Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 1
ÍSSWW BLAÐTVÖ Eiríkur Hauksson og Endurvinnslan í tónleikaferö um landiö meö efni afnýjum geisladisk: ROKKAÐ gegn rusli Abur fyrr var maður kannski ab berjast vib ab fá libib út úr sófanum, en nú eru komnir tveir til þrír stabir í þessi litlu kauptún. Af þeim tek- ur kannski einn hljómsveit og þá kostar jafnvel þúsundkall inn en ókeypis á hina. Þannig ab þab er mun meira frambob af áfengi og mjög erfitt ab keppa vib þab," segir Eiríkur Hauksson rokkari og kennari sem er á tónleikaferb um landib meb Endurvinnsl- unni, en nýverib kom út 12 laga geisladiskur, „Búnir ab 'eika'ba" meb Eiríki og Endurvinnslunni. Fyrir bjór og eftir Tæpur áratugur er síðan Eiríkur fór síðast í rokktúr um landið, eða nokkru áður en bjórinn var leyfður. En frá þeim tíma hefur ýmislegt breyst í skemmtanaflóru laíids- jnanna með tilkomu pöbba í nær hvert pláss á landinu, eins og með- limir Endurvinnslunnar hafa fengið að reyna í ferð þeirra um landið. Ei- ríkur er eins og kunnugt er búsettur í Noregi þar sem hann stundar for- fallakennslu í þremur skólum auk starfa sinna við rokktónlistina, en hann mun dvelja hér á landi fram í ágúst nk. Þótt flestir kannist við Ei- rík sem rokkara af guðs náð með sitt síða rauða hár, þá er er hann einna þekktástur fyrir að hafa sungið lag Gunnars Þórðarsonar um Gaggó Vest og fyrir að hafa verið einn af þremur fulltrúum íslands sem söng Gleðibanka Magnúsar Eiríkssonar þegar íslendingar tóku fyrst þátt í söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva hér um árið. Á nýja geisladisknum eru flest lög og textar eftir Björn Björnsson sem flutti frá íslandi til Noregs fyrir tveimur áratugum. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa unnið í samkeppni um slagorð fyrir vetrar- ólympíuleikana í Lillehammer í Noregi fyrir nokkrum árum og fyrir textann í laginu Karen, Karen í flutningi Bjarna Arasonar. Eiríkur segist ekkert hafa þekkt Björn áður en samstarf þeirra hófst í tengslum við útgáfu geislaplötunnar, en Sig- urgeir Sigmundsson gítarleikari seg- ir hann vera „hugmyndabanka." Rokkaöir töffarar Lögin á nýju geislaplötunni eru flest í rokkkantinum og eru margir textarnir hnyttilega orðaðir og bera þess merki að þeir séu samdir af manni með húmor þar sem oft er horft um öxl til fyrri ára þegar lífið var kannski ögn einfaldara og Bítlar og Hallærisplanið stóðu uppúr í heimi íslenskra töffara. Mörg at- hyglisverð lög eru á plötunni sem njóta sín best þegar hækkað er í græjunum, eins og t.d. Hættur, Bæ, bæ bílaplan, Prins & kók, Hertu þig upp o.fl. Þrátt fyrir góða spretti í mörgum lögum hefur geislaplatan ekki enn fengið þá útvarpsspilun sem hún á skilið, en vonandi rætist úr því. Á plötunni er einnig að finna norskan smell sem á íslensku heitir Kvenfólk, en lagið hefur einn- ig gert það gott í Danmörku. Þarna er á ferðinni bandarísk sveitatón- list, en sú tónlist er óvíba jafn vin- sæl og meðal Norðmanna. í Endurvinnslunni með Eiríki eru samstarfsmenn hans og félagar til margra ára, þeir Sigurgeir Sig- mundsson gítarleikari, Jón Ólafsson