Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 29. júní 1996 Skáldaþáttur Gunnar Dal: Og Nakos gamli sagöi um forsetakosningar á íslandi 1996 i í dag, sagði Nakos gamli, mun ég hefjast handa og hlaða veggi. Byggja uppistöðulónið mikla. í dag mun ég hlaða stíflugarða þar sem fljót sannleikans á upptök sín. Og stöðva fljótið. í dag mun ég virkja sannleikann og breyta honum eftir mínum þörfum. II Það er enginn veruleiki til, sagði Nakos gamli, nema það skipulag, sem við búum til og samþykkjum að kalla veruleika. Og við sjáum ekki inn í framtíðina. Við sköpum hana! III Það er ekki til neitt skipulag, sagði Nakos gamli, annað en skipulag mannsins. Og hið helga gral þitt er tómt. Það er ekki til neinn tilgangur, nema sá sem maðurinn setur sér. Og endanlegur tilgangur er ekki til, því hver ykkar þykistgeta stýrt tímanum inn í eilífðina? IV Þetta er þér nytsöm þekking, sagði Nakos gamli, efþú þarft að hafa einhver afskipti af stjómmálum: Að meta rétt styrkleika öldunnar. Farðu aldrei á móti þeim stóm. Þœr brotna ekki á þér, heldur fœra þig í kaf. Drekkja þér. Lœrðu að ríða öldufáknum eins og ólmum gœðingi og láttu hann skila þér að landi. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA / minningu hjónanna á Strönd: Dagrúnar Jónsdóttur og Þórarins Ámasonar Frábærir grannar okkar Guö- rúnar, þegar viö bjuggum í Vallanesi í nokkur ár fyrir meir en aldarfjóröungi, og ævinlegir vinir, eru nú horfnir af víösýnu heimahlaöinu á Strönd á Völl- um. Þórarinn Árnason lést hinn 12. júní sl. og haföi búiö á Strönd í hálfa öld, en kona hans, Dagrún Jónsdóttir, var þar upp alin og átti alla ævi heima á Strönd. Hún var fædd hinn 10. janúar 1922 og kvaddi 17. mars 1995. Baná- mein þeirra beggja var krabba- mein. — Að hryggjast og gleðj- ast. Aö heilsast og kveðjast. Sú er lífsins saga. Voru foreldrar Dagrúnar hjónin í Stóra-Sandfelli í Skriö- dal, Jón Einarsson og Guöbjörg Hermannsdóttir frá Krossi í Fellum, er bjuggu í nær 40 ár í Stóra-Sandfelli, en voru þar svo áfram hjá börnum sínum og náðu hæstri elli. Jón var al- blindur mörg hin síðustu árin og lá í kör, friðsælt gamal- menni og rakti ýmis minni sumars í sveitum og fjörðum. Hann var af hinni alkunnu vef- araætt eystra, en afi hans, síra Jón Jónsson, lengst prestur á Klyppsstaö í Loðmundarfirði. Listfengi og hagleik þeirra kynsmanna var viö brugðið og erföi Dagrún á Strönd fágæt- lega fallega og mikla söngrödd, en hún bar lengi uppi kirkju- sönginn í Vallaneskirkju, „svarthæröi sópraninn", eins og erlend tónlistarkona, sem stundum var hjá okkur eystra, kallaði hana, og dáöi raddfeg- urð Dagrúnar. Á ég henni skuld að gjalda fyrir hverja há- tíðarstundu í Vallaneskirkju á ungu árum mínum eystra. Margrét frá Skógargerði lék á orgelið og stýrði stórum, sam- hentum og styrkum kirkju- kórnum. Þá voru hjónin á Strönd svo góð, hlý og nærfær- in við litlu systkinin í Valla- nesi, Lárus og Maríu, að ógleymt verður alla daga. Eða hin margvíslega hjálpsemi Dagrúnar við Guðrúnu, t.d. nær allan heimilisþvott, en bæði vélarlaust útfrá lengi t MINNING fyrst, svo vatnslaust tvisvar fast að misseri í senn. — Símstöðin fyrir Norður-Velli og upp í Haf- ursá í Skógum var á Strönd og var þolinmæði og lipurð hjón- anna við brugðið í símaþjón- ustunni. Dagrún bar nafn Dags Gunn- arssonar, er bjó á Strönd 1915- 1946, eftir tengdaforeldra sína, en hún ólst upp með Degi og konu hans, Sigurbjörgu Sigurð- ardóttur. Voru húsakynni mik- il og góð, er tvílyft steinhús á kjallara var reist 1926. Hér var