svars, hann kemur beint að efninu og held- ur rökfestu sinni út í gegn. Hjá sumum hinna frambjóð- endanna var orðskrúðið svo mikið að ég hafði gleymt spurn- ingunni þegar orðaflaumnum lauk. Pétur er sá sem segir mest í sem fæstum orðum. Hann mun alltaf verba sá sem stendur og fellur með sannfæringu sinni. Daginn sem Pétur tilkynnti frambob sitt var hann spurður hvort hann teldi að hann yrði næsti forseti lýðveldisins. Þá svaraði hann því til að þab væri bara einn sem réði því, Guð allra stétta. Ég veit ab Pétur gæti tekið undir með skáldinu Valdimar Briem er hann orti: Ég fel mig þinni fóðumáð, minn faðir elskulegi, mitt lífog eign og allt mitt ráð og alla mína vegi. Þú rœður öllu og ræður vel afríkdóm gœsku þinnar. Þín stjóm nœr jafnt um himins hvel og hjólið auðnu minnar. Ég hef sagt það við vini mína og ættingja að það sé í fínu lagi ab hugsa málið fram að kjördegi, en þegar í kjörklefann er komið, kjósiö þá Pétur Kr. Hafstein. —Höfu n d ur~er ke nna ri og sj ú k ra þjá I fa r i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.