Tíminn - 28.06.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.06.1996, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. júní 1996 flMttit 5 Bragi V. Bergmann: Óumdeildan mann á Bessastaöi að hefur komið glöggt í ljós síðustu daga að sum- ir frambjóðendur í for- setakosningunum á laugardag- inn beita ýmsum meðulum til að ná sér í atkvæði á enda- sprettinum. Einn talar um að forsetinn eigi að hafa bein af- skipti af kjaramálum og beita sér þannig fyrir hækkun lægstu launa og tveir tala um að forsetinn eigi að hafa sjálf- stæða utanríkisstefnu að meira eða minna leyti. Þeir tveir tala líka um að virkja málskotsrétt forsetans, þ.e. vald hans til að neita að skrifa undir lög frá Al- þingi og bera viðkomandi mál beint undir þjóðina. Á hálum ís Þessir frambjóðendur eru komnir út á hálan ís. Flestum er ljóst að um leið og forsetinn heftir bein afskipti af kjara- málum er hann þar með um leið oröinn miðdepill í arga- þrasi um kaup og kjör. Þar með yrði friðurinn um emb- ættið úti. Flestir gera sér einn- ig grein fyrir því að forseti get- ur ekki rekið sjálfstæða utan- ríkisstefnu í blóra við yfirlýsta stefnu Alþingis og ríkisstjórn- ar. Síðast en ekki síst held ég VETTVANCUR „Þessir frambjóðendur eru komnir út á hálan ís. Flestum er Ijóst að um leið og forsetinn hefur bein afskipti af kjaramálum er hann þar með um leið orðinn miðdepill í argaþrasi um kaup og kjór. Þar með yrði friðurinn um embœttið úti." að öllum sé ljóst að forseti mun ekki beita málskotsrétti sínum, hér eftir sem hingað til, nema í algeru neyðartil- viki, enda er hann þannig hugsaður. Ef forseti neitar að skrifa undir lóg frá Alþingi og ber þau undir þjóöaratkvæði og meirihluti þjóðarinnar reynist honum síðan ósam- mála, ber forsetanum að segja af sér. Forseti fslands hefur til þessa aldrei beitt þessum rétti sínum, og mun væntanlega .ekki gera það nema ef meiri- hluti Alþingis hyggst láta þjóðina ganga í Evrópubanda- lagið að henni forspurðri, eða í hliðstæðum stórmálum sem, með einum eða öðrum hætti, fela í sér afsal sjálfstæðis og fullveldis. Heibarleiki og stefnufesta Þau dæmi, sem ég nefni hér að ofan, eru einungis til marks úm það að þrír frambjóðendur af fjórum til forsetakosning- anna á morgun, beita öllum tiltækum brögðum til að krækja sér í atkvæði. Þeir eru ekki trúverðugir að mínu mati. Sá eini þeirra, sem ekki hefur fallið í þessa gryfju, er Pétur Ffafstein. Hann hefur haldið sínu striki og gefið skýr og heiöarleg svör við öllum spurningum sem að honum hefur verið beint. Hann hefur sýnt það allan tímann að hann er enginn lýðskrumari, heldur maöur sem metur heiðarleika og stefnufestu að verðleikum. Merki Vigdísar Ágæti lesandi. Ég hvet þig til að kjósa öfgalausan og óum- deildan mann á forsetastól. Ég hvet þig til að láta vafasöm kosningaloforð þrautreyndra pólitíkusa ekki villa þér sýn. Eg hvet þig til að stuðla að því með atkvæði þínu að Pétur Hafstein hljóti glæsilega kosn- ingu á morgun. Þar með fáum við forseta sem getur tekið við merkinu af frú Vigdísi Finn- bogadóttur, og — líkt og hún hefur gert svo glæsilega í 16 ár — haldið því hátt á lofti. Höfundur er fréttamaöur og býr á Akureyri. Móöir mín í kví, kví er eitt af atriöum í sýningum Feröaleikhússins. Dulmögn Bjartra nátta Bjartar nætur er heiti leiksýn- inga Ferbaleikhússins sem nú eru hafnar í