Tíminn - 02.07.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.07.1996, Blaðsíða 10
10 Þribjudagur 2. júlí 1996 Steinunn Hrafnsdóttir vann ásamt fleiri starfssystrum sínum aö íslenskum þœtti rannsóknar um velferöarkerfib á Noröurlöndunum. Þcer komust m.a. aö því aö mishrööun heföi oröiö í þróun borgarsamfélags á íslandi: Uppeldi íslenskra barna úr takt viö nútímasamfélag — og of litlu fé variö til fjölskyldna og barna Steinunn Hrafnsdóttir. Bráðlega koma út á bók niður- stööur samnorrænnar rann- sóknar um norræna velferðar- kerfið og þróun þess eftir seinni heimsstyrjöldina, sem unnin var við fimm háskóla á Noröurlöndunum. Fjórar kon- ur unnu íslensku rannsóknina og var Steinunn Hrafnsdóttir, stundakennari í félagsráðgjöf við Háskóla íslands, ein þeirra. Hinar voru Guðný Ey- dal, Ingibjörg Broddadóttir og Sigurveig H. Sigurðardóttir. Markmiö rannsóknarinnar var að gera samanburö á þró- un félagslegrar þjónustu í löndunum fimm, meö áherslu á dagvistunar- og öldrunar- mál. Hérlendis varð snemma til vísir að opinberu velferðar- kerfi, eða allt frá því landinu var skipt í hreppa á þjóðveldis- öld og bar hver hreppur ábyrgð á sínum íbúum. Þegar Tíminn hafði samband við Steinunni, sagði hún að þó að félagsleg þjónusta hafi þannig verið nokkuð lengi í þróun, þá séu helstu niðurstöður rann- sóknarinnar þær að þrátt fyrir að hér sé svipub löggjöf, mark- mið og hugmyndafræði varð- andi félagslega þjónustu og á hinum Norburlöndunum, þá hefur orðið minna úr fram- kvæmdinni og fjárveitingum hér en annars staðar. Sjálfsagt eru ýmsar skýringar á því. Smæð landsins, fjöldi fá- mennra sveitarfélaga og ann- ars konar hugsunarháttur hafa væntanlega töluverð áhrif. Þab er hins vegar ekki í verka- hring þeirra sem stóðu að rannsókninni að finna leiöir til úrbóta. Því var Steinunn spurð hvort pólitísk öfl hefðu haft áhrif á þróun félagslegrar þjónustu á íslandi. Ekki alfarfó/ vinstri öflum aö þakka „ísland hefur pólitíska sér- stöbu miöað við hin Norður- löndin. Hérlendis hefur Sjálf- stæðisflokkurinn tekið þátt í nær öllum samsteypustjórn- um síðan á stríðsárunum á sama tíma og jafnaðarmanna- flokkar hafa verið mjög sterkir á hinum Norðurlöndunum. Það voru vinstri flokkkar sem lögðu fram helstu frumvörpin og vinstri stjórn setti fyrstu löggjöfina um dagvistunarmál 1973. Aftur á móti baröist Sjálf- stæðisflokkurinn í borgar- stjórn í Reykjavík á sama tíma fyíir dagvistunarmálum og samstaða allra flokka var um löggjöfina 1973. Þannigaövið gátum ekki dregið þá ályktun að þab hafi eingöngu verið vinstri öflin sem börðust fyrir þessum malatlokki. Þó má leiða likur aö pvi að dagvistar- mál og önnur télagsleg þjón- usta hetou proast á annan veg, ef póhtiskt landslag hefði ver- ið meb svipuðum hætti og á hinum Norðurlöndunum." Skandinavíska líkaniö „Við könnuðum einnig hvort við tilheyrðum því sem kallast skandinavíska líkanið og komumst að þeirri niður- stöðu að við gerum það. Lönd- in fimm eiga þaö sameiginlegt í dagvistunar- og öldrunar- málum að hugmyndafræði og löggjöf er svipuð. Einnig hefur sú stefna verið mörkuð að þjónustan eigi að vera undir stjórn fagfólks, í háum gæba- flokki og sveitarfélögin eigi að mestu leyti að greiða fyrir hana. Aftur á móti hefur ís- land sérstööu miðað við hin Norðurlöndin. T.d. verjum við mjög litlu til félagslegrar þjón- ustu sem hlutfalli af vergri landsframleiðslu og