Tíminn - 29.06.1996, Síða 4

Tíminn - 29.06.1996, Síða 4
Wmbm Laugardagur 29. júní 1996 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Cubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Sfmbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Úrslitin rábast í kjörklefanum Ekki er auðvelt að greina á milli hvort hafi meiri áhrif á fylgi í þeirri kosningabaráttu sem nú er á enda, framganga frambjóðenda eða margendurteknar skoðanakannanir og útlistanir á þeim. Skoðanakann- anir og baráttuaðferðir eru mun meira fréttaefni en það sem sjálfir frambjóðendur hafa fram að færa. Að sama skapi eru niðurstöður kannanna meira áber- andi í tali manna á meðal en boðskapur þeirra sem sækjast eftir embætti forseta íslands. Þetta er að vonum þar sem kosningabaráttan er af- ar kurteis og minnist frambjóðendur hver á annann er það vart til annars en að hæla mótframbjóðendum fyrir mannkosti og hæfni til að rækja embættið sem keppt er að. Afleiðingin verður heldur daufur aðdragandi kosn- inganna þar sem allir frambjóðendur virðast hafa nokkurn veginn sömu markmið og hyggjast rækja embættið á svipuðum nótum. En breytilegar niðurstöður skoðanakananna færa líf í leikinn og eru kærkomin tilefni til að halda umræð- unni vakandi meðal kjósenda. Til að skerpa hana enn fremur eru sérfræðingar, margir sjálfskipaðir, fengnir til að rýna í niðurstöður og útskýra þær, hver með sínu nefi. Mörgum þykir nóg um þau áhrif sem kannanir og útlistun á þeim hafa á skoðanamyndun og þar með úrslit forsetakosninganna. Það þýðir t.d. ekki að neita því að það voru skoðanakannanir sem ollu því að einn frambjóðenda dró sig í hlé þegar langt var liðíð á kosningabaráttuna. Það breytti fylgismynstrinu verulega. Nú er kosningadagur runninn upp og kjósendur munu greiða atkvæði eftir bestu sannfæringu hvern- ig sem hún er til orðin. Nú mun hver og einn greiða atkvæði um hvaða frambjóðanda hann vill helst sjá í embætti forseta íslands næsta kjörtímabil. í lög- vernduðu umhverfi kjörklefans munu úrslitin ráðast og þjóðin fær þann forseta sem flesjtum kjósendum líst best á. | Frambjóðendur hafa rekið sína kosningabaráttu á heiðarlegan hátt og varast að bera hvér annan sökum eða beitt ódrengilegum aðferðum. Það er annarra sök ef einhvers staðar er farið offari og þá helst í því skyni að gera einstaka frambjóðendur tortryggilega í aug- um kjósenda. Frambjóðendur eiga hvsorki að gjalda fyrir slíkt né græða á þvílíkum tiltektum. Þegar úrslit verða kunn mun einn stánda uppi sem sigurvegari en aðrir tapa. Þá reynir á að fylgismenn þess sem sigrar fyllist ekki ofmetnaði né að aðrir verði ósæmilega tapsárir. Sjálfir eru frambjóðendur þeim kostum búnir að taka sigri sem ósigri af sama dreng- skap og einkennt hefur kosningabaráttu þeirra. En þótt menn verði sárir um hríð sýnir reynslan að innan tíðar mun þjóðin sættast og sýna einhug um forseta sinn. Hann mun gjalda í sömu mynt og sýna í orði og verki að hann er forseti allra íslendinga, en ekki aðeins viðhlægjenda sinna. Þá mun vel farnast. Oddur Ólafsson: Valdastaða eða sameiningartákn? í forsetakosningunum 1980 var þjóöhöf&ing- inn kjörinn me& þriðjungi atkvæða. Það er full- komlega lögmæt kosning, því að í 5. grein stjórnarskrárinnar segir: „Sá, sem fær flest at- kvæði, ef fleiri en einn em í kjöri, er rétt kjörinn forseti. Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu." Á lýðveldistímanum hefur forseti aðeins þrisvar verið kjörinn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tíu sinnum hefur hann verið sjálfkjörinn, en í fyrsta forsetakjöri kusu aðeins alþingismenn, áður en stjórnarskráin tók gildi. Eftir að úrslit lágu fyrir í kosningunum 1980 var sú hugmynd sett fram í Tímanum hvort ekki væri tímabært að hyggja að því að breyta stjórnar- skrá til að tryggja að for- seti hefði hreinan meiri- hluta kjósenda að baki sér. Framkvæmdin er einföld og á sér víða for- dæmi, að fái enginn frambjóðenda yfir helm- ing atkvæða skuli kosið aftur á milli þeirra tveggja sem flest at- kvæði fá. Óborganleg athygli Skemmst er frá því að segja að ekki tók nokk- ur sála undir hugmyndina og liðu nær 16 ár þar til hún fór aftur að skjóta upp kollinum, þegar forsetakosningar nálgast á nýjan leik. Að þessu sinni eru fjórir frambjóðendur til að velja á milli, eins og árið 1980. En þar til fyrir skömmu voru þeir fimm og var þá allt eins útlit á að fjórðungur eða fimmtugur kjósenda réði því hver settist á Bessastaði. í þeirri kosningahríð, sem staðið hefur yfir undangengnar vikur, hefur sá frambjóðandi, sem minnstu fylgi á að fagna í skoðanakönnun- um og allir vita að ekki verður kjörinn forseti, orðið sér úti um ' óborganlega athygli og auglýs- ingar fyrir sig og hugmyndir ✓ sínar með því einu að vera þátt- takandi í slagnum. Auglýsing- , arnar sem hann borgar