Tjarnarbíói. Eru sýningarnar einkum ætlabar erlendum ferbamönnum og er textinn fluttur á ensku. Nú er 27. leikárib ab hefjast og er sýningin ab mörgu leyti end- urgerb frá fyrra ári. Sýnd eru brot úr íslenskri menningarsögu og hugarheimi þjóðarinnar frá ýmsum tímum. Skemmtanir víkinga koma við sögu og þjóðtrúin með sínum draugum og kynjaverum er dregin upp skýrum myndum á sviðinu. Þar líkamnast meðal annarra djákninn á Myrká og útburðurinn undir kvíaveggn- um, marbendill og fleira for- vitnilegt. Inn í þetta er vafið útlistun- um á náttúru landsins og basli þjóöarinnar og endirinn getur ekki oröið dramatískari. Ragna- rök eins og í Niflungahring Wagners. Sýningar eru á hverju kvöldi nema á sunnudögum og verður leikhúsið starfrækt yfir sumar- mánuðina eins og endranær. Það er Kristín G. Magnús sem er driffjöörin í uppsetningum og sýningum Bjartra nátta. Hún fer einnig með fleiri hlutverk í sýningunni og er sögumaður sem útskýrir og tengir atriðin. Aörir leikarar og listamenn koma einnig að sýningunni að vanda. ■ Strúturinn og sandurinn Mannskapurinn er alltaf að halda ráðstefnur, vítt og breitt um veröldina. Þangað þyrpast ábúðarfullir kontóristar með band um háls og stresstösku í hendi og ræða saman. Já mikil ósköp, mart er nú skrafað í glæstum sölum. Sameinuðu þjóðirnar héldu nýlega eina svona glæsisalaráð- stefnu í Tyrklandi. Liðib kom saman til að velta fyrir sér vandamálum stórborgarlífs. Þegar hver hafði lokað sinni möppu og haldið til síns heima, lýsti einn af tíu „fulltrúum ís- lands" á ráöstefnunni því yfir, að eiginlega hefði landinn ekki átt neitt erindi á títtnefnda ráð- stefnu. Ekki er laust við að ég sé honum sammála, að vissu marki þó. En forsendur yfirlýsingar- innar þykja mér nokkuö furðu- legar. Hann vildi sem sagt meina það, blessaður maðurinn, að flest þeirra vándamála, sem þarna hefðu verið rædd, væm löngu leyst á íslandi. í því sam- bandi nefndi hann sérstaklega húsnæðismálin. Nú er það svo, að samtímis því sem launavísitalan var tekin úr sambandi og verðtrygging sett á lán, að mig minnir árið 1980, skertust laun fólks um fjórðung. Allar forsendur íbúðarkaupenda voru því brostnar í einu vet- fangi, með þeim afleiöingum að þúsundir heimila urðu gjald- þrota og/eða flosnuðu upp. Hafa ýmsir ekki rétt úr kútnum enn þann dag í dag. Sú miskunnar- lausa láglaunastefna, auk yfir- standandi atvinnuleysis, hafa þess utan gert ungu fólki mjög erfitt fyrir á húsnæðismarkaðn- um. Að vísu munu þess fá dæmi, enn sem komið er, að fólk búi í tjöldum, þótt ekki sé það óþekkt. Hitt er algengt að það neyðist til að leigja á okurverði, eins þótt leiguhúsnæðið sé stundum ekkert annað en heilsuspillandi greni. Þess utan gerist það nú æði algengt að húsnæði, sem SPJALL Pjetur Hafstein Lárusson ætlað er einni fjölskyldu, sé nýtt af tveimur. í daglegu tali kallast það „Hótel mamma". Allt hefur þetta sýnilega farið fram hjá Tyrídandsfaranum sem hér um ræðir. Við því væri svo sem ekkert að segja, nema fyrir þá sök að maðurinn á víst að heita alþingismaður. Hann er að vísu ekki í hópi þeirra atkvæða- mestu á þingi. A.m.k. gæti ég ekki unnið mér það til lífs að muna hvað maðurinn heitir. Nú er það svo að af alþingis- mönnum verður ekki með nokkurri sanngirni krafist meiri almennrar þekkingar á þjóðfé- lagsmálum en gengur og gerist. Til hins má og á að gera skýlausa