Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 6
Laugardagur 29. júní 1996 Smiðshöggin rekin á kynn- ingar forsetaframb j óöenda Kosningahríöin verbur brátt yfir- stabin og í nótt kemur í ljós hvern fram- bjóbendanna þjóöin hef- ur valib til ao sitja á Bessastöbum. Um hádegisbilið í gær voru frambjóðendurnir enn á ferð og flugi við að reka smiðs- höggið á kosningabaráttuna. Tíminn lallaði inn á allar kosningaskrifstofurnar til að kanna ástandið, stemninguna og taugar manna. Þær virtust misjafnlega þandar en víst er að mesta róin hvíldi yfir Frið- arlandi Ástþórs Magnússonar. Rösklega gestabók mætti í kaffisopa Á Hverfisgötunni hjá Ólafi Ragnari var fremur fámerint en að sögn starfsmanna hafði verið stöðugur straumur fyrr um morguninn. Fyrir utan skrifstofuna sat Guðrún Katr- ín spennt yfir hádegisfréttum þar sem nýjustu tölum skoð- anakönnunar var útvarpað. Ólafur Ragnar var hins vegar á ferð í Borgarnesi og á Akra- nesi. Þar sem frambjóðandinn var ekki í kallfæri spjallaði Tíminn við Ólafíu B. Rafns- dóttur, skrifstofustjóra, og spurðist fyrir um vinsældir svona kosningaskrifstofu. Ól- afía kvað marga hafa komið við undanfarið til að spjalla, fá upplýsingar um kosninga- baráttuna og lýsa yfir stuðn- Þab var ró aq friður yfir Fribar- landi, kosningaskrifstofu Ástþórs Magnússonar í Tryggvagötu, þeg- ar blabamabur Tímans var á ferb þar ígœrdag enda reyndist höfub- paurinn ekki vera á stabnum. ingi. „Til marks um fjöldann keyptum við ansi þykka gesta- bók en hún kláraðist og það þurfti að hlaupa út og kaupa aðra. Á 17. júní komu hingað t.d. um 8-900 manns." Forsetagreinarnar í blöðun- um hafa orðið fjölmörgum umræðuefni síðustu daga og var mikið um reiða stuðnings- menn eftir að umdeildar aug- lýsingar birtust í Morgunblað- inu í vikunni. „Fólk var mjög reitt og sárt út af þessum aug- lýsingum í Morgunblaöinu. Síminn byrjaði að hringja hér um leið og við opnuðum fyrir hann um kl. níu. Það sýndi sig svo á útihátíðinni í gær- kvöldi (fyrrakvöldi) hvað sam- staðan var góð. Fólk þjappaði sig saman og lætur þetta ekki draga sig neitt," sagði Ólafía og var svo rokin. Ólafur Ragnar og Guðrún kjósa í Mýrarhúsaskóla og verja kjördegi í að fara á kosn- ingaskrifstofur í Grindavík, Reykjanesbæ, Kópavogi og Hafnarfirði. Þá mæta hjónin í kosningakaffi á Hótel Borg sem stendur til kl.17 en um kvöldið verður kosningavaka á Hótel Sögu og gleðin hefst kl.21. Kirsuber og píanóleikur Guðrún Agnarsdóttir var á vinnustaðafundi í Mjólkur- samsölunni á Bitruhálsi þegar Tímann bar að kosningaskrif- stofu hennar í Ingólfsstræti í gær. Að sögn Rúnu Hauks- dóttur, starfsmanns á skrif- stofu, hefur gífurlegur fjöldi fólks kíkt inn á skrifstofunni og straumurinn aukist veru- lega undanfarið, sérstaklega síðustu þrjá daga. „Við finn- um fyrir miklum meðbyr. Þessi fylgisaukning hennar síðustu daga hefur mótað al- veg nýtt landslag í baráttunni. Hún er aftur komin inn á kortið," sagði Rúna í gær og meðbyrinn fannst mjög Pétur sjálfur stób hins vegar í eld- línunni í Austurstrœtinu ásamt syni sínum Pétri Hrafni. Hann sagbi fjölmarga hafa stoppab vib um daginn enda heibskír himinn meb glampandi sól íReykjavík og fjölmargir á röltinu í mibbœnum. greinilega á skrifstofunni því þar ríkti mikil kátína hjá gest- um. Hlátursrokur, píanóleik- ur, glampandi sól og suðrænir ávextir settu mark sitt á stemninguna hjá stuðnings- mönnum Guðrúnar. Guðrún og Helgi Valdimars- son kjósa í Árbæjarskóla og Þab var lítib af almennum kjósendum á kosningaskrifstofu Ólafs Ragnars en fjöldi starfsmanna hljóp þar um, svarabi fyrirspurnum ísíma og spjall- abi saman um ástand mála. Cubrún Katrín sigldi hrabbyrj gegnum and- dyrib til ab spá og spekúlera meb skrifstofustjóranum eftir ab hafa hlust- ab á nýjustu tölur skobanakönnunar í hádegisfréttum útvarpsins íbílsín- um. verja svo deginum með stuðningsmönnum sínum á kosningaskrifstofunni. Um kvöldið verður síðan haldin kosningavaka á Hótel Borg. Flakka á milli og heilsa fólki Með Pétri Kr. Hafstein í Austurstræti var átta ára son- ur hans og nafni. Að sögn Péturs hefur Pétur Hrafn plumað sig vel í baráttunni og verið ötulasti stuðningsmaður foreldra sinna. Þeir feðgar ætl- uðu áð taka það fremur rólega í gær. „Ég var nú með útifund á Ingólfstorgi í gær (fyrradag) og það var svona lokapunkt- urinn. Svb er ég að fara á Granda í hádeginu og það verður síðasti vinnustaða- fundurinn," sagði Pétur og kvaðst myndu nota það sem-L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.