Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 16
nmtit Laugardagur 29. júní 1995 Veöriö í dag (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland og Faxaflói: Þykknar upp meö su&austan golu e&a kalda og fer a& rigna undir kvöld. Hiti 9 til 16 stig. • Breiöafjörbur: Austan gola e&a kaldi. Skýjab me& köflum og hiti 9 til 15 stig. • Vestfir&ir til Austurlands ab Clettingi: Austan og su&austan gola og lengst af bjartvi&ri. Hiti 11 til 18stig. • Austfir&ir: Su&austan gola og bjartvi&ri. Hiti 10 til 15 stig. • Subausturland: Hæg breytileg átt og léttskýjaö framan af, en þykknar upp me& su&austan golu e&a kalda sí&degis og fer ab rigna í kvöld. • Mibhálendib: Subaustan gola og sí&ar kaldi og skýjab sunnan til en léttskýj- aö noröan til. Hiti 3 til 10 stig. Stjórnmálafrœöingar efna til kosningavöku: Ræða forsetaembættib fyrir og eftir kjörib Skipulagbri umfjöllun félags stjórnmálafræbinga heldur áfram meö tveimur samkom- um um þessa helgi. I kvöld kl. 22 til 03 verba þeir í Sólon ís- landus og munu valinkunnir einstaklingar þá greina stööu mála og spá í spilin. Gestir fylgjast meb sjónvarpi á stór- um skjá. \ Eftir kosningai, á mánudag, mun síðan veröa rætt um úrslit forsetakosninganna og rætt um framtíðarþróun embættisns. Þar hafa framsögu Gunnar Steinn Pálsson almannatengill, Ólafur Þ. Harðarson dósent í stjórn- málafræði og Össur Skarphéð- insson alþingismaður. Sá fundur er í Odda við Suðurgötu, stofu 101 og hefst kl. 17.30. -JBP Rannsóknarnefnd flugslysa: Skúli Jón formaður I samræmi við ný lög um rann- sókn flugslysa hefur samgöngu- ráðuneytið gengiö frá skipan manna í rannsóknarnefnd flug- slysa. Formaður nefndarinnar er Skúli Jón Sigurðsson fyrrver- andi framkvæmdastjóri flug- slysarannsóknadeildar Flug- málastjórnar en varaformaður nefndarinnar er Þorsteinn Þor- steinsson flugvélaverkfræðing- ur og eru þeir skipaðir ótínia- bundib. Jafnframt hafa þeir Björn Þ. Gu&mundsson, prófessor, Steinar Steinarsson og Sveinn Björnsson flugmenn verið skipaðir í nefnd- ina til fjögurra ára. Þá hefur Karl Eiríksson forstjóri ^)g formaður rannsóknanefndar flugslysa um langt árabil látið af störfum. -grh Búnabarbanki Islands: Nýr staögengill bankastjóra Frá kynningarfundi á Stóru garbabókinni, sem haldinn var í grasagarbinum íLaugardal ígœr: Óli Valur Hans- son, Ágúst H. Bjamason og jóhann Páll Valdimarsson. Carörœkt á íslandi: Stórt og níbþungt verk Bankaráð Búnaðarbanka ís- lands hefur ráðið Svein Jóns- son sem staðgengil bankastjóra frá 1. júlí nk. Sveinn hefur verið aðstoðar- bankastjóri vib bankann frá ár- inu 1988 en áður hafði hann ver- ið forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabanka Islands í 10 ár og í jafnmörg ár sem einn af eigend- um Endurskoðunar hf. Sveinn er viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi að mennt og hef- ur auk þess meistaragráðu í hönnun tölvukerfa frá City Uni- versity í London. -grh Ut er komiö ítarlegt og íburb- armikib rit um garbyrkju, sem nefnist „Stóra garbabók- in, alfræbi garbeigandans". Stóra garbabókin er einkum ætlub almenningi, jafnt ný- græbingum sem lengra komnum. Hún fjallar um alla þætti garbyrkjunnar á skýran og abgengilegan hátt. Ágúst H. Bjarnason grasa- fræðingur ritstýrði verkinu með aðstoð Óla Vals Hansson- ar og Þorvaldar Kristinssonar, og um þrjátíu íslenskir sér- fræðingar lögðu einnig hönd á plóginn. Til fyrirmyndar var höfð breska bókin „The RHS Encyclopedia of Gardening", en allt efni hennar er endur- samið með tilliti