kröfu, að undirstöðuatriði sam- félagsins séu þingmönnum ekki framandi. Sá hrikalegi húsnæð- isvandi, sem nú blasir við ungu fólki og raunar fleirum, er afleið- ing vaxandi misskiptingar ver- aldlegs auðs í landinu. Þessi mis- skipting er grundvallaratriði þess þjóðskipulags, sem viö ís- lendingar búum nú við. Hinn ónefndi alþingismaður, hvers orð hér hafa verið gerð að umræðuefni, er hvorki betri né verri en obbinn af þeim sem hreykja sér hátt á landi hér, nú á tímum vaxandi siðblindu og meðfylgjandi skeytingarleysis um hag þeirra sem minnst mega sín. En ekki er öll nótt úti enn. Sumarið er rétt að byrja og langt til næsta þings. Hver veit nema þingmaöurinn noti orlofiö til að kynnast því samfélagi, sem hon- um er ætlað að setja lög, í stað þess að stinga höfðinu í sand- inn. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES ER LÍF EFTIR BESSASTAÐI? Hver er ab verba síbastur ab skipta um skobun ábur en næsti forseti verður kosinn. Skobana- kannanir benda til að enn vanti herslumuninn til ab Pétur Kr. Hafstein nái kjöri. Vib stubnings- menn hans heitum á kjósendur ab taka daginn snemma. Hitt er svo annab mál ab allt hefur orbib óhamingju íslands ab vopni frá því íhaldib hóf opinber- lega ab skipta sér af forsetakjör- inu og senda pípulagningamenn sína í blöðin. Þab er eins og þeir haldi ab ekkert líf verbi eftir kosn- ingar, ef Ólafur Ragnar Grímsson kemst að. Maður gerir ekki svona. Davíð Oddsson sagði á sínum tíma ab þrennt klyfi Sjálfstæbis- flokkinn í herðar niður: prófkjör, prestkosningar og forsetakjör. Þetta eru orb ab sönnu. Sjálfstæbisflokkurinn hefur engan heilsteyptan hugsjóna- grunn að byggja á tilveru sína. Ekkert utan hagsmuni og frama- vonir þeirra manna, hverra fjöl- skyldur eiga flokkinn og þrífast í skjóli hans. Á þeirra vegum starfa sveitir á borb vib pípulagninga- mennina og gefa tóninn í for- setakjöri. Gub blessi hinn al- menna flokksmann. Mabur gerir ekki svona. Pistilhöfundur gekk til al- mennra verka í Valhöllu Sjálf- stæbisflokksins vib Suburgötu á stuttbuxnaárum sínum í Heim- dalli á vibreisnartíma. Hann man ekki eftir Davíb Oddssyni frá þeim árum, ab minnsta kosti ekki í Sjálfstæbisflokknum. Hins vegar man pistilhöfundur vel eftir Davíb úr skólapólitík Menntaskólans í Reykjavík. Þá var Davíð Oddsson skærust stjarna vinstri manna og björtust von í átökum vib fulltrúa Heimdallar um embætti skólafélagsins. Formabur Sjálfstæbisflokksins ætti því að hafa sérstaka vel- þóknun á fyrrum formanni Al- þýbubandalagsins vegna sameig- inlegs uppruna á svipubum ferli í pólitík. Að vísu hóf Ólafur Ragnar feril sinn í Framsóknarflokki í mibju litrófi stjórnmálanna á meðan Davíð baub sig fram vinstra megin vib mibju. En þab ætti ekki ab koma ab sök, þar sem Ólafur flutti sig snemma yfir á demókratískan hluta vinstri vængsins og hefur haldib þeirri stöbu þrátt fýrir liðhlaup Davíbs í Sjálfstæðisflokkinn. Orþódoxar og pípulagninga- menn íhaldsins ættu ab ganga hægt um glebinnar dyr á Bessa- stöbum. Ólafur Ragnar Grímsson fellur vel ab þeim demókratíska fjölda framsóknarmanna sem ber uppi kjörfylgi Sjálfstæbisflokksins. Ólafur Ragnar Grímsson ætti því vel ab geta orbib hinum al- menna sjálfstæbismanni ekki lak- ari forseti en Davíb Oddsson hef- ur reynst flokksmönnum formab- ur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.