fyrir em 11IH Sk H S lítils virði miðað við alla þá fjöl- sér og í þeim er kosið tvisvar með fyrrgreindum hætti, ef enginn fær meirihluta í fyrstu umferð. Þannig er til að mynda millibilsástand í Rúss- landi núna og verður kosið á milli þeirra tveggja efstu á miðvikudaginn. En í þeim löndum þar sem þessi háttur er hafður á, er forsetaembættið miklum mun valdameira en í lýðveldinu íslandi. Þar em for- setaefni boðin fram eða studd af stjórnmála- flokkum eða flokka- samsteypum og er þar verið að kjósa um pól- itísk stefnumið. Af þessu leiðir að forseta- kosningarnar em stór- pólitískar. Allt frá kosningun- um 1952, þegar Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn, hafa stjórnmálaskoð- anir verið bannfærðar í kosningabaráttu. Þegar fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins var í kjöri 1968, átti það að heita gjörsamlega ópólitískt framboð. Og nú, þegar einn fram- bjóðenda var formaður Alþýðubandalagsins fyrir innan við ári, þyk- ir það mjög ódrengi- legt og ekki sæmandi að minnast á að hann hafi tekið þátt í stjórn- málum. Það er greinilegt að ekki er ætlast til að þjóðin sé að kjósa sér leiðtoga, heldur einhvers konar þokukennt sameiningartákn til aö líta upp til og hlusta á á nýársdag. Völd og hlutverk miðlaathygli sem hann nýtur 1*3 S ásamt öðmm frambjóðendum. Þegar aðrir hugsjónamenn átta sig á svona möguleikum til að koma skoðunum á framfæri, gætu frambjóðendur í forsetakosningum allt eins orðið tíu eins og fimm eða jafnvel tuttugu. Það er nefnilega helber heilaspuni auglýsinga- stofa að framboð til forseta þurfi að kosta mikið fé. Söfnun tiltölulega fárra meðmælenda er eina vandamálið og langt frá því að vera óyfirstígan- legt fyrir hugmyndaríka frambjóðendur. Sigur minnihlutans Af þeirri ástæðu einni sem hér var nefnd get- ur verið affarasælla að reisa einfiverjar skorður við því að þjóðhöfðinginn sé kjörinn með svo og svo litlum minnihluta, en að miklum meiri- hluta atkvæða sé á glæ kastað. Deila má um hve lýðræðislegt það er. í seinni tíð er mikið um það rætt að forseti ís- lands eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Einatt er illa skilgreint hvað átt er við með svona frasakenndu tali, en helst er að skilja að það þýði að fólk almennt sé lukkulegt með þjóðhöfðingja sinn og líti til hans með virðingu og þakklæti, eitthvað svipað og á sér stað í kon- ungsríkjum. En dálítið er erfitt að sjá að svo og svo lítill minnihluti ráði sameiningartákninu. En þetta með sameiningartáknið er auðvitað huglægt mat og kemur stjórnarfarslegri stöðu forseta ekkert við. Það segir í rauninni ekkert annað en hve geðsleg manneskja gegnir embættinu hverju sinni. Tvennar kosningar í mörgum Evrópuríkjum er þess krafist að for- seti hafi hreinan meirihluta kjósenda að baki Því kann að vera að allar hugmyndir um að breyta lögum til að forseti hafi meirihluta kjós- enda að baki sér séu ekki raunhæfar og óþarfar með öllu. Ef verið er að kjósa tákn til að gegna virðingarstöðu, skiptir prósentufylgið varla miklu máli og einfaldur minni- __________ hlutasigur er vel við unandi. En umræðan um völd og hlutverk forseta er nokkuð á reiki og hefur hún síður en svo skýrst í þeirri kosningabaráttu sem nú hefur staðið yfir. Fram- bjóðendurnir sýnast hafa sinn hverja hugmyndina um vald- svið forseta og hvernig þeir ætla að beita völdum sínum og . ■ áhrifum. Er stundum svo að heyra að það sé í verkahring forseta íslands að passa upp á að Alþingi og ríkisstjórn geri ekki axarsköft og að hann eigi að standa með þjóðinni gegn fram- kvæmdavaldinu. En vera má að það sé fremur fjölmiðlafólk en frambjóðendur sem leiða um- ræðuna út á svona brautir. En satt best að segja er búið að rugla svo mik- ið um valdsvið forsetans og hlutverk að ekki er nema von að Iháttvirtir kjósendur séu ekki alveg vissir um hvcct þeir eru að kjósa nýjá utanríkis- stefnu, alþjóðlegt samkvæmisljón, öryggisven- til á Alþingi og ríkisstjórn, notalegt sameining- artákn eða ópólitískan stjórnmálaskörung, eða kannski allt þetta. En hvað sem valdsviði líður, er hitt víst að hver forseti se :ur sinn svip á embættið og á hann hefur venð auðvelt að sættast til þessa og verður vonandi í framtíðinni. Eins konar þjóöaratkvæði En vel má ae> því hyggja að vel kemur til greina að breyt^ lögum til að forseti íslands hafi meirihluta kosningabærra manna á bak við sig. Það mun styrkja stöðu hans og gera hann færari um að beita myndugleika í embætti, gerist þess þörf. Það gæti líka orðið til þess að í framtíðinni snúist forsetakosningar um stefnumörkun í mikilsverðum málum og gæti því virkað sem eins konar þjóðaratkvæðagreiðsla. Að minnsta kosti myndu ráðherrar hugsa sig tvisvar um áö- ur en þeir gengju í berhögg við yfirlýsta stefnu sterks forseta. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.