Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. júní 1996 WWttmm 13 Sigvaldi Kristjánsson Fæddur 13. nóvember 1909 Dáinn 22. janúar 1996 Um Gjallarbrú Hún tengir okkur við æðri heima í víðáttu alheimsins þar sem tómið ríkir. Yfir þessa brú förum við öll á leið okkar til hinnar eilífu sælu, þar sem ríkir friður og ró, þar sem öll mein fást bætt, sjúkragöngunni lokið, friður og aftur friður ríkir undir og yfir hinum alsæla bláhimni. Þar sem nú hvílir sig Valdi vinur minn, eftir allar þrengingar og mæðu sem á stundum hrjáði hann hin síðari ár. En Valdi fer ekki yfir brúna einn og sér. Ég trúi að við brúar- endann bíði hans brúnn (svart- ur) hestur, ein hans mesta ger- semi í lifanda lífi. Vinur var hans nafn. Það er ekki tilviljun að hesturinn er með öllum tygj- um, hann er honum ætlaður tii að bera hann yfir Gjallarbrúna! Sama er hvenær komið er að brú þessari, hún er alltaf upp- lýst, með dagsbirtu að degi til, en að nóttu er hún þökt lýsi- gulli. Móðgunnur er nefnd mær ein er gætir brúarinnar, við endann sem fjær er. Hún spyr menn að nafni eða ætt, þaðan vísar hún veginn. Þarna sameinast þeir Valdi og Vinur, háttbundin hófatök hestsins á brúnni samlagast út í ljósvakanum. Það tónverk skilur sá einn sem hefur um aldur og ár bundið tryggð við þetta göf- ugasta dýr jarðarinnar. Þetta dýr tók Valdi órofa væntumþykju við, og það án uppgerðar. í mörg ár sinnar ævi var vega- vinna hans aðalstarf, með hest- um sumar eftir sumar. Við Valdi vorum góðir kunn- ingjar um langa tíð, enda báðir úr Strandasýslu, nánar tiltekið úr Steingrímsfirði. í mörg ár leið ekki svo vika að við töluðumst ekki saman í síma, og bar þá margt á góma, t.d. trúmál. Þar var meiningarmunur á. Ég sagði eitt sinn við hann, að að en- daðri veru hans hér í heimi biðu hans hestarnir hinumegin brú- ar. Þetta féllst Valdi ekki á, hann t MINNING hafði sömu trú og gyðingar: allt væri búið við grafarbarminn, öllu lokið, aðeins draumur í ei- lífu myrkri. Þarna er erfitt um vik að sanna eða afsanna, en bjargföst trú mín styðst við þá sönnun sem ég tek gilda. Mér er ljúft að segja það hér og nú að mikinn fróðleik nam ég af vörum vinar míns Valda. Hann var viskubrunnur af vís- um og sögum. Þann óvenjulega hæfileika hafði hann allt fram- undir efri ár, að heyrði hann kveðna vísu í eitt skipti mundi hannvísuna alla tíð orðrétta. Þetta mun fáum mönnum gef- ið. Eins var um ýmsar frásagnir sem ég heyrði frá honum, enda var maðurinn það sem kallað er stálminnugur og hafði þar að auki frásagnargáfu með kímni í bland. Ég hygg hann hafi verið hagmæltur, þótt hann flíkaði því ekki. Eftir langa kynningu við Valda sé ég betur og betur að þessi maður hefði átt að starfa á öðrum vettvángi. Hefði þessi maður fengið að læra í skóla viskunnar við sitt hæfi, undrast ég ekki þótt hann hefði komist vel áfram, svo minnugur og vel vitur sem hann var. En Strandasýsla er harðbýlt land og víða var á þeim árum þröngt í búi, mikil fátækt ríkjandi á þeim árum sem Valdi ólst upp. Þótti gott ef heimilin skrimtu af með mat og húsaskjól. Menntun var naum- ast um að ræða, utan barnaskóla