Tíminn - 28.06.1996, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.06.1996, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 28. júní 1996 25 metra útilaug í Grafarvogi Borgarráb hefur fallist á aö hafin verhi hönnun á sund- laugum vib íþróttamibstöb- ina í Grafarvogi. Gert er ráb fyrir 25 metra útilaug fyrir almenning og 12,5 metra innilaug fyrir kennslu. Jafn- framt verbi hætt vib bygg- ingu kennslulauga vib ein- staka skóla, þ.m.t. Rima- skóla. í tillögum borgarverkfræb- ings er gert ráb fyrir ab úti- sundlaugin verbi sunnan vib íþróttahúsiö en á milli liggi tengibygging á tveimur hæb- um. Tengibyggingin er aö hluta byggb og á efri hæö hennar er þegar „göngugata" ásamt snyrtingum, ræstiklefa og möguleika á söluabstöbu fyrir veitingar. Gert er ráö fyrir ab laug og búningsklefar séu í sömu hæb og núverandi anddyri íþrótta- hússins þar sem fyrir hendi eru snyrtingar og aöstaöa fyrir miba- og veitingasölu. Baö- og búningsklefar eru byggöir í tengslum vib núverandi göngugötu og er reiknaö meö byggingu ab grunnfleti um 500 fermetrar. Útilaugin verður 25 X 12,5 metrar að stærð og útisvæði umhverfis hana um 1200-1400 fermetrar. Þar verða tveir heitir pottar og vatnsnuddpottur, vaðlaug, eimbað og útiskýli. Svæðið verður afgirt með sól- baðsaðstöðu. Kennslulaugin verður 12,5 x 8,5 metrar að stærð. Hún verð- ur yfirbyggð, alls um 250-300 fermetrar. Áætlaður heildarkostnaður viö sundlaugarnar er 300-385 milljónir króna. Eins og áður segir er ákvörð- un um gerð tveggja lauga við íþróttamiðstöðina í Grafarvogi byggð á því að hætt verði við byggingu kennslulauga við einstaka skóla. Þó er gert ráð fyrir að við endurskipulagn- ingu í miðhverfi Borgarhverfa við Spöng verði haldið opnum framtíðarmöguleika á 25 metra kennslulaug. -GBK Leiðrétting Villa slæddist inn í frétt blaðsins á þriðjudag um strand Fagraness- ins. Þar stóð að skipstjóri hefði þurft ab fara heldur meira í stjórnborða. Eins og kunnugir hafa vafalaust áttað sig á hefði skipstjórinn átt að stýra heldur meira í bakborða. ■ Árið 1898 fær Einar Magnússon erfða- festurétt á landi í kringum bæ sinn Holtastaði við Laufásveg. Einar var skyldaður til að leggja til af kálgarðslóö sinni, 15 x 30 álnir, undir framleng- ingu Laufásvegar, án þess að geta krafið bæinn um girðingar fram meö vegin- um. í maí 1905 fær Einar Magnússon leyfi til að reisa hús, 9x9 álnir, að við- bættum skúr, 2x2 álnir, á hluta lóðar sinnar á Holtastöðum. Þab hús var Bergstaðastræti 62. Sama ár afsalar Ein- ar húsinu og landi sem því fylgdi til dóttur sinnar Veróniku. Það er tekið fram milli kaupanda og seljanda að ef sérstakur ávinningur, svo sem gull, sé fyrir hendi í landinu, sé það eign selj- anda. Fyrsta brunaviröingin á húsinu var gerð í september 1905. Þar segir að Ein- ar Magnússon hafi byggt einlyft hús með 3 1/4" risi á Bergstaðastræti. Hús þetta er byggt af bindingi, klætt utan meö plægðum borðum, pappa, listum og járni þar yfir. Það er með járnþaki á plægöum 1" borðum, með pappa í milli. Innan á bindingi er pappi og milligólf í neðra bitalagi. Niðri í húsinu eru þrjú íbúðar- herbergi, eldhús og fastur skápur, sem allt er þiljað. Tvö af herbergjunum eru með pappa á