Tíminn - 02.07.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.07.1996, Blaðsíða 1
+ SKÚLASON HF STOFNAÐUR 1917 Paö tekur aöeins eittn w> eiun ¦ | ¦virkan dag aö kontapóstinum ^^^^m PÓ5TUR þínum lil skila ^^^ OG SlMI 80. árgangur Þriðjudagur 2. júlí 122. tölublað 1996 Síbustu skobanakannanir reyndust mjög nálœgt úrslitum forsetakosninganna. Fyrstu tölur sögbu alla söguna: Ólafur Ragnar Grímsson næsti forseti íslands Ólafur Ragnar Grímsson hlaut mjög afgerandi kosningu til forseta Islands þegar lands- menn gengu aö kjörborðinu á laugardag. Ilann hlaut 41,4% fylgi af þeim sem tóku af- stöðu, Pétur Kr. Hafstein fékk 29,6%, Guörún Agnarsdóttir 26,4% og Ástþór Magnússon 2,7% Niðurstaða kosninganna er í miklu samræmi við skoð- anakannanir sem birtust síð- ustu dagana fyrir kosningar og fer frávikið niður fyrir 1% í einstaka könnun. Fyrstu tölur í sjónvarpi staðfestu strax skoðanakannanirnar og aldr- ei lék vafi á sigri Ólafs. Ólafur Ragnar náði hreinum meirihluta í tveimur kjördæm- um landsins, Austurlandi og á Vestfjorðum. Minnst fylgi hlaut hann í Reykjavík eða 37,6% en í öllum kjördæmum hafði hann afgerandi yfirburði. Eins og spáð hafði verið hlaut Pétur Kr. Hafstein næstflest at- kvæði, um 3,2% meira fylgi en Guörún Agnarsdóttir. Pétur hafði hlutfallslega mest fylgi í Reykjavík eða 31,9% og 31,5% á Reykjanesi. Guðrún Agnarsdótt- ir hlaut næstmest fylgi í tveimur kjördæmum, á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Fylgi Pét- urs mældist aðeins 19,5% á Austurlandi sem er talsvert minna en í öðrum kjördæmum. Kjörsókn var 85,9% á landinu öllu, 167.334 greiddu atkvæði af tæplega 196.000 sem voru á kjörskrá. Auðir seðlar og ógildir voru alls 2.101 sem nemur 1,3% af kjörskrá og er mun hærra hlutfall en árið 1980. -BÞ For- seta- slag- urinn sjá bls. 2,4, 7 7 og BAKSÍÐU Verbandi forsetahjón, Ólafur Ragnar Grímsson og kona hans, Gubrún Katrín Þorbergsdóttir, komu íheimsókn til Bessastaba ígœr og hittu þar Vigdísi Finnbogadóttur. Myndin var tekin vib þab tœkifœri. TímamyndHwA Stórbruni varb þegar kviknabi í byggingavöruversluninni Járn og skip í Keflavík. Slökkvilibsstjórinn í Keflavík: 50.000 króna úrbætur hefðu komib í veg fyrir brunann Sigmundur Eyþórsson slökkvi- liðsstjóri segir a& stórbruninn sem varb í Keflavík á laugardag hefbi aldrei orbib ef farib hefbi verib ab margítrekubum kröfum um úrbætur eldvarna. Bygginga- vöruverslunin Járn og skip, sem er deild innan Kaupfélags Subur- nesja, brann upp til agna ásamt lager og er tjónib gífurlegt. Sig- mundur segir ab 50.000 kr. hefbu dugab til ab breyta gluggum þannig ab slökkvilibib hefbi getab rábib niburlögum eldsins í líma. Upptök brunans eru talin vera sígarettureykingar 12-13 ára drengja. Slökkvilibib í Kefalvík fékk til- kynningu um brunann klukkan 15.19 á laugardag og var þá eldur í viðarstæbu vib útvegg. Um 300 rúmmetrar af timbri voru í þurrkun og gífurlegur eldsmatur. „Þama byrjabi eldurinn og dreifbist inn um glugga á útvegg og komst inn í bæði teppa- og málningarlager. Síð- an dreifbist þetta um allt. Þessi út- veggur var engan veginn löglegur, ástand bmnahólfa í húsinu var al- gjörlega óviðunandi enda höfðum við margítrekað kröfur um úrbætur. Við erum bara svo valdalitlir í þess- um efnum að við höfum ekki burði til að fylgja því eftir af krafti að far- ið sé að tillögum okkar. Þetta hafði ekki forgang hjá Kaupfélaginu og þar af leiðandi tapaðist þetta. Það hefði kannski kostað þá svona 50.000 kr. að laga þesa glugga þann- ig að þeir hefðu haldið sem skyldi og þá er ég ekki í nokkrum vafa um að aldrei hefði farið sem fór. Við vorum alveg á mörkunum," segir Sigmundur. Auk slökkviliðs Keflavíkur komu bílar frá Keflavíkurflugvelli og Sandgerði auk þess sem björgunar- sveit og lögregla hjálpuðu til. Meðal annars var gengið í hús og nærliggj- andi byggingar rýmdar. Þá var var- að við hættu vegna eiturgufu. Sig- mundur telur að um 60 manns hafi komið að björgunarstarfinu með einum eða öðrum hætti. Sigmundur segir að allt hafi lagst á eitt til að aðstæður yrðu sem verstar. Auk framangreinds hafi vindátt verið sérlega óhagstæð og menn hafi lagt sig í mikla hætru. „Ég er nýtekinn við þessu starfi hérna en þetta er það versta sem ég hef lent í. Menn lögðu sig í mikla hættu við slökkvistarfið, þarna var töluverður áburður og eimrefni, plasteinangrun í lofti lak niður á okkur og hjálmarnir okkar eru ónýtir. Ég er ánægður með að okkur skyldi takast að bjarga vömgeymslu Kaupfélagsins sem stendur í um 8 metra fjarlægð. -BÞ Sjá nánar á baksíöu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.