heimili Dagrúnar og horfir vítt yfir Lagarfljót og inn til Fljóts- dals og Snæfells, og er bæjar- stæðiö mjög fagurt. — Norðan Fljótsins blasa Fellin við, fæð- ingarsveit og átthagar Þórarins, en Ormarsstaðir í Fellum, þar sem hann var fæddur hinn 25. janúar 1920, tveimur bæjar- leiðum utar, en þvert um Fljót- ið horfir milli Hofs og Ásklifs- ins af hlaðinu á Strönd. Fósturforeldrar Dagrúnar dóu með skömmu bili 1946 og tóku þau Þórarinn þá við jörð og búi. Varð þeim tveggja barna auðið. Sigurbjörg er hús- freyja á Egilsstöðum, en Árni, sem ungur hugðist taka við bú- skapnum heima og reisti vand- að og gott íbúðarhús í túninu 1973-74, hætti við búskapar- áform og settist að í þéttbýlinu úti á Egilsstööum. En systkinin bæði fjölskyldufólk og eru barnabörn Dagrúnar og Þórar- ins 6. Ásamt búskap á Strönd lagði Þórarinn gjörva hönd á margt, lengi vörubílaakstur, sem raun- ar var hans aðalatvinna allt frá 1944. Hvers konar vélavinna lék í höndum hans, en aðstaða hin besta, áhöld og tæki, auk þess sem hann var rafvirki og starfaði mjög aö nýlögnum og viðgerðum, einkum eftir að Grímsárvirkjun var risin 1958. Og nú hin síðari árin hafði Þór- arinn ærinn starfa uppi á Hall- ormsstað við ýmsar viðgeröir og viðhaldsþjónustu, en bú- skap höfðu þau Dagrún hætt a.m.l. fyrir mörgum árum og afhent Skógrækt ríkisins hluta landsins á Strönd, með Fljót- inu. Með Dagrúnu og Þórarni eru gengnir einhverjir hinir allra bestu grannar og hugstæðustu góðvinir okkar Guðrúnar. Var mannval mikið í sveitum og Héraðsbyggð. Mun svo enn og áfram í niðjum og nýrri kyn- slóð eystra. En við, sem áður áttum þar vist og veru, æ oftar á það minnt, sem Páll J. Árdal sagði: Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga — að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Ágúst Sigurðssoti Jón F. Hjartar Bindindishreyfingin, eins og önnur félagssamtök, hafa átt og eiga sínar styrkustu stoðir. Einn úr þeim hópi var Jón F. Hjartar, sem lést 31. maí s.l. á 80. aldurs- ári. Jón Hjartar var nær alla ævi félagi í samtökum okkar templ- ara, þar sem hann hafði á unga aldri gerst félagi í barnastúk- unni á Suðureyri. Hann var mjög virkur félagi og sinnti starfi bæði í þágu yngri og eldri félaga í hreyfingunni. Hann var m.a. á sínum tíma gæslumaður í Æskunni í Reykjavík og síðar kjölfestan í stúkunni Einingu sem æöstitemplar og síðar um- boðsmaður stórtemplars þar um árabil. í þakklætisskyni fyrir störfin var Jón kjörinn heiðurs- félagi Æskunnar og í Einingu. Hann hafði öll stig reglunnar. Jón var ákaflega traustur fé- lagi, sem bjó yfir þeim kostum sem bestu félaga mega prýða. Hann lagði af mörkum mikið og t MINNING gott starf, ekki bara með nota- legri nærveru sinni í félags- hópnum, því hann var fjölhæf- ur maður sem gat jöfnum hönd- um miðlað af drjúgum fróð- leiksbrunni, sem hann átti, með töluðu orði og söng. Auk þess kunni hann vel þá íþrótt að geta fellt hugsanir sínar í bundið mál, enda ljóðelskur með af- brigðum. Hann fór létt með aö mæla af munni fram ljóð góð- skálda til að krydda mál sitt og gefa því dýpt þegar svo bar und- ir, enda vel máli farinn að ööru leyti. Viö félagar í Einingu kveðjum því einstaklega góðan félaga þar sem Jón F. Hjartar var, og þökk- um honum fyrir mikið og gott framlag og tryggð og samstarf, allt í þágu bindindismálsins. Um leið færum við Rögnu, hans ágætu konu, innilegar samúðar- kveðjur sem og öörum ástvin- um hans. BÍessuð sé minning Jóns F. Hjartar. Einar Hannesson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.