Tíminn - 28.06.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.06.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. júní 1996 7 TIIVIINN KYNNIR FORSETAFRAMBJOÐENDUR 1996 mannréttindi að fólk á íslandi geti séð fyrir sér með dágvinnulaunum sínum. Að það sé í raun og veru mœli- kvarði á siðmenningu einnar þjóðar hvort fólk getur séð fyrir sér með því að vinna fullan vinnudag..." Hjónin Gubrún Agnarsdóttir og Helgi Valdimarsson, lœknar og sérfrœöingar, á einum af tugum vinnustaöa- funda, sem þau sóttu. Tímamynd Pjetur. Guörún Agnarsdóttir í önnum á Alþingi í maí 1984, hér á tali viö Stein- grím j. Sigfússon og Kristínu Halldórsdóttur. TímamyndAri málum. Eflaust hefur henni fundist að baráttumálum kyn- systra hennar hafi lítt þokað fram frá málfundinum í Versló forðum. Allavega kaus hún að taka þátt í starfi Kvennalistans, og var kjörin á þing 1983 og var þingmaður til 1990. Enn í dag heyrast raddir frem- ur óvinveittar konum. Til dæmis hefur heyrst á opinberum vett- vangi að nú sé nóg komið af veldi kvenna á Bessastöðum. Guðrún tekur ekki undir þetta. „Mér finnst staðhæfingar af þessu tagi fáránlegar, ekki síst er það fáránlegt þegar við höfum notið þess að eiga forseta sem hefur borið hróður landsins víða um heim og staðið sig með ein- stakri prýði og sóma. Þegar Vig- dís er að ljúka sínu mikilsverða brautryðjendastarfi, þá er það skrítið að menn skuli ekki skilja að hún var að ryðja brautina fyr- ir konur. Ég held hún hafi verið mjög gott fordæmi fyrir bæði drengi og stúlkur á íslandi og sé einmitt sönnun þess hve vel konur geta sinnt þessu starfi. Sem betur fer hef ég bara heyrt tvær manneskjur segja þetta í mín eyru á ferðum mínum um landið. Þetta voru auðvitað nei- kvæðar eldri manneskjur sem treystu ekki konum innfyrir þröskuld, annáluð hrútshorn á sínum stöðum, sem höfðu allt á hornum sér. En mikilvægast af öllu er að við viðurkennum og hegðum okkur samkvæmt því, að konur og karlar eigi að vera jafn gjaldgeng til allra embætta í þjóðfélaginu. íslendingar mundu vera að gera eitthvað einstakt ef þeir í annað sinn kysu konu til forseta. Auðvitað finnst mér það samt skipta meginmáli hver sá einstaklingur er. Hvaða stefnu- mál, hvaða lífsgildi manneskjan hefur, og hversu trúverðugur er- indreki hún getur reynst fyrir þetta erindi sitt. Þetta er megin- málið í mínum huga," sagöi Guðrún Agnarsdóttir. Málskotsréttur forseta ísiands er sífellt í umræðunni. Hvert er álit Guörúnar Agnarsdóttir á þeim rétti? Abild ab ESB bent til þjóbarinnar „Mér finnst þetta nauðsynleg heimild sem eigi að grípa til ef um er að ræða mál sem varðar frelsi, fullveldi eða sjálfstæði þjóð- arinnar. Mér finnst þetta vera neyöarúrræði, sem ekki eigi að nota í tíma og ótíma, einungis ef um slík mál er að ræða. Ég get nefnt þér dæmi um mál af því tagi, sem mundu knýja mig til að grípa til málskotsréttarins. Annars vegar ef til umræðu væri umsókn um aðild að Evrópusambandinu án þess að menn hefðu ætlað að bera það undir þjóðina. Þetta fyndist mér svo afdráttarlaust að ég mundi ekki einu sinni þurfa undirritun verulegs hluta þjóðar- innar til að grípa til málskotsrétt- ar. Hitt atriðið sem ég get nefnt eru dauðarefsingar. Það er ótví- rætt í mínum huga að það er mál af þeirri tegund að mér finnst að þjóðin ætti að greiða um