Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 29. júní 1996 Afkastamesti kvikmyndageröarmabur íslands, Þráinn Bertelsson, spjallar um eigin myndir, sjálfan sig og framtíb kvikmyndageröar á íslandi: Kvikmyndabransinn aldr- ei veriö erfiðari en núna Kvikmynd Þráins Bert- elssonar, Einkalíf sem sýnd var hérlendis í fyrra, fékk mjög góöar viö- tökur á kvikmyndahátíb- inni í Cannes á dögunum. Birti hib virta tímarit Vari- ety mjög lofsamlega um- fjöllun um myndina í kjöl- far þess og sló Tíminn á þrábinn til Þráins af þessu rilefni. Spjallib breyttí þó snemma um stefnu og fyrr en varbi var staba og fram- tíb kvikmyndagerbar á ís- landi orbin þungamibjan, en Þráinn er afkastamesti kvikmyndagerbarmabur ís- lands í dag og man tímana tvenna. Þótt Þráinn segi ab staba kvikmyndagerbar á landinu hafi aldrei verib erf- ibari er hann bjartsýnn á ab hugmyndir Finns Ingólfs- sonar, ibnabar- og vibskipta- rábherra, muni verba fyrsta skrefib í auknum skilningi stjórnvalda á stöbu kvik- myndarinnar. -Hvaða áhrif hefur jákvæð er- lend gagnrýni eins og nú birtist í Variety á framgang Einkalífs? „Fyrst og fremst þau aö ég verð alltaf óskaplega feginn ef einhver kann að meta það sem ég er að gera. Það er ekki síst skemmtilegt ef það á við utan lands. Að öðru leyti hefur ver- ið spurt miklu meira eftir kvik- myndinni á alþjóðlegum kvik- myndahátíðum og aðalkynn- ing mynda fer einmitt fram á slíkum hátíðum þannig að það er mjög jákvætt. Kvik- myndahátíðir eru að mestu leyti sölutorg fyrir minni myndir, eins og þær íslensku. Okkar myndir standa náttúr- lega utan við þessa stóru al- þjóðlegu dreifingu sem tengist Hollywood." Þráinn hefur gert sjö myndir í fullri lengd. Þær eru Jón Odd- ur og Jón Bjarni, Nýtt líf, Dala- líf, Löggulíf, Skammdegi og Magnús auk Einkalífs. Þessar myndir eru gerðar á 15 ára tímabili. Verbur ab huga að sérís- lenska mark- abinum -Hafa fyrri myndir pínar hlot- ið alþjóðlega dreifingu? „Nei, ég get ekki sagt það, með einni undantekningu þó. Magnús er ein af þremur fjór- um íslenskum myndum sem víðast hafa farið. Hún fékk m.a. tilnefningu til Evrópu- verðiaunanna sem hjálpaði henni mjög mikið og hún hef- ur farið mjög víða. Einnig hef- ur slatti af þessum myndum verið sýndur í sjónvarpsstöðv- um hér og þar." Þráinn segir að sitt markmið hafi fyrst og fremst á undan- förnum árum verið að búa til íslenskar myndir fyrir íslensk- an markað, enda sinni enginn hinum séríslenska markaði ef íslenskir • kvikmyndagerðar- menn geri það ekki. „Það er hins vegar spurning hvort maður þróast frá því að hugsa bara um heimamarkaðinn, trúlega mun maður færa sig í auknum mæli út á við." -Afillri nauðsyn þá? „Já, trúlega er það. í öllu falli finnst mér sem ég sé búinn að gera það sem hægt er að ætlast til af mér hvað þjóðlegheitin varðar." -Aftur að Einkalífx, hún hlaut ekkert sérstaka aðsókn? „Hún var bara eins og aðrar íslenskar myndir sem frum- Þráinn Bertelsson. eins erfitt og núna. Þegar ég ákvað að reyna að vinna við þetta hér heima þá var ég ung- ur og bjartsýnn og var að vona að ástandið myndi batna. En það hefur því miður ekki gerst þó að margt hafi verið gott gert. Aðstæður nú eru mjög erfiðar." -Megum viðþá eiga von á tals- verðum atgervisflótta út fyrir landsteinana? „Já, mikil ósköp. Sá atgervis- flótti er þegar haflnn og stend- ur sem hæst um þessar rhund- ir. Fullt af fólki hefur farið til útlanda og aðrir hafa verið nógu praktískt þenkjandi til að láta sér ekki detta í hug að koma hingað að námi loknu eins og Sigurjón Sighvatsson." sýndar voru í fyrra. Þær fengu flestar í kringum 16.000- 17.000 áhorfendur." Breyttar bíóvenjur -Var hreinlega of mikið að gerast ífyrra? „Nei, það held ég ekki. Myndir finna alltaf þann áhorfendahóp sem þeim