í einn til tvo vetur fyrir ferm- ingu. Ef vindar hefðu blásið á ann- an hátt og Valda hefði boðist menntun við sitt hæfi, þá efa ég ekki að hann hefði komist langt með sínu góða minni og góðum gáfum. Málfarið var gott, ís- lenskan engin tæpitunga, held- ur hrein og tær sem sönnum Frónbúa sæmir. En staðreyndin varð sú að páll og reka úrðu hans förunautar. Léttadrengur í sveit, síðan vinnumaður, þar næst vegavinnumaður, allt frá austanverðri Barðastrandarsýslu til Holtavörðuheiðar og austur á Stóra- Vatnsskarð. Sigvaldi Kristjánsson fæddist á Ósi við innanverðan Stein- grímsfjörð. Þá var þar tvíbýli, tvær fjölskyldur sín í hvoru húsi. Seinna fékk þetta heitið Ós eitt og Ós tveir. Á barnsaldri var Valdi tekinn í fóstur til hjónanna í Kálfanesi, Magnúsar Lýðssonar og Elínar Jónsdóttur frá Tröllatungu. Þar eyddi Valdi uppvaxtarárunum fram á annan áratuginn. Mikið að gera sem í þá daga var á sveitabæjum, vinnutími langur, því Magnús var eljumaður, var ævinlega kominn til vinnu klukkan sex á morgnana. Þar hamraði hann járnið í smiðj- unni til kvölds. Húsmóðirin í Kálfanesi sá til þess að matur var nægur og góð- ur, sem í þá daga talið væri á bestu búum. Það henti Valda á unga aldri, að finna látinn mann stutt frá Kálfanesi. Mann þennan þekkti Valdi og brá honum illa við. Maður þessi hafði stytt sér aldur á voveiflegan hátt. Þetta brenndi sig inn í hug og hjarta. Valdi vissi að vegna fátæktar hafði þessi atburður gerst. Alla tíð síðan hataði Valdi ekkert meira en fátækt í landi. Hann var því trúr til dauða að kjör vinn.andi fólks í landinu mætru vera mannsæmandi. Haldið á vit vinnu vítt og breitt um landið Það fyrsta sem Valdi fór eftir veru sína í Kálfanesi, var á vertíð suður með sjó. Hann var land- maður í Grindavík, fór sjaldan eða aldrei á sjó. Það var á öðru vori á leið úr verinu að Valdi höndlaði sinn mesta gleðigjafa í lífinu. Hann hafði komið á bæ einn í Dölum vestur á leið í verið og fastréð við bónda að koma við í vertíðarlok, sem hann gerði. Þá keypti hann af bónda fjögra vetra fola brúnan, af því fræga kyni í Hundadal. Eftir tamningu reyndist þessi hestur \ V 1 y^^Ktf Jtiséá Ep t^JSflÉÍ K" W^ ^BFH? V^iy^flr t WW ' * ^^m 41 "*'"":,:"v'" J ' : Sigvaldi og Vinur. mikill og góður reiðhestur. Ég trúi það ekki ofsagt að mesta gleði og fullkomnun í lífinu hafi þessi hestur veitt Valda. Hesturinn gekk undir nafninu Vinur. Ég hef áður skrifað um þennan hest í blaðið Hesturinn okkar og vísast til þess. Valdi var ógiftur alla tíð og barnlaus. Þess í stað átti hann nokkra hesta, jafnvel akhesta sem hann hafði í vegavinnu. Hann stundaði mikið hesta- kaup, þótti að því gaman, og stundum var af því gróðavon þótt í smáum stíl væri. Mig minnir að Valdi væri 15 eða 17 ár í vegavinnu hjá sama manni, Magnúsi Ingimundar- syni, Bæ í Króksfirði. Þar næst lá leiðin til fyrstu vegagerðar yfir Holtavörðuheiði, til Jóhanns Hjörleifssonar, þess kunna verk- stjóra. í mörg ár var unniö í vega- vinnu með hesrum og kerrum, það kom í hlut Valda að hafa umsjón með hestunum. Til þess þurfti hann að fara á fætur á undan öllum öðrum, því