veggjum, en striga og pappa í loftum. Allt málað. Kjallari er undir öllu húsinu, þrjár álnir á hæö. Við vesturgafl hússins er inngöngu- skúr með risi og kjallara. Hann er byggbur eins og húsið, hólfaður í tvennt. Samkvæmt manntali frá árinu 1905 búa á Bergstaðastræti 62: Einar Magn- ússon, fæddur 1. september 1832, Ver- ónika Hallbjörg Einarsdóttir, fædd 4. febrúar 1877, Þórður Helgi Þórðarson, maður Veróniku, og dæturnar Magnea Dagmar og Guðrún Ágústa. Einar var fæddur að Borg á Landi (Stóruvallasókn). Hann var sonur Magnúsar Einarssonar bónda á Borg, síðar í Valdakoti, og konu hans Stein- varar Jónsdóttur. Kona Einars var Guð- rún Jónsdóttir, fædd 20. júlí 1833, dóttir Jón Erlendssonar bónda á Mið- engi í Grímsnesi, síðar á Torfastöðum í Grafningi, og konu hans Ingibjargar Sæmundsdóttur. Einar og Guðrún bjuggu fyrst á Torfastöðum, síbar á Lambastöðum og Gljúfurholti. Þau eignuöust ellefu börn, en sum þeirra dóu í æsku. Einar bjó í nokkur ár á Skrauthólum á Kjalarnesi og þaðan flytur hann til Reykjavíkur árið 1896. Hann er skráður eigandi að Holtastöðum við Laufásveg áriö 1898. Verónika dóttir hans var ráðskona hjá föður sínum eftir að móðir hennar lést, bæði á Skrauthólum og eftir að hann fluttist til Reykjavíkur. Á Holta- stöðum hafði Einar hesthús neðar á lóðinni og nokkra hesta sem hann kom með frá Skrauthólum. Einar var mabur óvenjulega hagur, bæbi á tré og málma. Hann var hraust- menni, hafði skarpa sjón og notaði aldrei gleraugu. Hann var mikib nátt- úrubarn og var sagt í gamni að hann heyrði grasið gróa og ull vaxa á sauð- um. Hann var framúrskarandi vel gef- inn maður og listfengur með afbrigð- um. Eftir að hann kom til Reykjavíkur lifði hann á smíðum og eignum sínum. Bergstabastrœti 62 niburnítt á sínum gamla stab. Bergstabastræti 62 Einar var vel ritfær og eftir hann eru til greinar og þættir sem hann skrifaði í Dýraverndarann. Hann lést 23. febrú- ar 1920. Við manntal, sem tekiö var í desem- ber 1916, búa á Bergstaðastræti 62: Ver- ónika Hallbjörg, Þórbur Þórðarson, dætur þeirra Magnea Dagmar og Guð- rún Ágústa, Einar Magnússon, fabir Veróniku, og systir hans Þóra Magnús- dóttir. Þóra kom til Reykjavíkur austan úr Landmannahreppi 1906 og bjó í skjóli frænku sinnar og manns hennar Þórðar Þórðarsonar sjómanns, sem minnst ér sem sérstaks prúðmennis. Dætur Veróniku og Þórðar giftust báðar landsþekktum mönnum. Magn- ea Dagmar giftist Jóhanni Þ. Jósefssyni, alþingismanni og síðar ráðherra, og Guðrún Ágústa giftist Ásgrími Sigfús- syni útgerðarmanni. Eftir ab Ver- ónika var orðin ekkja og dæturn- ar farnar að heiman, leigði hún út herbergi. Leigjendur hennar voru yfirleitt ungt fólk sem sótti skóla. Bæði það að stað- urinn var vel staðsettur rétt vib Menntaskólann og svo hitt að leigjend- ur höfbu gott atlæti og fundu sig sem heima, gerbi það að verkum að fólk ílengdist þarna. Margir landsþekktir menn bjuggu í Verónikuhúsi á námsár- um sínum. Þar má nefna Einar Guðna- son, sem síðar varð prestur í Reykholti. Einar kenndi einnig við héraðsskólann þar á staðnum. Þorsteinn Einarsson frá Löngumýri bjó þar á námsárum sínum og einnig Þórgnýr Guömundsson frá Sandi. Ásdís Jóhannesdóttir frá Efra- Nesi í