er ætlaður. Það gerist ekkert þó að myndunum fjölgi, það eitt og út af fyrir sig á ekki að minnka aðsókn. Ef fólk langar til að sjá einhverja mynd þá fer það i bíó." Þráinn segir bíó- venjur landsmanna hafa breyst með tilkomu æ fleiri bíósala og fleiri mynda. Aldur bíógesta hafi lækkað, þeir sem fari að staðaldri í bíó séu yngri en fyrr og venja þessa hóps sé að velja úr í stuttan tíma þær Úr kvikmyndinni Einkalif. myndir sem séu í tísku þá stundina. -Svo kann það einnig að hafa áhrif að það þykja ekki lengur nein nýmæli að íslensk kvik- mynd sé frumsýnd?'. „Ja, samkeppnin sem kvik- myndageröin stendur í er ekki innbyröis í íslenskum mynd- um heldur samkeppni vib er- lendar myndir. Þar stöndum vib náttúrlega tiltölulega höll- um fæti. T.d. er mikill ab- stöbumunur eins og sést á framleiðslunni." Þung staba og atgervisflótti Nú tekur Þráinn sér nokkra málhvíld og segir svo: „Það gerist annað slagið að mabur missi móðinn, þetta er búið að vera mikill barningur og því miður hefur þetta aldrei verið -Hvað vildirðu helst sjá breyt- ast hér heima? „Ég vildi gjarnan sjá fram á það að kvikmyndagerð yrði viðurkennd sem atvinnu- grein. Hingað til hefur verið litið á hana sem e.k. listgrein og enginn horft til þess að þetta er í raun og veru iðnaður sem skapar fjöldamörg árs- verk, færir með sér tekjur inn í landið, bæði beint og óbeint eins og í tengslum vib ferða- mannaiðnaðinn. Ég held að ef menn færu að líta á kvik- myndagerðina eins og hverja aðra nútímalega atvinnugrein eða iðngrein, þá yrði framtíð- in miklu bjartari. Málið er nú einu sinni þannig að menn geta ætlað sér að búa til mikib listaverk en enginn getur sagt fyrirfram um árangurinn. Þab er ágætt að byggja þetta á ibn- aði og góður iðnaður leiðir þá til þess að undirstaðan getur skapað listaverk." Frumkvæbi rábherra lofar góbu -Telurðu mun á stefnu ís- lenskra stiórnvalda og ná- grannalandanna hvað varðar þennan skilning? „Ég er alveg sanfærður um að ef svo hefur verið þá er það að breytast núna. Eitt af því fá sem hefur vakib mér bjartsýni er ab Finnur Ingólfsson, iðn- abar- og vibskiptarábherra, hefur stofnað nefnd til þess að athuga hvort iðnaður og kvik- "myndagerð geti átt samleib. Þetta finnst mér vera ótrúlega nútímaleg hugsun og jákvæb og ég vona ab hún leiði til framfara og er reyndar sann- færður um það. Með því ab líta á kvikmyndagerð sem ibn- ab er ekki verið að segja að vib ætlum að gera verri myndir. Þetta er bara spurning um ab líta aðeins raunsærra á hlut- ina. Jafnvel þótt menn ætli sér að búa til mikið listaverk þá er það undirstaðan sem ræður því að verulega leyti hvernig til tekst." Get ekki kvartab í samanburbi vib Orson Welles -Að lokum Þráinn, hvað ertu með á teikniborðinu sem stend- ur? „Ég er að gramsa í handrit- urh og handritshugmyndum og er að reyna að gera það upp við mig hvað ég reyni við næst. Það kemur væntanlega til mín af sjálfu sér. í augna- blikinu get ég ekki sagt að ég sé með neitt ákveðið vekefni í huga. A milli þess sem ég hef verið að búa til kvikmyndir hef ég verið að reyna að fjármagna þær, það tekur gífulegan tíma. Eg var einhverju sinni í vetur að lesa ævisögu Orson Welles, sem er einn af fáum óumdeil- anlegum snillingum í kvik- myndagerðinni. Hann sagbi að 80% af starfsævi hans hefðu farið í einhverjar mis- lukkaðar fjármögnunartil- raunir svo að mér fannst þab dálítil huggun harmi gegn ab fyrst höfubsnillingurinn þurfti ab eyða 80% tíma síns í þetta væri kannski ekki ástæða fyrir venjulegan mann eins og mig að kvarta þótt 95% af mínum tíma fari í svona rugl." -Þetta er náttúrlega mjög já- kvœtt viðhorf? „Já, eða fullkomlega óraun- hæft. Annars gefst maður bara upp." Björn Þorláksson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.