hest- ana þurfti að hafa tilbúna þegar vinna hófst. Þegar vinna hætti að kvöldi varb að koma hestunum í haga, hefta þá sem strok var í, enn- fremur að láta þá í eins góða haga sem mögulegt var, sem stundum gat verið langt í. Bílar komu ekki við sögu fyrr en búið var að hlaða kant og púkka inní með grjóti. En þá tók ekki betra við, erfiðara var að moka uppá bílpall en hesta- kerru; þar utan voru ekki sturtur á þeim bílum sem fyrstir komu til vinnu, svo handsturta þurfti á tipp. Milli áranna 1940 og 1950 flutti Valdi sig til Reykjavíkur, vann áfram í vegavinnunni á sumrin, en hjá Grænmetisversl- un ríkisins að vetrinum. Hann keypti sér litla risíbúb að Nökkvavogi 32, sem hann bjó í alla tíð. Hans eina gleði og ánægja var að koma á hestbak, sem hann gerði meðan heilsa leyfði, og hesta átti hann alla tíð nema tvö síðustu árin. Nú er stundaglasið runnið í botn, það sem eftir stendur er tómið í mannlausri íbúð. Sím- inn lokaður, enda við engan að tala. Bækurnar eru á sínum stað, með sínum fróðleik sem eigandi kunni að meta. Nokkrar myndir í römmum á skáp og borði, mest af hestum, sumar með mönn- um. Við kveðjum og þökkum fyrir öll liðnu árin. Strandasýsla hefur átt marga góða syni, einn af þeim var Valdi. Sigurgeir Magnússon Guörún Lára Briem Hilt Osló Um miðjan júní lést í Ósló Guð- rún Lára uppeldisfræðingur frá Akranesi á 79. aldursári. Bana- mein hennar var hjartaslag. Hafði Guðíún verið búsett í Noregi frá ungutm aldri, en hún fór utan og til fóstru- og uppeldisfræðináms og ílentist þar til starfa og varð úr ævivera, enda giftist hún norsk- um manni, Odd Hilt myndhöggv- ara frá Drammen. Áttu þau 3 börn: Ragnhild leikkonu í Ósló, Björn lækni i Niðarósi og Tor- stein, sem er rithöfundur og bóka- útgefa ndi í Ósló. Bjó hann í hús- um mpður sinnar á Jarlsborgveien 44, enþar eru skemmtileg timbur- hús í listamannahverfi, reist skömmu eftir stríð, og hlaut Odd Hilt þar innivist og íbúð fyrir sig og sína listrænu fjölskyldu, erþau hjónin voru að nýju sest að í Osló eftir nokkra dvöl á hinum forna heföarstað í Niðarósi, þar sem Odd vann að endurbótum og lag- færingum á hinum aldna helgi- dómi Niðarósdómkirkju. Til þess vanda þurfti bæði listamenn og hina fæmstu fagmenn. Var Odd þjóðkunnur myndhöggvari í heimalandi sínu og átti bjarta og stóra vinnustofu í húsinu á Jarls- t MINNINC borgveien. Hann lést við lítinn sjúkdómsfrest á aðventu ióla 1986, fékk hjartaáfall hinn 4. ^es- ember og dó á fárra daga bið. I Kona hans og yngri sonurinn bjuggu áfram í listamannshúsínu og héldu fallegu heimilinu yið alla hefb og virkt. Var þar gest- kvæmt jafnan og íslendingum vel fagnað. Eigum við kona mín bg börn margra ljúfra samveru- stunda að minnast þar og þakka, en þær nöfnur náfrænkur, en Tpr- stein Hilt gamalgróinn vinur okk- ar frá Ólafsvík og Mælifelli. Gúðrún Lára var fædd á prests- setrinu að Hrafnagili í Eyjafirði mánudaginn síðastan í vetri 1918, fjórða dóttir síra Þorsteins Ólafs- sonar Briems, síðar prófasts, þing- manns og ráðherra á Akranesi, og frú Valgerðar Lárusdóttur, prests Halldórssonar. Voru þær Guðrún og