Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.06.1996, Blaðsíða 12
r Laugardagur 29. júní 1996 Hópur Vestur-íslendinga frá Utah í heimsókn A6 morgni 7. júlí nk. mun langþrábur draumur 38 Vestur-íslendinga rætast þegar þeir ganga út úr flugvélinni á Keflavíkurflugvelli. Á árunum 1850 til 1890 ýfirgáfu áar þessara Vestur-ís- lcndinga fööurland sitt, ísland, og fluttust til Spanish Fork í Utah. Ferbin var erfib og fómirnar miklar, en glebi og hamingja ríkti þegar á ákvörbun- arstab var komib. Niðjar þessara landnema virba þessa áa sína og unna þeim. Þeir meta íslenska arfleifð sína mikils og halda henni lifandi. Þann 2. ágúst 1996 mun íslendingafélagiö í Utah halda hátíðlegan íslendingadag sinn og veröur það í 99. sinn sem Vestur- ís- lendingar í Utah halda slíka íslend- ingahátíb fyrsta laugardaginn í ágúst. Þeir 38 Vestur-íslendingar sem til jslands koma 7. júlí nk. vita að þeir eiga ættingja á íslandi, en ekki hverjir þeir eru eða hvar þeir búa. Hópurinn hefur sett saman lista yfir áa sína og vonast eftir því ab þær upplýsingar verði birtar og kynni við ættingja ná- ist. Hópurinn mun dvelja á Hótel Sögu í eina nótt en síðan á Hótel ís- landi í þrjár nætur. Mánudaginn 8. júlí verða þeir í Vestmannaeyjum og verða viðstaddir þar söngskemmtun „Fire on the Mountain" það kvöld. Nokkrar nætur verður gist úti á landi en síðan komið aftur á Hótel ísland föstudaginn 12. júlí og þar verður hópurinn fram að brottför, sunnu- daginn 14. júlí. Við bibjum ættingja þeirra nafna sem hér á eftir birtast vinsamiega um ab hafa samband við okkur, eba við Lil Johnson Shepherd, sem taka mun á móti öllum boöum hvað þettá varðar. Nafnalistinn er þessi: Ólafur Helgason (Ole Helgi Olson), f. 23. júní 1870 í lloltssókn, Rang. K. 6. júlí 1892 Þorbjörg Hólmfríöur Magnússon. D. 24. apríl 1945 í Span- ish Fork. Þorbjörg Hólmfríður Magnússon, f. 6. apríl 1869 í Vestmannaeyjum, d. 5. des. 1947 í Spanish Fork, Utah. Faðir: Magnús Gíslason, móðir: Ingibjörg Johnson f. 8. jan 1841 í Rang, d. 13. nóv. 1868. Eyjólfur Eiríksson, f. 15. mars 1853 í Nýjabæ, Holtss., Rang. K. Gubrún Erlendsdóttir, síðan Jarþrúbur Run- ólfsdóttir. Hann fór frá Vestmanna- eyjum til Utah 1882. Jarþrúöur Runólfsdóttir, f. 21. ág. 1852 í Mýarholti, Kjalarnesi. Hún kom til Utah 1887, sennilega frá Vest- mannaeyjum. Þórður Diðriksson, f. 25. mars 1828 í Austur-Landeyjum, Rang., d. 9. sept. 1894 í Spanish Fork. Faðir: Dibrik Jónsson f. 16. sept. 1794, d. 11. júlí 1841. Erick (Eiríkur) E. Hansen (Eiríks- son), f. 12. maí 1857 í Vestmannaeyj- um. K.: Jónína H. V. Guðmundsdótt- ir. Kom til Utah 1883. Jónína Helga Valgarð Guðmunds- dóttir, f. 14. sept 1867 í Vestmanna- eyjum. Kom til Utah 1885. Faðir: Guðmundur Árnason, Giljum, Vest- ur- Skaftafellss. Móðir: Gubný Árna- dóttir, Vestmannaeyjum. Guðný Árnadóttir, f. 26. des. 1834 í Vestmannaeyjum. M. Guömundur Árnason, Giljum. Faðir: Árni Hafliðason, Stóru- Hild- isey, Rang. Móðir: Guðný Erasmus- dóttir, Teig, Fljótshlíð. Guðný Erasmusdóttir, f. 6. sept. 1794. M: Árni Hafliðason, Stóru- Hild- isey, Rang. Faöir: Erasmus Eyjólfsson, Stórumörk, Rang. Móðir: Katrín Ás- gerisdóttir, Teig, Rang. Bóas Arnbjörnsson, f. 7. ág. 1857 í Ytri-Kleif, Suður-Múlasýslu (9. af 11 börnum). Kom til Utah í júní 1883. Faðir: Arnbjörn Sigmundsson. Móbir: Guðný Erlendsdóttir. t Eyjólfur Gubmundsson, f. 11. okt. ■ 1829 á Illugastöðum, Tjörn, Vestur- I Húnavatnssýslu. K.: Valgerður Björns- dóttir. Valgerður Björnsdóttir, f. 1. jan. 1828 í Kirkjuhvammi,' V- Húnavatns- sýslu. Faðir: Björn Sveinsson. Móðir: Rósa Bjarnadóttir. Jóhanna Johnson/Árnason, f. 3. mars 1856 í Rangárvallas., d. 15. júní 1906 í Spanish Fork, Utah. Kom til Utah 1883. Magnús Einarsson, f. 11. febrúar 1842 í Sauðagerði, Gullbrs. K.: Gub- rún Guömundsson. D. 20. júlí 1928 í Spanish Fork. Faðir hans: Einar Þor- láksson. Móðir hans: Rannveig Jóns- son. Gubrún Guðmundsson, f. 13. des. 1845 í Reykjavík, d. 19. ág. 1897 í Spanish Fork. Kom ti Utah um 1886. Petley Árni Johnson, f. 22. febr. 1852 í Vestmannaeyjum. K: 12. okt. 1877 Kristín Eiríksson. Dó í Spanish fork2. ág. 1936. Faðirhans: Árnijóns- son. Móðir hans: Björg Árnason. Kom til Utah 1880. Kristín Eiríksson Runólfsson, f. 3. des 1842 í Lágakotey, Meðallandi, V- Skaft., d. 11. okt. 1934 í Spanish Fork. Faðir: Nikulás Tómasson. Móðir hans: Guðrún Jónsson. Árni Johnson, f. 31. jan. 1913 í Teigi, Fljótshlíð. K.: 28. okt. 1850 Björg Árnason. D. 8. janúar 1855 í Vestmannaeyjum. Faðir hans: Jón Árnason. Móbir hans: Þorgerður Loftsson. Björg Árnason, f. 1. nóv 1830 í Spækill, Rang. Faðir hennar: Árni Pálsson. Móbir hennar: Ingveldur Ormsson. Ketill (Kelly) Eyjólfsson Qameson), f. 9. okt. 1865 á Eyjarbakka, Tjarnar... K.: Sigríður (Sara) Runólfsson. Dó 28. sept. 1917. Runólfur Runólfsson, f. 10. apr, 1852 á íslandi. K.: Valgerður Nelson f. 1. júní 1847. Bróðir: Björn Runólfsson f. 7. febr. 1847 í Vestmannaeyjum, k. hans var Sigríöur Sigvaldadóttir f. 14. ág. 1851. til kaupa, framkvæmda eða éndurskipulagningar Þeir sem hafa í hyggju að taka til hendinni, hvort sem er við kaup á íbúðarhúsnæði, í sambandi við viðbyggingu eða breytingu á fasteign eða einfaldlega við að endurskipuleggja íjármálin, eiga hauk í homi þar sem Búnaðarbankinn er. Búnaðarbankinn býður lán til allt að 25 ára vegna þessara hluta. Lánin eru verðtryggð með föstum vöxtum á bilinu 6,75% - 8,45%. Þau eru tryggð með veði í íbúðar- húsnæði og fara vaxtakjör eftir veðsemingarhlutfalli eignarinnar. Afgreiðsla á lánsumsóknum gengur fljótt og vel fyrir sig og þessi lán henta því vel fólki sem ætlar að hefjast handa nú í sumar. Leitið upplýsinga um kjör og skilmála í útibúum Búnaðarbankans. BUNAÐARBANKINN -rrraustur banki 4 25 V*V Þegar sótt er um lánið þarf að hafa veðbókai-vottorð, fasteigna- og brunabótamatsvottorð og síðustu greiðsluseðla af lánum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.