það at- kvæði. Auðvitað vona ég að slíkt mál komi aldrei upp á íslandi," sagði Guðrún Agnarsdóttir. „Ég hef lagt mikla áherslu á það í þessari kosningabaráttu að áhrifavald forsetans sé mikilvægt. Að hann geti verið málshefjandi getur verið mjög árangursríkt. Eitt af þeim málum sem ég kom með inn í þessa umræðu í að- draganda kosningabaráttunnar er einmitt að þjóðin eigi samkvæmt lögum rétt á því að greiða at- kvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál eftir settum reglum. Þá yrði niðurstaðan í slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu ann- að hvort bindandi eða ráðgefandi fyrir Alþingi. Þetta var mál sem ég kom með inn í umræðuna. Allir aðrir forsetaframbjóðendur hafa tekið undir þetta mál og stutt það sem sýnir og sannar hvernig málshefjandi getur feng- ið aðra með sér til að styðja við mikilvæg mál," sagði Guðrún. Fólkib og dagvinnu- launin „Annað mál sem ég hef komið með í umræðuna er mikilvægi þess að við lítum á það sem mannréttindi að fólk á íslandi geti séð fyrir sér með dagvinnu- launum sínum. Að það sé í raun og veru mælikvarði á siðmenn- ingu einnar þjóðar hvort fólk getur séð fyrir sér með því að vinna fullan vinnudag, ha.ft jafn- framt tíma til að ala upp börnin sín og sinna fjölskyldunni og taka þátt í þjóðlífinu. Þessi um- ræða hefur ieitt af sér umræðu um lágmarkslaun í landinu og launakjörin. Og hún hefur leitt til þess að allir forsetaframbjóð- endurnir hafa lýst því yfir að þau laun séu ekki sómasamleg. Þetta styður málefnið, það veitir því ákveðinn byr og styrkir þá í sessi sem eru aö reyna að breyta þess- um málum. En að sjálfsögðu get- ur forseti ekki hækkað launin í landinu eða staðið í kjaradeilum, né blandað sér í flokkspólitískar þrætur um leiðir að markmiðum. En hann getur bent á ákveðna lágmarksstaöla sem þurfa að vera í einu samfélagi, eða þau gildi sem eru brýn og mikilvæg, kjöl- festa, til þess að samfélagið verði siðmenntað. Og forsetinn er sameiningarafl og hlýtur að leggja áherslu á gildi eins og sam- ábyrgð, samhjálp og samvinnu. Óttast atgervis- flóttann Mín áherslumál hafa auk þess- ara tveggja sem ég nefndi, kannski lotið að því hvernig við getum best varðveitt sjálfstæði okkar sem þjóðar. Það er ekkert sjálfgefið eða öruggt og viö þurf- um að vera vakandi fyrir því og standa vörð um það. Ég óttast ekki að við verðum hernumin eða slíkt. Ég óttast atgervisflótta, að við náum ekki að nýta þá hæfileika sem búa með þjóðinni, með því að rækta fólkið og mennta það með fjölbreyttri menntun sem höföar til þeirra ólíku hæfileika sem við búum yf- ir. Sérstaklega vil ég að verk- menntun verði hafin til vegs og virðingar, því mér finnst að við höfum vanrækt hana, jafnvel lit- ið niður á hana meb ýmsum hætti. Vib gerum til dæmis ekki eins mikið úr því þegar fólk lýkur verkmenntanámi eba starfs- menntanámi af einhverju tagi og við gerum þegar fólk lýkur námi úr framhaldsskóla eða háskóla. Það er ákveðinn sýnileiki í því hvernig við hegðum okkur gagn- vart nemendum. Við þurfum að breyta þessu vegna þess að verk- menntunin er samofin grund- vallaratvinnuvegum okkar. Við verðum að hafa verkmenntun í hávegum og sýna henni fulla virðingu. Við megum engan huga, engar hendur, missa. Mest af öllu þurfum við að rækta og hlúa að hugvitinu, svo við kom- um