til íslenskra aðstæðna. Verkið er gefið út af Forlag- inu og kostar út úr búb kr. 14.850. Á næstu vikum verður hún seld á tilboðsverði í sum- um bókabúðum, t.d. ætlar Mál og menning að selja hana á kr. 11.880. -gos Nýju tóbaksvarnarlögin taka gildi á mánudaginn: Síöasta reykhelgin fyrir 16ogl7ára Frá undirritun samninga. Frá vinstri ívar Þorsteinsson forstöbumabur tœknimála RR, Daniel P. Qagne verkefnis- stjóri CAE Electronics, Shahrokh Zangeneh sólustjóri þess fyrirtœkis, Sigfús jónsson forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkur, og Sverrir Sigmundsson innkaupastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Afmœlisbarniö RR kaupir dýra en góöa „gjöf": Kerfisráöurinn á að auka öryggi sem er 99% fyrir Rafmagnsveita Reykjavíkur, þjóbþrifafyrirtækib sem er 75 ára um þessar mundir, hefur nánast keypt^sér og borgarbúum „afmælísgjöf", sem kostar 115 milljónir króna. Hér er um ab ræba tækjabúnab, sem mun vakta raforkukerfib, fjarstýra rof- um og gera viðvart ef óebli- legt rekstrarástand kemur upp á háspennukerfinu. Kerfisrábur, en svo kallast hinn nýi búnabur, stýrir veitu- kerfinu af enn meira öryggi en ábur. Var þó öryggi þess talib 99% eba svo. Kerfisráburinn leysir af hólmi eldri búnab, sem notab- ur hefur verib frá 1973 og var meb fyrstu tölvustýrbu stjórn- kerfum í dreifikerfum raf- veitna í Evrópu. Kerfib verbur til húsa hjá Rafmagnsveitunni ab Ármúla 31 og í 17 útstöbv- um. Átta bjóðendum var gefinn kostur á að gera tilboð og bár- ust tilboð frá sjö þeirra. Geng- ib var til samninga við kanad- íska fyrirtækið CAE Electron- ics. Nýi kerfisráðurinn verður settur upp um mitt næsta ár og er gert ráð fyrir að þessi búnabur verbi kominn í fulla notkun í lok næsta árs. -JBP Bannab verbur ab selja tóbak og/eba afhenda þab börnum og unglingum yngri en 18 ára samkvæmt nýjum lögum sem taka gildi 1. júlí, sem er á mánudaginn kemur. Heil- brigbisrábuneytib hefur vakib athygli á þessari breytingu á öllum tóbakssölustöbum á landinu. Þeim verbur framvegis skylt ab auglýsa þetta bann á áber- andi stab í verslun- um sínum. Skylt verbur ab merkja alla sígarettu- pakka meb tjöru- og nikótíninni- haldi tóbaksins. Reykingar verða framvegis alveg bannaðar í öll- um leikskólum, grunnskólum og öbrum húsakynnum sem ætluð eru til félags- og tóm- stundastarfs barna og unglinga. Reykingar verba sömuleibis bannaðar í framhaldsskólum og sérskólum sem og á heilsu- gæslustöðvum, læknastofum og annars staðar þar sem heilbrigð- isþjónusta er veitt. Skylt er einn- ig að hafa reyklaus svæði á mat- sölustöðum og kaffihúsum. Reykingabann gildir hins veg- ar ekki í íbúðarherbergjum vist- manna á hjúkrunar- og dvalar- heimilum. Á sjúkrahúsum má líka leyfa reykingar sjúklinga samkvæmt ákvæðum í reglu- gerð sem ráðherra mun setja. Oll notkun hefðbundinna tób- aksvörumerkja er bönnuð í auglýsing- um, sem og hvers konar umfjöllun fjölmiðla um ein- stakar vörugetundir, nema ab beinlínis sé verib ab upplýsa um skaösemi tóbaks- notkunar. Framlög til tób- aksvarna aukast úr 0,2%í0,7%afbrút- tósölu tóbaks og verða því að óbreyttu yfir 30 milljónir króna á næsta ári í stað 9 milljóna. Framleiðsla og sala á fínkorna nef- og munntóbaki, öbru en skro, verbur bönnub frá 1. febrúar á næsta ári. Forrábamenn opinberra stofnana verba ab gera áætlun um reykingabann í samrábi við starfsmenn fyrir árslok 2000. Þó verður heimilt aö gera ráb fyrir afdrepi til reykinga innan hverr- ar stofnunar. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.