hefur svo verið lengi. Iðnvæðing og borgarmýndun hófst síðar á íslandi en á hinum Norður- löndunum og gæti þab skýrt hversu stórt hlutverk fjöl- skyldan, verkalýðssamtök og góögerðarstofnanir hafa leikið í dagvistunar- og öldrunar- málum á íslandi. Líka má nefna aþ við erum með mjög hátt hlutfall aldraðra á stofn- unum, iheöan hlutfall heima- þjónustú er miklu hærra í hin- um löndunum." Aldraöir á stofnanir — Nú rennur tiltölulega hátt hlutfall af fjárframlögum ríkisins til öldrunarmála og málefha fatl- aðra hér. Hvers vegna teljið þið ísland samt sem áður eftirbát Norðurlandanna í þeim mála- flokki? „Sú hugmyndafræði ab aldr- aðir eigi rétt á að búa eins lengi á sínu heimili og kostur er með aðstoð frá ríki og sveitarfélagi virðist koma síðar til sögunnar hér en á hinum Norðurlöndun- um. Vib settum fram þá tilgátu ab uppbygging stórra einka- stofnana, sem enn em ráðandi í dag, hafi e.t.v. hindrað þróun heimilishjálpar. Einnig getur það skipt máli aö heimilishjálp er greidd af sveitarfélögum á meban ríkið kostar stofnana- vistun. Því má leiða líkur að því að sveitarfélög, sem hafa lítið fjárhagslegt bolmagn, hafi haft tilhneigingu til að vísa öldmð- um á stofnanir. Það er nauðsyn- legt að samræma félags- og heil- brigðisþjónustu á þessu sviði og til þess ab það sé unnt þarf að breyta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Meö lögum um reynslusveitarfélög 1994 er gert ráð fyrir því að ákveðin sveitar- félög muni í tilraunaskyni vinna að því að samræma þjón- ustu fyrir aldraða. Að okkar mati mun þörfin íyrir stofnana- vistun aldraöra minnka um leið og heimilishjálp og heima- hjúkrun verða áreiöanlegri og betri," sagöi Steinunn. Hún benti þó á aö þarna sé erfitt mál á ferð, því hagsmunir ríkis og sveitarfélaga fari ekki saman að þessu leyti. — En œtti það ekki að vera á könnu annarra en sveitarfélaga að hafa á hendi yfirstjóm félags- legrar þjónustu. Þannig hlýtur að vera erfitt fyrir fólk í fámennum sveitarfélögum að taka ákvarðan- ir varðandi félagslega þjónustu fyrir œttingja sína og vini. „Smæð sveitarfélaganna hef- ur að okkar mati staöið félags- legri þjónustu fyrir þrifum. En með lögum um félagslega þjón- ustu, sem sett voru 1991, er ein- mitt gert ráð fyrir því að sveitar- félögin sameinist til þess að þjónustan geti orðið faglegri og það sé hægt að rába sérhæft starfsfólk til að sinna þessari þjónustu. Á Islandi eru í dag 170 sveitarfélög, nokkur meb 50- 60 íbúa. Það er eingöngu unnt að veita viðunandi þjón- ustu í stærri sveitarfélögunum." Mest vinnav— minnst dagvistun „Þá verjum við minnstu fé til f jölskyldna og bama af Norður- löndunum. Það er í raun mjög athyglisvert, vegna þess að hér á íslandi vinná bábir foreldrar lengstan vinnudag, fæðingar- orlof er styttra, viö stofnum fjölskyldu fyrr á ævinni og eignumst flest börn í Evrópu, eða 2,14, sem er svipaður barnafjöldi og hjá írum. Við eigum þaö sameiginlegt með Noregi að hafa færri dag- vistunarpláss en hin löndin. Hátt hlutfali ísienskra barna er hjá dagmæðmm og hlutavist- un er algengust hér af Norður- löndunum. Svo má nefna að börnin fá seinna pláss á dag- vistunarstofnunum hérlendis en í samanburðarlöndunum. Það em einungis forgangshóp- ar sem hafa fengið fulla dag- vistun fyrir börn sín. Það er þörf á ömggri gæslu fyrir börn á íslandi. íslensk stjórnvöld hafa hingað til ekki mætt nægi- lega aukinni þörf á