Stafholtstungum var ein af þeim sem bjuggu hjá Veróniku á námsárum sínum á meöan hún var í Kennaraskól- HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR Bergstabastrœti 62 þar sem þab stendur nú, í landi Efri-Brúnavalla. anum. Lýsing Ásdísar á henni er á þessa leið: „Verónika var sérstök kona, ákaf- lega falleg, skemmtileg og gamansöm." Það var venja hjá Veróniku og dætr- um hennar að einu sinni á sumri fór öll fjölskyldan saman í ferðalag. Þá var tekinn bíll á leigu hjá Bifreiðastöð Steindórs og oft lá leiðin norður í land eða í aöra landshluta. Verónika og fjöl- skylda hennar þekktu marga, því marg- ir komu á heimilið og gestrisni þar mikil. Enn í dag eru þessi ferðalög í fersku minni þeirra fjölskyldumeðlima sem þá voru börn. Verónika lést 5. desember 1964. Fljótlega eftir lát hennar var húsið selt og um tíma stób það autt. Um það leyti frétti Helgi Thorvalds- son ab ekki væri búið í húsinu og það lægi undir skemmdúm. Helgi hafbi áhuga á því, ef þab væri falt. Þab var ár- ið 1972 sem Helgi færbi þetta í tal við skólabróöur sinn, Jón Haraldsson, son Haraldar Björnssonar leikara. Stefán Haraldsson, bróbir Jóns, átti húsið, en ætlaði að byggja á lóðinni. Stefán gaf Helga húsið með því skilyröi að hann kæmi því af lóðinni. Bergstaðastræti 62 skipti þá um eigendur og var síðan flutt 13. júní 1973, austur að Efri-Brúnavöll- um. Jón Ólafsson á Efri-Brúnavöllum lét Helga hafa land undir húsið. Helgi Thorvaldsson, kona hans Helga Péturs- dóttir og fjölskylda þeirra hafa gert húsið upp og lagt í þab ómælda vinnu. Þar er nú þriggja herbergja íbúb, eldhús og snyrting ásamt inngönguskúr. Búið er að innrétta risið og gera ab svefn- lofti, en þar var áður geymsluloft. Stigi upp á loftið var færður úr eldhúsi í stofu. Skipt hefur verið um tvo glugga hússins og einum glugga bætt við á annan stafninn. Þegar pappi og strigi var tekinn af veggjum í herbergjum, kom í ljós heil- legur panill. Milliveggur var tekinn til að fá meira pláss. Heitt og kalt vatn er í húsinu og frárennsli. Einnig er búið aö rækta upp lóöina í kringum það. Húsib fer vel við umhverfið og þeim hjónum þykir ákaflega vænt um það. Þau segja að góður andi sé í húsinu og vakað sé yfir velferð þess og þeirra sem þar búa. Bergstaðastræti 62, húsið sem þúsund- þjalasmiðurinn og bóndinn frá Skraut- hólum byggði, er nú komið langleiðina þangað sem Einar fæddist og ólst upp. Þetta hús á mikla sögu, þó að hér hafi verið stiklað á stóru. Bygging hússins, saga íbúanna og að endingu flutning- urinn austur gefa því ævintýralegan blæ. Helgi Thorvaldsson fékk götuheita- skilti hjá umsjónarmanni húsnúmera og setti á húsið. Það er mjög sérstakt, en um leiö skemmtilegt ab hús, sem búiö er að flytja, beri enn nafn götunn- ar sem það upphaflega var reist við. Þeir sem hafa búið eða komið á Berg- staðastræti 62 — bæði á meðan húsið var á sínum upphaflega stað og einnig þeir sem hafa komið þar eftir ab það var sett niður á landi Efri-Brúnavalla — segja að þar sé sérstaklega notalegt. Þab sama gildir og í tíb Einars Magn- ússonar og Veróniku dóttur hans að þar er enn gestkvæmt og húsbændur vinamargir á Bergstaðastræti 62.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.