bassaleikari, Sigurður Reynisson trommuleikari og Kjartan Valdi- marsson á hljómborð. Sá síðast- nefndi er allajama ekki með sveit- inni í ferð hennar um landið, en á það til að grípa í hljómborðið þegar spilað er á höfuðborgarsvæðinu. Allar útsetningar og upptökustjórn voru í höndum Eiríks, en Ólafur Halldórsson sá um hljóðblöndun og upptökur í Stúdíó Stöðinni, en það er hljóðver í eigu Axels Einars- sonar gítarleikara. Þá er bandið í samvinnuátaki með Ungmennafé- lagi íslands og Umhverfissjóði verslunarinnar þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að ganga vel um landið og hið daglega umhverfi. í því samhengi er heitið á hljóm- sveitinni kannski engin tilviljun, þótt upphaflega hafi nafnið átt að vísa til þess að þarna væru á ferö- inni endurunnir popparar. Engu gleymt Á útgáfutónleikum á Gauki á Stöng ekki alls fyrir löngu kom glögglega fram að meðlimir sveitar- innar eru ekki neinir byrjendur í faginu og virðast hafa gaman af því sem þeir eru að gera, enda töluvert síðan þeir léku síðast saman áður en Endurvinnslan hóf æfingar í bíl- skúrnum hjá Sigga Reynis á Háaleit- isbrautinni. Það ætti því engin rokkari að þurfa að vera með skeifu í munnvikum eftir að hafa hlustað á strákana á sviði svo ekki sé minnst á gítartilþrif Sigurgeirs sem er með þeim betri sem handleikið hafa gít- ar í seinni tíð. Hið sama er hægt að segja um pottþéttan bassaleik Jóns Ólafssonar og trommuleik Sigga Reynis. En síðast en ekki síst stend- ur Eiríkur fyrir sínu og gott betur og er ekki annað að heyra en að hann hafi lært ýmislegt af veru sinni meðal Norðmanna. í það minnsta er rokktaktarnir ósviknir og varla hægt að fara fram á meira þegar rokkið er annarsvegar. Rokkab á Ráohús- torgi Fyrir þá sem áhuga hafa, þá má benda á ab Eiríkur og Endurvinnsl- an á Norðurlándi um helgina og Eiríkur Hauksson, rokkarí afgubs náb, hefur engu gleymt íNoregi. m.a. með útitónleika á Ráðhústorg- inu á Akureyri á kosningadaginn, laugardaginn 29. júní, í dag, og á Hlöðufelli á Húsavík um miðnætti sama dag. Fyrstu helgina í júlí verða þeir í Eyjum og þvínæst á Akranesi og Selfossi. Eftir miðjan mánuðinn heimsækja þeir Kirkjubæjarklaust- ur, Djúpavog, Neskaupstab og Egils- staði, ábur en þeir hnykkja á Norð- urlandi á ný í lok mánaðarins, en þá gefst fólki tækifæri á ab leggja vib hlustir á Akureyri og á Húsavík. -grh Akureyri: Ást og erótík í Listagili í upphafi Listasumars '96 eru ást og erótík áberandi í myndlistar- lífinu á Akureyri. í Listasafninu er sýning sem samanstendur af verkum 14 myndlistarmanna, sem eiga þab flestir sameiginlegt ab hafa lagt út á listabrautina á Akureyri og stundab nám vib Myndlistarskólann þar. Þótt ástin sé þema sýningarinnar, þá nálgast listamennirnir viðfangs- efni sitt með mismunandi móti og vinna eftir því sem hugarflug og reynsla þeirra bíður. Hvort sem þeir stybjast vib hlutlægar fyrirmyndir og þekkjanleg form eða túlka efni- viðinn á huglægari máta, þá eiga myndirnar á sýningunni sameigin- lega hugsun, sem höfðar til fegurð- ar og væntumþykju. Tvö verkanna eiga sér nokkra sérstöðu, þótt þau