auga á nýjar leiðir til at- vinnusköpunar. Þetta er lykilat- riði í framtíðinni. Ef við finnum ekki leiðir fyrir unga fólkib okkar sem er ab fara utan til mennta, ef við finnum ekki leið fyrir það heim, getum ekki búið í haginn fyrir það þannig að það geti nýtt menntun sína og sé ekki að sli- gast undan greiðslum af náms- lánum og húsnæðislánum, þá kemur það einfaldlega ekki til baka," sagði Guðrún Agnarsdótt- ir. Sambýlingarnir for- seti og forsætisráb- herra Guðrún segir að forseti og for- sætisrábherra séu í sambýli í stjórnarráðshúsinu, aðeins mjór gangur á milli. Þeir eiga með sér fund einu sinni í viku og þar geti forseti komið skoðunum sínum á framfæri. „Þá skiptir miklu máli að vin- samlegt samband sé milli forsæt- isráðherra og forseta, að forset- inn sé manneskja, sem talar þannig að tekið sé mark á orðum hennar eba hans," sagði Guðrún. Guðrún sagðist einnig leggja áherslu á ab forsetinn væri sem allra sýnilegastur í þjóðfélaginu við ýmsa atburði, til dæmis skólaútskriftir. Forseti geti líka efnt til hvatningarverðlauna fyrir nemendur. Unga fólkið þarfnist stuðnings. Það væri vissulega kvíðvænlegt þegar 35 til 40% af nemendum grunnskóla spjörubu sig ekki sem skyldi á prófum. Góbar fréttir og slæmar „Flestar spurningar á fundum mínum um land allt hafa snert afkomuna, afkomu plássins, fer skipið, missa þau skipið, hvað verður um afkomu fólksins. Á þessum fundum er maöur að hlusta á fólk, þá ræðir það um sína hagi, kjör sín og aðstæður. Þetta hefur verið geysilega fróð- legt, eins og krefjandi námskeið um það hvernig eitt þjóðfélag starfar. Mér finnst ég barmafull af góðum dæmum, gæti sagt góðar fréttir og slæmar vikum saman," sagði Guðrún Agnars- dóttir. „Góðu fréttirnar eru til dæmis frá snjóflóðasvæðunum, Súðavík og Flateyri. Það snart mig mjög að heimsækja þessa bæi, bæði að sjá verksummerki flóðanna, en ekki síður ab finna baráttuþrek fólksins. Að sjá hágæða rækju- verksmiðju í Súðavík sem sækir stöðugt í sig veðriö. Eða kúfisk- framleiðslu ungra manna á Flat- eyri, sem hafa ekki við aö fram- leiða fyrir Bandaríkjamarkað og hafa strangara gæðaeftirlit en ætlast er til af þeim. Á Sauðár- króki hitti ég menn sem höfðu fundið aðferð til að súta ástral- skar gærur þannig að enginn leikur þab eftir þeim að gera þær eins mjúkar. Þeir súta líka fiskroð af stóra hlýranum, eitthvert sterkasta skinn sem hægt er að fá í skó og fatnaö. Ég sá möguleika fyrirtækis á því að vinna hlaup úr fiskroði í samvinnu við Kanada- menn, sem síðan er hjúpað utan um lyf og seinkar upptöku lyfj- anna í líkamann, sem getur verib mjög eftirsóknarvert. Þannig gæti ég lengi haldið áfram, en nefni til frábært starf í þágu aldraðra sem vinna listmuni þrátt fyrir fötlun sína," sagði Guðrún Agn- arsdóttir. En vondu fréttirnar sagbi Guð- rún fyrst og fremst vera misskipt- ingu afkomunnar, milli lands- byggðar og höfubborgarsvæðis, en líka eftir þeim störfum sem fólk vinnur. „Fólk kvartar ekki mikiö en það er fyrst og fremst afar þraut- seigt og duglegt. Þessi mikla um- ræba um orðuveitingarnar end- urspegla ab ég held misskiptingu virðingarinnar. Það njóta nefni- lega ekki allir sömu virðingar þótt þeir vinni í raun jafn verð- mæt störf," sagði Guðrún Agn- arsdóttir að lokum. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.