Lára Sigurbjörnsdóttir, tengda- móðir mín, systradætur. Yngsta systir Guðrúnar dó í frumbernsku og móðir þeirra ári síðar, um sum- arkomuna 1924. Systrunum gekk í móðurstað frænka Valgerðar, Em- ilía Octavía Guðjohnsen frá Vopnafirði, og varð hún, síðari kona síra Þorsteins. Kirstín og Val- gerður myndlistarmaður settust að í Reykjavík, og lifir nú aðeins Val- gerður þeirra Þorsteinsdætm Bri- em, en Halldóra búsett larfca og merka ævi í Svíþjóð, ríkisarJitekt. Halldóra lést í Stokkhólmi hinn 21. nóvember 1993 og komu minningar hennar út á ból* eftir Steinunni Jóhannesdóttur! frá Akranesi nokkru fyrr. Segir þar ít- arlega frá ættum og æsku þeirra systranna, sem allar voru búnar miklum mannkostum. Skal það ekki rakið að sinni, en Guðrún Lára var ekki afskipt um listfengi og góðar gáfur. Hún var og virt og vinsæl af menntun sinni og ábyrgðarstarfi langan starfsdag í Noregi. Með afbrigðum skemmti- leg kona, glaðlynd og gamansöm, en rík af friðarhugsjón og mann- bótastefnu. Var hún víðförul, kannaði lönd og kynntist við fólk. Eru minningamar áleitnar frá komu hennar að Mælifelli, í heimasveit og hérað afa hennar, Ólafs Briems alþingismanns á Álf- geirsvöllum. Hve hún skoðaði bæi og stöðvar föðurfólks síns af mik- illi ættfræði- og söguþekkingu ásamt aðdáun á fegurð fjallanna og hins víða undirlendis. — Síðar kom hún til okkar í Húsi Jóns Sig- urðssonar í Kaupmannahöfn. Ekkja og ein á ferð. Þar vildi hún koma á Kommúnuspítalann, þar sem móðir hennar lá banaleguna meir en 60 árum fyrr, og skoða allt sem gerst, er áhrærði veikindi móðurinnar og lækningatilraunir, er þá voru helst bundnar vonir við í baráttunni við hinn hvíta dauða. — Farangur ferðakonunnar frá Ósló var aðeins einn lítill bakpoki. Hún ætlaði til Róms og hafði með sér mikla bókþekkingu á Latverj- um og fornri sem nýrri sögu lista- mannalandsins suður við Miðjarð- arhaf. Þótt ferðapokanum væri ruplað, var gnægð eftir hins, sem meira var. ítalíuferðin var mikill lista- og náttúruskoðunarleiðang- ur. Og í heimleiðinni þurfti hún að grennslast fyrir um hvaðeina, sem viðvék skagfirska mynd- höggvaranum Albert Thorvaldsen, sem gerði 38 ára stans á ítalíu á fyrri hluta aldiinnar sem leið. Bréf Guðrúnar Lám vom snjöll, hugmyndir fnimlegar og boð- skapur í máli og teikningu á kort- unum athyglisVerður í einfald- leika, en skýrum dráttum. — Hinu skal ekki gleymt, að hún var manni sínum mikill félagi og ást- úðarvinur, umhyggjusöm móðir bamanna og pryddi heimilið af smekkvísi og sérkennilegu næmi, sem vakti aðdáum og glaðan hug. Þann léttleika hjigarfarsins, sem hreif gest og gantandi með S list- skynjun og ljúfmennsku. Bömum og fjöjskyldu Guðrún- ar Lám Briem ogjodds Hilt send- um við einlægár samúðar- og saknaðarkveðjur ; með þökkum fyrir allar glöðu og góðu stundim- ar í Ósló og á garnla heimaland- inu hennar. í stað íslandsferðar í næsta mánuði fór hún í nokkm lengri flugferð. Og ekki með lítinn mal um vinstri vænginn, en mik- inn fjársjóð andans — listar, gleði og mannræktar. Ágúst Sigurðsson, Prestbakka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.