Tíminn - 02.07.1996, Side 1

Tíminn - 02.07.1996, Side 1
80. árgangur STOFNAÐUR 1917 Þriðjudagur 2. júlí 122. tölublað 1996 Síbustu skoöanakannanir reyndust mjög nálœgt úrslitum forsetakosninganna. Fyrstu tölur sögbu alla söguna: Ólafur Ragnar Grímsson næsti forseti íslands Ólafur Ragnar Grímsson hlaut mjög afgerandi kosningu til forseta Islands þegar lands- menn gengu að kjörborðinu á laugardag. Hann hlaut 41,4% fylgi af þeim sem tóku af- stöðu, Pétur Kr. Hafstein fékk 29,6%, Guðrún Agnarsdóttir 26,4% og Ástþór Magnússon 2,7% Niðurstaða kosninganna er í miklu samræmi við skoð- anakannanir sem birtust síð- ustu dagana fyrir kosningar og fer frávikið niður fyrir 1% í einstaka könnun. Fyrstu tölur í sjónvarpi staðfestu strax skoðanakannanirnar og aldr- ei lék vafi á sigri Ólafs. Ólafur Ragnar náði hreinum meirihluta í tveimur kjördæm- um landsins, Austurlandi og á Vestfjörðum. Minnst fylgi hlaut hann í Reykjavík eða 37,6% en í öllum kjördæmum hafði hann afgerandi yfirburði. Eins og spáð hafði verið hlaut Pétur Kr. Hafstein næstflest at- kvæði, um 3,2% meira fylgi en Guðrún Agnarsdóttir. Pétur hafði hlutfallslega mest fylgi í Reykjavík eða 31,9% og 31,5% á Reykjanesi. Guðrún Agnarsdótt- ir hlaut næstmest fylgi í tveimur kjördæmum, á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Fylgi Pét- urs mældist aðeins 19,5% á Austurlandi sem er talsvert minna en í öðmm kjördæmum. Kjörsókn var 85,9% á landinu öllu, 167.334 greiddu atkvæði af tæplega 196.000 sem voru á kjörskrá. Auðir seðlar og ógildir voru alls 2.101 sem nemur 1,3% af kjörskrá og er mun hærra hlutfall en árið 1980. -BÞ For- seta- slag- urinn sjá bls. 2, 4, 11 og BAKSÍÐU Verbandi forsetahjón, Ólafur Ragnar Grímsson og kona hans, Gubrún Katrín Þorbergsdóttir, komu í heimsókn til Bessastaba ígcer og hittu þar Vigdísi Finnbogadóttur. Myndin var tekin vib þab tœkifœri. Tímamynd: qva Stórbruni varö þegar kviknabi í byggingavöruversluninni Járn og skip í Keflavík. Slökkviliösstjórinn í Keflavík: 50.000 króna úrbætur hefðu komið í veg fyrir brunann Sigmundur Eyþórsson slökkvi- liðsstjóri segir að stórbmninn sem varð í Keflavík á laugardag hefði aldrei orðið ef farið hefði verið að margítrekuðum kröfum um úrbætur eldvarna. Bygginga- vömverslunin Járn og skip, sem er deild innan Kaupfélags Suður- nesja, brann upp til agna ásamt lager og er tjónið gífurlegt. Sig- mundur segir að 50.000 kr. hefðu dugað til að breyta gluggum þannig að slökkvilibib hefbi getab ráðið niðurlögum eldsins í tíma. Upptök bmnans em talin vera sígarettureykingar 12-13 ára drengja. Slökkviliðib í Kefalvík fékk til- kynningu um bmnann klukkan 15.19 á laugardag og var þá eldur í viðarstæðu við útvegg. Um 300 rúmmetrar af timbri vom í þurrkun og gífurlegur eldsmatur. „Þarna byrjaði eldurinn og dreifðist inn um glugga á útvegg og komst inn í bæði teppa- og málningarlager. Síð- an dreifbist þetta um allt. Þessi út- veggur var engan veginn löglegur, ástand brunahólfa í húsinu var al- gjörlega óviðunandi enda höfðum við margítrekab kröfur um úrbætur. Við emm bara svo valdalitlir í þess- um efnum að við höfum ekki burði til að fylgja því eftir af krafti ab far- ið sé að tillögum okkar. Þetta hafði ekki forgang hjá Kaupfélaginu og þar af leiðandi tapaðist þetta. Það hefði kannski kostað þá svona 50.000 kr. ab laga þesa glugga þann- ig að þeir hefbu haldið sem skyldi og þá er ég ekki í nokkrum vafa um ab aldrei hefði farið sem fór. Við vomm alveg á mörkunum," segir Sigmundur. Auk slökkviliðs Keflavíkur komu bílar frá Keflavíkurflugvelli og Sandgerði auk þess sem björgunar- sveit og lögregla hjálpubu til. Meðal annars var gengið í hús og nærliggj- andi byggingar rýmdar. Þá var var- að við hættu vegna eiturgufu. Sig- mundur telur að um 60 manns hafi komið að björgunarstarfinu með einum eða öðmm hætti. Sigmundur segir að allt hafi lagst á eitt til að aðstæður yrðu sem verstar. Auk framangreinds hafi vindátt verið sérlega óhagstæð og menn hafi lagt sig í mikla hættu. „Ég er nýtekinn við þessu starfi hérna en þetta er það versta sem ég hef lent í. Menn lögðu sig í mikla hættu við slökkvistarfið, þarna var töluverður áburður og eiturefni, plasteinangmn í lofti lak niður á okkur og hjálmarnir okkar eru ónýtir. Ég er ánægður með að okkur skyldi takast að bjarga vömgeymslu Kaupfélagsins sem stendur í um 8 metra fjarlægð. -BÞ Sjá nánar á baksíbu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.