víki í engu frá sjálfu þemanu. Eru það rauð rós Laufeyjar Margrétar Pálsdóttur og tveir drengir og lax eftir Birgi Snæbjöm Birgisson. í ró- sinni birtist óvenju sterk sýn, þótt myndefnið sjálft sé í raun eitt blað í nærmynd, en Birgi Snæbirni tekst að skapa mjög sterkt samband á milli tveggja drengja þar sem þeir eru á vatnsbakka með laxinn sinn. Erótíkin í Deiglunni er af allt öðr- um toga. Þar nálgast listamennirnir viðfangsefni sín fyrst og fremst út frá kynferðislegum kenndum þar sem reðurtákn og kynlífsatburbir eru áberandi í myndfletinum. Þar fer Gunnar Örn Gunnarsson fremstur þar sem hann fjallar um frjósemistáknib frá ýmsum sjónar- hornum. í myndum Þórbar Valdi- marssonar (Kikó Korriró) má finna nokkra strauma austurasískrar frjó- semismyndlistar, sem hann setur ftam í sterkum litum, en meb nokk- ub naívískum hætti. í húmorískum smámyndum fjallar Magnús Kjart- ansson um hina huglægu kvenveru, sem umlykur karlmanninn frá öll- um hlibum, en er ef til vill ekki til þegar hugarheimnum sleppir. í er- ótískum myndum þeirra Samúels Jóhannssonar og Helga Þorgils Frið- jónssonar má finna samhljóm með öðrum verkum þeirra, en í þessum myndum hefur frjósemistáknið öðlast meira rými. Bragi Ásgeirsson sker sig nokkuð úr, þar sem dulúðin er einkennandi í myndum hans og myndar mun sterkari erótísk áhrif en upphafnir limir vib margvíslegar aðstæður. Ljósmyndir Karolu Schlegelmilch í vestursal Listasafns- ins eru ekki venjulegar landslags- myndir þar sem linsunni er gert að fanga mikilfengleik þess sem henni er beint ab. Karola beitir myndavél- inni miklu hemur beint ab hinu smáa, þar sem hún gefur hugarflugi sínu lausan taum. Meb því ab beita möguleikum myndavélarinnar til hins ýtrasta nær Karola að skapa raunveruleg listaverk úr landslagi, sem hinn venjulegi vegfarandi veit- ir ef til vill ekki athygli. í Gallerí AllraHanda hefur verið komið upp lítilli en haganlegri sýn- ingu á verkum Kolbrúnar Björgólfs- dóttur, Koggu. Þar er að finna sýnis- horn af þeirri nytjalist, sem hún er löngu kunn fyrir og byggist á ná- kvæmri formun og sérstakri næmni fyrir skreytingum. í Hótel Hjalteyri stendur yfir sýn- ing á vegum Gallerís AllraHanda á verkum Guðmundar Ármanns Sig- urjónssonar. í þeim gætir nokkurrar tilbreytni frá fyrri sýningum listamannsins, þar sem hann færir sig í átt til fast- ari forma í markvissum og vandlega unnum kyrralífsmyndum. Á þessari sýningu teflir hann fram einþrykks- myndum, en einnig olíumálverk- um þar sem hann er ágætlega lið- tækur. Guðmundur kemur skemmtilega á óvart á þessari sýn- ingu og verður gaman að sjá árang- ur hans, ef hann heldur áfram á þessari braiit. Joris Johannes Rademaker sýnir á Café Karólínu ýmis tilbrigbi við fíg- úru tekna úr leikföngum, auk tákns sem indíánar hafa notab. Joris vinnur sýninguna sem heild verka, byggð á sama grunni og unnin út há sömu hugmynd. í heild er sýn- ingin einskonar leikur með tákn og vinnuaðferðir og nýtur sín vel sem slík, þótt einstök verk gætu orðið að einstæðingum, væru þau slitin úr samfélaginu. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.