Tíminn - 02.07.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.07.1996, Blaðsíða 11
Þri&judagur 2. júlí 1996 11 Ólafur Ragnar eftir aö úrslit uröu Ijós á laugardagskvöldiö, hér á spjalli viö menn í bœkistöövum Sjónvarpsins. Fimmta forseta lýð- veldisins fagnað Finnur Ingólfsson, viöskipta- og iönaöarráöherra, óskar Ólafi Ragnari til hamingju meö sigurinn. Kosningaúrslit í forsetakjör- inu lágu nánast fyrir á slag- inu kl. 10 á laugardags- kvöldið, þegar síðustu atkvæðin fóru í kjörkassana. Um 13 þúsund atkvæði greidd í kjördæmi Ólafs Ragnars Grímssonar, Reykjanesi, höfðu verið talin og sýndu nánast úrslitin, sem reyndar voru nánast þau sem skoðanakannanir gerðu ráð fyrir. Það var kjörstjórnin í Hafnarfirði sem náði sambandi við sjónvarpið fyrst allra. Ljóst var þá þegar hvert stefndi. Fram- bjóðendur voru hins vegar ekki á því að viðurkenna sigur Ólafs fyr- ir en síðar um kvöldið. Kosningavaka Sjónvarpsins og Stöðvar 2 reyndist því lítt spenn- andi, eins og eflaust margir höfðu vonast eftir. Ólafur Ragnar var frá upphafi yfirburða sigurvegari. Stuðningsmenn frambjóðenda höfðu látið taka frá fyrir sig stærstu veislusali landsins. Á Hót- el Sögu voru stuðningsmenn sig- urvegarans, en stuðningsmenn Péturs Hafstein á Hótel íslandi. Á Hótel Borg kom saman stuðn- ingsfólk Guðrúnar Agnarsdóttur. Gífurlegur mannfjöldi kom saman að Barðaströnd 5 á Sel- tjarnarnesi, heimili Ólafs Ragnars Grímssonar, Guðrúnar Katrínar og dætra þeirra, á sunnudags- kvöldið. Þar fór fram athöfn og verðandi forseti og fjölskylda hans hyllt. Myndirnar eru frá kosninga- kvöldi og sigurhátíð á Seltjarnar- nesi. ■ Ólafur Ragnar og Guörún Katrín greinilega ánægö meö fyrstu tölur kvöldsins. Vel hagar til viö Baröaströnd 5 á Seltjarnarnesi aö halda stóra útihátíö, geysistórar noröursvalir og mikil víöátta fyrir framan húsiö. Þarna söfnuöust saman þúsundir manna. Ólafur Ragnar og Guörún Katrín á svölum húss síns. Tímamyndir: Gunnar v. Andrésson Dalla Ólafsdóttir, Ólafur Ragnar og Össur Skarphéöins- son, fyrrum samflokksmaöur í Alþýöubandalaginu, á góöri stundu. Pétur Hafstein óskar Ólafi Ragnari til hamingju meö sigur í forsetakosn- ingunum. Milli þeirra sést í Guörúnu Agnarsdóttur. Guörún Agnarsdóttir og Pétur Hafstein horfa á miöur uppörvandi tölur á skjánum í Sjónvarpshúsinu á laugar- dagskvöldiö. Hallur Hallsson, ráögjafi Péturs, fylgist meö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.