dagvistun, sem hefur komið til vegna auk- innar þátttöku kvenna í at- vinnulífinu. Það kemur þó fram í rannsókn okkar að viö teljum of mikla einföldun að segja að stjórnvöld beri alla ábyrgb á ónógri umönnun bama. Það hefur verið sett fram sú tilgáta að viöhorf almenn- ings hafi ekki þróast með sama hraða og þjóöfélagið. Fyrir nokkmm ámm var gerð rann- sókn á viöhorfum foreldra til dagvistarmála og þar kom fram að foreldrar töldu það ekki gott fyrir börn sín að vera allan dag- inn í dagvistun." Frelsi barna tímaskekkja? „Þar kom einnig fram að ís- lendingar vildu frekar en aðrar Norðurlandaþjóbir að börn væm frjáls og laus undan ströngum reglum foreldra og uppeldisstofananna. Á sama tíma kemur í ljós að slysatíðni barna er að mörgu leyti jákvæð, en hún viröist því miður geta verið of dýru verði keypt. Vib þurfum að finna leiðir til ab brúa þetta bil milli hefðbund- inna gilda og nútímaþjóðfé- lags. Þar ættu stjórnvöld að sýna gott fordæmi. Vib erum ennþá svolítib sveitaþjóðfélag. Við höfum kannski þau við- horf að fjölskyldan eigi að taka meiri ábyrgð á sig heldur en í hinum löndunum. Rannsóknir hafa líka sýnt að það eru meiri fjölskyldutengsl á íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Okkur svipar líka til íranna að þessu leyti, því þar er þessi sama áhersla á fjölskyldutengsl og sjálfsbjargarviðleitni. Þessi viðhorf almennings hafa kannski ekki þróast með sama hraða og þjóðfélagið." Framtíö velferbar- kerfisins — En vildu stjómvöld á hinum Norðurlöndunum ekki gjaman að þeirra þjóðfélagsþegnar hefðu stœrri skammt af sjálfsbjargar- viðleitni? „Of mikil sjálfsbjargarvið- leitni getur verib of dým verði keypt, sérstaklega þegar hún bitnar á bömunum okkar, og ég tel ekki að það sé skortur á sjálfsbjargarviðleitni á hinum Norðurlöndunum. Auðvitað má ýmislegt bæta og breyta í velferðarkerfum Norðurlanda og þróunin er að færast í átt til breytinga. Ýmsir fræðimenn hafa fjallað um að þróun vel- ferðarþjóðfélaga á Norðurlönd- um sé ab breytast í áttina að því sem er kallað „welfare plural- ism" eða blönduð félagsleg þjónusta. Þetta hugtak felur í sér verkaskiptingu og sam- vinnu milli markaðarins, ríkis og sveitarfélaga, ýmissa sjálf- boðastofnana og annarra óformlegra lausna á félagsleg- um vanda. Þó er mikilvægt að gera sér grein fyrir að þetta hugtak er ákaflega vítt og getur falið í sér ýmiss konar stefnur. Fræðimenn ræða um tvo möguleika á þróun skandina- víska líkansins. Annars vegar að mun meiri sveigjanleiki verði í félagslegri þjónustu með því að virkja fólkið sjálft og styrkja frumkvæði ýmissa einka- og sjálfboðahópa. Þó á þann hátt að sveitarfélög og ríki setji upp staðla fyrir þjón- ustuna og styrki hana fjárhags- lega. Hins vegar að velferðar- kerfið færist meira í átt til einkavæðingar og meiri lag- skiptingar á þjóbfélaginu þar sem þeir betur megandi geta tryggt félagslegt öryggi sitt með því ab kaupa sér þab dýru verði, meöan aðrir hópar verða að láta sér nægja það sem sveitar- félög og ýmsar góðgerðarstofn- anir láta þeim í té. Það er mjög erfitt að spá um hvernig þróun- in verður hérlendis, en það er fólksins að velja hvora stefn- una þab kýs. Það verður mjög athyglisvert að sjá hvers konar velferðarríki við munum búa við í framtíðinni, en ég tel lík- legt að við færumst í sömu átt og hinar Norðurlandaþjóðirn- ar."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.